Fréttablaðið - 05.09.2003, Page 27

Fréttablaðið - 05.09.2003, Page 27
Ræktun kryddjurta er skemmti-leg og bragðgóð leið til að lífga upp á matreiðsluna. Innanhúss er hægt að rækta kryddjurtir allt árið um kring og á sumrin einnig utan- húss. Að sögn Guðbjargar Kristjáns- dóttur, garðyrkjufræðings og starfs- manns Garðheima, er basilikum vin- sælasta kryddjurtin í dag. Hana er þó aðeins hægt að rækta utanhúss. Einnig er mikið keypt af rósmarín, kóríander og tímían, auk þess sem sala á óreganó hefur verið að aukast mikið. „Það hefur orðið bylting á sl. þremur árum í sölu á kryddi. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að fólk er farið að ferðast mikið meira erlend- is og námsfólk sem kemur heim er búið að venja sig á aðra siði. Konur frá Asíu hafa einnig verið að kaupa mikið af kóríander sem þær nota í austurlenska rétti.“ Guðbjörg segir að margt fólk rækti kryddin í eld- húsglugganum heima hjá sér. Það geri fólk frekar en að rækta kryddin úti í garði enda vilji það ekki labba langar leiðir til að ná sér í krydd. Hún seg- ir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi keypt hjá sér perur til að lýsa jurtirnar upp á veturna svo þær vaxi betur í skammdeginu. Fyrir fólk sem ætlar að hefja kryddræktun heima hjá sér mælir Guð- björg ekki með því að setja fræ í pottamold því hún sé allt of sterk. Sjálf hefur hún sett fræin í litla sam- anpressaða kubba sem fara í vatn og stækka síðan fimm- falt. Því næst þegar plantan er farin að vaxa er hún sett í sterkari mold. Aðspurð segir Guðbjörg að það sé mismunandi eftir tegundum hversu langan tíma tekur að rækta krydd- jurt. Rósmarín er til að mynda mjög lengi að spíra, frá hálfum mánuði til þriggja vikna. Mörg fræ eru hins vegar um eina viku að spíra. „Yfir- leitt er maður með nokkur fræ sam- an til að hafa þetta þétt og síðan klippir maður bara af þessu.“ ■ matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Bylting í ræktun kryddjurta: Basilikum vinsælast Egils Pilsner er ný íslensk bjórteg-und sem er til sölu í verslunum ÁTVR frá og með 1. september 2003. Egils Pilsner er ódýrasti bjórinn á markaðnum en hann kostar 149 krón- ur í 0,5 lítra umbúðum. Bruggmeistarar Ölgerðarinnar hafa unnið að þróun hins nýja Egils Pilsners undanfarna mánuði en bjór- inn er byggður á Egils Pilsner létt- bjórnum sem bruggaður hefur verið síðan 1917. Hann flokkast undir pil- sen-bjór og er 4,5% að styrkleika. Að sögn Guðmundar Mars Magnússonar, bruggmeistara Ölgerðarinnar, er bjórinn ljósbrúnn á lit og ber keim af maltkorni, örlítilli sætu og beisku en mildu bragði. Til fróðleiks má geta þess að sam- bærilegar bjórtegundir í Danmörku í 0,5 lítra umbúðum kosta tæplega 110 krónur en Egils Pilsner kostar 149 krónur. Opinber gjöld nema tæpum 82% af verði Egils Pilsners. Þar ber hæst áfengisgjaldið en það er 44,3% af söluverðinu. Séu áfengisgjöldin dregin frá er Egils Pilsner 12% ódýr- ari en sambærilegur bjór í Danmörku. Að sögn Önnu Maríu Árnadóttur, vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar, hef- ur Ölgerðin mætt kröfum neytenda um mjög góðan bjór á lágu verði með tilkomu Egils Pilsner bjórsins en markmið Ölgerðarinnar er að Egils Pilsner verði alltaf ódýrasti bjórinn í ÁTVR. Fyrst um sinn verður Egils Pilsner seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlunni. ■ Egils Pilsner fæst í Heiðrúnu og Kringlunni: Ódýrasti bjórinn í 0,5 l umbúðum 10 ViNSÆLAR KRYDDJURTIR Dill Grönn þráðlaga blöðin notuð með fiski, skel- dýrum, lambakjöti, kartöflum, í sósur og til skrauts. Graslaukur Í salöt, eggja- og grænmetisrétti, sósur, brauð og fleira. Meriam Notað í grænmetisrétti, lifrarrétti, kæfu og tómatrétti. Í flatbökur er meriam ómissandi og er þá notað með basilikum. Mynta Notuð í lambakjötsrétti, sósur, drykki og hlaup. Hrokkinminta er notuð í jurtate. Pip- arminta er mest notuð í sælgæti og líkjöra. Óreganó Er notað með steiktum fiski, kjötdeigs- og tómatréttum, pítsum og tómatrétti. Steinselja Notuð í kryddvönd við suðu á fiski, kjöti og grænmeti. Svo í kryddlegi og í salöt en mest er hún notuð til skrauts. Rósmarín Notuð í rétti úr lamba-, svína- og fuglakjöti og einnig á villibráð. Ómissandi á lamba- stórsteikur, hrygg og læri. Basilika Er notað í pizzur, í tómatrétti, spagettírétti, með ljósu kjöti og alifuglum. Salvía Er með mildu beisku og áberandi bragði. Salvía er notuð í rétti úr svína- kálfa- og lambakjöti, fars, pylsur og kæfu. Tímían Er notað í kryddlegi og á vel við svína-, nauta- og kálfakjöt. Tiímían bragðast vel með hvítlauk, lárviðarlaufi og tómati. Ómiss- andi í baunasúpu. Heimild: Gardheimar.is EGILS PILSNER Byggður á létt- pilsnernum sem hefur verið brugg- aður síðan 1917. KRYDD Bylting hefur orðið á undanförnum þrem- ur árum í sölu kryddjurta. FRÉTTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.