Fréttablaðið - 05.09.2003, Side 37
38 5. september 2003 FÖSTUDAGUR
ZINEDINE ZIDANE
Franski miðvallarleikmaðurinn getur ekki
leikið með franska landsliðinu á laugardag
þegar það mætir Kýpurbúum í und-
ankeppni Evrópumótsins á laugardag þar
sem hann er meiddur.
Fótbolti
FÓTBOLTI Peter Ridsdale,
fyrrum stjórnarformað-
ur Leeds United, keypti í
gær knattspyrnufélagið
Barnsley ásamt Patrick
Cryne, einum dyggasti
stuðningsmanni liðsins.
Kaupverðið er talið vera
um fimm milljónir
punda.
„Ég er enn knatt-
spyrnustjóri hjá Barns-
ley,“ sagði Guðjón Þórð-
arson, sem hefur stýrt
liðinu með glæsilegum
árangri það sem af er tímabil-
inu. „Ég ræddi við þá eftir kaup-
in og þeir sögðust ætla
að styðja mig áfram í
því góða verki sem ég
hef verið að vinna.“
Barnsley hefur átt í
miklum fjárhagsvand-
ræðum síðustu ár.
Bandaríkjamaðurinn
Sean Lewis keypti liðið
fyrir þetta tímabil en
náði ekki að sannfæra
stjórn ensku neðri
deildanna um að
rekstrargrundvöllur
væri fyrir hendi. Því
fór það svo að Ridsdale og Cryne
keyptu liðið.
„Ég vona að málin leysist nú
og við getum farið að kaupa
fleiri leikmenn,“ sagði Guðjón
en liðinu voru settar hömlur
vegna fjárhagsvandræðanna og
mátti aðeins hafa tuttugu leik-
menn á skrá. ■
h t t p : / / w w w . s j a l f s v o r n . i s
Uppl í síma
820-3453
N ú e r r é t t i t í m i n t i l þ e s s
a ð l æ r a a l v ö r u s j á l f s v ö r n .
V i ð e r u m m e ð s é r s t a k a
t í m a f y r i r :
B ö r n o g u n g l i n g a
V i ð k e n n u m b y r j e n d u m
5 x í v i k u . . . . þ ú g e t u r a l l t a f
æ f t J i u J i t s u
N ý t t :
s é r s t a k i r t í m a r f y r i r k o n u r.
Jiu Jitsu er sjálfsvörn,
ekki keppnisíþrótt.
s j á l f s v ö r n !
J i u J i t s u
Faxafen 8
Sjálfsvarnarskóli Íslan
17.00 Íslenska landsliðið skipað
leikmönnum 21 árs og yngri tekur á
móti jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í
undankeppni Evrópumótsins.
18.00 Víðir fær Létti í heimsókn í
2. deild karla.
18.00 Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis í Olíssporti
á Sýn.
18.30 Íþróttir um allan heim á Sýn.
19.30 Gillette-sportpakkinn er
sýndur á Sýn.
20.00 Vikan í enska boltanum er
gerð upp á Sýn.
23.10 Fylgst er með sjötta og síð-
asta Gullmóti sumarsins á Leikvangi
Baldvins konungs í Brussel á RÚV.
FÓTBOLTI Jón Arnór Stefánsson
körfuknattleiksmaður er kominn
heim frá Bandaríkjunum eftir að
hafa skrifað undir samning við
Dallas Mavericks í NBA-deild-
inni.
„Það er draumur hvers leik-
manns að komast að í NBA-deild-
ina og ég er nokkrum skrefum frá
því að láta drauminn rætast,“ seg-
ir Jón Arnór. „En í raun er vinnan
rétt að byrja núna og við taka
þrotlausar æfingar.“
Jón Arnór hefur að undanförnu
æft með leikmönnum sem eru til
reynslu hjá Dallas Mavericks. Í
október hefjast æfingabúðir allra
leikmanna liðsins og eftir þær
verður skorið niður í leikmanna-
hópnum.
„Ég er að vísu kominn með
samning og hef verið að æfa hjá
liðinu í mánuð svo þjálfararnir
hafa séð mig spila. En þó samn-
ingurinn sé í höfn þarf ég að
sanna mig til að komast í liðið og
sá undirbúningur er rétt að
byrja,“ segir Jón Arnór en samn-
ingurinn er háður því að hann
komist í aðalliðið. Aðeins fimmtán
manns komast í leikmannahópinn.
Ef Jón Arnór kemst ekki í leik-
mannahóp Dallas má búast við að
hann fari aftur til Evrópu og leiki
með félagsliðum þar en hann lék á
síðasta tímabili með Trier í Þýska-
landi. Svo gæti einnig farið að
önnur lið í NBA-deildinni myndu
vilja fá hann til sín.
Jón Arnór hóf að æfa körfu-
bolta með KR á tíunda ári. Hann
lék með liðinu upp alla yngri
flokkana undir handleiðslu Bene-
dikts Guðmundssonar. Benedikt
segir að lærisveinn sinn hafi í
fyrstu verið óheflaður, með lík-
amsburði knattspyrnumanns sem
var lítið fyrir að rekja boltann.
Hann hafi þurft að leggja hart að
sér til að ná svona langt.
„Það sem stendur upp úr er
hvað hann er óeigingjarn og fram-
bærilegur á velli,“ segir Benedikt.
„Svona hæfileika fá menn ekki
gefins heldur vinna sér þá inn.“
kristjan@frettabladid.is
Á LEIÐ Í NBA
Jón Arnór er kominn í gott form og hefur náð sér að fullu eftir meiðsli sem hafa verið að
plaga hann. Lék upp alla yngri flokka KR en lék svo um tveggja ára skeið með bandarísku
háskólaliði. Varð Íslandsmeistari með KR árið 2000. Leikur í treyju númer tíu líkt og besti
vinur hans, Helgi Már Magnússon, gerir hjá KR.
Draumur hvers
leikmanns
Jón Arnór Stefánsson skrifaði undir samning
við körfuboltaliðið Dallas Mavericks. Skýrist í
byrjun desember hvort hann fær að leika.
hvað?hvar?hvenær?
2 3 4 5 6 7 8
SEPTEMBER
Föstudagur
FRJÁLSAR Maria Mutola frá Mósam-
bík getur tryggt sér pottinn á
Gullmóti Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandsins í kvöld þegar sjötta
og síðasta mótið fer fram í Bruss-
el.
Mutola verður að teljast afar
sigurstrangleg en hún er eini
keppandinn sem hefur unnið í
sinni keppnisgrein á öllum mótun-
um fimm og vann til gullverð-
launa á heimsmeistaramótinu í
París í síðustu viku.
Það er til mikils að vinna fyrir
Mutola en gullpotturinn er metinn
á 80 milljónir króna. ■
MARIA MUTOLA
Getur unnið sér inn 80 milljónir króna
með sigri í 800 metra hlaupi í kvöld.
Gullmót í Brussel:
Mutola hleypur
fyrir milljónir
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
BARNSLEY
Guðjón Þórðarson hefur náð
góðum árangri með Barnsley
það sem af er tímabilinu. Liðið
er í öðru sæti ensku 2. deild-
arinnar.
Breytingar í ensku 2. deildinni:
Ridsdale kaupir Barnsley
PETER RIDSDALE
Er kominn aftur í bolt-
ann.