Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 38
FÖSTUDAGUR 5. september 2003
Listhlaupadeild - Skautafélags Reykjavíkur
Skautahöllinni í Laugardal
Innritun og afhending stundarskrár
Getum bætt við byrjendum - 5 ára og eldri.
Upplýsingar og skráning sunnudaginn
7. september í Skautahöllinni í Reykjavík,
milli kl. 10:00 og 12:00. Fyrsta æfing fyrir
byrjendur hefst sama dag kl. 12:05.
Ekki verður tekið við skráningum í síma.
Framhaldshópar: Stundaskrár verða afhentar
laugardaginn 6. september kl. 10-12.
Stjórn LSR
Skautar -
listhlaup á skautum
FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson er sá
leikmaður sem skarað hefur hvað
mest fram úr meðal íslenskra
knattspyrnumanna á síðastliðnum
50 árum samkvæmt útnefningu
stjórnar Knattspyrnusambands
Íslands.
Tilefni útnefningarinnar er 50
ára afmæli Evrópska knattspyrnu-
sambandsins, UEFA. Haldið verður
upp á afmælið með kynningu á
þeim leikmönnum sem hafa þótt
skara mest fram úr hjá hverju að-
ildarlandi sambandsins á þeim
tíma sem það hefur verið starf-
rækt. Í tilefni þess verður sett upp
sýningarsvæði í höfuðstöðvum
UEFA í Nyon í Sviss.
Ásgeir hóf feril sinn með ÍBV
og lék með liðinu í 1. deild árin
1972-73. Hann gekk til liðs við
Standard Liege í Belgíu sumarið
1973 og var fastamaður í liðinu til
1981.
Sumarið 1981 var Ásgeir
keyptur til Bayern München en
fékk fá tækifæri þar. Hann fór því
til Stuttgart og lék þar til loka fer-
ils síns. Ásgeir var lengi fyrirliði
liðsins og leiddi það til sigurs í
þýsku deildakeppninni árið 1984.
Sama ár var hann kjörinn besti
leikmaður Vestur-Þýskalands.
Ásgeir er núverandi landsliðs-
þjálfari Íslands ásamt Loga Ólafs-
syni. ■
U-21 árs lið karla:
Hugað að
næstu keppni
FÓTBOLTI Íslendingar og Þjóðverjar
mætast í undankeppni Evrópu-
móts U-21 árs liða á Akranesvelli í
dag klukkan 17. Þjóðverjar eru í
öðru sæti 5. riðils með sjö stig eft-
ir þrjá leiki en Íslendingar eru
neðstir án stiga eftir fjóra tapleiki.
Sex nýliðar eru í leikmanna-
hópi Ólafs Þórðarsonar þjálfara.
Ólafur sagði að valið bæri þess
merki að KSÍ væri farið að huga
að næstu Evrópukeppni U-21 liða.
Hann sagði að árangur liðsins
væri ekki sá sem að var stefnt og
hafi hann og landsliðsnefndin
ákveðið að gefa nýjum leikmönn-
um reynslu fyrir næstu keppni
með leik gegn Þjóðverjum í dag.
Markverðir:
Ómar Jóhannsson Keflavík
Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir
Aðrir leikmenn:
Helgi Valur Daníelsson Fylkir
Guðmundur Viðar Mete Norrköping
Haraldur Guðmundsson Keflavík
Sigmundur Kristjánsson FC Utrecht
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV
Viktor Bjarki Arnarsson TOP OSS
Andri Fannar Ottósson Fram
Jökull Elísabetarson KR
Ólafur Ingi Skúlason Fylkir
Helgi Pétur Magnússon ÍA
Jóhann Helgason KA
Jón Skaftason Víkingur
Tryggvi Bjarnason ÍBV
Örn Kató Hauksson KA
JÓN SKAFTASON
Er einn nýliða í U-21 árs karlalandsliðinu.
David Beckham:
Klár í
slaginn?
FÓTBOLTI Sjúkraþjálfarar enska
landsliðsins í knattspyrnu eru
vissir um að David Beckham
landsliðsfyrirliði verði klár í slag-
inn þegar England mætir
Makedóníu í undankeppni Evr-
ópumótsins á laugardag.
Landsliðsfyrirliðinn meiddist í
leik með Real Madrid gegn Villar-
real í vikunni og óvíst var hvort
hann gæti tekið þátt í viðureign-
inni. Hann hefur verið í meðferð
og tók aleinn létta æfingu áður en
liðið hélt til Makedóníu. ■
ÁSGEIR SIGURVINSSON
Ásgeir lék alls 211 leiki í Bundesligunni og
skoraði 39 mörk. Hann lagði skóna á hill-
una vorið 1990 og lauk þar með 17 ára
ferli hans sem atvinnumanns. Vorið 1989
lék hann með Stuttgart gegn Napoli í úr-
slitaleikjum UEFA-bikarkeppninnar, en beið
lægri hlut.
50 ára afmæli UEFA:
Ásgeir fremstur meðal jafningja