Fréttablaðið - 05.09.2003, Síða 47

Fréttablaðið - 05.09.2003, Síða 47
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Box Jæja, nú er haustið komið. Tímihinna fallegu litbrigða, rigningar og sudda. Síðan dauða og endurnýj- unar. Ekki mannanna þó (þeir deyja ekki bara á haustin), heldur fremur jurta og reyndar geitunga einnig. Blessunarlega er stríðið við geit- ungana, sem staðið hefur yfir síð- sumars, senn að lokum komið. Ekki eru það þó mennirnir sem geta fagnað sigri yfir þeim herskáu og hugrökku pöddum, heldur er það haustið – hin ófrávíkjanlega hringrás – sem kippir í taumana nú sem endranær. Tjöldin falla. Allt hefur sinn gang. Ég fagna haustinu. ÞAÐ ER LÍF á haustin. Krakkar fara í skólann. Fólk kemur til vinnu. Sjálfur er ég búinn að skrá mig á boxnámskeið. Ég veit ekki af hverju. Mér finnst greinilega eitt- hvað spennandi við það að dansa í stuttbuxum og bol á þunnri dýnu inni í hringnum svokallaða, sem í raun er ferhyrningur (gaman hvað tungumálið er skrítið stundum) og kýla samstarfsmenn mína, sem einnig hafa skráð sig á námskeiðið, í andlitið. ÉG VEIT EKKI hvað ég endist í þessu lengi. Það háir mér nefnilega í bardagaíþróttum að ég fer yfirleitt að hlæja. Sérstaklega hef ég áhyggjur af því að ég fari að skelli- hlæja þegar ég í lok námskeiðsins verð kominn með boxhanska (sem í raun eru lúffur), ankannalega höf- uðhlíf og góm uppi í munninn. Þá mun ég hanga kímandi í horninu uppi við kaðlana og freista þess að dansa sannfærandi í átt að mótherja mínum. Hlæjandi. ÓÞOLANDI, náttúrlega, að fara alltaf að hlæja í boxi. Ég hyggst líta svo á að boxnámskeiðið verði ekki bara námskeið í boxi heldur líka námskeið í því að fara ekki endalaust að hlæja. Þetta er nám- skeið í að hætta að hlæja. Taka hlutina alvarlega. Finna tígrisdýrið í sjálfum sér. Hið öskrandi ljón. Það eina sem ég óttast við að opna þessa gátt í sálarlífinu er að ég muni endanlega hætta að hlæja og verða reiður hér eftir. Það er ekki gott. Líklega verður maður að finna eitthvað jafnvægi í þessu sem öðru. Ég vil ekki vera reiður á haustin. Reiði haustmaðurinn sem kýlir fólk í andlitið með lúffum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.