Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.09.2003, Qupperneq 6
6 7. september 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað er fjárfesting við stækkun Norð-uráls, ef af verður, metin á háa fjár- hæð? 2Fyrsti maðurinn hefur verið kærðurvegna sprengjutilræðisins í Omagh 1998. Hversu margir létust í tilræðinu? 3Umdeildur kínverskur ráðamaðurkemur hingað í opinbera heimsókn í dag. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. 38 Stjórnvöld í Þýskalandi senda Ítölum kvörtun: Ósátt við vínflöskur með mynd af Hitler ÞÝSKALAND, AP Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sent formlega kvörtun til Ítalíu vegna vínfram- leiðanda sem skreytir flöskur sínar með myndum af Adolf Hitler. Þýski dómsmálaráðherrann Brigitte Zypries skrifaði bréf til starfsbróður síns á Ítalíu til að koma á framfæri þeirri skoðun landa sinna að merkimiðarnir á flöskunum væru „fyrirlitlegir og ósmekklegir“. Bað hún ítals- ka dómsmálaráðherrann að sýna samstöðu með Þjóðverjum og taka flöskurnar úr umferð. Vínið sem um ræðir er selt með löglegum hætti á Ítalíu en í Þýskalandi er aftur á móti bann- að að selja vörur með myndum eða slagorðum frá stjórnartíð nasista. Þýska sendiráðið í Róm hefur árum saman barist gegn sölu vínsins en án árangurs. Vín- ið kallast „Führerwein“ og á flöskunum eru myndir af Hitler ásamt slagorðum á borð við „Heil Hitler“. Vínframleiðand- inn selur einnig flöskur með myndum af ítalska einræðis- herranum Benito Mussolini og kommúnistaleiðtoganum Josef Stalín. ■ Hvalaskoðunarskipið Rainbow Warrior Grænfriðungar fylgdu Hafsúlunni eftir þegar haldið var til hvalaskoð- unar í Faxaflóanum. Lítið varð vart við hvali þrátt fyrir að veðurskilyrði til þess væru afar hagstæð. HVALASKOÐUN Talsverður fjöldi fólks þáði boð Grænfriðunga um að fá að skoða flaggskip samtak- anna, Rainbow Warrior, sem liggur við Faxagarð í Reykjavík. Um borð fer fram sýning á umhverfisher- ferðum samtakanna í gegnum tíð- ina og einnig eru starfsmenn reiðubúnir til skrafs og ráðagerða um erindi þeirra hingað til lands. „Þetta munum við gera á hverj- um þeim stað sem við heimsækj- um,“ sagði Frode Pleym, talsmað- ur Grænfriðunga. „Við bjóðum fólki að koma til okkar án skuld- bindinga. Því er frjálst að skoða sýningu okkar, hluta skipsins eða eiga spjall við okkur um allt sem okkur tengist.“ Fyrr um morguninn buðu Grænfriðungar blaðamönnum til hvalaskoðunar um borð í Rainbow Warrior. Var haldið út á Faxaflóa í fylgd hvalaskoðunarbátsins Hafsúlunnar. Einnig voru fleiri hvalaskoðunarbátar á svæðinu og var þéttsetið af ferðafólki í þeim öllum. Þrátt fyrir bestu veðurskil- yrði til hvalaskoðunar lét hvalur- inn lítið sjá sig. Tvær hrefnur sáust úr fjarlægð og var einn af þremur gúmmíbátum um borð í skipinu gerður út til að komast bet- ur að þeim. Frode Pleym sagði að fjöldi með- lima Grænfriðunga sem hefðu ósk- að eftir upplýsingum um Ísland ef hætt yrði hvalveiðum væri kominn vel yfir 2 þúsund. „Það eru mjög góð viðbrögð eftir aðeins einn dag á Netinu. Við búumst við talsverðri aukningu á næstu vikum þegar að skilaboðin hafa borist til allra.“ albert@frettabladid.is Dæmdar bætur: Dýrmætt bílflaut MIAMI, AP Bandarísk kona sem var handtekin eftir að hún flautaði á bíl- stjóra sem fór ekki af stað á grænu umferðarljósi fær greiddar rúmar 20 milljónir króna í bætur. Lögreglumaðurinn sem handtók hana þótti hafa sýnt allt of mikla hörku þegar hann handtók konuna, Kim Lee. Lee sagði að hann hefði handjárnað sig og barið höfði henn- ar við skottlok bílsins. Lee fór fram á bætur að andvirði rúmra 40 millj- óna króna vegna atviksins. „Þetta var dæmigert tilvik þess að einhver vildi beita of miklu valdi bara vegna þess að hann var lögga,“ sagði einn kviðdómendanna. HVALKJÖTIÐ GRILLAÐ Fyrir aftan má sjá borða með beiðni Græn- friðunga um að hætta hvalveiðum. Mótmæla Grænfriðungum: Grilla hrefnukjöt MÓTMÆLI „Það voru svo mikil við- brögð þegar við gerðum þetta fyrst að við ákváðum að koma aft- ur,“ sagði Ívar Örn Lárusson, einn af fimm ungum mönnum sem buðu fólki upp á grillað hvalkjöt, nánast við hlið Rainbow Warrior, þar sem það liggur við festar við Faxagarð. „Það er mikill umgangur hér og þetta hefur vakið athygli enda er hvalkjötið með eindæmum gott. Jafnvel útlendingarnir sem formæla okkur eru sammála um það. Tilgangurinn er einungis sá að koma þeim skilaboðum til nátt- úruverndarsinna að til þess að við getum virt þeirra skoðanir þurfi þeir að virða okkar. Flestir Íslend- ingar vilja halda áfram veiðum á hval og Grænfriðungar verða að virða það.“ Ívar sagði að forsvarsmenn Grænfriðunga hefðu komið að máli við strákana. „Þeir komu til okkar í góðu en höfðu ekki áhuga á að bragða hvalkjötið,“ sagði Ívar um viðbrögð Grænfriðunga um borð á Rainbow Warrior. Frode Pleym, talsmaður Græn- friðunga, lét hafa eftir sér að þeim fyndist ekkert athugavert við þetta uppátæki og hefðu ekki gert athugasemdir við þessu. ■ Leitin að Saddam: Í felum í Tikrit TIKRIT, AP „Ef hann misstígur sig, þá grípum við hann,“ sagði Ray Odierno, hershöfðingi í banda- ríska hernum í Írak, um Saddam Hussein, fyrrum forseta landsins. Odierno segir að Saddam sé að öllum líkindum í felum í eða við heimabæ sinn, Tíkrit. Undirmenn Odiernos hafa að undanförnu handsamað fjölmarga fyrrum líf- verði Saddams. Víðtæk leit stend- ur enn að Saddam og hafa Banda- ríkjamenn sagt um nokkurt skeið að hringurinn þrengist stöðugt. ■ Svæði þar sem búast má við talsverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi. FÍNT VEÐUR Í BORGINNI Hann er að halla sér smám saman í norðanátt á vestur- hluta landsins og því rofar til hægt og rólega á sunnantil. Morgundagurinn verður þó töluvert bjartari og veðrið betra. Allt stefnir í að við fáum leifar af fellibylnum Fabi- an á miðvikudag en hann hefur valdið miklum usla við Bermúdaeyjar. Eins og spárnar eru í dag getur allt eins orðið verulega hvasst á Suður- landi. En ennþá er bara sunnudagur. Kaupmannahöfn 19°C sk. m. köflum London 20°C sk. m. köflum París 21°C sk. m. köflum Berlín 21°C sk. m. köflum Algarve 27°C sk. m. köflum Mallorca 27°C þrumuveður Torrevieja 30°C þrumuveður Krít 26°C sk. m. köflum Kýpur 27°C sk. m. köflum Róm 27°C sk. m. köflum New York 18°C léttskýjað Miami 34°C þrumuveður Þriðjudagur Mánudagur +11 +12 +14 +14 +15 +12 +15 +11 +11 +11 +16 +14 +14 +13 +15 +13+14 Hæglætisveður um allt land. +7 Hægur vindur Strekkingur Nokkur vindur Hægur vindur Hægur vindur Nokkur vindur Strekkingur Hægur vindur Nokkur vindur Hægur vindur í fyrstu, vex síðdegis. Nokkur vindur Nokkur vindur +13 DISNEYLAND Í ANAHEIM Hér sést Þrumufjalls-rússíbaninn í skemmtigarði Disney í Anaheim. Garður- inn var opnaður árið 1979 og hefur viðlíka slys ekki orðið áður. Banaslys hjá Disney: Rússíbani af sporinu ANAHEIM, AP Karlmaður lést og að minnsta kosti tíu slösuðust þegar einn vagn í Þrumufjalls-rússíban- anum í Disneylandi í Anaheim i Kaliforníu slitnaði frá lestinni. Orsakir slyssins eru óljósar en rússíbaninn var að fara gegnum göng þegar vagninn slitnaði frá. Hinir slösuðu eru á aldrinum 9 til 47 ára. Átta þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Rússíbaninn var tek- inn í notkun árið 1979 og tekur allt að 32 í hverri ferð. Þetta er fyrsta mannskæða slysið í skemmtigaðr- inum. ■ VÍN FORINGJANS „Führerwein“ virðist höfða til ítalskra kaup- enda þó Þjóðverjar hafi ekki smekk fyrir því. BÁTURINN Skipið var upprunalega fiskiskip og var gert út lengi frá Aberdeen í Skotlandi. RAINBOW WARRIOR OG HAFSÚLAN Eins og sjá má var þéttskipaður bekkurinn á Hafsúlunni. M YN D N IC K C O B B IN G /G R EE N PE AC E M YN D N IC K C O B B IN G /G R EE N PE AC E

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.