Fréttablaðið - 07.09.2003, Page 12
Björgólfur Guðmundsson,bankaráðsformaður Lands-
bankans, lýsti því yfir í vikunni að
markmið hans í íslensku við-
skiptalífi væru að rjúfa eigna-
tengsl fyrirtækja og hafa arðsemi
að leiðarljósi í fjárfestingum.
Björgólfur Guðmundsson og
Björgólfur Thor Björgólfsson eru
ásamt viðskiptafélaga þeirra,
Magnúsi Þorsteinssyni, nýtt afl í
íslensku viðskiptalífi. Feðgarnir
eru taldir eiga yfir fimmtíu millj-
arða og á mælikvarða þjóðar-
framleiðslu eru þeir tíu sinnum
ríkari á Íslandi en ríkasti maður
heims, Bill Gates, er í Bandaríkj-
unum. Yfirlýsingar Björgólfs eru,
miðað við styrk hans í íslensku
viðskiptalífi, stefnumarkandi og
grannt verður fylgst með því
hvernig hann beitir sér á vett-
vangi atvinnulífsins. Björgólfur
telur að stór hluti fjárfestinga hér
á landi sé til þess að tryggja völd
og áhrif. Að flestra mati hefur þó
á síðustu árum dregið verulega úr
valda- og áhrifahugsun við fjár-
festingar.
Jarðvegurinn
Holdgervingur eignatengsla-
fyrirtækja síðustu árin er fyrir-
tækjahópurinn sem kenndur er
við Kolkrabbann. Eimskipafélag
Íslands var í miðju þessarar
blokkar. Áratugum saman gnæfðu
tveir fyrirtækjastólpar yfir aðra í
atvinnulífi landsmanna; Kol-
krabbinn og Samband íslenskra
samvinnufélaga. Rekstrarum-
hverfi þessara fyrirtækja var
miðstýrt skömmtunarhagkerfi,
þar sem tengsl stjórnmála og við-
skipta voru órjúfanleg. Gagn-
kvæm hagsmunagæsla var milli
Kolkrabbans og Sjálfstæðis-
flokksins annars vegar og milli
SÍS og Framsóknarflokksins hins
vegar. Ríkisbankarnir voru lykill-
inn að fyrirgreiðslu fyrirtækj-
anna og lutu pólitískri stjórn.
Gengi krónunnar var handstýrt
og viðskiptalífið kepptist við að fá
upplýsingar um gengisfellingar
ríkisstjórnar til þess að geta
keypt gjaldeyri áður en hann
hækkaði í verði. Þannig sögðu
gárungarnir að slegist hefði verið
um skrifstofuhúsnæði við Arnar-
hól svo menn gætu séð út um
gluggann þegar gjaldkeri SÍS
gekk úr höfuðstöðvunum niður í
Seðlabankann í Hafnarstræti. Þá
hlupu hinir á eftir til að selja
krónurnar sínar og kaupa gjald-
eyri. Daginn eftir var svo gengið
fellt.
Gylfi Magnússon, dósent við
viðskiptadeild Háskóla Íslands,
telur að ýmislegt í ytra umhverfi
viðskiptalífsins skýri blokkar-
myndunina. „Skattalögin voru
þannig að það var eiginlega von-
laust að greiða arð út úr fyrir-
tækjunum, nema mjög lítið. Þá
fara menn að freistast til þess að
halda arðinum inni í fyrirtækjun-
um.“ Gylfi segir að ef sá arður
nýtist ekki til þess að byggja fyr-
irtækin sjálf upp sé hann jafnvel
settur í óskyldan rekstur. Hann
bætir því við að þegar verðbólga
hafi verið há, engin verðtrygging
og hlutabréfamarkaður ekki til,
hafi ekki verið margar leiðir til
þess að fjárfesta nema í stein-
steypu og öðrum fyrirtækjum.
Sambandsfyrirtækin gömlu voru
seld. Þegar SÍS var bútað í sund-
ur gerðu ýmsir ágæt kaup. Ólaf-
ur Ólafsson, forstjóri Samskipa,
sem var eitt fyrirtækja SÍS-veld-
isins, var einn þeirra. Leifarnar
af veldi Samvinnuhreyfingarinn-
ar hafa gengið undir nafninu S-
hópurinn. Ólafur segir að mark-
visst hafi verið unnið að því að
rjúfa eignatengslin milli fyrir-
tækjanna. Hann bendir á við-
skipti þar sem gagnkvæm eigna-
tengsl olíufélagsins Kers og Vá-
tryggingafélags Íslands voru rof-
in. Hugsunin nú sé að fjárfesta í
tengdum rekstri og láta arðsem-
ina ráða för.
Samsteypuhugsunin
Vægi fyrirtækjasamsteypa
eins og við þekkjum þær er mis-
munandi eftir löndum. Slíkar
samsteypur eru þekktar í Japan,
Kóreu og í Þýskalandi. Þar eru
fyrirtæki með ólíka framleiðslu-
vöru undir einum hatti. Í Banda-
ríkjunum eru fyrirtækjasam-
steypur fátíðari og markaðurinn
einkennist fremur af því að hvert
fyrirtæki einbeitir sér að sinni
vöru eða þjónustu og leitar hag-
stæðustu viðskipta við önnur fyr-
irtæki. Gylfi segir undantekning-
ar frá þessu. Bandaríska stórfyr-
irtækið General Electric er dæmi
um slíka samsteypu. Forstjóri
þess um skeið var Jack Welch,
sem heimsótti Ísland fyrir
skemmstu og miðlaði af víðfrægri
þekkingu sinni á viðskiptum og
rekstri fyrirtækja. General Elect-
ric var og er mjög arðsamt fyrir-
tæki þar sem miklar kröfur voru
til hverrar rekstrareiningar um
árangur. Þeim sem ekki stóðust
væntingar var lokað eða þær seld-
ar. Samsteypufyrirtæki gera hins
vegar miklar kröfur til stjórnenda
um að missa ekki sjónar af arð-
semi hverrar einingar fyrir sig.
Einingarnar innan samsteypunn-
ar eiga þá viðskipti sín á milli, en
hvatinn til þess að gera sem best í
slíkum viðskiptum hverfur þegar
fært er milli vasa í sömu buxum.
Samsteypuhugsun hefur verið
ríkjandi hjá félögum eins og Eim-
skipi og Flugleiðum. Flugleiðir
eiga dótturfélög sem tengjast
kjarnarekstri þeirra; ferðaskrif-
stofur, bílaleigu, hótel og hesta-
leigur. Eignatengsl milli fyrir-
tækja í blokkinni eru einnig milli
félaga í óskyldum rekstri.
Það módel er vel þekkt í Asíu,
bæði í Japan og Kóreu. Þar eru
fjármálafyrirtæki gjarnan miðj-
an í neti ólíkra fyrirtækja. Sér-
fræðingar hafa bent á að fjár-
málakreppan í Japan eigi rætur í
slíkri samsetningu atvinnulífs-
ins. Gylfi Magnússon segir þetta
eflaust hluta skýringarinnar á
erfiðleikum í efnahagslífi Jap-
ans. „Þegar byggð eru upp flókin
veldi er erfitt að meta stöðu fyr-
irtækjanna eða jafnvel sam-
steypunnar í heild. Þegar illa
áraði fjaraði gjarnan meira und-
an þessum fyrirtækjum áður en
gripið var í taumanna heldur en
hefði verið gert ef fyrirtækin
hefðu verið einfaldari og rekin
hvert fyrir sig.“
Þegar hlutabréfamarkaður
varð til og takmarkanir á arð-
greiðslum voru afnumdar hurfu
líka rökin fyrir fjárfestingum í
óskyldum rekstri. Eimskipafélag-
ið var harðlega gagnrýnt á tíma-
bili fyrir að beina hagnaði sínum
inn í fjárfestingarfélag sitt
Burðarás í stað þess að greiða
hluthöfum meiri arð og láta þá
síðan um hvernig þeir ráðstöfuðu
honum. Morgunblaðið hélt uppi
gagnrýni á þessa stefnu félagsins.
Gagnrýnisraddirnar hljóðnuðu
þegar miklar hækkanir urðu á
hlutabréfamarkaði. Hækkanir
sem skiluðu Burðarási miklum
gengishagnaði.
Tískusveiflur í fyrirtækja-
rekstri
Grundvallarlögmál fjármála-
heimsins og mannlífsins eru
nokkurn veginn þau sömu. Þar
komast hlutir í og fara úr tísku.
Samsteypuhugsunin er ekki í
tísku. Yfirlýsingar Björgólfs eru
því tímanna tákn. Áherslan er á
sjálfstæð fyrirtæki sem einbeita
sér að því sem þau gera best.
Frjálst flæði fjármagns, virkur
verðbréfamarkaður og nú síðast
einkavæðing bankanna ýta undir
samkeppnishugsun í íslensku við-
skiptalífi. Lánaviðskipti stórra
fyrirtækja eru boðin út og hag-
stæðasta tilboði tekið. Stór fyrir-
tæki geta sótt sér fjármagn bæði
á markað og til erlendra banka ef
því er að skipta. Fjármálamarkað-
urinn á Íslandi er því ekki lengur
það eyland sem hann var. Slíkt
hlýtur að kalla á menn leiti hag-
kvæmustu leiða til að fjármagna
og reka fyrirtæki sín. Samkeppn-
is- og viðskiptahugsun er ríkjandi
hjá nýrri kynslóð í viðskiptalífinu.
Ísland er lítið land og menn
þekkjast þvers og kruss um sam-
félagið. Þannig eru ýmis merki
um samvinnu þvert á blokkir. Ís-
landsbanki og Landsbanki hafa
tekist á um fjárfestingarfélagið
Straum, en eru á sama tíma að
vinna að sameiningu sölufyrir-
tækjanna SH og SÍF. Þó eigna-
tengsl fari minnkandi halda menn
áfram að þekkjast. Viðskipti eru
auðvitað mannleg samskipti að
stórum hluta og vilji manna til að
vinna saman er mismikill. Löng
12 7. september 2003 SUNNUDAGUR
Eftirsóknar-
verðir prent-
gripir
Seðlabankastjóri Filippseyjasýnir nýprentaða hundrað
pesó aseðla í heimsókn sinni í
seðlaprentsmiðju bankans í aust-
urhluta Maníla. Efnahagslíf Fil-
ippseyja þykir ekki sérlega burð-
ugt þessa dagana. Stjórnmála-
ástandið þykir óöruggt og efna-
hagslífið sýpur ennþá seyðið af
uppreisn herforingja sem var
kveðin niður í sumar.
Gengisvísitala
Gengisvísitala íslensku krónunnar
mælir verðgildi erlendra gjaldmiðla
gagnvart krónunni. Þegar vísitalan
hækkar er verð erlendra gjaldmiðla að
hækka í krónum talið. Hækkun vísitöl-
unnar jafngildir því lækkun á gengi ís-
lensku krónunnar. Vísitalan er samsett
úr myntum þeirra þjóða sem við eig-
um mest viðskipti við. Seðlabanki Ís-
lands endurskoðar árlega samsetning-
una í ljósi utanríkisviðskipta ársins á
undan.
■ viðskipti
■ Hugtak vikunnar
■ Vikan sem leið
Fresti til að skila uppgjörum fé-laga skráðra í Kauphöll Íslands
er lokið. Næsta uppgjörstímabili
lýkur í lok þessa mánaðar og má
fara að búast við fyrstu níu mán-
aða uppgjörum upp úr því.
Krónan veiktist um 0,91% í vik-unni. Reiknað er með að þrýst-
ingur verði í átt til veikingar
krónunnar í kjölfar niðurstöðu
stjórnar Landsvirkjunar um að
ekki verði ráðist í framkvæmdir
við Norðlingaöldu fyrr en að lokn-
um framkvæmdum við Kára-
hnjúka.
Bæjarlind 2
Kópavogi
544 2210
www.tsk.is
Tölvu- og skrifstofunám
Hagnýtt og vandað 200 stunda starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins.
Markmiðið með þessu námi er að útskrifa nemendur með hagnýta
þekkingu á tölvunotkun í fyrirtækjum, bókhaldi og rekstri og kynna nýjustu
tækni þar að lútandi.
Þetta nám hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með
aukinni menntun, annast bókhald fyrirtækja og vilja öðlast mikla og
hagnýta tölvuþekkingu.
• Windows tölvugrunnur og skjalavarsla
• Word
• Excel 1 ogExcel í stjórnun og rekstri
• Powerpoint glærugerð og kynningar
• Myndvinnsla og stafrænarmyndavélar
• Internet ogOutlook (tölvupóstur, dagbók og skipulag)
• Verslunarreikningur
• Virðisaukaskattur
• Bókhaldsgrunnur
• Tölvubókhald
Kennsla hefst 15. sept. og lýkur 10. des.
Kennt er þrisvar í viku. Morgun- og kvöldhópar.
Verð kr. 136.000,-
Innifalið eru öll námsgögnog alþjóðlegar próftökur. (TÖKpróf)
(VISA/Euro eða starfsmenntalán)
Helstu námsgreinar:
Tölvugreinar:
Viðskiptagreinar:
Námið skiptist í tölvuhluta 100 kennslustundir og bókhald og rekstur 100
kennslustundir.
Komin er mikil reynsla á þessa námsbraut og hefur hún verið í stöðugri
þróun sl. átta ár.
ATH. flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið félagsmanna sinna
Völdin rofin eða
nýir valdhafar?
Björgólfi Guðmundssyni munu gefast mörg tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnuna í íslensku
viðskiptalífi. Yfirlýsingar hans vekja vonir um að arðsemissjónarmið ríki yfir valda- og áhrifa-
sjónarmiðum. Sumir efast og bíða þess að verkin sýni merkin.
JACK WELCH
Forstjóri samsteypu fyrirtækja í ólíkum
rekstri. Gerði miklar kröfur um arðsemi
eininganna og sló þær af ef þær uppfylltu
ekki þær kröfur.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Segir erfitt að slá einhverju föstu út frá yf-
irlýsingum Björgólfs.
BIRGIR ÁRMANNSSON
Það er jákvætt ef menn vilja nýta sér tæki-
færi sem nýtt viðskiptaumhverfi hefur
skapað.
Grundvallarlögmál
fjármálaheimsins og
mannlífsins eru nokkurn
veginn þau sömu. Þar kom-
ast hlutir í og fara úr tísku.
Samsteypuhugsunin er ekki í
tísku. Yfirlýsingar Björgólfs
eru því tímanna tákn.
Áherslan er á sjálfstæð fyrir-
tæki sem einbeita sér að því
sem þau gera best. Frjálst
flæði fjármagns, virkur verð-
bréfamarkaður og nú síðast
einkavæðing bankanna ýta
undir samkeppnishugsun í
íslensku viðskiptalífi. Lána-
viðskipti stórra fyrirtækja
eru boðin út og hagstæðasta
tilboði tekið.
,,