Fréttablaðið - 07.09.2003, Page 24
Ég var á Íslandi í tíu daga fyrirsex eða sjö árum síðan, þegar
ég var að vinna að grein um land-
ið fyrir franskt tímarit. Ég var
mest í Reykjavík en leigði mér bíl
og keyrði aðeins um landið og
fannst það alveg frábært,“ segir
Emmanuel Carrère, sem er einn
fjölmargra erlendra gesta á Bók-
menntahátíð í Reykjavík sem
hefst í dag.
„Ég get því miður bara verið
hérna í fjóra daga að þessu sinni.
Ég hefði viljað vera lengur en hef
ekki tíma til þess.“
Carrère er þekktastur fyrir
bókina L’adversaire, eða Óvininn,
sem kom út í þýðingu Sigurðar
Pálssonar á síðasta ári og var end-
urútgefin í kilju í síðasta mánuði.
Þar sótti hann efnivið sinn í blá-
kaldan raunveruleikann og sagði
sögu Jean-Claude Romand, sem
myrti eiginkonu sína, börn og for-
eldra í ársbyrjun 1993.
Hræðileg saga
Mál Romands vakti vitaskuld
mikinn óhug í Frakklandi á sínum
tíma og réttarhöldin yfir morð-
ingjanum komust í heimsfréttirn-
ar. Carrère vann að bókinni í sjö
ár, skrifaðist á við Romand, fylgd-
ist með réttarhöldunum yfir hon-
um og hitti hann í eigin persónu.
„Það tók mig sex ár að finna
mér útgangspunkt. Þetta er
hræðileg saga. Viðfangsefnið var
mér erfitt viðureignar og ég
ákvað að hætta við þetta en vildi
samt draga saman einhverja
punkta úr þessari sex ára vinnu
minni. Ég ákvað að skrifa ekki
meira um málið sjálft heldur áhrif
þess á sjálfan mig og það var þá
sem ég fann réttu leiðina, þegar
ég leit á þetta sem persónulega
frásögn en ekki bók.“
Carrère hefur ekki sent frá sér
bók eftir að Óvinurinn kom út og
segist ekki vera með verk í
vinnslu sem stendur. „Ég hef ný-
lokið við kvikmyndina Retour à
Kotelnitch sem ég skrifaði og
leikstýrði. Hún gerist í litlum
smábæ í Rússlandi og var frum-
sýnd í Feneyjum á dögunum og
verður tekin til sýninga í Frakk-
landi í vetur.“
Örlagaríkur laugardags-
morgunn
Að morgni laugardagsins 9.
janúar 1993, á sama tíma og Jean-
Claude Romand var að myrða
konu sína og börn, var ég með fjöl-
skyldu minni á foreldrafundi í
skólanum.
Carrère byrjar bók sína á þess-
ari mögnuðu setningu og finnur
sjálfum sér strax stað í verkinu.
Hann segir setninguna hafa verið
leiðarvísi sinn inn í bókina og í
framhaldinu rekur hann sögu
morðingjans og segir frá kynnum
sínum af honum.
Carrère hefur starfað sem
blaðamaður og hann segist að-
spurður telja meginmuninn á
starfi rithöfundarins og blaða-
mannsins felast í fjarlægð þeirra
á viðfangsefnið. „Ég tel mig ekki
hafa skrifað Óvininn sem blaða-
maður og lít á hana sem skáld-
sögulega nálgun á blaðaefni. Rit-
höfundurinn verður að reyna að
horfa á viðfangsefni sitt úr ákveð-
inni fjarlægð og taka sér góðan
tíma. Blaðamaðurinn er aftur á
móti með nefið ofan í viðfangsefn-
inu og verður að vinna hratt.“
Hið illa í hverjum manni
Carrère segir að þrátt fyrir
náin kynni sín af Romand hafi
hann ekki reynt að komast inn í
hausinn á honum. „Það var nógu
erfitt að finna rétta staðinn í mín-
um huga þó ég væri ekki að reyna
að setja mig í spor Romands. Ég
hef ekki trú á því að vera að
krukka í kollinum á öðrum. Ég
gerði mér líka fulla grein fyrir því
að ég myndi ekki gera neinar stór-
kostlegar uppgötvanir og setti
mér ekki það markmið að reyna
að skilja hið óskiljanlega. Ég fann
mig hins vegar knúinn til þess að
segja þessa sögu. Ég hugsaði um
Romand á hverjum degi öll þessi
ár, um sögu hans og börnin hans
sem voru á aldur við börnin mín.“
Carrère segist þó vissulega
hafa unnið heimildarvinnu sína
eins og blaðamaður. Hann var við-
staddur réttarhöldin, ræddi við
Romand, vini hans og kunningja
og fór í vettvangsferðir á heima-
slóðir Romands og víðar. En
hvernig kom Romand Carrère
fyrir sjónir?
„Hann lítur alls ekki út eins og
morðingi og er alls ekki nein
„Hannibal Lecter“-týpa en hann
er engu að síður illmenni og morð-
ingi,“ segir hann. Orðið Óvinurinn
er notað um djöfulinn í Biblíunni
en Carrère segist þó ekki líta á
Romand sem djöful í mannsmynd.
„Innra með okkur öllum blundar
sjálfsagt afl sem kalla má djöful
og það er óvinurinn sem Romand
glímdi við og sá djöfull sem ég
reyndi að draga upp mynd af í
bókinni.
Þeir sem þekktu Romand lýstu
honum sem ljúfmenni og sjálfsagt
hefur hann verið það á einhvern
hátt. Hann drap ekki vegna þess
að hann naut þjáningarinnar held-
ur vegna þess að hann óttaðist
hana. Illu öflin í lífi hans voru
ekki bara grimmd og blekkingar
heldur ótti og tómleiki.“
Harmleikirnir heilla
Óvinurinn vakti gríðarlega at-
hygli þegar hún kom út í Frakk-
landi og tröllreið frönskum met-
sölulistum, en hvað veldur því að
jafn hræðilegir atburðir og bókin
fjallar um höfða svo sterkt til hins
almenna lesanda?
„Óvinurinn er ekki bara hryll-
ingur þó sagan sé vissulega
hræðileg og þó Romand sverji sig
í ætt við aðra fjölda- og raðmorð-
ingja tekur saga hans einnig á
hlutum sem við þekkjum öll. Öll
höfum við búið okkur til einhverja
félagslega ímynd sem er frá-
brugðin því sem við erum í raun
og veru og svo er misjafnt hversu
breitt bilið er þarna á milli. Í til-
felli Romands var þetta hyldýpi
en við þekkjum þetta öll og saga
Romands leggur áherslu á þetta.“
Carrère bendir jafnframt á að
áhugi á svona málum sé síður en
svo nýtilkominn. „Við þekkjum öll
Makbeð og Ödipus og Romand er
mannlegur eins og þeir. Þetta er
sjálfsagt ekki mjög huggulegt
svar en þetta er eina rétta svarið.
Við eigum ekki að skammast okk-
ar, eins og við gerum svo oft, þeg-
ar svona mál ber á góma.“
Carrère les úr verkum sínum,
ásamt Hallgrími Helgasyni, Gerði
Kristnýju, Per Olov Enquist og
Yann Martel, í Iðnó klukkan 20 í
kvöld. Á mánudaginn klukkan 20
verður hann með fyrirlestur og
tekur þátt í umræðum með Sig-
urði Pálssyni í nýju húsnæði Alli-
ance française við Tryggvagötu 8
og í Norræna húsinu klukkan 15 á
þriðjudaginn tekur hann þátt í
pallborðsumræðum um hvaðan
innblásturinn kemur, ásamt Jan
Sonnergaard, Judith Hermann og
Einari Kárasyni.
thorarinn@frettabladid.is
24 7. september 2003 SUNNUDAGUR
Ég ákvað að skrifa
ekki meira um málið
sjálft heldur áhrif þess á
sjálfan mig og það var þá
sem ég fann réttu leiðina,
þegar ég leit á þetta sem
persónulega frásögn en ekki
bók.
,,
Nærmynd af morðingja
Franski rithöfundurinn Emmanuel Carrère vakti gríðarlega athygli með bók sinni Óvinurinn, þar sem hann sagði átak-
anlega sögu manns sem myrti fjölskyldu sína eftir að blekkingarvefur sem hann hafi spunnið utan um líf sitt í 18 ár féll
saman. Carrère kom til Íslands í gær og mun fjalla um verk sín á Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem hefst í dag. Í viðtali
við Fréttablaðið talar hann um verk sín og kynni sín af manninum og morðingjanum Romand.
EMMANUEL CARRÈRE
Fæddist í París árið 1957. Hann hefur skrifað fjölda skáldsagna, sló meðal annars í gegn með skáldsögunni Skíðaferðin og vakti heimsathygli með nýjustu skáldsögu sinni, Óvininum,
sem byggir á sönnu sakamáli. Hann hefur einnig starfað sem blaðamaður og skrifað handrit bæði fyrir sjónvarps- og kvikmyndir.
Ég hef ekki trú á því
að vera að krukka í
kollinum á öðrum. Ég gerði
mér líka fulla grein fyrir því
að ég myndi ekki gera nein-
ar stórkostlegar uppgötvanir
og setti mér ekki það mark-
mið að reyna að skilja hið
óskiljanlega. Ég fann mig
hins vegar knúinn til þess að
segja þessa sögu. Ég hugs-
aði um Romand á hverjum
degi öll þessi ár, um sögu
hans og börnin hans sem
voru á aldur við börnin mín.
,,