Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 2
VIÐSKIPTI Stjórn Ferskra afurða ehf. kennir Kaupþingi Búnaðabanka um þá erfiðleika sem nú steðja að fyrir- tækinu. Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur veitt fyrirtækinu greiðslustöðvun í þrjár vikur. Stjórn fyrirtæksins íhugar mál- sókn. Hjalti Jósefsson, framkvæmda- stjóri Ferskra afurða, segir að að- gerðir bankans undanfarið hafi komið fyrirtækinu í þá klípu sem það sé nú í. „Kaupþing Búnaðarbanki hefur m.a. gjaldfellt afurðalán félagsins sem þó er í fullum skilum, haldið eftir háum fjárhæðum umfram samninga, spillt fyrir orðspori hjá viðskiptavinum með bréfasending- um og símhringinum og reynt að fá birgðir fyrirtækisins kyrrsettar með innsetningarbeiðni,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Ferskra afurða. „... ekki [er] ljóst hvað vakir fyrir banka sem mark- visst gengur á hlut viðskiptavina sinna. Það er þó verkefni hluthafa og þartilbærra yfirvalda að finna út úr því.“ Ferskar afurðir hyggjast nota greiðslustöðvunartímabilið til að koma nýrri skipan á bankaviðskipti sín. „Einnig verður á tímabilinu skoðað hvort eða hvaða ólögmætir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir gegn Ferskum afurðum ehf. og hvernig sækja megi til saka og bóta einhvern hluta þess tjóns sem orðið hefur,“ segir í tilkynningu stjórnar- innar. Hjalti segist bjartsýnn á að það takist að greiða úr vanda fyrirtæk- isins og það muni halda áfram rek- stri á Hvammstanga þar sem 18 manns starfa. Engin svör fengust frá Kaup- þingi Búnaðarbanka um málið í gær. ■ 2 25. september 2003 FIMMTUDAGUR „Jú, einu sinni á síðkvöldi í Róm. Annars eru þeir besta fólk.“ Össur Skarphéðinsson segir félagsmálaráðherra óttast Ítalina í Impregilo. Spurningdagsins Össur, hefur þú aldrei óttast Ítali? ■ Stjórnvöld Verðbréfasala langar til að selja auðlindina Framkvæmdastjóri LÍÚ sér enga ástæðu til að opna á beina eignar- aðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Segir hættu skapast á ofveiði og slæmri umgengni um fiskimiðin. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ástæðan fyrir því að við erum með þessar höml- ur í lögum er að við munum tapa á öðru sem þjóð,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna, um þær hugmyndir Verslunarráðs að lögum verði breytt í þá veru að útlendingum verði heimilað að eiga sjávarút- vegsfyrirtæki með beinum hætti. Verslun- arráðið vísar til þess að Ísland eigi met innan OECD-landanna hvað varðar hömlur á erlenda fjárfestingu. Málið kom til um- ræðu á fundi efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis þar sem upplýst var að viðskiptaráðuneyt- ið væri að fara yfir lögin í heild sinni. Friðrik J. segist hafa kynnt sér stöðu málsins og að hann hafi verið fullvissaður um að ráðu- neytið hefði ekki áform um að opna fyrir óheft eignarhald útlendinga í íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum. „Útlendingar mega samkvæmt lögum aldrei hafa raunveruleg yf- irráð í sjávarútvegsfyrirtækjum og aldrei fara yfir 49,9 prósenta eignarhlut. Það er fullkomlega lögmætt að útlendingar eigi allt að helmingi með lögmætum hætti. Ég tel að það hafi ekki verið sýnt fram á neina knýjandi þörf til að breyta núverandi fyrirkomulagi,“ segir Friðrik J. Hann segir að ef eigendur sjáv- arútvegsfyrirtækja vilji fá erlenda fjárfesta til liðs við sig geti þeir gert það á einum degi. Þá telur hann að þeir sem vilji breytingar séu fyrst og fremst verðbréfasalar sem séu að hugsa um eigin ávinning. „Fæstir sem hafa verið að tjá sig um þessi mál og krefjast breyt- inga virðast hafa hugmynd um það hvernig lögin raunverulega eru. Þeir sem hafa sig í frammi eru fyrst og fremst verðbréfasalar sem langar í tekjur af sölu hluta- bréfa til útlendinga,“ segir Friðrik. Hann varar við því sem muni gerast ef yfirráðin yfir fiskimiðun- um komast í hendur útlendinga. Friðrik segir að Spánverjar og fleiri séu þekktir af því að ofveiða meira að segja eigin fiskistofna. „Ef útlendingar ná yfirráðum færist arðurinn út. Erlendis er hugsunarhátturinn víðast hvar allt annar en gerist meðal íslenskra sjómanna og útgerðarmanna og birtist okkur í ofveiði og slæmri umgengni um lögsöguna,“ segir Friðrik J. rt@frettabladid.is Reykjanesbraut: Sautjánda banaslysið BANASLYS Maður á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í umferðarslysi á Reykjanesbraut í gærmorgun. Tveir bílar lentu saman eftir að ökumaður annars bílsins missti stjórn á bíl sínum. Bíllinn lenti utan í ljósastaur, fór þaðan yfir á umferðareyju, kastaðist í loft upp og lenti ofan á bifreið sem var ný- komin af Grindavíkurvegi. Ökumennirnir voru einir í bílum sínum þegar áreksturinn átti sér stað. Þeir voru báðir fluttir á slysa- deild. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni bifreiðarinnar sem var á austurleið út. Hann var alvarlega slasaður og lést af völdum áverka sinna skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús. ■ ATVINNUMÁL Öllum starfsmönnum Dvergasteins á Seyðisfirði verður sagt upp störfum frá og með 1. október. Þetta var tilkynnt á fund- um sem Gunnar Larsen, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa, átti með starfsfólki Dvergasteins, fulltrúum verka- lýðsfélagsins Afls og bæjarráði Seyðisfjarðar. Í fréttatilkynningu kemur fram að ekkert nýtt hafi komið fram síð- ustu vikur með leigu eða sölu á rekstri Dvergasteins og því hafi verið gripið til þessa ráðs. Hafi for- sendur ekki breyst 1. október verði vinnslu hætt og uppsagnir starfs- fólks komi til framkvæmda. „Þetta er reiðarslag fyrir at- vinnulífið í bænum,“ sagði Tryggvi Harðarson bæjarstjóri. „Það er mikið áhyggjuefni hversu mjög forsvarsmenn ÚA hafa gengið á bak orða sinna og brotið illa gagn- vart fólki hér í byggðinni.“ Tryggvi sagði að ekki væri öll nótt úti enn. „Við munum halda áfram að reyna til hins ítrasta að finna lausn. Þetta er eina stóra at- vinnufyrirtækið hér í bænum og lífsspursmál fyrir marga að þar haldi áfram vinnsla af einhverju tagi.“ Áætlað tap Dvergasteins á ár- inu er á milli 60 og 70 milljónir króna. ■ Rekstri Dvergasteins á Seyðisfirði verður hætt um mánaðamótin: Öllum starfsmönnum sagt upp störfum TRYGGVI HARÐARSON „Þetta er reiðarslag fyrir atvinnulífið í bænum,“ segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði. Hann segir ÚA ganga á bak orða sinna. Deila tveggja bílasala: Bann sett á billinn.is SAMKEPPNISMÁL Bílasala Íslands hefur með notkun á lénnafninu bill- inn.is og nafninu billinn.is brotið samkeppnislög. Samkeppnisráð hefur því bannað bílasölunni að nota nafnið. Bílasalan Bíll.is kvartaði undan notkun Bílasölu Íslands á nafninu. Þeir bentu á að árið 1998 hafi bíla- salan fengið nafnið skráð sem firma, vörumerki og lén. Óvið- unandi væri að önnur bílasala gæti nýtt sér markaðssetningu fyrirtæk- isins á nafninu Bíll.is með því að nota heitið billinn.is. ■ TALA LÁTINNA Í UMFERÐINNI Sautján hafa látist í umferðinni í ár. ÍSLENSK AUÐLIND Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, varar eindregið við því að Íslendingar leyfi útlendingum að eignast sjávarútvegsfyrirtæki hérlendis. „Þeir sem hafa sig í frammi eru fyrst og fremst verð- bréfasalar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BÚNAÐAR- BANKINN Stjórn Ferskra af- urða segir að- gerðir Kaupþings Búnaðarbanka vera undirrót fjár- hagsvandræða fyrirtækisins. Skuldinni skellt á Kaupþing Búnaðarbanka: Ferskar afurðir íhuga málsókn ANDLEGUR LEIÐTOGI HAMAS Sheik Ahmed Yassin segir það ekki koma til greina að lýsa yfir einhliða vopnahléi. Leiðtogi Hamas: Útilokar vopnahlé GAZA-BORG, AP Sheik Ahmed Yass- in, stofnandi og andlegur leiðtogi Hamas-samtakanna, segir það hvorki koma til greina að afvopn- ast né lýsa yfir vopnahléi. Yassin hefur haft hægt um sig síðan Ísraelar reyndu að ráða hann af dögum 6. september. Á blaðamannafundi í mosku í Gaza- borg hafnaði hann boði Ahmed Qureia, verðandi forsætisráð- herra Palestínumanna, um að Hamas-samtökin fengju fulltrúa í palestínsku ríkisstjórninni. Qureia hefur gert athugasemd við vígbúnað palestínskra andspyrnu- hreyfinga en Yassin segir að ef vopnin verði tekin frá þeim jafn- gildi það uppgjöf. ■ KVITTA GEGN PYNTINGUM Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur undirritað valfrjálsa bókun við alþjóðasamning Sam- einuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri grimmilegri, ómann- legri eða vanvirðandi meðferð. Bókuninni er ætlað að koma í veg fyrir pyntingar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.