Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Munaðarlausir peningar L ASH DESIGNER Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn sem gefur tvöfalt lengri og þykkari augnhár. LENGD ÞYKKT Stutta hliðin fyrir takmarkalausa þykkt. Langa hliðin fyrir óendanlega lengd. LASH DESIGNER Það er mikill sláttur á mönnumþessa dagana. Í fréttum og spjall- þáttum í útvarpi og sjónvarpi getur enginn maður verið þekktur fyrir að taka sér í munn lægri tölu en millj- arð. Það eru fimm þúsund mánaða laun ofur venjulegs launamanns. Tíu þúsund mánaða laun margra. Laun eins einstaklings í fjögur til átta hundruð ár. Fjórar til átta aldir. Enda ræða menn um milljarða með mikl- um alvörusvip og tala af mikilli ábyrgð um efnahagslífið. MEÐ ALLRI VIRÐINGU fyrir efnahagslífinu má mannlífið ekki gleymast. Án mannlífs væri trúlega ekki um neitt efnahagslíf að ræða. Í sjónvarpinu á þriðjudag voru tveir þingmenn úr efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis að tala um milljarða- viðskipti. Annar þeirra, Pétur Blön- dal, fór að tala um lífeyrissjóðina sem ku eiga 600 milljarða, og taldi að vörslumenn þessa fjár hefðu litlar áhyggjur af þessu hirðislausa fé, þetta væru „annarra manna pening- ar“ og þess vegna mætti sosum einu gilda fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna hvernig ávöxtunin væri. Þetta er sá hinn sami Pétur og reyndi að taka sparisjóð í fóstur af því að hann hafði áhyggjur af því að sjóðurinn væri sneisafullur af munaðarlausum peningum. ÞAÐ MÁ VEL vera að sumum mönnum sé skítsama um alla pen- inga nema þeirra eigin. En sem bet- ur fer hafa ekki allir frelsast til þeirrar trúar – ennþá. Peningarnir sem eru í vörslu lífeyrissjóða eru ekki munaðarlausir. Þessir peningar eru afsprengi margra milljarða vinnustunda. Þessir peningar eru svitadropar verkamannsins, krítar- strik kennarans, og seltan í hári sjó- mannsins. Þetta eru alvörupeningar og á bak við þá er verðmætasköpun íslensku þjóðarinnar í langan tíma. Þvert á móti mammonstrúnni búa peningar ekki til peninga eða geta þá af sér. Þeir eru dauðir. Það er lif- andi fólk sem býr til peninga og sendir þá út í efnahagslífið. Þess vegna er óþarfi fyrir þennan Pétur að setja upp munaðarleysingjahæli til að taka annarra manna peninga í fóstur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.