Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 25. september 2003
debenhams
S M Á R A L I N D
n‡tt Merki
um frelsi
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
21
20
09
/2
00
3
Herradeild Debenhams - merkilegri en nokkru sinni
fyrr. Me›al vinsælla merkja eru S.Oliver, Mexx og
Esprit. Komdu.
Tískuvikan í London er þekktfyrir að vera óhefðbundnari
en þær sem haldnar eru í New
York og París. Megináhersla er
lögð á frumleika og djarfa hönn-
un og hefur heyrst sú gagnrýni
að minna sé lagt upp úr nota-
gildi klæðanna. Sýning Arka-
dius Weremczuk þótti undir-
strika þetta. „Ég er ánægður að
vera hérna því í London snýst
allt um sköpun og gleði en það á
ekki við um tískuvikuna í New
York,“ sagði hann eftir sýninguna.
Sífellt fleiri hönnuðir sýna föt
sín í tískuvikunni í London. Fjöl-
breytnin var því mikil, allt frá
kvenlegum kjólum Kokosalaki til
hressilegra sumarfata frá Boyd.
Flestir hefðu því átt að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. ■
Ný barnafataverslun,Adams, opnar í
Smáralind í lok október.
„Við verðum með föt fyr-
ir börn frá fæðingu til tíu
ára aldurs. Bæði er um að
ræða hefðbundin barna-
fatnað og tískuklæðnað,“
segir Eggert Þór Aðal-
steinsson sem rekur búð-
in í félagi við eiginkonu
sína Erlu Hlín Helgadótt-
ur. Adams er breskt
merki: „Þetta er 70 ára
verslunarkeðja sem er
mjög vinsæl á Bret-
landseyjum. Í henni eru
seld gæðaföt sem verða á
góðu verði fyrir íslensk-
an markað. Það má segja
að Adams sé hliðstætt
NEXT og Zöru,“ segir
Eggert.
Verslunin verður í
tæplega 200 fermetra
plássi, við hliðina á Retró.
Þess má geta að 600
Adams-verslanir eru á
Bretlandseyjum og Ís-
land er sautjánda landið
þar sem verslun í Adams
keðjunni opnar. ■
Ný barnafataverslun:
Bresk gæðakeðja
SMÁRALIND
Barnafataverslunin Adams
opnar í lok október.
Tískuvikan í London:
Frumleg og
djörf hönnun
HÖNNUN
ARKADIUS
ÞYKIR DJÖRF
En spurningar eru
um notagildið.
GRÍSK ÁHRIF
Voru áberandi
hjá hönnuðin-
um Sophiu
Kokosalaki.
SKÆRIR LITIR
OG EINFALDAR
LÍNUR
Eru aðalsmerki
Eley Kishimoto.
GLAÐLEG
SUMARLÍNA
Frá Boyd.
Verslunin í Húsinu - Kringlunni, s. 551 5080
20-25% afsláttur