Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 12
12 25. september 2003 FIMMTUDAGUR ■ Leiðrétting ■ Sjávarútvegur ■ Ríkisstjórn FJÖGURRA DAGA VERKFALL Grískir leigubílstjórar eru æfir yfir hertum reglum sem stjórnvöld ætla að setja þeim. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að þurfa að taka upp nýja gjaldmæla til að prenta kvittanir fyrir viðskiptunum. Tilkynnt um trúlofun í dönsku konungsfjölskyldunni: Friðrik krónprins á leið í hnapphelduna DANMÖRK Danska konungsfjöl- skyldan hefur gefið út formlega yfirlýsingu þess efnis að Friðrik krónprins ætli að trúlofast og ganga að eiga unnustu sína Mary Elizabeth Donaldson. Móðir hans, Margrét Þórhildur Danadrottn- ing, tilkynnir um trúlofunina á ríkisstjórnarfundi 8. október. Að sögn Anders Fogh Rasmus- sen forsætisráðherra hefur ríkis- stjórnin þegar lagt blessun sína yfir ráðahaginn. Boðað hefur ver- ið til blaðamannafundar að lokn- um ríkisstjórnarfundinum 8. októ- ber þar sem fjölmiðlar fá tæki- færi til að hitta krónprinsessuna tilvonandi. Stefnt er að því að Friðrik leiði Mary upp að altarinu í vor. Brúð- kaupið fer að líkindum fram í Holmens-kirkju í Kaupmanna- höfn en nákvæm dagsetning ligg- ur ekki fyrir að svo stöddu. Friðrik og Mary hittust fyrst á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu í september árið 2000. Tveimur árum síðar flutti Mary til Kaupmannahafnar og byrjaði að vinna hjá Microsoft í Vedbæk. Mary, sem er lögfræðingur að mennt, á rætur sínar að rekja til Tasmaníu. Ef fer sem horfir verður hún fyrsti Ástralinn sem giftist inn í evrópska konungs- fjölskyldu. ■ Afbrot ekki alltaf tengd vímuefnum VÍMUEFNANEYSLA „Að fremja banka- rán er ekki það sama og að vera í vímuefnaneyslu. Flestir vímuefna- neytendur brjóta ekki lög með þessum hætti,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Ránum hefur fjölgað mikið og tal- að um að þau séu ekki síst framin til að fjármagna vímuefnaneyslu. Þórir Steingrímsson, rann- sóknarlögreglumaður í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið að fólki þætti sjálfsagt að ræna banka og bera fyrir sig fíkniefna- neyslu og bágindi. Hann segir samfélagið samþykkja þær afsak- anir. „Persónulega og sem lög- reglumaður sem vinnur við að rannsaka svona mál sættist ég ekki á slíka skýringu. Fólkið á ekki svona bágt. Úrræðin sem eru til eru ekki not- uð. Það er ekki ein- ungis hjálp að fá hjá hinu opinbera heldur oft ein- nig hjá fjölskyldunni. Ég er ekki að vefengja að fólk sé haldið fíkn en það leitar sér ekki lækninga eða hjálpar á þennan hátt.“ Þórarinn segir varasamt að halda að vímuefnaneysla sé alltaf orsök afbrota. Hann segir að að- stæður vímuefnafíkla geti þó oft verið erfiðar og þeir verið svo að- þrengdir að þeir grípi til örþrifa- ráða. Hann segir ekki ólíklegt að margir sem framið hafa rán að undanförnu séu einstaklingar sem eru úrræðalitlir og aðþrengdir og jafnvel sé verið að rukka þá um fjármuni sem þeir eiga ekki. Þórarinn segir að ekki megi alltaf tala um vímuefnaneytend- ur, afbrotamenn og geðsjúklinga í sömu andrá. Hins vegar sé það hræðilegt þegar þetta allt fer saman í einum einstaklingi. Hann segir varasamt að tengja vímu- efnaneyslu öllu sem miður fer í þjóðfélaginu. „Stafar okkur hætta af því að geðheilbrigðismálum er ekki nægjanlega vel fyrir komið? Er okkur hætta búin vegna þess að þjóðfélagið býr til agalítið fólk eða vegna þessa að vímuefna- neysla er að aukast í þjóðfélag- inu?“ segir Þórarinn. Hann segir þörf fyrir opna umræðu varðandi þessar spurningar vegna frétta af ofbeldisverkum eins og til dæmis frá Svíþjóð að undan- förnu. „Okkar þjóðfélagsmál eru ekki frábrugðin því sem er í Sví- þjóð. Þar hafa verið breytingar á geðheilbrigðisþjónustunni eins og hér. Þar er einnig vaxandi vímuefnaneysla eins og hér.“ hrs@frettabladid.is HÁSKÓLI ÍSLANDS Einungis 34% kennara á háskólastigi voru í fullu starfi eða meira haustið 2002. Rúmlega 1.700 háskóla- kennarar á Íslandi: Konur 16% prófessora SKÓLAMÁL Af 188 prófessorum í skólum á háskólastigi á Íslandi eru 30 konur eða 16% samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands sem miðast við marsmánuð árið 2002. Frá árinu 2000 fjölgaði kvenpró- fessorum úr 15 í 18. Alls voru 1.739 starfsmenn við kennslu í íslenskum háskólum veturinn 2002 í 998 stöðugildum. Um 47% kennara voru konur en 53% karlar. Athygli vekur að ein- ungis 34% kennara á háskólastigi voru í fullu starfi eða meira. Um 27% kvenna voru í fullu starfi eða meira. Auk þess að gegna fleiri pró- fessorastöðum eru karlmenn einnig talsvert fleiri í stöðum rektora og dósenta. Konur eru hins vegar fleiri meðal lektora og í sérfræðistörfum hvers konar. Flestir háskólakennarar eru á aldrinum 40-49 ára. Þegar taldir voru allir starfs- menn við íslenska háskóla kom í ljós að þeir voru 2.531 í 1.679 stöðugildum. Karlar voru 47% en konur 53%. Konur eru fjölmenn- ari í stöðum sem tengjast skrif- stofustörfum, ráðgjöf, bókasafni og rekstri húsnæðis. Þar er hlutur kvenna 75% á móti 25% hlut karla. ■ ■ „Stafar okkur hætta af því að geðheilbrigðis- málum er ekki nægjanlega vel fyrir komið?“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir varasamt að tengja afbrot alltaf vímuefnaneyslu. Þó séu til einstaklingar sem telja sig ekki hafa önnur úrræði en að brjóta af sér. ÞÓRARINN TYRFINGSSON Þórarinn segir varasamt að tala um afbrot, vímuefnaneyslu og geðsýki í sama orðinu. Ífrétt um aflamet smábátsinsGuðmundar Einarssonar ÍS frá Bolungarvík var sagt að frystitogarinn Júlíus Geir- mundsson ÍS hefði aflað 3499 tonna á seinasta fiskveiðiári. Þarna var prentvilla á ferð því togarinn veiddi 4399 tonn. Bílsprengja í Írak: Einn látinn og 23 slasaðir BAGDAD, AP Íraskur borgar lést og að minnsta kosti 23 slösuðust í sprengingu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Sprengjan sprakk þegar eftirlitsbifreið banda- rískra hermanna ók hjá. Engan sakaði í eftirlitsbifreiðinni en tveir strætisvagnar sem óku hjá gereyðilögðust. Árásir á ökutæki bandarískra hermanna hafa aukist til muna að undanförnu og finnast nær dag- lega sprengjur í vegköntum í og við höfuðborgina Bagdad. ■ DAUÐAREFSINGAR BANNAÐAR MEÐ LÖGUM Ríkisstjórnin fjall- aði í gær um frumvarp dóms- málaráðherra sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingu á lög- um um mannréttindasáttmála Evrópu. Með samþykki frum- varpsins verða dauðarefsingar bannaðar með lögum en slíkt bann er nú þegar tryggt í stjórn- arskrá lýðveldisins. HÆTTULEG SMYGLVARA Grænu kyrkislöngurnar gengust undir læknisrannsókn hjá dýralækni í Taronga- dýragarðinum í Sydney. Smyglaði eiturslöngum: Vafði snák- unum um fæturna SYDNEY, AP Tæplega þrítugur Svíi reyndi að smygla eitruðum snák- um frá Tælandi til Ástralíu með því að vefja þeim um fætur sér. Per Johann Adolfsson var handtekinn á flugvellinum í Sydney þegar tollayfirvöld fundu grunsamlega pakka bundna við fótleggi hans. Í pökkunum fund- ust fjórar eitraðar kóbraslöngur og fjórar grænar kyrkislöngur. Kóbraslöngurnar höfðu ekki lifað af ferðalagið frá Tælandi til Ástralíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa ákært Adolfsson fyrir ólöglegan inn- flutning á dýrum. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsis- dóm og sekt sem nemur yfir 5,6 milljónum íslenskra króna. ■ FRIÐRIK OG MARY Ef fer sem horfir mun danski krónprinsinn ganga að eiga hina áströlsku Mary Donaldson í vor. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HÖFRUNGUR AFLAHÆSTUR Tog- ari Haraldar Böðvarssonar, Höfr- ungur III AK, var aflahæstur ís- lenskra togara á síðasta fiskveiði- ári, að því er fram kemur á vef HB. Höfrungur aflaði rúmra 9.000 tonna, rúmlega 700 tonnum meira en Snorri Sturluson RE sem var næstur á lista yfir afla- hæstu togara. ELDSNEYTI Greiningardeild Kaup- þings Búnaðarbanka telur að verð á bensínlítra geti lækkað um allt að þrjár krónur um næstu mánaða- mót. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað um 21% síðastliðinn mánuð en á sama tíma hefur krón- an styrkst gagnvart Bandaríkjadal. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur því lækkað um heil 26% í íslenskum krónum. Lækkun bensínverðs um næstu mánaðamót hefur áhrif á mælingar verðbólgu októbermánaðar. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ákváðu hins vegar í gær að draga saman framleiðslu sína um 3,5% frá og með 1. nóvember, vegna vísbendinga um auknar olíu- birgðir og lækkandi verð á næst- unni. Ákvörðunin olli töluverði um- róti á olíumörkuðum, þar sem flest- ir höfðu búist við óbreyttri fram- leiðslu. Í kjölfar ákvörðunarinnar hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um 3,5%. ■ HÖFUÐSTÖÐVAR OPEC Óvíst er hver áhrif ákvörðunar OPEC í gær verða en samtökin ákváðu að draga úr framleiðslu sinni um 3,5% 1. nóvember. Greiningardeild spáir verðlækkun bensíns: Þriggja króna lækkun um mánaðamót

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.