Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1
tískuvikan í london ● ný verslun Hægt að drepa mann með tánni tíska o.fl. Uppáhaldsskórnir: MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudögum 80% 53% 23% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V FURÐAR SIG Á KVIKMYNDA- MIÐSTÖÐ Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður furðar sig á því að Kvikmynda- miðstöð hafi ekki veitt kvikmynd hans mótframlag eftir að er- lendir aðilar lofuðu að fjármagna hana að mestu leyti. Hann varð því að gefa fjár- mögnunina frá sér. Sjá síðu 8. VILJA SELJA AUÐLINDINA Það hefur ekkert gott upp á sig fyrir ís- lenska þjóð að leyfa útlendingum að fjár- festa ótakmarkað í íslenskum sjávarútvegi, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ. Sjá síðu 2. STJÓRNENDUR ÓSÁTTIR Óánægja ríkir meðal stjórnenda Ferskra af- urða, sem komnar eru í greiðslustöðvun. Þeir kenna Kaupþingi Búnaðarbanka um hvernig komið er. Sjá síðu 2. ÞOLINMÆÐIN Á ÞROTUM Þorbjörn Guðmundsson, formaður Sam- ráðsnefndar verkalýðsfélaganna, segir þolinmæði verkalýðshreyfingarinnar gagn- vart Impregilo á þrotum. Leysa verði úr málum hið fyrsta. Sjá síðu 4. SMEKKLEYSA Í ÞJÓÐARBÓK- HLÖÐU Sýningin Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár verður sett upp í Þjóðarbókhlöðunni í dag, reyndar nokkuð minni en sýningin sem naut vinsælda í Listasafni Reykjavíkur og fór til Spitz Gall- ery í London. Þar verða þó fluttir fyrir- lestrar og kvikmyndir sýndar reglulega fram eftir hausti. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BONGÓBLÍÐA VÍÐA Allir ættu að viðra sig í blíðunni í dag. Hvernig væri að fjölskyldan færi saman út að hjóla, nú eða róla. Þykknar upp á morgun. Sjá síðu 6. ▲ SÍÐUR 22 & 23 golf á torremolinos ● kanada Rívíeran áhugaverð ferðir o.fl. Hvert fórstu í sumar? ▲ SÍÐUR 24 & 25 25. september 2003 – 232. tölublað – 3. árgangur SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan hefur handtekið annan mann í tengslum við rannsókn á morði utanríkisráð- herrans Önnu Lindh. Hinum 35 ára gamla Per Olof Svensson, sem úr- skurðaður var í gæsluvarðhald síð- astliðinn föstudag, var sleppt laus- um í gær. Hann er ekki lengur grun- aður um morðið. Maðurinn sem nú er í haldi lög- reglu, grunaður um að hafa stungið Lindh til bana, var handtekinn í Stokkhólmi í gærmorgun. Lögregl- an verst allra frétta af handtökunni. Hún viðurkennir þó að hinn grunaði hafi áður komist í kast við lögin og að hann líkist mjög manninum sem sést á myndum úr öryggismynda- vélum verslunarmiðstöðvarinnar NK. Að sögn heimildarmanns sænska dagblaðsins Dagens Nyheter er lög- reglan nú sannfærð um að sér hafi tekist að hafa hendur í hári morð- ingjans. Saksóknarinn Agneta Blid- berg fullyrðir að yfirvöld hafi undir höndum áreiðanleg sönnunargögn sem bendi til sektar mannsins. Blid- berg hefur nú fjóra daga til að taka ákvörðun um það hvort maðurinn verður ákærður. „Þeir hafa leyst málið, ég er nokkuð viss um að svo sé,“ sagði Leif G.W. Persson, pró- fessor í afbrotafræði hjá yfirstjórn lögreglunnar, við blaðamann AP. Yfir 60% sænsku þjóðarinnar telja að lögreglunni muni takast að upplýsa morðmálið, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Dagens Nyheter. ■ Rannsóknin á morði Önnu Lindh tekur nýja stefnu: Annar maður handtekinn fylgir Frétt ablaðinu www. bt.is LÆKKAÐ VERÐ Ætla sér ekki að kæra Móðirin sem varð fyrir því að hópur ungmenna ruddist inn á heimili fjölskyldu hennar á mánu- dagskvöld á enn erfitt með svefn. Hún segir að ekki sé um kynþáttafordóma að ræða og vonar að þeir sem eigi hlut að máli láti hér við sitja. HÚSBROT Filippeyska fjölskyldan sem varð fyrir því að hópur ungra manna ruddust inn í íbúð hennar í Seljahverfi á mánudagskvöld, með því að möl- brjóta útidyra- hurðina, ætlar ekki að kæra húsbrotið. Eftir að mennirnir voru komnir inn í íbúðina gengu þeir berserks- gang, brutu allt og brömluðu og börðu tæplega tvítugan íbúa með golfkylfu. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Frú Montemayor segir að hún sé skelfingu lostin eftir húsbrotið og kveðst enn eiga mjög erfitt með svefn á nóttinni. Þegar hóp- urinn ruddist inn reyndi hún eftir megni að verja son sinn, sem sætti barsmíðum árásarmann- anna, en gat ekki varist. Margir þeirra sem ruddust inn í íbúðina voru vopnaðir, ýmist hnífum, golfkylfum eða öðrum bareflum. Hún segir að kynþáttahatur sé ekki orsökin atburðanna heldur séu ástæðurnar persónulegar. Hvorki hún né sonur hennar ætla að kæra húsbrotið og vonast hún til að allir sem eigi hlut að máli láti hér við sitja. Sjálf hefur hún búið hér á landi í níu ár og fluttist sonur hennar hingað fyrir fjórum árum síðan. „Við erum að rannsaka bæði þetta mál og átökin sem urðu á Select aðfaranótt sunnudags og hvort þau hugsanlega tengist,“ segir Benedikt Benediktsson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Að sögn Harðar Jó- hannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hefur lögreglan talað við hluta ungu mannanna sem áttu þátt í húsbrotinu á mánu- dagskvöldið. Hins vegar er ekki orðið ljóst hver gerði hvað. Húsbrotið í Seljahverfi var þriðja árásin í Breiðholtinu á tveimur dögum. Aðfaranótt sunnu- dags urðu ryskingar í söluturnin- um King Kong í Eddufelli og hlaut einn unglingur skurðsár. Sama kvöld var unglingur fluttur á slysa- deild eftir að hafa verið barinn með hafnaboltakylfu fyrir utan Select í Fellahverfi. hrs@frettabladid.is Sjá nánar síðu 4. LÖGREGLA Á VETTVANGI Rannsóknarlögreglan vinnur að því að upplýsa húsbrot sem framið var á mánu- dagskvöld í Seljahverfi. „Við erum að rannsaka bæði þetta mál og átökin sem urðu á Select aðfara- nótt sunnu- dags og hvort þau hugsan- lega tengist. FRÚ MONTEMAYOR VIÐ HURÐINA SEM MENNIRNIR BRUTUST INN UM Frú Montemayor segir að hvorki hún né sonur hennar ætli að leggja fram kæru vegna húsbrotsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI LÖGREGLUNNAR Vonir eru bundnar við að maðurinn sem er í haldi sé sá sem myrti Önnu Lindh. Deilt um atvinnuleyfi: Vísað til lögreglu ATVINNUMÁL Lögregla rannsakar hvort pólskir starfsmenn KM- bygginga sem vinna við upp- setningu sílós í álverinu í Straumsvík séu með fullgild at- vinnuréttindi. Vinnumálastofn- un fór fram á lögreglurannsókn eftir að Félag járniðnaðarmanna hafði komið athugasemdum sín- um við störf mannanna á fram- færi. Félagið telur að lög um at- vinnu- og dvalarleyfi hafi verið brotin. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun má búast við niðurstöðum lögreglurannsókn- ar í dag. Heiða Gestsdóttir, forstöðu- maður stjórnsýslusviðs Vinnu- málastofnunar, segir ekki mikið um að málum sem þessu sé vís- að til lögreglunnar en það komi fyrir af og til. ■ AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.