Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 10
ÖRYGGISMÁL Hermann Drengsson, ábúandi í Fremstuhúsum í norðan- verðum Dýrafirði, segir það von- brigði að ríkið vilji ekki kosta gerð snjóflóðavarnargarðs við Fremstuhús. „Mér líst ekkert á þetta. Þeir voru búnir að gera mér vonir um þetta. Ég vil fá þessa lausn og verð þá bara að gera þetta sjálfur,“ seg- ir Hermann. Ísafjarðarbær hafði lagt til að reistur yrði ellefu metra hár varn- argarður ofan við Fremstuhús. Áætlaður kostnaður er sagður vera 20 milljónir króna. Ofanflóða- nefnd og umhverfisráðuneyti segja hins vegar nægjanlegt að beita eftirliti og rýma Fremstuhús ef þörf krefji. Slík lausn kosti miklu minna, 4,2 milljónir króna. „Það er lítið eftirlit í blindþreif- andi byl. Maður þekkir nokkurn veginn hvernig og hvenær þetta kemur og ég get alveg haft eftirlit sjálfur – ég þarf þá ekki til að hugsa um það fyrir mig,“ segir Hermann um þessa lausn. Hermann segir að snjóflóð hafi fallið á útihúsin við Fremstuhús árið 1994. Þá hafi hlaðan brotnað og eyðilagst. Síðan þá hafi tvö flóð fallið niður undir fjárhúsin. Aldrei hafi fallið flóð á íbúðarhúsið þótt þau hafi komið býsna nærri. Veðurstofan hefur metið snjó- flóðahættuna við Fremstuhús í efsta flokk. Hermann segir að hug- myndin hafi verið sú að hinn ellefu metra hái varnargarður kæmi í „A“ ofan við bæinn og klyfi hugs- anleg flóð til beggja hliða og framhjá húsunum. Varnargarður- inn yrði úr jarðvegi og um 30 metra breiður í botninn en einn metri þar sem hann yrði hæstur. Það sé ekki rétt að garðurinn myndi kosta 20 milljónir króna. Nær lagi væru 15 milljónir. Um síðustu helgi snjóaði nokkuð í Dýrafirði í áhlaupi sem þá gekk yfir. Hermann segir þann snjó nú að mestu hafa tekið upp. Veturinn er hins vegar varla hafinn enn. Þó Hermann sé rólegur yfir stöðunni býr hann á skilgreindu stórhættu- svæði og hefur eðlilega áhyggjur af því. „Þó flóðin séu kraftlaus þeg- ar þau koma hérna niður geta þau verið gríðarþung og brotið það sem fyrir verður,“ segir einbúinn í Fremstuhúsum. gar@frettabladid.is 10 25. september 2003 FIMMTUDAGUR MEÐALALDUR FISKISKIPA Landshluti Aldur í árum Höfuðborgarsvæðið 18,4 Suðurnes 20,8 Vesturland 18,8 Vestfirðir 17,9 Norðurland eystra 17,8 Norðurland vestra 19,7 Austurland 18,4 Suðurland 23,8 Heimild: Hagstofan SEATTLE, AP Microsoft-fyrirtækið ætlar að loka fyrir frjálsa notkun spjallrása í flestum ríkjum heims frá og með 14. október næstkom- andi. Margir fagna ákvörðun Micro- soft og vona að önnur fyrirtæki grípi til sams konar aðgerða en aðr- ir telja þetta skerðingu á tjáningar- frelsi. Samkvæmt tilkynningu frá Microsoft verður spjallrásum fyr- irtækisins í Evrópu, Mið-Austur- löndum, Afríku, Asíu og stórum hluta Rómönsku Ameríku alveg lokað. Þar verður einungis hægt að senda skilaboð í gegnum Microsoft Messenger sem er ekki eins opið kerfi. Í Kanada, Bandaríkjunum og Japan verður aðgangur að MSN- rásunum takmarkaður við áskrif- endur. Forráðamenn Microsoft segja spjallrásirnar orðnar miðil fyrir ruslpóst og kynferðisafbrotamenn, ekki síst barnaníðinga sem reyna að verða sér úti um fórnarlömb í gegnum Netið. „Við vitum dæmi þess að börn undir 16 ára aldri hafa lent í klón- um á níðingum, fullorðnu fólki sem villir á sér heimildir í þeim tilgangi að misnota börn,“ sagði Matt Whitt- ingham, talsmaður Microsoft í Bretlandi. Keppinautar Microsoft, Amer- ica Online, Yahoo og Freeserve, ætla ekki að endurskoða afstöðu sína til opinna spjallrása, þrátt fyr- ir aðgerðir Microsoft. ■ Einbúi gerir sjálfur snjóflóðavarnargarð Verkamannaflokkurinn: Tapar á Íraksstríði LONDON, AP Enn hefur dregið úr stuðningi almennings í Bretlandi við innrásarstríðið gegn Írak sam- kvæmt skoðanakönnun The Guard- ian. Nú telur rúmlega helmingur kjósenda, 53%, að hernaðurinn hafi verið óréttlætanlegur en aðeins 38% eru sammála stefnu ríkis- stjórnarinnar gagnvart Írak. Stuðn- ingur við breska Verkamannaflokk- inn hefur minnkað í takt við afstöð- una til stríðsins. Flokkurinn mælist nú með um 35% fylgi. Stuðningur við Frjálslynda demókrata hefur aukist um 6%, mælist nú 28%, og Íhaldsflokkurinn mælist með 30% fylgi. ■ SÁTTUR VIÐ BREYTINGAR Teitur Björn Einarsson, formaður Orators. Formaður Orators um breytingar á kennslu í lagadeild: Kröfurnar enn mjög miklar MENNTUN Lagadeild Háskóla Ís- lands samþykkti á þriðjudag til- lögu um að lækka lágmarkseink- unn í haustannarkúrsum á fyrsta ári úr 7,0 í 6,0. Ef þessi breyting hlýtur náð fyrir augum Háskóla- ráðs mun hún taka gildi strax þannig að þeir sem hófu laganám nú í haust munu einungis þurfa að fá sex til þess að geta haldið áfram námi í deildinni. „Þó svo að þessi viðmið hafi verið lækkuð ber samt að ítreka að lágmarkseinkunn í öllum kúrs- um lagadeildar er 6,0 en í flestum öðrum deildum er lágmarkseink- unn 5,0 eða jafnvel lægri. Það er því ljóst að lagadeild er enn sem áður að gera meiri kröfur til stúdenta en aðrar deildir skól- ans,“ segir Teitur Björn Einars- son, formaður Orators, félags laganema. Teitur segir að breytingin sé að hluta til vegna þróunar á umhverfi lagakennslu á Íslandi þar sem nú sé orðin mikil samkeppni um nemendur, kenn- ara og fjármagn. „Við þessa breytingu verður að líkindum einhver fjölgun á nemendum í deildinni, en vegna breytinga á námi, svo sem að nú er boðið upp á BA-nám og MA-nám, er ég ekki viss um að þessi breyting verði endilega til þess að fólki með embættispróf í lögfræði fjölgi. Ég held að þetta sé í samræmi við þá þróun sem verið hefur; að stefna skuli að fjölgun útskrif- aðra lögfræðinga, þótt ekki sé víst að þeir kjósi allir að starfa sem málflutningsmenn eða í rétt- arkerfinu,“ segir hann. ■ IÐNAÐUR „Aðilar þurfa að ná sam- an um tímasetningar varðandi orkuafhendingu,“ segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsa- vík, um viðræður vegna fyrir- hugaðs álvers Atlantsáls hf. á Húsavík. Þar vísar hann til for- svarsmanna Atlantsáls annars vegar og orkufyrirtækjanna Landsvirkjunar og Þeistareykja ehf. hins vegar. Þeistareykir er hlutafélag sem annast rannsóknir og nýtingu há- hitasvæðisins á samnefndu svæði. Talið er að það fyrirtæki geti af- hent 40 megavött í árslok 2007 eða byrjun árs 2008. Reinhard segir nauðsynlegt að Landsvirkjun komi einnig að orkusölu til álvers- ins. Þar sé horft til Bjarnarflags í Mývatnssveit eða Kröflusvæðis- ins. Nokkur óvissa er um það hvenær Landsvirkjun getur út- vegað orkuna en fyrirtækið mun horfa til þess að tekjur verði farn- ar að koma inn vegna Kára- hnjúkaverkefnisins áður en ráðist verður í þetta verkefni. Meðal þess sem bæjarstjórnin er með til umræðu er það hvar landi verði úthlutað undir álverk- smiðjuna og bætt hafnaraðstaða. Um 100 manns fá vinnu við ál- verksmiðjuna ef af henni verður. Reinhard segir að þegar búið verði að tímasetja orkumálin komi að því að semja um orkuverð og annað sem snýr að rekstri fyr- irhugaðrar álverksmiðju. ■ Frjálslyndir vilja aðskiln- að ríkis og kirkju: Vill þátt- töku Sam- fylkingar STJÓRNMÁL Frjálslyndir munu leggja fram frumvarp um aðskiln- að ríkis og kirkju í þriðja sinn á komandi þingi. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segir að málið hafi verið svæft í nefndum fram að þessu. Hann ætlar að bjóða Samfylkingunni að taka þátt í tillöguflutningnum á komandi þingi en á síðustu þing- um var Árni Steinar Jóhannsson, fyrrum þingmaður VG, meðflutn- ingsmaður frumvarpsins. Guðjón segir málið flókið m.a. vegna meðferðar eigna sem áður voru í eigu kirkjunnar en eru nú í ríkiseign. „Við erum ekki að leggja þetta til í því skyni að veikja trúarlíf í landinu eða kirkj- una. Við viljum hins vegar að trú- félögin í landinu sitji við sama borð. Það er fjölmargt sem þarf að ræða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Arnar. ■ Hermann Drengsson í Fremstuhúsum í Dýrafirði segir að fyrst ríkið geri ekki varnargarð gegn snjóflóðum ofan við bæ hans muni hann sjálfur reisa garðinn. Hann blæs á áætlanir um opinbert eftirlit. DÝRAFJÖRÐUR Fremstuhús eru í Hjarðardal í norðanverðum Dýrafirði gegnt Þingeyri. Snjóflóð féll þar á útihús fyrir níu árum og braut niður hlöðu. Tvö flóð hafa fallið niður undir fjárhúsin eftir það en íbúðarhúsið hefur sloppið hingað til. Atlantsál á Húsavík: Orkumálin vegna álvers tímasett HÚSAVÍK Beðið eftir álveri. Níðingar misnota spjallrásir á Netinu: Microsoft lokar sínum rásum Á SPJALLINU Barnaníðingar hafa í auknum mæli notað spjallarásir Netsins til að finna sér fórnar- lömb. Microsoft vill draga úr þeirri hættu og ætlar að loka fyrir frjálsa notkun spjall- rása frá og með 14. október. EIGNAMIÐLUN EKKI ALMANNA- EIGN Samkeppnisráð segir fast- eignasölunni Garðatorg eigna- miðlun ehf., sem stofnuð var árið 2000, óheimilt að nota orðið eignamiðlun í nafni sínu. Á höf- uðborgarsvæðinu tilheyri nafnið fasteignasölunni Eignamiðlun sem stofnuð var 1957. ■ Samkeppnismál ÍSLANDSBANKI Eigendur Skilvíss ehf. sendu samkeppnisyf- irvöldum kvörtun vegna notkunar bankans á nafninu Skilvís. Íslandsbanki: Má ekki nota orðið Skilvís SAMKEPPNISMÁL Íslandsbanki braut samkeppnislög með því að nota nafnið Skilvís fyrir innheimtu- þjónustu sína. Samkeppnisráð hefur því bannað bankanum að nota nafnið og tekur bannið gildi í lok næsta mánaðar. Ástæða bannsins er sú að sex árum áður en bankinn hóf að nota nafnið Skilvís undir hluta af þjón- ustu sinni hafði verið stofnað einkahlutafélag með sama nafni, eða Skilvís ehf. Það fyrirtæki hef- ur um 14 ára skeið rekið bókhalds- þjónustu og skyldan rekstur en tengist ekki bankanum að neinu leyti. Eigendur Skilvíss ehf. sendu samkeppnisyfirvöldum kvörtun vegna notkunar bankans á heit- inu. Töldu þeir það hafa valdið fyrirtækinu miklu ónæði, þar sem varla liði sá dagur að ekki bærust fyrirspurnir eða athuga- semdir frá fólki sem hefði fengið bréf frá innheimtuþjónustu Ís- landsbanka. Þar sem Skilvís byði upp á víðtækari þjónustu en bara innheimtuþjónustu hefði notkun bankans á heitinu Skilvís haft neikvæð áhrif á orðspor Skilvíss ehf. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.