Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 24
Dýrasti golfvöllurinn á Spáni erValderrama. Völlurinn er við Sotogrande á Suður-Spáni og það tekur rúmlega klukkutíma að aka þangað frá Torremolinos. Erfitt er að lýsa þessum velli, en það segir ýmislegt um hann að Ryder Cup fór þar fram árið 1997. Eins og golfáhugamenn vita er Ryder Cup, sem haldið er annað hvert ár, keppni á milli bestu kylfinga Bandaríkj- anna og Evrópu. Það vita hins vegar færri að keppnin, sem fyrst var haldin árið 1927, hefur alltaf nema einu sinni farið fram annaðhvort í Banda- ríkjunum eða á Bretlandi. Þetta eina skipti var árið 1997. Margir telja völl- inn þann besta á meginlandi Evrópu. Blaðamaður Frétta- blaðsins, sem átti kost á að leika á vellinum í sumar, getur vottað að völl- urinn er ótrúlegur. Undirritaður hefur leikið golf á flottum völlum í Bandaríkjunum, Portúgal og á Spáni. Væntingarnar voru því miklar þegar tíað var upp á fyrsta teig á Valderrama. Það sem á eftir kom var eins og í draumi. Ekki endilega spilamennskan (er með 17 í forgjöf) – heldur upplifunin. Hver einasta hola hefur sinn ein- staka karakter – engin létt par þrjú eða fjögur hola eða stutt par fimm hola. Ekkert er gefið. Ef ég ætti að nefna fallegustu golfholu sem ég hef leikið yrði hola fjögur á Valderrama fyrir valinu. Robert Trent Jones, sem hannaði völlinn, sagði líka: „Þetta er besta par 5 holan mín og að mínu viti líklega besta par 5 holan í allri veröld- inni.“ Vissulega er Valderrama fok- dýr völlur, vallargjaldið er um 25 þúsund krónur. Það er hins vegar í mínum huga auðvelt að réttlæta verðið. Reynslan er eins og ein- hvers staðar segir „priceless.“ Ef það er hægt að leika golf í himna- ríki, þá er það líklega eins og að leika á Valderrama, þó ég efist um að golfbíllinn þar sé með GPS- staðsetningartæki. trausti@frettabladid.is Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Valderrama er ótrúleg upplifun: Eins og í himnaríki ■ Út í heim LANDSLEIKURINN Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI Terra Nova-Sol á Akureyri býður tveggja borga hopp og landsleik Þýskalands og Íslands í beinu flugi frá Akureyri með Air Greenland 9. til 13. októ- ber. Verð: 68.900 kr. á mann í tví- býli. Aukagjald fyrir einbýli 12.000 kr. Innifalið er flug, gist- ing á Copenhagen Square***+ hótel í miðbæ Kaupmannahafnar tvær nætur og gisting tvær næt- ur á hótel Arcadia*** í miðbæ Hamborgar, akstur til og frá flugvelli í Kaupmannahöfn, akst- ur til og frá Kaupmannahöfn til Hamborgar, miði á landsleikinn, íslensk fararstjórn og flugvallar- skattar. Nánari ferðatilhögun á heimasíðu Terra Nova-Sólar. FORFALLASÆTI TIL PORTÚGALS Úrval-Útsýn bjóða nokkur sæti til Portúgals í 7 daga vegna for- falla 30. september. Verðdæmi er 34.327 á mann í tvíbýli í 7 nætur í stúdíó á Brisa Sol. Innifalið er flug, flugvallarskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. 50 golfvellir á Torremolinos: Costa del Golf Torremolinos hefur veriðvinsæll áfangastaður ís- lenskra sóldýrkenda undan- farna áratugi. Það vita hins vegar ekki all- ir að á Costa del Sol er að finna fjöldann allan af golf- völlum. Lík- legast eru tæp- lega 50 golf- vellir á svæð- inu og því ekki að ósekju að oft er talað um Costa del Golf, frekar en Costa del Sol. Þrátt fyrir allan þenn- an fjölda golfvalla býður engin íslensk ferðaskrifstofa upp á sérstakar golfferðir á svæðið. Það breytir því hins vegar ekki að staðurinn er ákjósanlegur áfangastaður fyrir kylfinga, því þar er að finna golfvelli fyrir háforgjafakylfinga jafnt sem hina betri. Þá fljúga Heimsferðir beint til Malaga og því auðvelt að komast á staðinn. Vallargjöldin eru mjög mis- jöfn, allt frá tæplega 2.500 krónum fyrir 18 holur upp í 25 þúsund krónur. Algengt verð er um 3.500 til 5.000 krónur. Sumir vellirnir eru með mis- munandi verð eftir árstímum og er tímabilið frá september fram í desember venjulega dýrasti tíminn. ■ Flamengo Rosa er glæsilegurnýr golfvöllur í fjöllunum fyr- ir ofan Marbella, skammt frá Tor- remolinos. Völlurinn, sem hannaður er af Antonio García Garrido, umlykur og tilheyrir nýju hóteli, sem er án efa eitt hið glæsilegasta á Suður- Spáni. Hótel Villa Padierna er byggt í Toscana-stíl og bleik bygg- ingin vekur athygli allra sem eiga leið framhjá. Flamengo Rosa er mjög falleg- ur par 72 golfvöllur. Vallargjaldið er um 8.000 krónur. Arroyo del Taraje-áin rennur í gegnum svæð- ið og eru hættur vegna vatns því fjölmargar á mörgum holum vall- arins. Völlurinn er einkar vel hirt- ur og flatirnar eru þannig að manni er skapi næst að fara úr skónum áður en maður púttar. Erfiðasta hola vallarins er sú tíunda, 350 metra par 4 hola. Á teignum stendur kylfingurinn frammi fyrir þeirri ákvörðun að leggja annað hvort upp með járn- kylfu um 150 til 170 metra frá pinna eða taka trékylfu og reyna að komast yfir vatn sem klýfur brautina í tvennt. Til þess þarf hins vegar mikla nákvæmni því brautin er mjó. Ein skemmtileg- asta og án efa fallegasta hola vall- arins er hins vegar sú átjánda. Hún er 380 metra löng par 4 hola, þar sem flötin stendur fyrir fram- an glæsilegt hótelið umlukin marmarasúlum. Strax á næsta ári verður nýr 18 holu golfvöllur opnaður á svæðinu og árið 2005 er ráðgert að opna þriðja völlinn. Þá verða þrír 18 holu golfvellir á svæðinu og einn 9 holu æfingavöllur. ■ BLEIKT HÓTEL Hótel Villa Padierna er byggt í Toscana-stíl og bleik byggingin vekur athygli. Flamengo Rosa í Marbella: Geysifallegur vatnavöllur ÁTJÁNDA FLÖTIN Ein skemmtilegasta og án efa fallegasta hola vallarins er hins vegar sú átjánda. Hún er 380 metra löng par 4 hola, þar sem flötin stendur fyrir framan glæsilegt hótelið umlukin marmarasúlum. SÚ FALLEGASTA Fjórða holan er ein allra fallegasta golfhola sem blaðamaður Fréttablaðsins hefur leikið. Robert Trent Jones, sem hannaði völlinn, sagði líka: „Þetta er besta par 5 holan mín og að mínu viti líklega besta par 5 holan í allri veröldinni.“ SAUTJÁNDA HOLAN Í hverjum golfbíl er GPS-staðsetningartæki, þar sem upplýsingar um hverja einustu holu birtast á skjá fyrir framan kylfinginn, m.a. fjarlægð frá pinna, staðsetningar glompa, trjáa og vatna. 6% FJÖLGUN Á MILLI ÁRA Gistinætur á hótelum og gisti- heimilum fyrstu fjóra mánuði ársins voru 245.000 en þær voru 231.000 fyrir sama tíma- bil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þetta er um það bil 6% fjölgun á milli ára. Á þessum fyrsta ársþriðjungi voru gistinætur á höfuðborgar- svæðinu 175.000 en töldust 166.000 árið áður. VIÐ LEIFSSTÖÐ Upplýsingar í síma 421 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.