Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 4
4 25. september 2003 FIMMTUDAGUR Fórstu í sauðfjárréttir? Spurning dagsins í dag: Verður morðingi Önnu Lindh sakfelldur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 86,3% 13,7% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Menntamál ■ Bandaríkin ■ Lögreglufréttir ■ Tímarit Unglingar í Breiðholti sjá ekki fyrir sér að um róist: Einhver verður drepinn á endanum BREIÐHOLT Unglingar búsettir í Seljahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær um líkamsárásir, húsbrot og átök í Efra Breiðholti undanfarna daga lýstu versnandi ástandi með auknum vopnaburði. Strákarnir sögðu að það myndi enda með því að einhver yrði drepinn, hvort sem það yrði fyrir slysni eða af ásetningi. Frá því á laugardagsnótt hefur þrisvar komið til átaka milli innfæddra Ís- lendinga og Íslendinga sem eru af erlendu bergi brotnir. Drengirnir sögðu vopnaburð unglinga fara stöðugt vaxandi og að vopnin væru alltaf að verða öfl- ugri. Slagsmál á milli hópa af ólík- um uppruna væru mjög algeng og væru að aukast ef eitthvað væri. Flestir virtust unglingarnir sam- mála um að þeir myndu hugsa sig um tvisvar áður en þeir myndu ganga einir um hverfið á kvöldin vegna árásarhættu. Vildu þeir meina að ekki skipti máli hvað kvöld vikunnar væri, alltaf væri hættan fyrir hendi. ■ ENGINN STYRKUR Borgarráð synjaði í gær fyrirtækinu Des- form um styrk til reksturs kart- öflugeymslunnar í Ártúnsbrekku. Desform segist nú verða að loka geymslunni og rífa innrétting- arnar upprunalegu. BÍLAKJALLARI VIÐ LAUGAVEG Borgarráð frestaði í gær af- greiðslu máls er snýr að byggingu bílakjallara við Laugaveg 86 til 94, þar sem Stjörnubíó var til húsa. SAMSTARF VIÐ UMFÍ Sjálfstæðis- menn í borgarráði hafa lagt fram tillögu þar sem því er beint til vinnuhóps um þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Grafar- vogi að hópurinn ræði við forystu UMFÍ um hugsanlega aðkomu UMFÍ að miðstöðinni. HEIMILI JAFNAÐ VIÐ JÖRÐU Að sögn vitna eyðilagði ísraelski herinn tvö hús þegar gert var áhlaup á Rafah-flótta- mannabúðirnar. Árás á flóttamannabúðir: Sextán ára piltur féll GAZA-BORG, AP Sextán ára gamall palestínskur drengur féll í skotbar- daga milli vopnaðra Palestínumanna og ísraelskra hersveita í Rafah- flóttamannabúðunum á Gaza- ströndinni. Á annan tug Palestínu- manna særðist í átökunum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á búðirnar með hátt í 20 skriðdreka og jarðýtur til að leita að göngum sem notuð væru til að smygla vopn- um frá Egyptalandi. Nokkrar fjöl- skyldur misstu heimili sín þegar tvö hús voru eyðilögð. ■ Nágranni segir ugg í íbúum: Gengu hratt til verks HÚSBROT Nágranni fjölskyldunnar sem ruðst var inn til á mánudags- kvöld sagði árásina hafa gengið mjög hratt fyrir sig. Hópurinn hafi komist inn í fjölbýlishúsið á fölskum forsendum og þust beint að íbúðinni með berserksgangi. Nágranninn fór fram til að byrja með en þegar hann sá hversu alvarlegt ástandið væri dreif hann sig aftur inn og hringdi á lögregluna. Hann segir árásina og skemmdarverkin aðeins hafa tekið nokkrar mínútur. Eftir það hafi hann farið til að athuga með heimilisfólkið. Þar var fólk í miklu uppnámi og íbúðin algjör- lega í rúst. Hann segir sér vera mjög brugðið og ekki vilja upplifa slíkt aftur. ■ UPPFYLLIR ÁKVÆÐI SAMNINGS Háskólinn í Reykjavík uppfyllir ákvæði rekstrarsamnings síns við stjórnvöld að mati KPMG, sem gerði úttekt á stjórnun skól- ans. Þar kemur fram að rekstur skólans sé í góðu horfi, skipulag fastmótað og skilvirkt. Formlegt gæðakerfi hefur ekki verið tekið upp en það verður væntanlega gert áður en samningurinn við stjórnvöld rennur út. ÁKVÆÐI UPPFYLLT EÐA Í VINNSLU Viðskiptaháskólinn á Bifröst uppfyllir ákvæði rekstrar- samnings við stjórnvöld í öllum meginþáttum að mati IMG Deloitte. Verkefni sem ekki hafa verið uppfyllt eru í vinnslu, þeirra á meðal formlegt gæðakerfi, sjálfsmat og þróun mælikvarða á árangur. Þá hefur skólinn látið Rannsóknarstofnun Kennarahá- skóla Íslands athuga áhrif mikillar fjölgunar nemenda á innra starf. Lítið breytist til batnaðar hjá Impregilo: Þolinmæðin á þrotum ATVINNUMÁL „Við erum orðnir langþreyttir á aðgerðaleysinu hjá forsvarsmönnum Impregilo,“ seg- ir Þorbjörn Guðmundsson, for- maður Samráðsnefndar verka- lýðsfélaganna, um viðbrögð ít- alska verktakans við kröfum fé- laganna. „Við höfum nú um langt skeið gefið þessum mönnum frest eftir frest í þeirri von að eitthvað breytist til batnaðar en nú er þol- inmæðin á þrotum. Verkalýðsfor- ystan vill ekkert frekar en að allt gangi eins smurt við Kárahnjúka og hægt er og það er ekki hægt að segja að við höfum sýnt mikla óþolinmæði. Þvert á móti, hvað eftir annað, sýnum við Impregilo- mönnum mikið svigrúm en þeir virðast ekki hafa áhuga á að not- færa sér það.“ Þorbjörn kveðst einnig afar vonsvikinn með íslensk stjórn- völd. „Miðað við umfang þessa verkefnis og stærð deilunnar sem við stöndum frammi fyrir er ótrú- legt að fyrst núna, mörgum vikum eftir að deilur komu fyrst upp, skuli Vinnumálastofnun loks farin að skoða ásakanir okkar.“ ■ FRÁ KÁRAHNJÚKUM Verkalýðsfélögin hafa fengið nóg af aðgerðaleysi Impregilo. Félagsmálaráðherra: Niðurstaða fyrir helgi ATVINNUMÁL „Það hefur ekkert nýtt komið fram síðustu daga,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráð- herra um þær deilur sem standa yfir vegna kjara- mála starfs- manna Impregilo við Kárahnjúka. „Ég fól Vinnu- málastofnun að kanna málið og n i ð u r s t ö ð u r hennar ættu að liggja fyrir fljót- lega, jafnvel fyr- ir helgina. Fyrr en þær eru komnar er ómögulegt að vera með miklar yfirlýsingar varðandi kjör starfsmanna verk- takans.“ Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingar, hefur lýst því yfir að Árni hljóti að vera hræddur við verktakann ítalska, vegna þess hve lítið ráðherrann hefur haft sig í frammi vegna deilnanna. „Það kemur ekkert á óvart að Össur skuli kalla slíkt. Hann fær sömu svör og aðrir, að málið er í skoðun og fyrr verður ekkert gefið upp.“ ■ ÓKEYPIS BARNABLÖÐ Útgáfa tímaritanna Æskunnar og Smells hyggst hætta sölu blaðanna og dreifa þeim ókeypis samkvæmt erindi félagsins til fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Útgáfan óskar eft- ir því að grunnskólar Hafnar- fjarðar greiði útgáfunni engu að síður áfram sömu upphæð og þeir hafa greitt í áskrift. Ráðið vísaði óskinni til hvers skóla fyrir sig. ÁRNI MAGNÚSSON Niðurstöður úr rannsókn Vinnu- málastofnunar ligg- ja fyrir fljótlega. ■ Borgarmál STJÓRNSÝSLA Fjögur utankjörfund- aratkvæði frá því í alþingiskosn- ingunum í maí fundust í gær í um- slagi á Reykjavíkurflugvelli. „Það var hringt í mig frá Flug- félagi Íslands og mér sagt að þar væri umslag merkt mér,“ seg- ir Guðmundur Jónsson, kosn- i n g a s t j ó r i F r j á l s l y n d a flokksins. Að sögn Guð- nýjar Pálsdóttur í afgreiðslu Flugfélags Ís- lands er algengt að farþegar biðji starfsfólk afgreiðslunnar fyrir ýmsar sendingar sem aðrir eigi að sækja. Svo virðist sem einhver hafi lagt inn umslagið til Guð- mundar í maí. Sendandinn hafi á hinn bóginn ekki gert Guðmundi viðvart. Því hafi málið farið svona. Eftir kosningarnar var kröfu Frjálslynda flokksins um endur- talingu hafnað. Aðeins munaði 13 atkvæðum á oddvita Frjálslyndra í Reykjavík Norður og öðrum manni á lista Framsóknarflokks- ins í kjördæminu, Árna Magnús- syni, sem nú er félagsmálaráð- herra. Guðmundur segir að þar sem aðeins sé um fjögur atkvæði að ræða, sem að auki séu frá fólki með lögheimili í jafn mörgum kjördæmum, breyti þau engu um úrslitin. Þau varpi hins vegar ljósi á hversu gölluð kosningalöggjöfin sé varðandi utankjörfundarat- kvæði: „Fólk þarf sjálft að koma sínu atkvæði til kjörstjórnar og gerir það eftir mismunandi áreiðanleg- um leiðum. Það eru endalausir möguleikar á að atkvæði misfarist eða að þeim sé hreinlega kippt úr umferð af óprúttnu fólki. Þetta er algerlega óviðunandi,“ segir Guð- mundur. Alþingi kemur saman að nýju á miðvikudag. „Er þetta rétta Al- þingið eða eru einhver utankjör- fundaratkvæði uppi á Vatna- jökli?“ spyr kosningastjórinn. Þegar Guðmundur hafði sótt atkvæðin fjögur fór hann sem leið lá í dómsmálaráðuneytið. „Þó þessi atkvæði skipti ekki máli lengur var það borgaraleg skylda mín að koma þeim í hendur ráð- herra,“ segir hann. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra brást vel við hinni óvæntu heimsókn: „Björn ætlaði að kanna hvað gera á við þessa seðla. Líklegast færu þeir í eyðingu enda voru þeir ekki orðnir að eiginlegum atkvæð- um. Þá sagðist hann vilja láta líta betur á kosningalögin og athuga hvernig hægt væri að virkja sýslumannsembættin sem þjón- ustuaðila til að koma slíkum at- kvæðum betur til skila,“ segir Guðmundur. gar@frettabladid.is Týndir kjörseðlar á Reykjavíkurflugvelli Fjögur utankjörfundaratkvæði frá alþingiskosningunum fundust á Reykja- víkurflugvelli í gær. Þau voru í umslagi merktu kosningastjóra Frjálslynda flokksins, sem segir meðferð atkvæða óviðunandi. „Er þetta rétta Alþingið eða eru ein- hver utankjör- fundarat- kvæði uppi á Vatnajökli? GUÐMUNDUR JÓNSSON Kosningastjóri Frjálslynda flokksins náði í gær í fjögur utankjörfundaratkvæði sem lágu í umslagi merktu honum í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Atkvæðin hafa sennilega verið á Reykjavíkurflugvelli síðan fyrir alþingiskosningarnar í maí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HLYNUR, SINDRI, KALLI, HAUKUR OG FREYSTEINN Strákarnir sögðu átök á milli kynþátta vera algeng og að vopnin yrðu allaf hættulegri. FORELDRAR FANGELSAÐIR Bandarísk hjón sem viður- kenndu að hafa logið til um að dóttir þeirra væri með hvítblæði og þáðu fjárframlög og gjafir að verðmæti hundruða þúsunda króna hafa verið dæmd til fang- elsisvistar. Móðir stúlkunnar var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi en faðir hennar í tæpra fimm ára fangelsi. Dóttirin varð fyrir sálrænu áfalli og hefur verið komið í fóstur. BANKARÆNINGINN ÓFUNDINN Bankaræninginn sem framdi vopnað rán í Íslandsbanka í Lóu- hólum fyrir viku er enn ófundinn. Engar nýjar fréttir var að hafa af rannsókninni þegar rætt var við lögreglu í gær. BÍLL VALT INNANBÆJAR Jeppabifreið valt á Hlíðarvegi á Akureyri seinnipartinn í gær. Engin slys urðu á fólki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.