Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 32
32 25. september 2003 FIMMTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli You made your wallpapers green /You want to make love to the scene / Your european son is gone / You’d better say so long / Your clown’s bid you goodbye.“ - Lou Reed tileinkaði fyrrum kennara sínum, skáld- inu Delmore Schwartz, lagið European Son af plöt- unni The Velvet Underground and Nico frá 1967. Textinn var í stysta lagi enda var Schwartz þekktur fyrir fyrirlitningu sína á rokktextum. Popptextinn THE VELVET UNDERGROUND TÓNLIST Þegar Chemical Brothers brutust fram á sjónarsviðið árið 1995 með fyrstu plötu sinni, Exit Planet Dust, gerðu þeir það með látum. Þetta var á þeim tíma sem fólk var enn að átta sig á því að það væri í lagi að skapa nýtt úr gömlu, þ.e. að taka hljóðbúta úr eldri lögum og byggja ný lög utan um þá. Eldri tónlistarunnendum fannst eitthvað bogið við þá til- hugsun að tveir rétt tvítugir piltar frá Manchester í Englandi gætu klifið hátt upp á vinsældal is tana með tónlist sem framleidd var í svefnherbergi ann- ars þeirra, einung- is á tölvur. Einnig þótti sumum fjar- stæðukennt að kalla slíka menn lagahöfunda þar sem tónlistin væri púsluð saman úr höfundaverkum annarra. Yngri kynslóðir gleyptu strax við þessu og þeir sem fylgdust vel með vissu vel hverjir þeir Tom Rowlands og Ed Simons í Chem- ical Brothers voru, löngu áður en fyrsta breiðskífan kom út. Ed og Tom hittust fyrst árið 1989 í skóla. Næsta sumar höfðu þeir lítið fyrir stafni og ákváðu að gera tónlist saman. Þeir nældu sér svo í aukapening með því að þeyta skífum á skemmtistöðum. Þeir komu sér upp litlu hljóðveri, í svefnherbergi Toms að hans eigin sögn, og byrjuðu að fikta með end- urhljóðblandanir. Þeir þóttu hug- myndaríkir og endurhljóðbland- anir þeirra auðkennandi frá öðr- um. Þannig unnu þeir sig snemma upp og voru byrjaðir að endur- hljóðblanda lög fyrir flytjendur á borð við Prodigy, Primal Scream, Method Man og St. Etienne áður en þeir vissu. Hvers konar tónlist er þetta eiginlega?! Fyrst var tónlist sveitarinnar á skjön við allt annað sem var vin- sælt á þeim tíma. Gagnrýnendur áttu erfitt með að átta sig á hvers kyns tónlist þetta væri. Þetta var elektróník án rafhljóðanna. Þetta var rokk án hljóðfæraleikaranna auk þess sem sveitin virtist skipta um stefnu með hverju lagi. Skil- greiningin „Big-beat“ var fljót- lega skálduð upp, en náði þó aldrei festu. „Þegar við gáfum út fyrstu plötuna kallaði fólk þetta trip- hop,“ segir Tom, síðhærði efna- bróðirinn með gleraugun, hlæj- andi. „Það var ekki fyrr en við gáfum út „Dig Your Own Hole“ sem fólk byrjaði að kalla þetta bigbeat. Fyrst reyndi fólk að setja okkur í sama hóp og Massive Attack, Mo’ Wax og Portishead, sem okkur fannst alltaf skrýtið. Við gátum ekki tengt okkur við þessar sveitir. Í dag finnst mér við hafa fundið okkar eigin stíl snemma. Strax á fyrstu plötunni eru lög sem eru allt frá poppi og teknó yfir í fallegt dub. Það er mikilvægt fyrir okkur að gera melódíska tónlist, ekki hvernig fólk skilgreinir tónlistina.“ Nú er upptökutæknin sífellt að breytast, hefur það mikil áhrif á vinnuaðferðir ykkar? “Tæknin er bara eins og verk- færi. Það er ekki enn búið að þróa tækni sem færir manni góðar hugmyndir. Þegar maður sest nið- ur til þess að semja er vinnslu- ferlið kannski auðveldara en sköpunin sjálf er alltaf jafn flók- in. Það er kannski auðveldara að vinna með hljóðið en það erfið- asta við tónlist er að fá hugmynd sem er einhvers virði. Þegar við vorum inni í svefnherbergi með lélegan sampler og viðvan- ingsforritunartæki var þetta svipað og núna með fullkomnustu tölvurnar. Það er auðvelt að gera viðvaningsplötu en enn erfitt að gera góðar plötur. Þetta er mjög jákvætt. Í tækjunum í dag er búið að for-forrita fullt af töktum og svoleiðis. Þannig er auðvelt að búa til eins tónlist og þú heyrðir á klúbbnum kvöldið áður en þá býrðu bara til enn eina klónuðu dansplötuna, og á því þarf heim- urinn ekki að halda. Það er nóg af þeim nú þegar.“ Ég hef það á tilfinningunni að þið þurfið stanslaust að hlusta á tónlist og grafa upp gamla hluti til þess að búa til sándið ykkar. “Þetta er stanslaus leit. Ég hef alltaf haft áhuga á hljóðum og tón- list. Ef ég tek eftir því að Pink Floyd notaði sérstaka tegund hljóðgervils á Dark Side of the Moon fæ ég þá flugu í höfuðið að ég verði að kaupa hann og geri það svo. Svo fikta ég í honum og fatta hvernig eigi að búa til sama hljóð. Síðan les ég mér til um hljóðfæri og finn þau. Stundum heyri ég kannski lag í útvarpinu eða á klúbbi og gref þær plötur upp. Þá þarf maður að finna upp- tökustjórann, hringja í hann og spjalla við hann um þær plötur sem hann hefur gert. Þetta er bara áhugamál mitt, að grafa upp mismunandi hljóð.“ Bræðurnir og vinir þeirra Oft hafa rafsveitir lent í laga- vandræðum eftir að hafa notað hljóðbúta úr lögum án þess að fá leyfi. Tom segir að þeir félagar hafi verið varkárir frá fyrsta degi og sloppið við allt slíkt. „Vandamálið við að vinna svona er að finna fólkið sem gerði lögin. Til dæmis byrjar síð- asta plata, Come With Us, á hljóðsarpi sem var tekið af þrjá- tíu ára gamalli franskri plötu. Svo þegar við fundum manninn sem átti að hafa gert plötuna mundi hann ekkert eftir því að hafa gert hana!“ Þið hafið nú unnið með fullt af frægu fólki, frægasta samstarfið var líklegast í laginu Setting Sun sem þið gerðuð með Noel Gallag- her, haldið þið einhverju sam- bandi við hann? “Jamm, ég spjallaði við Noel um daginn. Þá var hann að vinna í hljóðverinu á sama tíma og við. Hann er mjög góður kall. Maður hittir hann ekkert um hverja helgi en þegar við hittum hann eigum við góðar stundir. Aðrir, eins og Beth Orton eða Tim Burgess úr Charlatans, eru svo vinir okkar. Við höfum unnið með Wayne Coyne úr Flaming Lips og höfum þekkt þá lengi. En það er bara út af vinnunni sem við kynntumst, og það er bara út af vinnunni sem við hringjumst á milli. Ég kann mjög vel við það að vinna með öðrum. Þannig lærir maður. Maður heldur kannski að maður viti heilmikið um tónlist en svo hittir maður ein- hvern annan sem vinnur allt öðru- vísi en maður sjálfur. Þannig opn- ast maður fyrir nýjum heimum.“ Í kringum þann tíma var nú eins og það ríkti platónskt ástar- samband á milli ykkar Noels. „Hmm, það var nú bara plat- ónskt,“ segir hann og hlær hátt og lengi. „Það var talað um að við myndum hjálpa honum við sóló- verkefnið hans en það varð aldrei neitt úr því. Oasis vildu að við endurhljóðblönduðum Helter Skelter með þeim, en okkur lang- aði ekkert til þess að gera það. Það bitnaði svolítið á sambandi okkar.“ Þetta snerist þá allt saman um Bítlana að lokum? “Já, það voru Bítlarnir sem drógu okkur að hvor öðrum og Bítlarnir sem slitu okkur í sund- ur. Við vildum ekki endurhljóð- blanda lagið vegna þess að okk- ur fannst útgáfa Bítlanna vera endanleg. Það væri ekki hægt að gera hana betri, og engu við hana að bæta.“ Á mánudag kom út safnplata sem inniheldur öll vinsælustu lög sveitarinnar í gegnum tíð- ina. Þessa dagana vinna bræð- urnir að nýrri plötu sem þeir vonast til að geta fært á borð snemma á næsta ári. Tom vildi ekkert láta uppi um hverju að- dáendur gætu átt von á. biggi@frettabladid.is „Tæknin er bara verkfæri“ Á mánudaginn síðasta kom út safnplata með þekktustu lögum The Chemical Brothers. Fréttablaðið spjallaði við Tom Rowlands um hvernig sé best að gera nýtt úr gömlu. ■ „Oasis vildu að við endur- hljóðblönd- uðum Helter Skelter með þeim, en okkur langaði ekkert til þess að gera það. Það bitn- aði svolítið á sambandi okkar.“ CHEMICAL BROTHERS Tom, sá síðhærði með gleraugun, viðurkennir að það sé örlítið undarlegt að vera kom- inn á safnplötualdurinn. Hann kynntist samstarfsmanni sínum og efnabróður, Ed Sim- ons, fyrst fyrir 14 árum síðan. Fyrsta plata þeirra kom út fyrir 11 árum. Vinsamlegast setjið inn kortið! Vinsamlegast bíðið! Nú ert þú í djúpum skít! Kortið þitt verður hakkað í smástykki og dreift yfir Kyrrahafið! Það er á svona stundum að maður fattar að maður er búinn með yfirdráttinn!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.