Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 18
Það er ekki laust við að áhuga-menn um miðbæ Reykjavíkur hressist í sinni við að skoða sýningu Aflvaka Reykjavíkur á ýmsum hugmyndum um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbænum sem nú stendur yfir í gamla Verslunar- bankanum að Bankastræti 5. Innan um framkvæmdir sem eru þegar hafnar eru aðrar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um og síðan hugmyndir sem rakið væri að hrinda í framkvæmd. Sumar eru það ódýrar að óhætt væri að ráðast strax í þær. Eins og veitingahús í Hljómskálanum. Þeir sem fylgjast með fólki í miðbænum á góðviðris- degi átta sig fljótt á því að þetta fólk vantar stefnu í göngutúra sína. Á meðan situr það á Austurvelli. Með því að setja upp veitingahús í Hljómskálagarðinum myndi fljót- lega skapast hefð um að ganga meðfram Tjörninni út í Hljóm- skálagarð og síðan eftir hinum bakkanum til baka niður á Austur- völl. Aðrar hugmyndir eru stórtæk- ari – eins og til dæmis 101 Skugga- hverfi og turn og torg við Borgar- tún. En þótt þessar hugmyndir séu stórtækar eru þær vel framkvæm- anlegar. Það er mikil eftirspurn eft- ir íbúðarhúsnæði í og við miðbæ- inn. Eftirspurnin er því næg og þar af leiðandi framkvæmdaaðilar. Það sem hægt hefur á því að svona verkefnum sé hrint í framvæmd er helst seinagangur Reykjavíkur- borgar í skipulagsmálum. En á sýningunni má einnig sjá dæmi um tillögur sem eru vafa- samari. Eins og þá að hífa upp Hressingarskálann og snúa honum til að koma fyrir stærri byggingu við hlið húss Almenna bókafélags- ins. Hressingarskálinn stæði þá eft- ir ásamt húsaþyrpingunni á horni Lækjargötu og Austurstrætis sem leifar af miðbæ sem löngu er horf- inn. Þessi hornhús eru of veigalítil til að kallast á við heillega götu- mynd og stóru húsin til beggja handa myndu láta þau líta út eins og hrófatildur. Á þessu horni er rétt að viðurkenna sigur steinsteypunn- ar og láta timburhúsin hverfa. Þetta horn býður upp á möguleika fyrir glæsilega nýbyggingu sem gæti orðið eins konar tákn Kvosar- innar. Nýbyggingar á þessu horni koma heldur ekki í veg fyrir hug- myndir um göngugötur á milli hús- anna við Lækjargötu og Pósthús- stræti. Þessi sýning Aflvaka leiðir í ljós að það skortir ekki hugmyndir um uppbyggingu miðbæjarins. Þegar þessum hugmyndum er hins vegar safnað saman draga þær fram framkvæmdaleysi borgaryfir- valda. Vandi miðbæjarins er löngu þekktur og margræddur. Vonandi er þessi sýning ekki liður í því að halda umræðunni á hugmyndaplan- inu heldur endalok hennar. Það er kominn tími á framkvæmdir. ■ Hinn 35 ára gamli maður semsat í gæsluvarðhaldi grunað- ur um morðið á Önnu Lindh, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, var lát- inn laus í gærmorgun. Jafnframt skýrðu sænskir fjöl- miðlar frá því að lögreglan hafi handtekið annan aðila sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald vegna þess að „sterkur grun- ur“ beindist að honum. Hinn 35 ára gamli maður sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan á föstudag hefur frá upphafi þver- neitað því að hann tengist ódæðis- verkinu á nokkurn hátt. Samkvæmt sænskum lögum er með tvennum hætti hægt að fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnum sem grunaðir eru um afbrot. Annars vegar getur lögreglan haldið því fram að „nokkur grunur“ beinist að við- komandi og hins vegar er hægt að fara fram á gæsluvarðhald sem byggist á „sterkum grun“. Grun- urinn sem beinist að hinum 35 ára gamla manni var „nokkur grun- ur“, þannig að hámarksgæslu- varðhaldstími án þess að ákveðn- ari vísbendingar komi í ljós er ein vika. Gæsluvarðhald sem byggist á „sterkum grun“ getur að sjálf- sögðu verið lengra. Gæsluvarðhald rennur út á morgun Sú staðreynd að handtöku- heimild og gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir hinum 35 ára gamla manni byggðist á „nokkrum grun“ þykir benda til þess að lögreglan hafi ekki sterkar sannanir gegn honum. Líklegt þykir að lífssýni (DNA) á húfu sem fannst nærri morðstaðnum og fingraför á handriði rúllustiga í NK-verslun- armiðstöðinni tilheyri ekki þess- um manni. Af þeim sökur telur til dæmis sænska dagblaðið Ex- pressen að hinn grunaði hafi verið látinn laus. Fleiri myndir úr eftirlits- myndavélum Innan lögreglunnar ríkir þó mikil bjartsýni um að málið verði leyst, samkvæmt Expressen. Talið er að hið nýja spor sem lög- reglan hefur nú rakið byggist á upplýsingum um að morðvopninu, sem er skeiðahnífur af algengri gerð, hafi verið stolið úr stór- versluninni Pub, sem er í nám- unda við NK, sama dag og morðið var framið. Starfsmenn Pub urðu þess áskynja að skeiðahnífur var horfinn, sem í sjálfu sér kemur stundum fyrir, en að þessu sinni hafði aðeins hnífnum verið stolið, en slíðrin voru skilin eftir. Í versl- uninni Pub eru einnig eftirlits- myndavélar og gera menn nú ráð fyrir að lögreglan hafi fundið þar fleiri og jafnvel skýrari myndir af hinum eftirlýsta manni sem var í gráum hettujakka frá Nike og með bláa derhúfu. Sá maður sem lögreglan hefur nú handtekið hef- ur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald út af „sterkum grun“ svo að líklegt er að fingraför hans hafi fundist á handriði rúllustigans í NK og lífssýni staðfesti að hann var á morðstaðnum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um góðar tillögur til úrbóta í miðbænum. Úti í heimi ■ Annar maður er nú grunaður um morðið á Önnu Lindh en sá sem var handtekinn. 18 25. september 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Á hverju ári eru framleiddirum 30 milljarðar lítra af víni um heiminn. Það jafngildir sex til sjö vínflöskum á ári á hvert mannsbarn um heimsins breiðu byggð. Vínneyzlan er mest í Evr- ópu, og þar er framleiðslan einnig mest. Frakkland, Ítalía og Spánn framleiða meira en helm- inginn af öllu víni heimsins. Þar sér aldrei vín á nokkrum manni, að heitið geti, enda er vín þar haft um hönd á flestum heimilum alla daga ársins. Þetta er segin saga: ölvun og annar ófögnuður af völdum drykkjuskapar standa yfirleitt í öfugu hlutfalli við vínrækt. Drykkjulæti loða á hinn bóginn við lönd, þar sem vín- framleiðsla er lítil eða engin og vín- neyzla er tiltölu- lega lítil. Vínlöndin í Evrópu eru að mestu leyti laus við drykkjuskap, enda þótt skorpulifur sé að vísu algeng þar og ýmsir aðrir líkam- legir fylgikvillar of mikillar vín- neyzlu. Eigi að síð- ur eru Frakkar og Ítalar meðal lang- lífustu þjóða heims: þeir ná 79 ára aldri að jafn- aði, eins og Norðmenn, svo að ekki verður séð, að mikil vínn- eyzla í Frakklandi og á Ítalíu sé bráðdrepandi, öðru nær. Spán- verjar ná 78 ára aldri að jafnaði, eins og Finnar, á móti 77 árum í Danmörku og 80 árum á Íslandi og í Svíþjóð. Breytt landslag Vínneyzla á Íslandi er miklu minni en víðast hvar annars stað- ar í Evrópu. Hér hefur ríkisvald- ið haldið uppi harðsvíraðri einok- un á vínmarkaði, allar götur síð- an áfengisbanni var létt af land- inu með lögum 1935, og ríkið hef- ur selt vín mun dýrara verði en tíðkast í nálægum löndum. Einok- unarverzlunin hér hefur haft sömu afleiðingar og slíkir verzl- unarhættir hafa nær ævinlega: úrvalið er minna en ella væri, gæðin minni og verðið hærra. Stjórnarherrarnir, sem hafa stað- ið vörð um þessa skipan í bráðum sjötíu ár, hafa margir skotið sjálfum sér undan afleiðingum gerða sinna með því að tryggja sér eftir ýmsum leiðum aðgang að víni á kostnaðarverði í gegn- um Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Almenningur má á hinn bóginn búa við það, að borðvín á Íslandi kostar miklu meira en á meginlandinu og einnig mun meira en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Ríkið einokar vínsölu í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð líkt og hér heima, rétt er það, en vínsala er frjáls í Danmörku. Landslag vínsölumálanna hef- ur gerbreytzt í Svíþjóð og Finn- landi síðustu ár, eftir að Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið 1995. Síðan þá er hverjum manni frjálst að hafa með sér nánast eins mikið af víni til einkanota og hann getur borið frá vínlöndun- um á meginlandinu heim til Dan- merkur, Finnlands og Svíþjóðar, alveg eins og öllum er frjálst að flytja vín frá Reykjavík suður í Hafnarfjörð. Til að mæta sam- keppninni hafa einkasölur ríkis- ins í Finnlandi og Svíþjóð lækkað verulega verð á vínum eftir inn- göngu landanna í Evrópusam- bandið og bætt þjónustu sína við neytendur, en Norðmenn og Ís- lendingar sitja ennþá fastir við sinn keip. Þessi gagngeru um- skipti í vínsölumálunum hafa reynzt vera mikil búbót á mörg- um heimilum í Finnlandi og Sví- þjóð: nú er betra og ódýrara vín á borðum þar en áður. Undan innlendu ofríki Sumir virðast halda, að Íslend- ingar hafi tryggt sér allan hugs- anlegan efnahagsávinning af samstarfi Evrópuþjóðanna með því að skrifa undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á sínum tíma. Því fer þó fjarri. Íslendingar fara þvert á móti margs á mis með því að halda sig utan Evrópusambandsins, enda þótt EES-samningurinn hafi óneitanlega komið sér vel. Hér hefur eitt lítið dæmi verið nefnt: þegar við göngum loksins inn í Evrópusambandið, eins og meir- ihluti þjóðarinnar vill skv. ítrek- uðum skoðanakönnunum Gallups og annarra, þá munu heimilin í landinu spara sér mikið fé á því einu að brjótast undan einokun Áfengis- og tóbaksverzlunar rík- isins. Íslendingar munu þá eiga kost á betra og fjölbreyttara borðvíni við miklu lægra verði en þeir neyðast nú til að greiða vegna ríkiseinokunar. Þetta er einmitt eitt höfuð- markmið Evrópusambandsins: að gera aðildarþjóðunum kleift að brjótast undan innlendu ofríki, sem þeim hefur reynzt ókleift að losa sig undan á eigin spýtur. Ekki er þó allt upp talið. Þjóðirn- ar á útjaðri Evrópu í norðri og austri hafa yfirleitt séð sér hag í því að tengjast rótgrónum menn- ingarþjóðum meginlandsins nán- ari böndum til þess að læra af þeim og einnig til þess að fá færi á að láta gott af sér leiða. Við höf- um ýmislegt fram að færa innan Evrópusambandsins, en vín- menning og vínsölumál eru að vísu ekki á þeim lista. ■ ■ Bréf til blaðsins „Nokkur grunur“ og „sterkur grunur“ Endursköpun miðbæjarins ■ Sumir virðast halda, að Ís- lendingar hafi tryggt sér allan hugsanlegan efnahagsávinn- ing af samstarfi Evrópuþjóð- anna með því að skrifa undir samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) á sínum tíma. Því fer þó fjarri. Íslending- ar fara þvert á móti margs á mis með því að halda sig utan Evrópusam- bandsins. VIÐ MORÐSTAÐINN Lögreglan í Stokkhólmi heldur úti vakt við NK-verslunarmiðstöðina, þar sem vegfar- endur geta komið með ábendingar varð- andi morðið á Önnu Lindh. Mér til mikillar gleði las ég umhugulsemi austfirskra kven- félagskvenna sem nú íhuga að setj- ast niður og prjóna hlýjan fatnað handa starfsmönnum Impregilo við Kárahnjúka. Þetta lýsir í hnot- skurn örlæti íslenskra kvenna. Þarna er ekki bara á ferðinni umhyggja fyrir einstökum starfs- mönnum á lágum launum sem varla geta skrapað saman 500 krónum fyrir húfu á kollinn á sér, og þurfa jafnvel sumir að ganga berfættir í skónum eftir því sem segir í Morgunblaðinu á þriðjudag, heldur ekki síður hlýhugur í garð ítalska fyrirtækisins Impregilo sem tekist hefur á hendur stór- framkvæmdir á fjöllum uppi án þess í raun að hafa efni á því. Var ekki einmitt forsætisráð- herrann okkar, Davíð Oddsson, að benda á það í fréttunum á þriðju- dag hversu velvilji almennings í garð fyrirtækja væri mikilvægur? Þar lýsti hann því blátt áfram fallega hvað fyrirtæki geta verið virkilega viðkvæm. Allt hefur þetta rifjað upp fyr- ir mér einhver gæfuríkustu spor sem ég hef stigið, en það var hérna um árið þegar við félags- konurnar í Kvenfélaginu Vorhvöt tókum þátt í fjársöfnun til handa stórfyrirtæki (líka erlendu) hér á suðvesturhorninu sem þá átti í umtalsverðum kröggum. Hver veit nema við Vorhvatarkonur förum nú aftur á stúfana og söfn- um einhverjum krónum handa Impregilo. Ekki virðist af veita. Komi til þess, sem vonandi verð- ur, mun það ekki fara hátt því Vor- hvöt hefur ætíð leitast við að vinna sín góðverk í kyrrþey – en væntanlega verða undirtektir landsmanna jafngóðar og síðast. ■ Af örlæti Ingibjörg Helgadóttir, aðalritari Vorhvatar Reykjavík, skrifar: ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Ísland og Evrópu- sambandið. Um daginnog veginn Vínlönd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.