Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 30
30 25. september 2003 FIMMTUDAGUR PIERLUIGI COLLINA Ítalski knattspyrnudómarinn Pierluigi Coll- ina heldur hér á eintaki af bók sinni „The Rules of the Game“ sem kom út fyrir stuttu. Collina er einn besti dómari heims. Fótbolti FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur hækkað um átta sæti milli mánaða á styrk- leikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 48. sæti og hefur hækkað um tíu sæti frá því í desember 2002. Liðið hefur klifið hratt upp listann frá því að Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson tóku við liðinu en á tímabili var það í 70. sæti. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans, Frakkar eru í öðru og Spánverjar í því þriðja. Bandaríkjamenn eru dottnir út af topp tíu listanum og sitja nú í ell- efta sæti. Bólivía og Líbanon eru há- stökkvarar mánaðarins, stökkva upp um tuttugu sæti, en Írakar eiga stærsta fallið, fara niður um þrettán sæti. Þjóðverjar, sem leika með Ís- lendingum í undankeppni Evr- ópumótsins, eru í níunda sæti, Skotar eru í því 53., Litháar í 91. sæti og Færeyingar í því 124. ■ FH-ingar hungraðir í titil FÓTBOLTI „Ég tel möguleika liðanna jafna. Þau fengu jafn mörg stig í deildinni og báðir leikir liðanna í sumar enduðu með jafntefli,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálf- ari FH, um bikarúrslitaleikinn gegn ÍA á sunnudag. Ólafur á von á því að liðin leiki af varfærni í byrjun. „Það er oft í mikilvægum leikjum að menn liggja svolítið til baka og þora ekki miklu til að byrja með.“ Á laugardag mætast félög með ólíka sögu í bikarkeppninni. FH leikur til úrslita í þriðja sinn en Skagamenn í átjánda sinn. „Við erum að spila við stórveldi í fót- boltanum sem er búið að vinna allt – mörgum sinnum,“ sagði Ólafur. „Við höfum aldrei unnið neitt. Þeir hafa hefðina með sér en við höfum hungrið með okkur. Í undirbúningnum mun ég gera út á löngunina og hungrið í að vinna titil.“ Heimir Guðjónsson varð bik- armeistari með KR árin 1994 og 1995 og hann og Freyr Bjarnason voru varamenn þegar ÍA lék gegn KR árið 1999. Aðrir leikmenn FH hafa ekki tekið þátt í úrslitaleik. Ólafur Jóhannesson þjálfaði FH árið 1992 þegar félagið lék til úr- slita við Val um bikarmeistaratit- ilinn. „Við lékum tvo leiki þá og ég tel mig hafa lært eitthvað á því, þó það sé langt síðan,“ sagði Ólafur. FH-ingum var ekki spáð góðu gengi í sumar en þeir enduðu í 2. sæti Landsbankadeildarinnar og leika til úrslita í Visa-bikar- keppninni. „Ég átti ekki von á þessu en þegar ég var kominn með fullmótað lið sá ég að við átt- um möguleika á að vera í efri hluta deildarinnar. En mig óraði ekki fyrir því að enda þremur stigum á eftir meisturunum,“ sagði Ólafur. FH-ingar fara í Borgarnes á föstudag og búa sig undir leikinn. „Við höfum ekki búið okkur undir alla leiki eins. Það hefur bara far- ið fram eftir hentugleikum. Það er oft betra að vera saman þegar stressið gerir vart við sig, ég veit ekkert af hverju en einhvern veg- inn líður manni betur.“ Stuðningsmenn FH bíða úr- slitaleiksins með eftirvæntingu. „Ég hvet þá til að fjölmenn á leik- inn,“ segir Ólafur. „Þeir hafa sett skemmtilegan svip á sumarið okkar og ég vona að þeir geri það í síðasta leik okkar. Þeir hafa stutt okkur hvernig sem gengur og ég vona að þeir haldi því áfram.“ ■ FÓTBOLTI Brasilíski knattspyrnu- kappinn Rivaldo, sem er samn- ingsbundinn AC Milan, segist gjarnan vilja ganga til liðs við Real Madrid enda hefur hann ekki verið í náðinni hjá Carlo Ance- lotti, knattspyrnustjóra ítalska liðsins. Rivaldo þarf þó að bíða og sjá hvort af kaupunum verði. „Ef Milan samþykkir að ég fari og ef liðin ná samningum sín á milli vildi ég gjarnan fara til Madrid- ar,“ sagði Rivaldo í samtali við spænska blaðið As. „Madrid er eitt besta félagslið heims.“ Brasilíski landsliðsmaðurinn lýsti því nýlega yfir að hann væri ósáttur með að þurfa að verma varamannabekkinn hjá Milan. Hann segist þó vilja standa fyrir sínu hjá ítalska liðinu. „Ég yrði afar stoltur ef ég færi til Madridar. Ég vil samt koma því á hreint að ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Milan og virði þann samning til fullnustu,“ sagði hinn 31 árs gamli framherji. Vangaveltur um hvort Rivaldo væri á leið til Madridar kviknuðu eftir að landi hans Ronaldo sagð- ist hafa rætt við Florentino Perez, forseta spænska liðsins, um möguleg kaup á leikmanninum. ■ Styrkleikalisti FIFA: Ísland upp um átta sæti ÚR LEIKNUM VIÐ ÞJÓÐVERJA Íslenska landsliðið hefur hækkað um átta sæti á styrkleikalista FIFA. Liðið mætir Þjóðverjum þann 11. október. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, telur möguleika liðanna jafna í úrslita- leik VISA-bikarsins á laugardag. FH leikur til úrslita í fyrsta sinn í ellefu ár. Aðeins tveir leikmanna liðsins hafa áður tekið þátt í úrslitaleik. ÓLAFUR JÓHANNESSON Ólafur Jóhannesson stýrði sínum mönnum til sigurs gegn KR í undanúrslitum. Hann þjálfaði FH árið 1992 þegar félagið lék síðast til úrslita í bikarkeppni. Leikmannamál AC Milan: Rivaldo til Real Madrid? RIVALDO Rivaldo kom til AC Milan fyrir tímabilið í fyrra. Hann tók þátt í 22 leikjum en hefur ekki náð að festa sig í sessi. Möguleikar hans á sæti í byrjunarliðinu minnkuðu til muna þegar Milan samdi við hinn brasil- íska Kaka. hvað?hvar?hvenær? 22 23 24 25 26 27 28 SEPTEMBER Fimmtudagur  16.45 Handboltakvöld á RÚV. Þátt- ur um leiki í RE/MAX-deildunum í hand- bolta.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  20.00 HK og Haukar keppa í íþróttahúsinu í Digranesi í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  20.00 US PGA Tour 2003 á Sýn.  20.15 ÍS og Ármann/Þróttur leika í íþróttahúsi Kennaraháskólans á Reykja- víkurmóti karla í körfubolta.  20.30 Valur mætir Fjölni leika í Valsheimilinu á Reykjavíkurmóti karla í körfubolta.  21.00 European PGA Tour 2003 Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.  22.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis. FH í bikarkeppninni: Í þriðja sinn í úrslitum FÓTBOLTI FH hefur tvisvar sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei unnið. FH tapaði fyrir ÍBV árið 1972 og fyrir Val 1991. FH og Valur þurftu að eigast við í tvígang þar sem jafn- tefli varð úr fyrri viðureigninni. Jónas Grani Garð- arsson hefur skorað sex af níu mörkum FH í bikarkeppninni: Þrjú á móti Hetti, eitt á móti Þrótti og tvö á móti KR. ■ LEIÐ FH Í ÚRSLIT: Höttur - FH 0-3 FH - Þróttur 2-1 FH - Valur 1-0 FH - KR 3-2 ÚRSLITALEIKIR FH Í BIKARKEPPNI KSÍ 1972 ÍBV - FH 2-0 1991 Valur - FH 1-1 1991 Valur - FH 1-0 JÓNAS GRANI Foreldrar - Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.