Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 25. september 2003 MARTTI AHTISAARI Stýrir nefnd sem rannsakar sprengjutilræðið á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad 19. ágúst. Samtök starfsmanna Sameinuðu þjóðanna efast um að rannsókn undir stjórn Ahtisaaris geti talist óháð þar sem Kofi Annan hafi skipað han til verksins. Tilræðið gegn Samein- uðu þjóðunum í Bagdad: Ahtisaari stýrir óháðri rannsókn SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur beðið Martti Aht- isaari, fyrrum Finnlandsforseta, að veita forstöðu óháðri nefnd sem ætlað er að rannsaka öryggi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í Bagdad fyrir sjálfs- morðsárásina 19. ágúst síðastlið- inn. Alls létust 22 og yfir 160 særðust. Fred Eckhard, talsmað- ur Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti þetta örfáum klukkustundum eft- ir að önnur sprengjuárásin á rétt- um mánuði var gerð á höfuðstöðv- ar samtakanna í Bagdad. Íraskur öryggisvörður lést ásamt hryðju- verkamanninum og 19 slösuðust. Rúmlega 5.000 manns eru á vegum Sameinuðu þjóðanna um allan heim. Samtök þeirra höfðu krafist ítarlegrar og óháðrar rannsóknar á sprengjutilræðinu í Bagdad 19. ágúst. Starfsmanna- samtökin fagna tilnefningu Aht- isaaris en draga í efa að rannsókn undir hans stjórn geti talist óháð þar sem Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri samtakanna, hafi valið hann til starfans. ■ SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við viljum sjá frumvarp á þingi fljótlega,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um þá ívilnun sem stjórnarflokk- arnir hafa boðað að komi í hlut út- gerða línubáta á dagróðrum. „Það er einhugur meðal allra svæðisfélaganna um að hvika hvergi frá kröfunni um að línu- ívilnun komi til framkvæmda í haust,“ segir Örn. Hagsmunafélög útgerðar- manna og sjómanna stærri skipa hafa hvert af öðru mótmælt línu- ívilnuninni þar sem slíkt fyrir- komulag muni skerða kvóta ann- arra. Örn var spurður hvort hann hefði ekki skilning á þeim sjónar- miðum. „Ég hef ekki samúð með sjón- armiðum stórútgerðarinnar eins og þeir setja málið fram. Sífellt er klifað á því sama, að þetta sé frá öðrum tekið. Þannig höfum við aldrei rekið málið og greini- legt er að sjávarútvegsráðherra ætlar að fylgja þeim sjónarmið- um okkar að litið verði á þetta sem viðbót sem skerði ekki afla- heimildir annarra. Það staðfesti hann með úthlutun kvótans 1. september. Ráðherrann vissi af loforði um línuívilnun í haust. Sé tekið mið af þorskafla dagróðra- báta á línu fiskveiðiárið 2001/2002 erum við ekki að tala um meira en fjögur þúsund tonn, sem væri innan við tvö prósent fram úr útgefnum veiðiheimild- um. Varla er ástæða fyrir stórút- gerðarmenn að vera með þennan ofstopa út af því. Þeir ættu held- ur að stýra samþykktu máli inn á okkar braut, þetta er ekki tekið frá neinum,“ segir Örn. ■ Árborg: Einkadans bannaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélagið Árborg hefur nú bæst í röð þeirra sveitarfélaga vítt og breitt um landið sem leggja bann við því að boðið sé upp á einkadans á nektar- dansstöðum sem starfa innan bæjarmarkanna. Í glænýrri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Árborg segir í 32. grein: „Þar sem heimilt er að sýna nektardans á skemmtistað (nektardansstað), skal tryggt að sýningin fari fram í rúmgóðu húsnæði og er sýnendum óheim- ilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar eru óheimilar.“ ■ ÖRN PÁLSSON Segir að sjávarútvegsráðherra ætli greini- lega að fylgja sjónarmiðum smábáta- manna. Landssamtök smábátamanna krefjast línuívilnunar strax: Ástæðulaus ofstopi stórútgerðarmanna Úrval-Útsýn: Nafn notað í leyfisleysi SAMKEPPNISRÁÐ Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn braut gegn lögum þegar hún auglýsti hópferðir bænda til útlanda undir heitinu bændaferðir. Ferðir sínar auglýsti ferðaskrifstofan hvort tveggja sem bændaferðir og undir heitinu Úrvalsbændaferðir. Samkeppnis- ráði þykir sýnt að sú orðanotkun hafi verið til þess fallin að valda misskilningi og vega að hagsmun- um Agnars Guðnasonar og ferða- skrifstofunnar Bændaferða sem staðið hafa fyrir bændaferðum frá árinu 1966. Stjórnendur Úrvals-Útsýnar sögðu orðið bændaferðir algengt og því væri þeim óhætt að nota það. Þar sem orðsins er ekki getið í orðabókum hafnaði Samkeppnis- ráð þeirri skýringu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.