Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 31
31FIMMTUDAGUR 25. september 2003
FÓTBOLTI Sex leikmenn Arsenal og
tveir leikmenn Manchester
United hafa verið kærðir af Enska
knattspyrnusambandinu, FA, eftir
uppþot sem varð í leik liðanna á
Old Trafford um síðustu helgi.
Leikmennirnir sem um ræðir
eru Patrick Vieira, Martin Keown,
Ashley Cole, Lauren, Ray Parlour
og Jens Lehmann úr Arsenal og
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo
úr Manchester United. Sakborn-
ingar hafa fjórtán daga til að
áfrýja kærunni.
Allir leikmennirnir eru kærðir
fyrir að bjóða andstæðingum
birginn en þrír leikmanna Arsenal
eru einnig kærðir fyrir að beita
ofbeldi. Lauren fyrir að hafa
sparkað í átt að Quinton Fortune
og ýtt Ruud van Nistelrooy,
Keown fyrir að slá van Nistelrooy
í höfuðið þegar flautað var til
leiksloka og Parlour fyrir að rífa í
Gary Neville. Patrick Vieira er
einnig kærður fyrir að neita að yf-
irgefa völlinn eftir að hann fékk
að sjá rauða spjaldið og fyrir að
veitast að van Nistelrooy þegar
leikmenn gengu til búningsher-
bergja.
Leikmennirnir gætu átt yfir
höfði sér leikbönn og þykir líklegt
að Lauren fái það lengsta. ■
Enska knattspyrnan:
148 leikir í
skammar-
króknum
FÓTBOLTI Leikmenn Arsenal hafa
misst af samtals 148 leikjum
vegna leikbanna frá því Arsene
Wenger tók við þjálfun liðsins í
lok september 1996. Leikmenn
liðsins hafa verið reknir af velli
52 sinnum á þessum tíma.
Patrick Viera hefur níu sinn-
um verið rekinn af velli, átta
sinnum í deildarleik og einu
sinni í deildabikarleik. Martin
Keown hefur fimm sinnum verið
rekinn af velli, alltaf í deildar-
leik, en Gilles Grimandi, Ray
Parlour og Emmanuel Petit hafa
fjórum sinnum verið sendir af
velli. ■
TONY ADAMS
Er í námi sem stendur. Kjörið tækifæri
fyrir hann til að komast aftur í fótboltann.
Tony Adams:
Orðaður
við Reading
FÓTBOLTI Tony Adams, fyrrum fyr-
irliði Arsenal, gæti verið á leið aft-
ur í ensku knattspyrnuna sem nýr
knattspyrnustjóri Reading. Adams
er nefndur sem hugsanlegur arf-
taki Alans Pardews sem fór til
West Ham. Fyrirliðinn fyrrverandi
hefur ekki komið nálægt atvinnu-
knattspyrnu síðan í maí á síðasta
ári þegar hann lagði skóna á hill-
una eftir að hafa leitt Arsenal til
sigurs í deildinni og í bikarkeppn-
inni.
Stjórn Reading er sögð vera
hrifin af þeirri reynslu sem Adams
hefur innan vallar en á móti kemur
að hann hefur litla reynslu sem
knattspyrnuþjálfari.
Steve Cotterill og Steve Coppell
eru einnig sagðir inni í myndinni
sem nýir knattspyrnustjórar. ■
OLE GUNNAR SOLSKJÆR
Hefur staðið sig vel með United það sem
af er tímabilinu.
Ole Gunnar Solskjær:
Leikur
ekki næstu
mánuði
FÓTBOLTI Ole Gunnar Solskjær get-
ur ekki leikið með Manchester
United fyrr en eftir þrjá mánuði
þar sem hann þarf að jafna sig
eftir aðgerð á hné sem hann
gekkst undir í gær.
„Á síðasta tímabili ákváðum
við að drífa í aðgerðum ef mögu-
leiki væri á,“ sagði Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóri United, en
Solskjær verður líklega klár í
slaginn um jól. „Þetta er áfall fyr-
ir okkur en ég tel mig hafa nægi-
lega sterkan leikmannahóp,“
bætti Ferguson við.
Solskjær hefur átt við meiðsli
að stríða á hné síðan á undirbún-
ingstímabilinu. Það hefur samt
ekki komið í veg fyrir að hann
hafi blómstrað það sem af er tíma-
bilinu.
Sjúkralisti United lengist þar
með en fyrir eru Paul Scholes,
Brasilíumaðurinn Kleberson og
Wes Brown. ■
Manchester United og Arsenal:
Átta leikmenn
kærðir
LÆTI
Átta leikmenn voru kærðir eftir uppþotið
um síðustu helgi. Arsenal fékk einnig
kæru fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönn-
um sínum.
RAUTT SPJALD
Leikmenn Arsenal hafa fengið 52 rauð
spjöld í valdatíð Arsene Wenger.