Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 6
6 25. september 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77,01 -0,26% Sterlingspund 127,5 -0,30% Dönsk króna 11,89 -0,39% Evra 88,34 -0,39% Gengisvístala krónu 125,76 0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 427 Velta 6.378 milljónir ICEX-15 1.799 -0,33% Mestu viðskiptin Sjóvá-Alm. tryggingar hf. 379.976.939 Íslandsbanki hf. 161.338.583 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 153.587.682 Eimskipafélag Íslands hf. 140.992.891 Pharmaco hf. 97.005.498 Mesta hækkun AFL fjárfestingarfélag hf. 3,39% Líf hf. 2,08% Marel hf. 1,92% Flugleiðir hf. 1,89% Kögun hf. 1,24% Mesta lækkun Hampiðjan hf. -5,45% Samherji hf. -5,32% Landsbanki Íslands hf. -2,83% Síldarvinnslan hf. -2,38% Eimskipafélag Íslands hf. -1,39% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.464,2 -1,2% Nsdaq* 1.863,8 -2,0% FTSE 4.236,4 0,3% DAX 3.316,6 -2,8% NK50 1.336,8 -0,0% S&P* 1.013,4 -1,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hversu miklar bætur eiga tyrkneskstjórnvöld að greiða Sophiu Hansen? 2Í hvaða jökli varð vart við skjálftahr-inu á mánudagskvöld? 3Hvað heitir stjórnarformaðurknattspyrnufélagsins Arsenal? Svörin eru á bls. 38 VIÐSKIPTI Einar Gautur Stein- grímsson, tilsjónarmaður Kaupfé- lags Árnesinga (KÁ), segist ekki vera farinn að skoða nákvæmlega ýmsar fjárfestingar KÁ í öðrum félögum. Það verði eitt af síðustu verkum hans áður en beðið verði um nauðasamning að fara ofan í slík fortíðarmál: „En ég get sagt að mér þykja ákvarðanir um fjárfestingar hafa verið misvitrar. Að mínu viti var veitt fé í mörg fyrirtæki af fyrir- hyggjuleysi,“ segir hann. Einar segir það vera vilja veð- hafa í Hótel Selfossi að rekstur hótelsins stöðvist ekki. Það var dótturfélag KÁ, Brú ehf., sem rak Hótel Selfoss. Skuld- ir félagsins nema um einum millj- arði króna. Það er í gjaldþrota- skiptum. Að sögn Einars lýstu for- svarsmenn Brúar og þeir kröfu- hafar sem eiga veð í hótelbygg- ingunni að kaupfélagið mætti vera leigulaust í hótelinu að minnsta kosti til 1. desember: „Það eina sem menn eru ákveðnir í er að koma í veg fyrir þann skaða sem verður ef rekstur hótelsins stöðvast. Síðan ræðst það af því hver kaupir hvert fram- haldið verður,“ segir tilsjónar- maðurinn. ■ Mötuneytisfólk lagði forstjóra Þrír ríkisforstjórar sömdu við Síam um rekstur mötuneytis. Riftu 10 dögum seinna og efndu til útboðs. Ríkið dæmt til að greiða bætur. Krafan var 7,4 milljónir en bæturnar 360 þúsund krónur RÍKISFYRIRTÆKI Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Rekstr- arfélagið Borgartúni 21 til að greiða bætur til fólks sem tekið hafði að sér að reka mötuneyti fyrir félagið samkvæmt samn- ingi. Síam stefndi Rekstrarfélaginu Borgartúni 21 til skaðabóta vegna þess að örfáum dögum eftir að R e k s t a r f é l a g i ð gerði samning við Síam um rekst- ur mötuneytis var honum rift. Skýringin var sú að bjóða hefði átt út rekstur mötuneytisins í stað þess að semja beint. Síam hætti rekstri mötuneytisins um mán- aðamótin maí-júní 2001 eftir að- eins tveggja mánaða rekstur. Upphaf málsins er það að í mars 2001 komu forsvarsmenn Rekstrarfélagsins að máli við eig- endur Síams og óskuðu eftir að þeir tækju að sér rekstur mötu- neytisins en báðir eigendur Síams höfðu áður starfað í mötuneytinu. Fjöldi ríkisfyrirtækja á aðild að mötuneytinu. Þar má nefna Íbúða- lánasjóð, Ríkissáttasemjara, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Barnaverndarstofu, Löggildingar- stofu, Yfirskattanefnd og Fast- eignamat ríkisins. Á umræddum tíma komu fram fyrir hönd Rekstrarfélagsins forstjórarnir Guðmundur Bjarnason frá Íbúða- lánasjóði, Gylfi Gautur Pétursson, þáverandi forstjóri Löggildingar- stofu, og Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins. Í byrjun apríl 2001 var málið tekið fyrir á aðalfundi rekstrarfélags- ins og samþykkt að ganga til samninga við Síam ehf. um rekst- ur mötuneytisins. Meðal annars var samið um að fólkið fengi 180 þúsund krónur á mánuði í við- verukostnað. Fram kom í máls- skjölum að Steingrímur Ari Ara- son, fyrrum starfsmaður Einka- væðingarnefndar, lét bóka mót- mæli og taldi að reksturinn ætti að fara í útboð. Stjórn félagsins ákvað í framhaldinu að kanna málið nánar. Rætt var við Ríkis- kaup og fulltrúa fjármálaráðu- neytisins og niðurstaðan varð sú að mötuneytið ætti að fara í útboð. Síamsfólki var kynnt þessi breytta afstaða með bréfi 30. apr- íl þar sem Rekstrarfélagið sagði upp nýgerðum verksamningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Síam stefndi Rekstrarfélaginu til greiðslu bóta vegna samnings- rofanna og krafðist 7,4 milljóna króna í bætur þar sem aðstand- endur félagsins hefðu talið að um viðskiptasamband hefði verið að ræða til lengri tíma. Þá er þess getið að málið hafi haft mikla röskun í för með sér og þess er getið að Síamsfólk hafi borið virð- ingu fyrir forstjórunum þremur og treyst þeim. Krafan var reikn- uð út frá 15 mánaða tekjutapi. Héraðsdómur féllst ekki á þær bætur en gerði Rekstrarfélaginu að greiða 360 þúsund krónur vegna tveggja mánaða viðveru. rt@frettabladid.is ARIEL SHARON Hæstiréttur í Belgíu hefur vísað frá stríðs- glæpamáli sem höfðað var á hendur ísra- elska forsætisráðherranum. Hæstiréttur í Belgíu: Málum vísað frá BELGÍA Hæstiréttur í Belgíu hefur vísað frá stríðsglæpamálum sem höfðuð voru á hendur George W. Bush Bandaríkjaforseta, Colin Powell utanríkisráðherra og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael. Mennirnir voru ákærðir á grundvelli belgískra laga sem heimiluðu málsóknir á hendur er- lendum ríkisborgurum vegna stríðsglæpa. Í kjölfar breytinga sem gerðar voru á lögunum í júlí komst hæstiréttur að þeirri nið- urstöðu að ekki væri lengur heimilt að sækja Bush, Powell og Sharon til saka. Ákærurnar á hendur Bush og Powell tengdust Persaflóastríð- inu en Sharon var sóttur til saka fyrir árásir á Palestínumenn í Líbanon árið 1982. ■ Veðrið Alla daga Alltaf! Nánari uppl‡singar á og www.raf.is og www.siminn.is/vefnamskeid flar sem skráning fer fram. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 3 1 8 Í haust efnir Síminn me› styrk frá Starfsmenntará›i til vefnámskei›s í tilraunaskyni fyrir almenning um fjarskiptatækni. Markmi›i› er a› efla flekkingu og skilning almennings á flessu svi›i. Námskei›i› ver›ur í flremur hlutum og endurteki› flrisvar sinnum, 1. okt. - 1. nóv, 15. okt. - 15. nóv. og 1. nóv - 1. des.: 1. Frá Bell til framtí›ar – sími og gagnaflutningar 2. Í skammstafanaskógi farsímanna 3. Undraheimur sjónvarpsins Námskei›in n‡tast notendum síma, sjónvarps, Internets og brei›bands, jafnt starfsmönnum fyrirtækja sem einstaklingum. Námskei›unum er ætla› a› opna augu flátttakenda fyrir fjölbreyttari og notkun á fleim tækjum sem til eru á flestum heimilum, skólum og fyrirtækjum. Ver›: 1.500 kr. á hvern notanda. Vefnámum fjarskiptatæknina HÓTEL SELFOSS Rekstri Hótels Selfoss verður haldið áfram eftir sameiginlega ákvörðun veðhafa í hótelinu og Kaupfélags Árnesinga, sem fær að vera frítt í húsinu til 1. desember a.m.k. BORGARTÚN 21 Ríkisforstjórar léku stærstu hlutverkin í mötuneytismálinu sem lyktaði með því að fyrirtæki þeirra voru dæmd til að greiða bætur. ■ Steingrímur Ari Arason, fyrrum starfsmaður Einkavæðingar- nefndar, lét bóka mótmæli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Tilsjónarmaður Kaupfélags Árnesinga: Fé veitt í fyrirtæki af fyrirhyggjuleysi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.