Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 22
tíska o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
■ Klassísk hönnun
Uppáhaldsskórnir mínir eru svörtstígvél sem ég keypti í 38 þrepum
fyrir um hálfu ári,“ segir Esther Talía
Casey söngkona, sem meðal annars
syngur í Grease og sem gestasöngvari
á nýrri plötu Bang Gang. „Stígvélin
eru há og með reimum aftan á. Táin er
svo oddmjó að ég gæti drepið mann
með henni, að minnsta kosti er það oft
sagt við mig.“ Esther segir að hún hafi
fallið fyrir öllu við stígvélin, hæð-
inni, tánni og ekki síst reimunum.
Hún hefur hins vegar ekki getað
notað þau mikið því annar hællinn
brotnaði stuttu eftir að hún keypti
stígvélin. „Mér tókst loks að finna
skósmið sem gat gert við þau og nú
eru þau komin í
gagnið aft-
ur eftir
gott sum-
arfrí.“
„Ég á líka æðislega skó sem ég
keypti á Strikinu í Kaupmannahöfn um
síðustu páska. Þeir eru úr svörtu
rúskinni með marglitum perlum á
tánum. Ég var í þeim þegar ég út-
skrifaðist í maí en þeir eru svo fínir að
síðan þá hafa þeir verið
geymdir í kassa
inni í skáp,“
segir Esther,
sem geymir
þessa spari-
skó fyrir
s é r s t ö k
tækifæri .
■
Uppáhaldsskórnir:
Hægt að
drepa mann
með tánni
ESTHER
TALÍA CASEY
Með æðislegu
rúskinnsskóna
sem hún keypti
á Strikinu.
CHANEL-DRAGT
Þessi svarta glæsidragt
var hönnuð af Coco
Chanel (1883-1971)
árið 1956. Hún var í
eigu Jacqueline Kenn-
edy – síðar Onassis,
sem var einn helsti að-
dáandi Chanel og gerði
dragtirnar hennar vin-
sælar um heim allan.
Chanel varð þekkt fyrir
einfalda hönnun, dragtirnar hennar voru
bylting: glæsilegar og þægilegar í senn.
Enn í dag eru framleiddar Chanel-dragtir –
verðið á þeim mun vera nálægt hálfri
milljón íslenskra króna. Það er í takt við
bjargfasta sannfæringu Coco Chanel sem
trúði því að aðeins ef varan hennar væri
ógnardýr yrði hún metin að verðleikum.
KRINGLAN
Áhugafólk um tísku ætti að skunda í
Kringluna, þar standa yfir tískudagar.
Kringlan:
Tískudög-
um lýkur
Tískudögum sem staðið hafayfir í Kringlunni síðan 17.
september lýkur á sunnudag-
inn. „Við erum að kynna það
gríðarlega úrval af tískubúðum
sem við erum með hér í Kringl-
unni,“ segir Ívar Sigurjónsson,
markaðsstjóri Kringlunnar. „Á
göngum Kringlunnar er búið að
stilla upp 100 gínum sem sýna
vel tískuna í haust og í vetur.“
Í tengslum við tískudagana
hefur verið efnt til lauflétts leiks
þar sem ferðavinningur til París-
ar í boði Flugleiða er í vinning.
París er náttúrulega háborg
tískunnar þannig að það er til
mikils að vinna fyrir tískuá-
hugafólk. ■
tíska
gæði
betra verð
www.hm.is