Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 25. september 2003 Ég ætla að mæta tímanlega ívinnu og vera mættur fyrir klukkan hálfníu. Ég reikna með að fara hjólandi og verð að allt fram að kvöldmat,“ segir Arnar Páll Hauksson fréttamaður, sem í dag fagnar fertugasta og níunda af- mælisdegi sínum. Hann reiknar með að þrátt fyr- ir að hann verði að heiman lung- ann úr deginum verði vel tekið á móti honum þegar vaktinni hjá Ríkisútvarpinu lýkur. „Mér var falið að bjóða nánustu ættmennum í mat en var ekki farinn að gefa mér tíma til að hringja, þeir vita það þá nú að þeirra er vænst í mat í kvöld,“ segir hann og nefnir um leið að fjölskyldan sé bara orðin nokkuð stór því nýlega hafi bæst við eitt barnabarnið til viðbótar. „Ég er aðeins 49 ára en á þegar fjögur barnabörn. Það nýjasta er drengur sem fæddist í Kaup- mannahöfn fyrir skemmstu en ég gerði mér ferð utan um daginn til að skoða hann. Hann og sá angi fjölskyldunnar sem þar býr verð- ur fjarri góðu gamni í kvöld,“ seg- ir hann. Arnar Páll er fréttamaður á út- varpinu en að undanförnu hafa fréttamenn komist í feitt þar sem eru sviptingar í viðskiptalífinu. Hann reikna með að Lands- bankakapallinn verði í aðalhlut- verki í vinnunni en segir að dag- lega komi eitthvað spennandi upp á. Til að slaka á frá erli útvarpsins hjólar hann talsvert og fer í sund en veiðin er hans líf og yndi. „Mér hefur verið boðið í veiði norður í land á gæs en það er ekki víst að ég komist í það. Það er ekki víst að ég fái útivistarleyfi því ég var búinn að bóka mig í aðra veiði eftir helgi. Það er ekki hægt að ofgera fjöl- skyldunni,“ segir Arnar Páll Hauksson, sem á allt eins von á að heima bíði hans afmælispakki í kvöld. ■ Afmæli ARNAR PÁLL HAUKSSON ■ Hann er að vinna langa vakt á Útvarp- inu í dag en heima bíður hans kvöld- verður og jafnvel afmælispakkar frá fjöl- skyldunni. Tæplega fimmtugur fjórfaldur afi SVEINN MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI GEÐHJÁLPAR Hann segir að það þurfi einfaldlega að framkvæma hlutina strax. Of lengi hafi menn beðið. ??? Hver? Framkvæmdastjóri Geðhjálpar. ??? Hvar? Ég er staddur á skrifstofu Geðhjálpar og harma að heilbrigðisyfirvöld skuli draga úr þjónustu í geðheilbrigðismálum. ??? Hvaðan? Fæddur á Selfossi en á ættir að rekja til Rangárvallasýslu og Hafnarfjarðar þar sem ég bý í dag. ??? Hvað? Mál málanna er að það úrræðaleysi sem hefur viðgengist gengur ekki leng- ur. Það þarf einfaldlega að framkvæma hlutina. ??? Hvernig? Það þarf hreyfanlegt teymi og sérsniðna umönnunardeild fyrir þá sem í dag geta ekki leitað sér aðstoðar. Þau vandamál sem við er að glíma eru hvort tveggja á heilbrigðissviðinu og ekki síður á því fé- lagslega. ??? Hvenær? Strax. Við höfum beðið allt of lengi. ■ Persónan ARNAR PÁLL HAUKSSON Hann fór fyrir skemmstu til Kaupmannahafnar að líta fjórða barnabarnið augum. Flottur líkami án fyrirhafnar! Formar og styrkir rass, maga og læri án erfiðra æfinga. Örvar vöðva í rassi, lærum og maga með 6 silikón elektróðum. 6 þjálfunarkerfi með 10 mismunandi styrkleikum hver. Mælt með af einkaþjálfurum út um allan heim. Kemur í 2 stærðum. Gengur fyrir batteríum sem fylgja með. Prófað í ströngum öryggisprófunum. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Gildir á meðan birgðir endast. Power Gym Pro Hægt að þjálfa líkamann með því að vera í Power Gym Pro buxunum undir venjulegum fötum og nota tímann í annað. Í FORM FYRIR JÓLIN 19.999kr ÚTI Á GÖTU Sveitarstjórinn og skrifstofustjórinn láta flétta hár sitt á Mallorca. Sveitarstjóri í húsmæðra- orlofi RAUFARHÖFN Guðný Hrund Karls- dóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn, fór í húsmæðraorlof til Mallorca fyrir skemmstu. Með henni í för voru Heiðrún Þórólfsdóttir vara- oddviti og Hildur Harðardóttir, skrifstofustjóri Raufarhafnar- hrepps. Frá þessu er greint á heimasíðu hreppsins. Þær stöllur tóku myndir í ferðinni sem birtar eru á heimasíðunni og kennir þar ýmissa grasa eins og hér má sjá. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.