Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 14
14 25. september 2003 FIMMTUDAGUR UPPLJÓMUM Palestínsk stúlka les af upplýstri tilvitnun úr Kóraninum í Hebron á Vesturbakkan- um. „Í nafni Allah, hins miskunnsama, hins góðviljaða,“ stendur á töflunni. Útgerðarmaður ósáttur við línuívilnun: Undirbýr að fara frá Bolungarvík SJÁVARÚTVEGUR Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, sem barist hefur eindregið gegn því að línuívilnun verði tekin upp, er nú reiðubúinn að standa við þá hótun sína að flytja frá Bolungar- vík. Í héraðsfréttablaðinu Bæjar- ins besta á Vestfjörðum sem kom út í gær auglýsir Jón hús sitt og bílaverkstæði til sölu og er þess albúinn að fara af staðnum af póli- tískum ástæðum. Jón hefur um áratugaskeið búið í Bolungarvík þaðan sem hann gerir út bátinn Gunnbjörn ÍS ásamt syni sínum. Hann ritaði bæjarstjórninni í Bol- ungarvík bréf fyrir nokkru þar sem hann lýsti því að léti bæjar- stjórnin ekki af „gagnrýnislaus- um stuðningi“ við málflutning smábátaútgerða myndi hann flytja. „Ég er með mun meira af eignum og skuldbindingum á bak- inu en svo að ég geti hlaupið héð- an í burtu einn, tveir og þrír. En vinnan er hafin við að koma sér héðan í burtu,“ hefur bb.is eftir Jóni útgerðarmanni. Fréttavefurinn lýsir því jafn- framt að Jón hafi fengið svar við bréfi sínu til bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórinn hafði rænu á að senda mér bréf, sem er einn mesti brandari sem ég hef séð frá opin- berum starfsmanni. Þetta kemur mjög á óvart. Meira en mánuði eftir að ég skrifaði þeim og þeir eru búnir að gefa út ályktanir og hvatningar, þá á að fara að tala við mig“, hefur bb.is eftir Jóni. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur boðið Jóni pólitískt hæli og haft er eftir Jóni að búferlaflutn- ingur til Súðavíkur sé ekki verri kostur en hver annar. ■ Erlendar konur í ánauð Talsvert er um það erlendis að karlmenn sem aðstoða erlendar konur við að flytja til Norðurlandanna geri slíkt á fölskum forsend- um. Íslensk lög eru hliðholl þeim karlmönnum sem þetta stunda hér á landi. MISNOTKUN „Ég þekki dæmi þess að slík mál hafa komið upp á borð hér á landi,“ sagði Þórunn Þórar- insdóttir, starfskona hjá Stígamót- um, en jafnréttisfulltrúinn Rachel Eapen Paul frá Noregi segir al- gengt á Norðurlöndunum að viss hópur karlmanna flytji inn hverja konuna á fætur annarri í þeim eina tilgangi að notfæra sér bágt ástand þeirra og misnota þær. „Svokölluð póst- brúðkaup, þegar erlend kona kemur hingað til að giftast íslenskum manni, eru stunduð hér eins og annars staðar. Þessar konur eru ber- skjaldaðar hér á landi ef ekki gengur allt að óskum. Flestar þeirra tala ekki málið, margar tala ekki einu sinni ensku, þær skilja ekki dagblöð og fjölmiðla og þegar svo er er auðvelt að verða afskipt. Ef þær svo standa ekki undir væntingum eiginmannsins er þeim gjarnan hent út á gaddinn aftur og þá eru hæg heimatökin fyrir karlmanninn að endurtaka leikinn.“ „Íslensk lög eru afar heppileg vilji karlmenn hneppa erlendar konur í ánauð,“ sagði Broddi Sig- urðarson, upplýsingafulltrúi Al- þjóðahússins. „Ef þær konur sem hingað koma verða fyrir einhvers konar ofbeldi, líkamlegu eða and- legu, og óska eftir skilnaði innan tveggja ára frá því að þær komu hingað, detta forsendur dvalar- leyfis út og þær verða að yfirgefa landið. Flestar hafa þær að litlu eða engu að hverfa í sínu heima- landi og þess vegna þýðir þetta í raun að þær eru fangar hér á Ís- landi.“ Katla Þorsteinsdóttir, ráðgjafi Alþjóðahússins, sem á sæti í Daphne nefndinni sem hefur það að markmiði að berjast gegn of- beldi á konum og börnum, segir eitt meginmarkmið nefndarinnar að tryggja að erlendar konur hér- lendis sem óska eftir skilnaði haldi réttindum sínum. „Útlend- ingastofa og aðrir sem að þessum málum koma hafa sýnt skilning á vandamálinu. Hins vegar er ekk- ert sem tryggir þær konur sem lenda í slíkum aðstæðum og það er baráttumál að fá það í gegn.“ Drífa Snædal hjá Kvenna- athvarfinu sagði að þar á bæ væri ekki vitað um einstakling hér á landi sem stundað hefði að flytja inn hverja konuna af annarri. „Það er engin ástæða til að halda annað en að svona vandamál séu til staðar hér á landi. Það sem við höfum reynt að gera í samráði við aðra aðila sem að þessum málum koma er að haga málum þannig að þær konur sem fyrir þessu verða viti af þeim úrræðum sem þeim standa til boða.“ albert@frettabladid.is ■ Hæg heimatök- in fyrir karl- menn að end- urtaka leikinn. CASTEL GANDOLFO Svissneskir verðir gæta öryggis páfa á sumardvalarstað hans í Castel Gandolfo, skammt suðaustur af Róm. Jóhannes Páll páfi: Aflýsti ávarpi vegna veikinda VATÍKANIÐ, AP Jóhannes Páll páfi II aflýsti vikulegu ávarpi sínu í Vatíkaninu í gær vegna veikinda. Angelo Sodano kardínáli talaði til pílagríma í hans stað. Páfinn þjáist af smávægilegum kvilla í meltingarfærum, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Páfinn, sem staddur er í Castel Gandolfo, flutti örstutt ávarp á sjónvarpsskjá. „Mér þyk- ir leitt að geta ekki verið hjá ykk- ur. Þið eruð í hjarta mínu og ég blessa ykkur öll,“ sagði hann veikri röddu. Páfinn, sem er 83 ára að aldri, þjáist af Parkinsonsveiki og ýms- um öðrum kvillum. ■ Selfoss: Banna siglingar á Ölfusá SVEITARSTJÓRNARMÁL Siglingar á Ölfusá við Selfoss eru ekki lengur leyfilegar nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra. Lögreglu- samþykkt þess efnis var nýlega samþykkt og nær bannið frá landamörkum Hraungerðis- hrepps og Árborgar í austri að Kaldaðarneslandi í vestri. Einar Njálsson bæjarstjóri segir að þarna sé fyrst og fremst verið að hugsa um öryggi fólks. „Lögregl- an getur gripið í taumana ef ein- hverjir eru að „leika sér“ án þess að útbúnaður sé í lagi og fyllsta öryggis gætt.“ Þetta siglingabann á ánni á sér eldri sögu og nær eins og áður fyrr aðeins til þess hluta árinnar sem er meðfram gömlu hreppa- mörkum Selfoss, en nær ekki til gamla Sandvíkurhrepps og Eyrar- bakkahrepps sem einnig tilheyra nú Árborg. ■ JÓN GUÐBJARTSSON Hefur auglýst allt sitt á Bol- ungarvík til sölu. Hér er hann fyrir utan bílaverk- stæði sitt. KATLA ÞORSTEINSDÓTTIR Segir aðila hér á landi hafa sýnt skilning á vandamálinu. KONUR Dæmi eru um erlendar konur sem lifa eins og fangar hér á landi. DRÍFA SNÆDAL Engin ástæða til að halda annað en að svona vandamál séu til staðar hér á landi. M YN D /R O LA N D S M EL T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.