Fréttablaðið - 03.10.2003, Side 37

Fréttablaðið - 03.10.2003, Side 37
37FÖSTUDAGUR 3. október 2003 FÓTBOLTI Rudi Völler, landsliðs- þjálfari Þjóðverja, tilkynnti í gær hópinn sem leikur gegn Ís- lendingum á AOL Arena í Ham- borg annan laugardag. Völler gerði eina breytingu á hópnum sem keppti á Laugardalsvelli fyrir fjórum vikum. Fabian Ernst frá Werder Bremen kem- ur inn í hópinn fyrir Sebastian Deisler, leikmann Bayern München. Í hópnum eru tveir leikmenn úr liði meistara Bayern München, tveir úr liði Stuttgart, efsta liði í Bundesligunni en fjórir frá Hertha Berlin, sem er í 14. sæti deildarinnar. ■ FÓTBOLTI Peter Reid verður áfram knattspyrnustjóri Leeds United þrátt fyrir dapurt gengi það sem af er tímabilinu. Reid stýrði lærisveinum sínum á æfingu í gær og í kjölfarið sendi stjórn liðsins frá sér yfirlýsingu. „Allir sem tengjast Leeds United hafa áhyggjur af stöðu liðsins í úrvalsdeildinni og stjórn liðsins hefur farið yfir stöðu mála,“ segir í yfirlýsingu sem stjórnin sendir frá sér. „Niður- staða okkar er sú að Peter Reid verður áfram knattspyrnustjóri liðsins og mun vinna að því að koma liðinu á réttan kjöl.“ ■ Peter Reid: Heldur áfram með Leeds PETER REID Verður áfram við stjórnvölinn hjá Leeds. ÞÝSKI LANDSLIÐSHÓPURINN - LANDSLEIKIR - MÖRK Markverðir: Oliver Kahn Bayern München Jens Lehmann Arsenal Varnarmenn: Frank Baumann Werder Bremen Arne Friedrich Hertha Berlin Michael Hartmann Hertha Berlin Andreas Hinkel Stuttgart Marko Rehmer Hertha Berlin Christian Wörns Borussia Dortmund Miðjumenn: Michael Ballack Bayern München Fabian Ernst Werder Bremen Sebastian Kehl Borussia Dortmund Christian Rahn Hamburger SV Carsten Ramelow Bayer Leverkusen Bernd Schneider Bayer Leverkusen Sóknarmenn: Fredi Bobic Hertha Berlin Miroslav Klose Kaiserslautern Kevin Kuranyi Stuttgart Oliver Neuville Bayer Leverkusen KEVIN KURANYI Kevin Kuranyi lék seinni hálfleikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli. FÓTBOLTI Hinn bráðefnilegi mið- vallarleikmaður Darren Fletcher hefur skrifað undir nýjan fjög- urra ára samning við Manchest- er United. Hann verður því í her- búðum Englandsmeistaranna til ársins 2007. Fletcher, sem er nítján ára, kom inn á í leik gegn Stuttgart í Meistaradeild Evrópu á miðviku- dag og þótti standa sig vel. Hann hefur verið valinn í landsliðshóp Skotlands sem mætir Litháum í undankeppni Evrópumótsins þann 11. október. „Við ætlum að halda áfram að gefa ungum leikmönnum tæki- færi með aðalliðinu,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. ■ Þýski landsliðshópurinn: Ernst í stað Deisler DARREN FLETCHER Ungur og efnilegur leikmaður sem verður hjá United til ársins 2007. Darren Fletcher: Semur við United

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.