Fréttablaðið - 07.02.2004, Side 2

Fréttablaðið - 07.02.2004, Side 2
2 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR „Mér finnst kaffið gott, sérstak- lega í þessum nýjum vélum.“ Halldór Björnsson er formaður Starfsgreinasam- bands Íslands. Hann stendur í ströngu þessa dag- ana í samningaviðræðum vegna kjarasamninga. Að sögn er drukkið mikið kaffi á slíkum fundum, sem gjarnan eru langir og strangir. Spurningdagsins Halldór, hvernig er kaffið? VIRKJANIR „Mér þykja þessar hug- myndir helgispjöll og fráleitar. Þetta er langt fyrir neðan öll lág- mörk í umhverfissjónarmiðum,“ segir Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, um frum- varp umhverfisráðherra sem ger- ir ráð fyrir að heimilt verði að hækka Laxárstíflu að undan- gengnu umhverfismati. Mikil mótmæli hafa sprottið vegna þessa máls. SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, lýstu vonbrigðum með frumvarpið og skora á ráðherra að draga það til baka. Náttúruverndarsamtök Ís- lands mótmæltu einnig og lýstu griðrofi umhverfisráðherra. Stjórn landeigendafélags Laxár og Mývatns, þar sem Kári er rit- ari, kom saman vegna þessa, mót- mælti harkalega og sagði ekkert tilefni til að víkja frá lögum núm- er 36 frá 1974 sem sett voru í kjöl- far Laxárdeilunnar árið 1973 þeg- ar Mývetningar sprengdu upp stíflu í Miðkvísl. Deilan hafði staðið árum saman þegar and- stæðingar virkjunarinnar og for- sætisráðherra undirrituðu í maí 1973 samning um verndarsvæði Laxár og Mývatnssvæðis. Kári var á unglingsaldri þegar stíflan var sprengd árið 1973. Hann seg- ist hafa þurft að vera heima og gæta afa síns sem var með blóð- eitrun og þess vegna ekki getað verið í hópi sprengjumanna. „Ég var tilbúinn til þess að sprengja þá og nú,“ segir Kári. Hann segir að ekki sé vafi á því að með stíflugerð muni verða náttúruspjöll við eina fegurstu á landsins. „Ég þarf ekkert umhverfismat til þess að svara þeirri spurningu hvort breyta eigi Laxárvirkjun úr rennslisvirkjun í miðlunarvirkjun með tilheyrandi aursöfnun í uppi- stöðulóni,“ segir Kári. Hann segir að standa eigi við lögin um verndun Laxár og Mý- vatns frá 1974. „Hvað þýðir að setja friðunar- lög ef sett eru inn bráðabirgða- ákvæði í hvert sinn sem einhvern langar að framkvæma? Þarna er verið að fórna miklu fyrir lítið,“ segir Kári og bendir á að fram- kvæmdirnar myndu einungis skila 6 megavöttum til viðbótar þeim 20 megavöttum sem virkj- unin gefur í dag. rt@frettabladid.is Teikn um bensínstríð á lofti: Hraustleg eldsneytislækkun ESSO ELDSNEYTISVERÐ „Við erum með þessari lækkun að fylgja eftir okkar verðstefnu sem miðar að því að tryggja okkar viðskiptavin- um hagkvæmt verð miðað við það sem lægst er boðið á hverju mark- aðssvæði fyrir sig,“ sagði Hjör- leifur Jakobsson, forstjóri Olíu- félagsins ESSO. ESSO lækkaði í gær verð á eldsneyti á öllum ESSO og ESSO Express-stöðvum á landinu. Dísilolía lækkar mest, um allt að 14%. Eftir lækkunina kostar lítrinn af 95 oktana bensíni í sjálfsaf- greiðslu 93,70 krónur, lækkar um 3,20 krónur. Verð á 95 oktana bensíni í fullri þjónustu kostar nú 98,70 krónur lítrinn, lækkar um 2,20 krónur, og 95 oktana bensín á ESSO Express-stöðvun- um kostar nú 92,50 krónur lítr- inn, lækkar um 3,20 krónur hver lítri. Lítrinn af dísilolíu hjá ESSO í sjálfsafgreiðslu lækkar um 5,70 krónur og kostar nú 36,10 krónur. Með fullri þjónustu kostar lítrinn af dísilolíu nú 41,10 krónur, lækk- ar um 4,70 krónur, og á ESSO Ex- press-stöðvum kostar dísilolíulítr- inn nú 34,90 krónur, lækkar um 5,70 krónur. Að auki fá Safnkorts- hafar 1 krónu í afslátt í formi Safnkortspunkta. Nú munar, líkt og undanfarna mánuði, 10 aurum á verði hvers lítra bensíns og dísilolíu hjá ESSO Express og Orkunni, sem hefur boðið lægsta verðið hingað til. Atlantsolía, Skeljungur og Olís hafa ekki tilkynnt verðbreytingar en öll bjóða þau nokkuð hærra eldsneytisverð. En er bensínstríð í uppsigl- ingu? „Stríð og ekki stríð. Við erum bara að lækka til að koma til móts við okkar viðskiptavini. Svona skærur hafa oft blossað upp á eldsneytismarkaði en þær hafa sjaldnast staðið lengi,“ sagði for- stjóri ESSO. ■ DeCode um Biotek Invest: Engar nánari upplýsingar VIÐSKIPTI Íslensk erfðagreining segist í yfirlýsingu engu hafa við þau gögn að bæta sem lögð hafi verið fram vegna útboðs á bréfum félagsins á bandarískum hluta- bréfamarkaði árið 2000. Yfirlýsingin var send út á fimmtudag vegna fréttar DV um viðskipti félagsins við lúxem- búrgst félag, Biotek Invest SA, en samkvæmt frétt blaðsins fékk Biotek Invest um fjögur hundruð milljóna króna greiðslu fyrir milligöngu vegna sölu hlutabréfa í DeCode árið 1999. Í yfirlýsingu Íslenskrar erfða- greiningar kemur ekkert fram um ástæðu greiðslunnar til Biotek In- vest SA né er það upplýst hverjir stóðu á bak við félagið, en það hef- ur nú hætt starfsemi og verið sameinað félagi sem starfrækt er í Panama. ■ Hæstiréttur: Lækkaði bætur Franklíns DÓMUR Hæstiréttur lækkaði bæt- ur sem Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi íslenska ríkið til að greiða Franklín Steiner vegna ólöglegrar handtöku fyrir rúmum þremur árum síðan. Lækkaði Hæstiréttur bæturn- ar úr 120 þúsundum króna í 50 þúsund krónur. Franklín var handtekinn í miðbæ Hafnarfjarð- ar vegna meintra umferðarlaga- brota og gruns um fíkniefnamis- ferli. Sex ára sonur Franklíns var með honum í för þegar hann var handtekinn. Franklín var færður á lögreglustöðu þar sem fram- kvæmd var líkamsleit og hann yfirheyrður. Eftir um tvo klukku- tíma var honum sleppt. Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfum vegna sonarins þar sem þeim þætti málsins var ekki áfrýj- að innan tímamarka. ■ LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni um rannsókn á láti barns á Land- spítala – Háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Jafnframt hafn- ar embætti hans því að rannsaka sérstaklega hvort brotið hafi ver- ið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Það var lögmaður foreldra barnsins, Sig- ríður Rut Júlíusdóttir, sem lagði fram beiðnina fyrir þeirra hönd 4. nóvember 2003. Synjun lög- reglunnar verður skotið til emb- ættis ríkissaksóknara, að sögn lögmannsins. Í synjunarbréfi lögreglustjóra segir að samkvæmt umbeðinni umsögn landlæknis beri yfirlækn- ir hlutaðeigandi heilbrigðisstofn- unar ábyrgð á því að málið sé til- kynnt til lögreglu, skv. læknalög- um og í samræmi við ákvæði laga um dánarvottorð. „Landlæknisembættið telur hins vegar ákvæði laganna um dánarvottorð ekki nægjanlega skýrt hvað varðar tilkynninga- skylduna, og hvernig að henni sé staðið, sérstaklega sem ekki hafi verið settar þær vinnureglur sem frumvarpið gerði ráð fyrir.“ Síðan segir lögreglustjóri að það sé mat embættisins eins og málum sé háttað, samanber það sem fram komi í tilvitnuninni úr svarbréfi landlæknis, að óvissan um hvernig að slíkum tilkynning- um til lögreglu skuli staðið og á hvaða lækni sú skylda hvíli sé slík að ekki séu efni til að hefja rann- sókn. „Ef lögreglan telur að lögin í landinu séu ekki nægjanlega skýr til þess að hægt sé að framfylgja þeim, þá þarf einfaldlega að breyta lögunum,“ sagði Rut. ■ ELDSNEYTISVERÐ ESSO EFTIR LÆKKUN Bensín 95 okt. sjálfsafgreiðsla 93,70 kr./lítra (var 96,90) lækkun 3,3% full þjónusta 98,70 kr./lítra (var 100,90) lækkun 2,2% ESSO Express 92,50 kr./lítra (var 95,70) lækkun 3,3% Dísilolía sjálfsafgreiðsla 36,10 kr./lítra (var 41,80) lækkun 13,6% full þjónusta 41,10 kr./lítra (var 45,80) lækkun 10,2% ESSO Express 34,90 kr/lítra (var 40,60) lækkun 14,0% Lögreglustjóri synjar beiðni um rannsókn á barnsláti: Synjuninni skotið til ríkissaksóknara KÁRI ÞORGRÍMSSON Stendur fast gegn öllum hugmyndum um stíflugerð í Laxá. VIRKJUN SPRENGD Árið 1973 risu andstæðingar Laxárvirkjunar upp og gripu til þess að sprengja. Sami hiti er í mönnum nú aldarfjórðungi síðar. Ég var tilbúinn að sprengja þá og nú Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði, líkir hækkun Laxárstíflu við helgispjöll. Mótmæli hrúgast inn vegna áforma um hækkun stíflunnar. Krafa um að staðið verði við samkomulag sem gert var eftir sprenginguna 1973. Bylur skall á í gærkvöld: Víða kolófært VEÐUR Mikil ófærð var víða um land í gærkvöldi sökum fannferg- is og skafrennings. Allir vegir á hálendinu voru ófærir og ill- eða ófært var víðast á Vestfjörðum. Snemma í gærkvöldi var enn skaplegt veður á Austurlandi og vegir færir en þar var búist við mikilli veðurhæð og ofankomu í gærkvöldi. Að sögn veðurfræðings á Veð- urstofu Íslands er gert ráð fyrir að veður taki að lægja á vestan- verðu landinu um hádegi í dag en áfram verði hvassviðri og ofan- koma á Austurlandi. ■ Davíð Oddsson: Endurskoðun stjórnarskrár STJÓRNARSKRÁIN Davíð Oddsson forsætisráðherra segist tilbúinn að ræða endurskoðun stjórnar- skrárinnar og að færa hana til nútímalegra horfs, sérstaklega 1. og 2. kafla hennar. Í þessum köflum er meðal annars fjallað um forsetakjör, lögkjör forseta, hlutverk hans, vald og skyldur. Forsætisráðherra lét þessi orð falla í erindi sem hann flutti á ráðstefnu um aldarafmæli þingræðis á Íslandi í Háskóla Ís- lands og bar yfirskriftina „hvar liggur valdið?“. ■ RUMSFELD OG STRUCK Rumsfeld og þýski varnarmálaráðherrann Peter Struck hittust í gær. Donald Rumsfeld: Iðrast ekki MUNCHEN, AP „Ég er of gamall til að finna til eftirsjár,“ sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann var spurður hvort hann sæi eftir því að hafa skipt Evrópu upp í gömlu og nýju Evrópu í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak. Þá taldi hann Þjóðverja og Frakka, sem voru andvígir innrás, til gömlu Evrópu en ríki Austur-Evrópu, sem studdu innrás, til nýrrar og afl- mikillar Evrópu. Rumsfeld sagði að ekki þyrfti stórátak til að bæta sam- skipti ríkjanna sem deildu um innrás heldur löguðust þau af sjálfu sér. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.