Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 1
LÖGREGLUMÁL Líkið sem fannst í höfn Neskaupstaðar 11. febrúar síðastliðinn, er af 27 ára karl- manni frá Litháen. Þetta var stað- fest á blaðamannafundi sem boð- að var til hjá Ríkislögreglustjóra í gær. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir en maðurinn var látinn áður en hann lenti í sjónum og stungu- áverkar á líkinu tilkomnir eftir andlát hans. Ekki er enn útilokað að maðurinn hafi verið myrtur. Fingraför voru send til Inter- pol og fannst samsvörun í gagna- banka í Vilnius í Litháen og í Wies- baden í Þýskalandi þar sem mað- urinn er á sakaskrá. Lögreglan reynir að komast að því hverjir gætu tengst honum eða sagt til um ferðir hans og þegar hefur farið fram eftirgrennslan í útlöndum. Mynd af andliti hins látna var dreift til blaðamanna. Ekki hefur verið hægt að segja nákvæmlega til um hver maðurinn er, en að sögn lögreglunnar hefur hann notað nokkur nöfn. Yfirgnæf- andi líkur eru taldar á að hann hafi komið til landsins í gegnum Kefla- víkurflugvöll 2. febrúar síðastlið- inn, en maðurinn hefur sést á far- þegalista til landsins. Ljóst þykir að hann tengist einhverjum hér á landi en að svo stöddu er enginn grunaður um aðild að málinu. Sjá nánar bls. 2 og 14 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 43 Kvikmyndir 46 Sjónvarp 48 FIMMTUDAGUR VETRARHÁTÍÐ HEFST Í KVÖLD Þórólfur Árnason borgarstjóri setur Vetr- arhátíð 2004 í Bankastræti. Athöfnin hefst klukkan 19.30. Afhjúpuð verður höggmynd eftir Steinunni Þórarinsdóttur, og síðan haldið í kyndilgöngu ásamt lúðraveit að Miðbakka Reykjavíkurhafnar. VEÐRIÐ Í DAG 19. febrúar 2004 – 49. tölublað – 4. árgangur ● ferðapistill úr heimsreisu Friðrik Þór Friðriksson: ▲ SÍÐUR 32 og 33 Höfuðkúpubrotinn í Grikklandi nám o.fl. ● tónlistarmenntun á 21. öld Sigríður Ólafsdóttir: ▲ SÍÐUR 28 og 29 Fór á golfnámskeið til Spánar FENGU LÓÐ Skipulags- og bygginga- nefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að úthluta Atlantsolíu lóð við Bústaðarveg 151 til þriggja ára. Sjá síðu 2 DEILT UM DOLLARALÁN Leiðtogi sjálfstæðismanna í Eyjum, segir tölur um tap á dollaraláni heimatilbúnar. Leiðtogi Sam- fylkingar, spyr hvort fjárhættuspil hafi átt sér stað með fjármuni bæjarins. Sjá síðu 4 BROTTKASTIÐ SKEKUR Brottkast- myndir í sjónvarpi skekja norskan sjávarút- veg. Íslenskum skipstjóra á Noregsmiðum blöskrar brottkastið. Hann segir slíkt ekki hafa viðgengist á íslenskum togurum á sinni tíð. Sjá síðu 6 SENDIR ÚR LANDI Tveir ungir menn frá Sri Lanka, sem leituðu hælis hér á landi, verða sendir til Þýskalands í dag. Forstjóri Útlendingastofnunar, segir að unnið sé eftir Duflinarsamkomulagi sem segir til um hvar þeir eiga að fá meðferð. Sjá síðu 18 RÓLEGHEITAVEÐUR Í borginni og reyndar einnig á Norðurlandi síðdegis. Víða hvasst með suður- og austurströndin- ni. Áfram grenjandi rigning víða. Kólnar á morgun. Sjá síðu 6. VIÐSKIPTI Gengishagnaður Hannes- ar Smárasonar af kaupum Flug- leiða á bréfum Eimskipafélags- ins á föstudaga var að minnsta kosti 200 millj- ónir króna. Oddaflug, félag í eigu Hannesar og Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, á 38,48 prósent í Flug- leiðum. Verð- mæti viðskipt- anna voru um fjórir milljarðar króna. Seljendur voru Arion sem er geymslureikn- ingur hjá KB-banka fyrir við- skiptavin. Verðmæti hlutar í vörslu KB-banka var 1,5 milljarð- ar króna. Ekki fást upplýsingar um hver sá eigandi er. Verðmæti hlutar eignarhaldsfélags Hannes- ar í viðskiptunum var tæpir 1,3 milljarðar króna. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst voru hlutirnir keyptir í þrennu lagi; 95 milljónir að nafnvirði 19. desem- ber og 45 milljónir að nafnverði í tveimur skömmtum í janúarlok. Lokaverð viðskipta í desember var 7,14 krónur á hlut, en gera má ráð fyrir að meðalgengi viðskipt- anna í janúar hafi verið um 8,80 krónur á hlut. Söluhagnaður af desemberhlutanum er því 195 milljónir króna og 18 milljónir af viðskiptunum í janúar. Flugleiðir keyptu bréfin á genginu 9,20 sem var 5,75 prósentum hærra verð en lokagengi Eimskipafélagsins dag- inn áður. Yfirverð er oft greitt fyrir svo stóran hlut. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að hann hafi alfar- ið séð um kaupin fyrir hönd fyrir- tækisins. KB-banka hafi verið falið að safna bréfunum. „Ég ákvað verðið ásamt starfsmanni bankans. Mér var kunnugt um að Hannes ætti bréf í Eimskipafélag- inu, en það var alfarið mál bank- ans að safna bréfum upp í 10%.“ Sigurður segir ekkert hafa verið óeðlilegt við viðskiptin og kaupin hefðu verið borin undir stjórnar- menn fyrirtækisins. Hannes á enn sem komið er ekki sæti í stjórn félagsins. haflidi@frettabladid.is TEIKNING AF HINUM LÁTNA Sýslumaðurinn á Eskifirði afhenti blaðamönnum í gær teikningar af hinum látna sem gerðar voru eftir ljósmyndum. Lögregla fékk í gær staðfestingu á því hver hinn látni er en vildi ekki að svo stöddu gefa upp nafn mannsins. Fréttabla ðinu bæklingu rinn í dag fylgir „Mér var kunnugt um að Hannes ætti bréf í Eimskipa- félaginu, en það var alfarið mál bankans að safna bréfum upp í 10%. 46%62% DAGURINN Í DAG ferðir o.fl. Eigandi hagnaðist um 200 milljónir Hannes Smárason, annar eigandi Oddaflugs sem á 38,48% hlut í Flug- leiðum, hagnaðist um 200 milljónir króna þegar félagið keypti af honum bréf í Eimskipi. Forstjóri félagsins sá um kaupin að sögn Hannesar. Nemendur í Náttúrufræðahúsi: Ósáttir við lesaðstöðu NÁM Nemar í líffræði og jarðfræði við Háskóla Íslands eru ósáttir við lesaðstöðu sína í nýju Náttúru- fræðahúsi Háskólans. Enn hafa nemendur einungis lesaðstöðu á hringborðum í opnu rými hússins sem þeim þykir ónæðissamt. Nemarnir hafa tekið málið upp á skorarfundum og það hefur einnig verið rætt við arkitekt hússins. Að sögn skrifstofustjóra rekstrar- og framkvæmdasviðs Háskólans verður bókasafn húss- ins opnað á næstu vikum en þar verður lesaðstaða fyrir nemend- ur. Sömuleiðis munu lesborð bæt- ast við hópvinnuborðin í opna rýminu áður en prófannir hefjast í vor. Sjá nánar bls. 28 STUND MILLI STRÍÐA Samningamenn Starfsgreinasambandsins voru hóflega bjartsýnir síðdegis í gær. Þeir sögðu óljóst hvort komið væri að lokalotu. Kjaradeilur á almennum markaði: Vísað til sáttasemjara KJARADEILUR Samkomulag varð í gær um að vísa kjaradeilum Starfsgreinasambandsins og Flóa- bandalagsins við Samtök atvinnu- lífsins til ríkissáttasemjara. „Við teljum að málin hafi verið komin í þrot í þeim farvegi sem þau hafa verið undanfarnar vikur. Það er þó óvíst að þetta hafi þau áhrif að málunum ljúki á næstu dögum,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum útvarps í gær- kvöld að vinna við samningagerð- ina hafi verið langt komin og sam- tökin telji að verkstjórn sátta- semjara muni skerpa á vinnunni á lokasprettinum. Ætlunin er að sitja við samn- ingaborð næstu daga og yfir helgina. ■ Líkfundurinn í Neskaupstað í Norðfirði: Hinn látni 27 ára Lithái
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.