Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004
999 krónu dagar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
37
17
02
/2
00
4
999 kr.
Fíkus
100 sm
999 kr.
Bonsai
999 kr.
Drekatré
100 sm
999 kr.
Orkídeur
999 kr. dagar
Verðsprengj
a
Hinn eini sanni íslenski
konudagur. Gefðu
henni blóm!
Konudagurinn er á
sunnudaginn
ÚTFÖR Í MOSKVU
Mikill mannfjöldi var viðstaddur útför nokk-
urra þeirra sem létu lífið þegar glerþak
sundhallar í Moskvu hrundi á miðvikudag í
síðustu viku. Björgunarmenn sem vinna í
rústum sundhallarinnar fundu í gær lík
þrettán ára drengs og var hann sá 26. sem
fannst látinn eftir slysið.
Fundur með kröfuhöfum vegna Móa:
Ágreiningur um ýmsar kröfur
Vinnubústaðir við
Kárahnjúka:
Viðgerðum
ólokið
KÁRAHNJÚKAR Starfsmaður við Kára-
hnjúka segir að engar líkur séu á því
að yfirlýst markmið Impregilo um
að klára viðgerðir á vistarverum
starfsmanna ljúki fyrir 25. febrúar.
Hann segir að verið sé að klæða
bústaðina að innan með steinull en
ekki verði hægt að gera við þá á
varanlegan hátt fyrr en í sumar.
Hann segir að sú viðgerð sem nú
standi yfir þurfi ekki nema eitt ill-
viðri, þá fari aftur að leka.
Starfsmaðurinn vildi ekki láta
nafns síns getið þar sem borið hefur
á því að starfsmönnum sé sagt upp
eftir að hafa tjáð sig við fjölmiðla. ■
FORSÆTISRÁÐHERRANN
Sex prósent eru sátt við störf stjórnar hans.
Pólska stjórnin:
Verulega
óvinsæl
VARSJÁ, AP Níu af hverjum tíu Pól-
verjum eru ósáttir við störf rík-
isstjórnar Leszeks Miller for-
sætisráðherra samkvæmt nýrri
skoðanakönnun. Einungis sex
prósent Pólverja eru sátt við
störf stjórnarinnar en fjögur
prósent tóku ekki afstöðu til
spurningarinnar.
Óvinsældir ríkisstjórnarinn-
ar hafa aukist að undanförnu, á
sama tíma og hún reynir að fá
þingið til að samþykkja niður-
skurðartillögur sem ætlað er að
draga úr halla á ríkissjóði á
næstu árum og búa landið undir
að taka upp evruna í stað núver-
andi gjaldmiðils, zloty. ■
DÝRMÆTUR ÚTFLUTNINGUR
Hagvöxtur í Japan undanfarna mánuði
byggir á útflutningi, jafnvel um of segja
hagfræðingar.
Lifnar yfir Japan:
Óvenju mik-
ill hagvöxtur
TÓKÝÓ, AP Hagvöxtur í Japan
mældist 1,7 prósent á síðasta árs-
fjórðungi síðasta árs en það jafn-
gildir sjö prósenta hagvexti á árs-
vísu. Þarlend stjórnvöld hafa
fagnað tíðindunum og telja þau til
marks um að samdrætti og stöðn-
un, sem hefur einkennt japanskt
efnahagslíf síðasta áratuginn, sé á
enda.
„Frábært,“ var dómurinn sem
Fukushiro Nukaga, náinn sam-
starfsmaður Junichiros Koizumi
forsætisráðherra. Hagfræðingar
vara hins vegar við of mikilli
bjartsýni og minna á að undanfar-
in ár hafi stundum gætt hagvaxt-
ar í skamma stund áður en efna-
hagurinn hefur farið aftur í sama
farið. ■
MÓAR Fundur með kröfuhöfum
vegna gjaldþrots kjúklingabúsins
Móa var haldinn fyrr í vikunni.
Lýstar kröfur í þrotabúið hljóð-
uðu upp á 1.900 milljónir króna, að
sögn Ástráðs Haraldssonar,
skiptastjóra þrotabúsins. Hann
sagði að næsta verkefni væri að
leysa úr ágreiningi um stöðu ým-
issa krafna milli skiptastjóra og
kröfuhafa og ennfremur munu
skiptastjóri og endurskoðendur
kanna ýmsar riftanlegar ráðstaf-
anir. Þeirri vinnu lýkur væntan-
lega á næstu tveimur mánuðum
og kemur þá í ljós hvort riftunar-
mál verði höfðuð.
Ef svo verður ekki þá er búist
við að skiptum ljúki á þessu ári.
Verði hins vegar höfðuð riftunar-
mál þá býst skiptastjóri við því að
málið taki að minnsta kosti eitt ár
í viðbót. Búnaðarbankinn, sem
hefur lýst 512 milljónum króna í
þrotabúið, er langstærsti kröfu-
hafinn, en í þeim hópi eru einnig
hátt í 370 aðilar og fyrirtæki, þar
á meðal Landsbankinn og Íslands-
banki. ■
MÓAR
Fundur með kröfuhöfum vegna gjaldþrots
kjúklingabúsins Móa var haldinn fyrr í vik-
unni, en lýstar kröfur í þrotabúið hljóða
upp á 1.900 milljónir króna.