Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 48
44 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGURHjólreiðar
Hlaupakonan Marion Jones:
Aldrei notað ólögleg lyf
Verð tilbúinn
í fyrsta leik
Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson er að ná sér af meiðslum sem
hann varð fyrir í júlí í fyrra.
FÓTBOLTI „Þetta er allt að koma,“
sagði Grétar Rafn Steinsson, leik-
maður ÍA. Grétar Rafn hefur ver-
ið frá keppni frá því krossband í
hné slitnaði í leik gegn Þrótti á
Laugardalsvelli í lok júlí í fyrra.
„Ég fór í aðgerð sex vikum eftir að
ég meiddist,“ sagði Grétar Rafn.
„Það kom dálítið bakslag viku eft-
ir aðgerðina en að öðru leyti hefur
þetta allt legið upp á við.“
Grétar Rafn byrjaði að æfa fyr-
ir nokkru en vill ná meiri krafti
áður en hann byrjar að spila að
nýju. „Ég æfi með liðinu þegar það
æfir í höllinni í Reykjavík og ég
hefði getað spilað fótbolta undan-
farna tvo mánuði,“ sagði Grétar
Rafn og hann er ekkert hræddur
við að fara í tækklingarnar. „Það
hefur aldrei vantað upp á það hjá
mér,“ sagði Grétar Rafn sem
reiknar með að taka þátt í fyrsta
kappleiknum eftir einn til einn og
hálfan mánuð. „Ég gæti spilað en
ég vil vera alveg 100 prósent tilbú-
inn. Núna einbeiti ég mér að því að
bæta stökkkraftinn og sprengi-
kraftinn. Ég verð tilbúinn í fyrsta
leik í Landsbankadeildinni en það
liggur ekkert á og það er engin
pressa á mér,“ sagði Grétar Rafn
en Skagamenn mæta Fylki á
heimavelli í 1. umferð Lands-
bankadeildarinnar sunnudaginn
16. maí.
Grétar Rafn fór í endurhæf-
ingu til Hollands í desember og
fer þangað öðru sinni í næsta mán-
uði. Þar verður hann hjá sjúkra-
þjálfara sem hefur annast
Leedsarann David Batty, Danann
Jesper Grönkjær og hollensku tví-
burana Ronald og Frank De Boer.
Grétar Rafn hefur verið frá
keppni í sjö mánuði og hann er
ánægður með þá þolinmæði sem
knattspyrnuforystan á Akranesi
hefur sýnt honum. „Stjórnin hefur
hugsað vel um mig. Hún hefur
gert allt sem hægt var þó ég hafi
ekki verið á samningi, og þó ég sé
enn ekki á samningi. Hún á hrós
skilið fyrir að hafa ekki misst þol-
inmæðina,“ sagði Skagamaðurinn
Grétar Rafn Steinsson. ■
Styrkleikalisti FIFA:
Ísland niður
um þrjú sæti
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið
í fótbolta er í 59. sæti á nýjum
styrkleikalista FIFA sem var
gefinn út í gær. Liðið fellur um
þrjú sæti frá því síðasti listi var
birtur þann 4. janúar.
Heimsmeistarar Brasilíu eru
sem fyrr í efsta sæti og á eftir
þeim koma Frakkar, Spánverjar
og Hollendingar. Athygli vekur
að Túnis, sem varð Afríkumeist-
ari á dögunum, hoppar upp í 31.
sæti úr því 45. Nígería, sem lenti
í þriðja sæti í keppninni, fer úr
35. sæti í það 21. ■
Japp Stam ósáttur.
Vill fara til
Milan
FÓTBOLTI Hollenski varnarjaxlinn
Jaap Stam, vill yfirgefa Lazio eftir
þessa leiktíð og
skipta yfir í AC
Milan eða Int-
er. Meistarar
Juventus hafa
borið víurnar í
Stam en hann
vill ekki fara
þangað.
„Ef ég yfir-
gef Róm vil ég
bara spila í
Mílanóborg,“
sagði hann.
„Ég ber mikla
virðingu fyrir Juventus en ég hef
ekki áhuga á að fara þangað. Mig
langar að vinna eitthvað með Milan
eða Inter.“ Lazio á í miklum fjár-
hagskröggum og hefur sett Stam á
sölulista. Samningur hans við
félagið rennur út á næsta ári. ■
Stelpurnar okkar !
Meðal dagskrárliða:
Staðan á Íslandi í dag Dr. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ
Íþróttaumhverfi stúlkna á Íslandi – Þættir sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku:
Heimilið – Hvatning fjölskyldunnar Anna Guðrún Steinsen
Skólinn – Íþróttakennsla í grunnskólum og viðhorfamótun nemenda Tómas Jónsson
Íþróttafélagið – Jafnir möguleikar til íþróttaiðkunnar? Petrún Bj. Jónsdóttir
Fjölmiðlar – Fjölmiðlar og kvennaíþróttir Þuríður Helga Þorsteinsdóttir
“Only sport for the tough guys?” Gender, youth, culture and snowboarding
Dr. Mari Kristin Sisjord, dósent við Íþróttaháskólann í Osló
Sjálfsmynd stúlkna og íþróttaiðkun
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar
Are Physical Education classes for all girls and boys?
Dr. Fiona Dowling, dósent við Íþróttaháskólann í Osló
Umræðuhópar – Hvernig framtíð viljum við búa stelpunum okkar ?
Ráðstefnugestir geta valið um þátttöku í eftirfarandi hópum:
Heimili – Skóli – Íþróttafélagið – Fjölmiðlar – Afreksíþróttir – Sjálfsmyndin
Ráðstefnustjórn Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, aðjunkt í tómstundafræðum við KHÍ
Sameiginleg ráðstefna KHÍ og ÍSÍ um Konur og íþróttir
Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 21. febrúar 2004 frá kl. 9:00 til 17:00
Þátttökugjald er kr. 1.500,- innfalið er ráðstefnugjald, kaffi og hádegisverður.
Hægt er að skrá sig á netfangið helgabj@isisport.is eða í síma 514 4000.
Frekari upplýsingar og tímasett dagskrá er á www.isisport.is
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Bandaríska
hlaupakonan Marion Jones seg-
ist aldrei hafa notað ólögleg lyf.
Jones er um þessar mundir
stödd í Bretlandi ásamt eigin-
manni sínum, hlauparanum Tim
Montgomery. Þar keppa þau á
móti í Birmingham.
Á dögunum þurftu þau bæði
að svara spurningum frjáls-
íþróttayfirvalda sem rannsaka
um þesssar mundir ólöglega
lyfjanotkun í greininni. „Ég var
taugaóstyrk en ég vissi að ég
hafði ekkert gert af mér,“ sagði
Marion. „Ég var spurð á hrein-
skilinn hátt og svaraði hrein-
skilningslega.“ ■
Intersportdeildin í
körfubolta:
Greiðvikni
Keflvíkinga
við KFÍ
KÖRFUBOLTI Það verður nóg að
gera hjá bikarmeisturum Kefl-
víkinga næstu daga. Keflvíking-
ar spila tvo daga í röð í Inter-
sportdeildinni í körfubolta um
helgina sem er mjög óvanalegt
fyrir lið í efstu deild og nánast
einsdæmi síðustu ár.
Þetta kemur til af tvennu,
annarsvegar þeirri staðreynd að
leik þeirra við KFÍ hefur verið
frestað tvisvar vegna sam-
gönguerfiðleika og hinsvegar
greiðvikni þeirra sjálfra svo að
Ísfirðingar geti leikið útileiki
sína gegn ÍR og Keflavík í sömu
ferðinni en þeir spila í Seljaskól-
anum í kvöld. Keflvíkingar
mæta Grindavík í stórleik um-
ferðarinnar á morgun og KFÍ
síðan sólarhring síðar en Kefla-
vík hefur unnið alla átta heima-
leiki sína í deildinni í vetur og í
raun aðeins tapað einum leik –
gegn franska liðinu Dijon í
Evrópukeppninni.
Framkvæmdastjóri KFÍ, Guð-
jón Þorsteinsson, þakkaði Keflvík-
ingum fyrir á heimasíðu þeirra.
„Ég vil koma þakklæti áleiðis
til Keflvíkinga um að spila leik-
inn við okkur á laugardagskvöld.
Þetta sýnir mikla óeigingirni og
íþróttaanda. Við komum á
fimmtudagsmorgun í bæinn og
förum aftur heim á sunnudag,
þar sem við spilum tvo útileiki í
þessari ferð. Þetta bjargaði hálf-
um vinnudegi fyrir okkur,“
skrifaði Guðjón á spjallsíðu
Keflvíkinga í gær, sáttur við
félaga sína í Reykjanesbæ. ■
PELLIGRINI TIL UNITED? Chile-
búinn Manuel Pellegrini verður
hugsanlega næsti aðstoðarþjálf-
ari Sir Alex Ferguson hjá
Manchester United. Pelligrini er
sagður hafa mikinn áhuga á þjálf-
arastarfi í Evrópu en hann hætti
sem þjálfari River Plate í Argent-
ínu á síðustu leiktíð.
VIDUKA Í BANN Talið er að Mark
Viduka, leikmaður Leeds, verði
settur í keppnisbann af FIFA eft-
ir að hann neitaði að spila með
ástralska landsliðinu í æfingaleik
gegn Venesuela í gær. Hann gæti
því misst af deildarleik gegn
Manchester United á laugardag.
Kylfingur í sögubækurnar:
Kynskipt-
ingur á
kvennamóti
GOLF Kylfingur sem fæddist sem
karlmaður í borginni Adelaide í
Ástralíu skráir nafn sitt í sögu-
bækurnar þegar hann tekur þátt á
Opna ástralska kvennamótinu í
golfi í næsta mánuði.
Mianne Bagger fór í kyn-
skiptiaðgerð árið 1995 eftir að
hafa allt tíð fundist líf sitt vera
óeðlilegt. „Þetta er í fyrsta sinn í
heiminum sem þetta gerist,“
sagði hin 37 ára Bagger. „Kyn-
skiptingar hafa aldrei tekið þátt í
golfmótum kvenna áður. Lang-
þráður draumur er að rætast.“
Ástralska golfsambandið hefur
lagt blessun sína yfir þátttöku
Baggers og hefur ekkert slæmt
um málið að segja. ■
LANCE ARMSTRONG
Fimmfaldur sigurvegari í Frakklands-
hjólreiðakeppninni eða Tour de France,
keppir þessa dagana í suðurhluta Portúgal.
Dawid Banaczek:
Enn inni í
myndinni
FÓTBOLTI Skagamenn hafa ekki
ákveðið hvort þeir semja við fram-
herjann Dawid Banaczek. Pólverj-
inn lék tvo leiki með ÍA í Iceland
Express Cup í lok janúar og skoraði
mark Skagamanna gegn Örgryte.
Gunnar Sigurðsson, formaður
rekstrarfélags meistaraflokks ÍA,
sagði að Skagamenn muni líklega
skoða Banaczek betur í æfingaferð
til Þýskaland í apríl en þeir verða í
viku til tíu daga í Þýskalandi.
Banaczek lék áður með pólsku
félögunum Lechia Gdansk, RKS
Radomsko og Widzew Lódz, áhuga-
mannaliði Bayern Munchen og IFK
Norrköping í Svíþjóð. ■
Fyrrum markvörður
Elfsborg:
Skaðabætur
vegna
raddleysis
FÓTBOLTI Dómstólar í Svíþjóð hafa
úrskurðað að Anders Bogsjo,
fyrrverandi markvörður úrvals-
deildarliðsins Elfsborg, eigi rétt á
skaðabótum vegna raddmissis
sem hann varð fyrir.
Bogsjo segist hafa misst rödd-
ina eftir að hafa öskrað fullmikið
á samherja sína inni á knatt-
spyrnuvellinum. Segist hann hafa
orðið fyrir miklum tekjumissi í
kjölfarið þegar hann missti sæti
sitt í liðinu. Hann var í framhald-
inu leystur undan samningi sín-
um. Bogsjo hélt því fram fyrir
rétti að raddleysið ætti að túlka
sem vinnuslys og vann málið. ■
JONES
Svaraði spurningum yfirvalda um lyfja-
notkun á hreinskilinn hátt.
■ Fótbolti
STAM
Vill yfirgefa Lazio, sem
á í miklum fjár-
hagskröggum um
þessar mundir.
GRÉTAR RAFN STEINSSON
Grétar Rafn í leik gegn KA í Landsbankadeildinni í fyrra.