Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 48
44 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGURHjólreiðar Hlaupakonan Marion Jones: Aldrei notað ólögleg lyf Verð tilbúinn í fyrsta leik Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson er að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir í júlí í fyrra. FÓTBOLTI „Þetta er allt að koma,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, leik- maður ÍA. Grétar Rafn hefur ver- ið frá keppni frá því krossband í hné slitnaði í leik gegn Þrótti á Laugardalsvelli í lok júlí í fyrra. „Ég fór í aðgerð sex vikum eftir að ég meiddist,“ sagði Grétar Rafn. „Það kom dálítið bakslag viku eft- ir aðgerðina en að öðru leyti hefur þetta allt legið upp á við.“ Grétar Rafn byrjaði að æfa fyr- ir nokkru en vill ná meiri krafti áður en hann byrjar að spila að nýju. „Ég æfi með liðinu þegar það æfir í höllinni í Reykjavík og ég hefði getað spilað fótbolta undan- farna tvo mánuði,“ sagði Grétar Rafn og hann er ekkert hræddur við að fara í tækklingarnar. „Það hefur aldrei vantað upp á það hjá mér,“ sagði Grétar Rafn sem reiknar með að taka þátt í fyrsta kappleiknum eftir einn til einn og hálfan mánuð. „Ég gæti spilað en ég vil vera alveg 100 prósent tilbú- inn. Núna einbeiti ég mér að því að bæta stökkkraftinn og sprengi- kraftinn. Ég verð tilbúinn í fyrsta leik í Landsbankadeildinni en það liggur ekkert á og það er engin pressa á mér,“ sagði Grétar Rafn en Skagamenn mæta Fylki á heimavelli í 1. umferð Lands- bankadeildarinnar sunnudaginn 16. maí. Grétar Rafn fór í endurhæf- ingu til Hollands í desember og fer þangað öðru sinni í næsta mán- uði. Þar verður hann hjá sjúkra- þjálfara sem hefur annast Leedsarann David Batty, Danann Jesper Grönkjær og hollensku tví- burana Ronald og Frank De Boer. Grétar Rafn hefur verið frá keppni í sjö mánuði og hann er ánægður með þá þolinmæði sem knattspyrnuforystan á Akranesi hefur sýnt honum. „Stjórnin hefur hugsað vel um mig. Hún hefur gert allt sem hægt var þó ég hafi ekki verið á samningi, og þó ég sé enn ekki á samningi. Hún á hrós skilið fyrir að hafa ekki misst þol- inmæðina,“ sagði Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson. ■ Styrkleikalisti FIFA: Ísland niður um þrjú sæti FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 59. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í gær. Liðið fellur um þrjú sæti frá því síðasti listi var birtur þann 4. janúar. Heimsmeistarar Brasilíu eru sem fyrr í efsta sæti og á eftir þeim koma Frakkar, Spánverjar og Hollendingar. Athygli vekur að Túnis, sem varð Afríkumeist- ari á dögunum, hoppar upp í 31. sæti úr því 45. Nígería, sem lenti í þriðja sæti í keppninni, fer úr 35. sæti í það 21. ■ Japp Stam ósáttur. Vill fara til Milan FÓTBOLTI Hollenski varnarjaxlinn Jaap Stam, vill yfirgefa Lazio eftir þessa leiktíð og skipta yfir í AC Milan eða Int- er. Meistarar Juventus hafa borið víurnar í Stam en hann vill ekki fara þangað. „Ef ég yfir- gef Róm vil ég bara spila í Mílanóborg,“ sagði hann. „Ég ber mikla virðingu fyrir Juventus en ég hef ekki áhuga á að fara þangað. Mig langar að vinna eitthvað með Milan eða Inter.“ Lazio á í miklum fjár- hagskröggum og hefur sett Stam á sölulista. Samningur hans við félagið rennur út á næsta ári. ■ Stelpurnar okkar ! Meðal dagskrárliða: Staðan á Íslandi í dag Dr. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ Íþróttaumhverfi stúlkna á Íslandi – Þættir sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku: Heimilið – Hvatning fjölskyldunnar Anna Guðrún Steinsen Skólinn – Íþróttakennsla í grunnskólum og viðhorfamótun nemenda Tómas Jónsson Íþróttafélagið – Jafnir möguleikar til íþróttaiðkunnar? Petrún Bj. Jónsdóttir Fjölmiðlar – Fjölmiðlar og kvennaíþróttir Þuríður Helga Þorsteinsdóttir “Only sport for the tough guys?” Gender, youth, culture and snowboarding Dr. Mari Kristin Sisjord, dósent við Íþróttaháskólann í Osló Sjálfsmynd stúlkna og íþróttaiðkun Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar Are Physical Education classes for all girls and boys? Dr. Fiona Dowling, dósent við Íþróttaháskólann í Osló Umræðuhópar – Hvernig framtíð viljum við búa stelpunum okkar ? Ráðstefnugestir geta valið um þátttöku í eftirfarandi hópum: Heimili – Skóli – Íþróttafélagið – Fjölmiðlar – Afreksíþróttir – Sjálfsmyndin Ráðstefnustjórn Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, aðjunkt í tómstundafræðum við KHÍ Sameiginleg ráðstefna KHÍ og ÍSÍ um Konur og íþróttir Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 21. febrúar 2004 frá kl. 9:00 til 17:00 Þátttökugjald er kr. 1.500,- innfalið er ráðstefnugjald, kaffi og hádegisverður. Hægt er að skrá sig á netfangið helgabj@isisport.is eða í síma 514 4000. Frekari upplýsingar og tímasett dagskrá er á www.isisport.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Bandaríska hlaupakonan Marion Jones seg- ist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Jones er um þessar mundir stödd í Bretlandi ásamt eigin- manni sínum, hlauparanum Tim Montgomery. Þar keppa þau á móti í Birmingham. Á dögunum þurftu þau bæði að svara spurningum frjáls- íþróttayfirvalda sem rannsaka um þesssar mundir ólöglega lyfjanotkun í greininni. „Ég var taugaóstyrk en ég vissi að ég hafði ekkert gert af mér,“ sagði Marion. „Ég var spurð á hrein- skilinn hátt og svaraði hrein- skilningslega.“ ■ Intersportdeildin í körfubolta: Greiðvikni Keflvíkinga við KFÍ KÖRFUBOLTI Það verður nóg að gera hjá bikarmeisturum Kefl- víkinga næstu daga. Keflvíking- ar spila tvo daga í röð í Inter- sportdeildinni í körfubolta um helgina sem er mjög óvanalegt fyrir lið í efstu deild og nánast einsdæmi síðustu ár. Þetta kemur til af tvennu, annarsvegar þeirri staðreynd að leik þeirra við KFÍ hefur verið frestað tvisvar vegna sam- gönguerfiðleika og hinsvegar greiðvikni þeirra sjálfra svo að Ísfirðingar geti leikið útileiki sína gegn ÍR og Keflavík í sömu ferðinni en þeir spila í Seljaskól- anum í kvöld. Keflvíkingar mæta Grindavík í stórleik um- ferðarinnar á morgun og KFÍ síðan sólarhring síðar en Kefla- vík hefur unnið alla átta heima- leiki sína í deildinni í vetur og í raun aðeins tapað einum leik – gegn franska liðinu Dijon í Evrópukeppninni. Framkvæmdastjóri KFÍ, Guð- jón Þorsteinsson, þakkaði Keflvík- ingum fyrir á heimasíðu þeirra. „Ég vil koma þakklæti áleiðis til Keflvíkinga um að spila leik- inn við okkur á laugardagskvöld. Þetta sýnir mikla óeigingirni og íþróttaanda. Við komum á fimmtudagsmorgun í bæinn og förum aftur heim á sunnudag, þar sem við spilum tvo útileiki í þessari ferð. Þetta bjargaði hálf- um vinnudegi fyrir okkur,“ skrifaði Guðjón á spjallsíðu Keflvíkinga í gær, sáttur við félaga sína í Reykjanesbæ. ■ PELLIGRINI TIL UNITED? Chile- búinn Manuel Pellegrini verður hugsanlega næsti aðstoðarþjálf- ari Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Pelligrini er sagður hafa mikinn áhuga á þjálf- arastarfi í Evrópu en hann hætti sem þjálfari River Plate í Argent- ínu á síðustu leiktíð. VIDUKA Í BANN Talið er að Mark Viduka, leikmaður Leeds, verði settur í keppnisbann af FIFA eft- ir að hann neitaði að spila með ástralska landsliðinu í æfingaleik gegn Venesuela í gær. Hann gæti því misst af deildarleik gegn Manchester United á laugardag. Kylfingur í sögubækurnar: Kynskipt- ingur á kvennamóti GOLF Kylfingur sem fæddist sem karlmaður í borginni Adelaide í Ástralíu skráir nafn sitt í sögu- bækurnar þegar hann tekur þátt á Opna ástralska kvennamótinu í golfi í næsta mánuði. Mianne Bagger fór í kyn- skiptiaðgerð árið 1995 eftir að hafa allt tíð fundist líf sitt vera óeðlilegt. „Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem þetta gerist,“ sagði hin 37 ára Bagger. „Kyn- skiptingar hafa aldrei tekið þátt í golfmótum kvenna áður. Lang- þráður draumur er að rætast.“ Ástralska golfsambandið hefur lagt blessun sína yfir þátttöku Baggers og hefur ekkert slæmt um málið að segja. ■ LANCE ARMSTRONG Fimmfaldur sigurvegari í Frakklands- hjólreiðakeppninni eða Tour de France, keppir þessa dagana í suðurhluta Portúgal. Dawid Banaczek: Enn inni í myndinni FÓTBOLTI Skagamenn hafa ekki ákveðið hvort þeir semja við fram- herjann Dawid Banaczek. Pólverj- inn lék tvo leiki með ÍA í Iceland Express Cup í lok janúar og skoraði mark Skagamanna gegn Örgryte. Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks ÍA, sagði að Skagamenn muni líklega skoða Banaczek betur í æfingaferð til Þýskaland í apríl en þeir verða í viku til tíu daga í Þýskalandi. Banaczek lék áður með pólsku félögunum Lechia Gdansk, RKS Radomsko og Widzew Lódz, áhuga- mannaliði Bayern Munchen og IFK Norrköping í Svíþjóð. ■ Fyrrum markvörður Elfsborg: Skaðabætur vegna raddleysis FÓTBOLTI Dómstólar í Svíþjóð hafa úrskurðað að Anders Bogsjo, fyrrverandi markvörður úrvals- deildarliðsins Elfsborg, eigi rétt á skaðabótum vegna raddmissis sem hann varð fyrir. Bogsjo segist hafa misst rödd- ina eftir að hafa öskrað fullmikið á samherja sína inni á knatt- spyrnuvellinum. Segist hann hafa orðið fyrir miklum tekjumissi í kjölfarið þegar hann missti sæti sitt í liðinu. Hann var í framhald- inu leystur undan samningi sín- um. Bogsjo hélt því fram fyrir rétti að raddleysið ætti að túlka sem vinnuslys og vann málið. ■ JONES Svaraði spurningum yfirvalda um lyfja- notkun á hreinskilinn hátt. ■ Fótbolti STAM Vill yfirgefa Lazio, sem á í miklum fjár- hagskröggum um þessar mundir. GRÉTAR RAFN STEINSSON Grétar Rafn í leik gegn KA í Landsbankadeildinni í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.