Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 26
26 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
■ Andlát
■ Jarðarfarir
■ Afmæli
Fyrsti grammófónn Thomas Ed-ison hafði tvöfalt gildi, hann
tók upp hljóð og spilaði þau aftur.
Þegar talað var í hljóðnema dæld-
aði titringurinn af hljóðinu ál-
þynnusívalning í grammófóninum
í mynstur og var þetta fyrirrenn-
ari hljóðupptöku. Það er talið að
Edison hafi 12. ágúst 1877 reynt
upptökutækið sitt í fyrsta skipti
með því að fara með vögguvísuna
„Mæja átti lítið lamb“. Honum til
mikillar undrunar spilaði tækið
orð hans aftur.
Hann fékk svo einkaleyfi á
þessari uppfinningu sinni þann
19. febrúar 1878. Mánuði áður var
Talandi grammófónfélag Edisons
stofnað til að markaðssetja hina
nýju uppfinningu og varð hún
strax mjög vinsæl, þrátt fyrir að
einungis sérfræðingar gætu notað
grammófóninn og álþynnan sem
tók upp hljóðið entist mjög stutt.
Í júní sama ár setti Edison
fram hugmyndir um hvernig nota
mætti þessa uppfinningu hans en
meðal þeirra var að búa til hljóð-
bækur fyrir blinda og upptöku og
spilun á tónlist.
Eftir að nýjabrum grammó-
fónsins hvarf sneri Edison sér að
þróun ljósaperunnar á meðan aðr-
ir uppfinningamenn tóku að sér að
þróa tæki til upptöku og spilunar
hljóðs. ■
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, pró-
fessor og rithöfundur, er 51 árs í dag.
Hilmar Oddsson, leikstjóri og kvik-
myndagerðarmaður, er 47 ára í dag.
Sighvatur H. Kristbjörnsson frá Birnu-
stöðum, Skeiðum, síðast til heimilis á
Norðurbrún 1, lést sunnudaginn 15.
febrúar.
Sigurður Marz Hrólfsson, Meistaravöll-
um 25, lést fimmtudaginn 5. febrúar. Út-
förin hefur farið fram í kyrrþey.
Árni Eyvindsson, Ægisíðu 62, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 12. febrúar.
Valgerður Marsveinsdóttir, Austurbergi
30, lést föstudaginn 6. febrúar. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Unnur Abildgaard Skúladóttir
Thoroddsen, Solsortevej 74, Friðriks-
bergi, Kaupmannahöfn, lést þriðjudag-
inn 10. febrúar.
Jóhann Ó. Jósefsson, bóndi og harm-
onikuleikari, Ormarslóni, Þistilfirði, lést
mánudaginn 16. febrúar.
Þetta hefur verið gríðarlegamikill sprettur. Sumir hafa
verið að grínast með að við þyrft-
um öll að fara á heilsuhælið í
Hveragerði eftir að þessu öllu er
lokið,“ segir Sif Gunnarsdóttir,
sem hefur eins og undanfarin ár
borið hitann og þungann af skipu-
lagningu Vetrarhátíðar í Reykja-
vík.
Í dag er komið að því. Vetrar-
hátíð 2004 hefst með pompi og
prakt og stendur fram á sunnu-
dag, öll ólgandi af skemmtilegum
viðburðum frá morgni til kvölds.
Undirbúningurinn hefur staðið í
rúma fjóra mánuði.
„Stjórn Vetrarhátíðar hélt
fyrsta fundinn 10. október. Þá
settumst við niður og byrjuðum á
því að fara yfir síðustu Vetrarhá-
tíð til að skoða hvað okkur fannst
gott og hvað mátti betur fara.“
Næsta skrefið var svo að aug-
lýsa eftir þátttakendum. Fólk var
beðið um að hafa samband við Sif
ef það lumaði á stórkostlegum
hugmyndum. Og viðbrögðin létu
ekki á sér standa.
„Frá því fólk steig upp úr jóla-
fríum höfum við verið í fjórða
gír við að raða viðburðum niður.“
Sú niðurröðun er mikið púslu-
spil og þarf að gæta að mörgu.
Til dæmis er hentugt að hafa við-
burð í Laugardalshöllinni í beinu
framhaldi af einhverju öðru sem
er að gerast í Laugardalnum.
„Í ár tókum við líka þá ákvörð-
un að velja eitt hverfi til þess að
vera helsta vettvang viðburða í
einn dag. Árbæjarhverfi varð
fyrir valinu, og það er ljóst að á
sunnudaginn verður Árbæjar-
hverfi það hverfi borgarinnar
sem allir verða að sækja heim.
Þar verður allt sprengfullt af
skemmtilegum viðburðum alveg
frá því klukkan ellefu um morg-
uninn.“
Opnunarkvöldið verður hins
vegar að venju niðri í miðbæ,
sem verður bókstaflega iðandi af
lífi í allt kvöld.
„Stóran svip á hátíðina setur
líka þessi fjölmenningarlegi
vinkill sem við ákváðum að vera
með á hátíðinni í ár. Leikskólarn-
ir verða til dæmis með fjölmenn-
ingarlegan friðarboðskap. Síðan
kemur hingað hljómsveitin
Voices for Peace, og þjóðahátíðin
í Ráðhúsinu er líka partur af
þessu.“ ■
Vetrarhátíð 2004
SIF GUNNARSDÓTTIR
■ hefur ásamt öðrum stjórn Vetrarhátíð-
ar unnið baki brotnu undanfarnar vikur
við að skipuleggja hátíð í borginni.
BENICIO DEL TORO
Latínóleikarinn hrjúfi er 37 ára í dag.
19. febrúar
DISNEY KAUPIR KERMIT
Þau tímamót áttu sér stað í gær að Kermit
og hinir Prúðuleikararnir voru keyptir af
Disney-fyrirtækinu.
FYRSTI GRAMMÓFÓNNINN
Thomas Edison fékk einkaleyfi á fyrsta
grammófóninum á þessum degi.
THOMAS EDISON
■ Fékk einkaleyfi á fyrsta
grammófóninum.
19. febrúar
1878
Bandaríski skyndibitastaðurinnMcDonald’s fékk aukna sam-
keppni í gær þegar annað þekkt
vörumerki í bransanum, Burger
King, opnaði nýjan stað í Smára-
lindinni. Í tilefni opnunarinnar fór
Fréttablaðið á stúfana og forvitn-
aðist um hvort fólk fyndi mun á
hamborgurum þessara tveggja
staða og þá hvor væri betri.
„Það er meiri kjötfílingur og
grænmetið betra hjá
Burger King en
frönskurnar eru
betri hjá McDonald’s.
Staðirnir eru mjög
svipaðir en kannski
meiri matur hjá
Burger King, en sumum finnst
það of mikið. Fyrir mig fer það
eftir því í hvernig stemmningu ég
er. Það er gott að það sé komin
smá vídd í skyndibitafæðið, frá-
bært að hafa bæði pepsí og kók.“
Bibbi Curver fjöllistamaður,
sem gerði hamborgaraát að list.
„Burger King hefur
vinninginn, það er
meiri stíll yfir þeim
og ekki eins mikið
fjöldaframleiðsluyf-
irbragð. Þeir eru
meira ekta.“
Sigmar B. Hauksson,
matreiðslumaður.
Matur
BURGER KING
■ opnar í Smáralind.
Samkeppni bandarískra hamborgarastaða
„Ég hef ekki rannsakað þetta nægilega vel
enn sem komið er.“
Laufey Steingrímsdóttir,
sviðstjóri rannsókna hjá Lýðheilsustöð.
13.30 Leifur Valdimarsson, Árskógum
6, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík.
13.30 Páll Marteinsson, verslunarstjóri,
Borgarholtsbraut 32, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
15.00 Gísli Ásmundsson verður jarð-
sunginn frá Grensáskirkju.
15.00 Sveinn Pétursson, Hrafnistu,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju.
Varð undrandi þegar tækið talaði
Í fjórða gír frá jólum
SIF GUNNARSDÓTTIR
Hefur unnið í fjóra mánuði að skipulagningu
fjögurra daga Vetrarhátíðar í Reykjavík, sem
hefst í dag og stendur fram á sunnudag