Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 2
2 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
„Já, já, að sjálfsögðu geri ég það –
en ég er svo heppinn að eiga upp-
þvottavél. Og ég kann á hana.“
Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi upplýsti það í
Fréttablaðinu í gær að hann sér sjálfur um að þvo
fötin sín jafnvel þótt hann kunni lítið á þvottavélina.
Spurningdagsins
Stefán Jón, vaskarðu kannski upp líka?
Hinn látni 27 ára Lithái
Staðfest hefur verið að maðurinn sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í síðustu viku
var 27 ára Lithái. Fingrafarasamanburður leiddi í ljós að maðurinn var á sakaskrá bæði í
Vilníus og í Wiesbaden. Morð enn ekki útilokað.
LÖGREGLUMÁL Líkið sem fannst
klæðalítið og pakkað inn í plast í
höfninni í Neskaupstað 11. febrúar
síðastliðinn er af 27 ára karlmanni
frá Litháen sem var 180 cm á hæð
og ljósskolhærður. Þetta var stað-
fest á blaðamannafundi sem boðað
var til hjá Ríkislögreglustjóra í gær.
Dánarorsök liggur enn ekki fyrir en
ljóst þykir að maðurinn var látinn
áður en hann lenti í sjónum og að
stunguáverkar á líkinu voru til-
komnir eftir andlát hans. Ekki er þó
enn útilokað að maðurinn hafi verið
myrtur.
Fingraför mannsins voru send til
Interpol og fannst samsvörun í
gagnabanka í Vilníus í Litháen og í
Wiesbaden í Þýskalandi þar sem
maðurinn er á sakaskrá, en ekki
fékkst uppgefið hvaða brot maður-
inn hafði áður framið.
„Rétt þykir að upplýsa um málið
til að vekja athygli þeirra sem hugs-
anlega búa yfir upplýsingum. Lög-
reglan reynir að komast að því
hverjir gætu tengst honum eða sagt
til um ferðir hans og þegar hefur
farið fram eftirgrennslan og rann-
sókn í útlöndum,“ sagði Inger L.
Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, á
blaðamannafundinum. Embættið
heldur utan um rannsókn málsins
og nýtur meðal annars aðstoðar
Ríkislögreglustjóra og lögreglunn-
ar í Reykjavík. Mynd af andliti hins
látna var dreift til blaðamanna.
Ekki hefur verið hægt að segja
nákvæmlega til um hver maðurinn
er, en að sögn lögreglunnar hefur
hann notað nokkur nöfn, eins og oft
er með burðardýr fíkniefna. Yfir-
gnæfandi líkur eru taldar á að Lit-
háinn hafi komið til landsins um
Keflavíkurflugvöll 2. febrúar síð-
astliðinn, á einhverju þeirra nafna
sem hann notar, en lögregla vill ekki
gefa upp hvert það nafn er, þar sem
verið er að púsla þeim öllum saman
í rannsókninni. Ljóst er að maður-
inn hefur sést á farþegalista til
landsins. Arnar Jensson, yfirlög-
regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra,
sagði óljóst hvort eitthvert nafn-
anna tengdist á einhvern hátt
glæpastarfsemi, en grunur leikur á
að maðurinn hafi komið af og til til
Íslands.
„Rannsóknin beinist að stórum
hluta að því að kortleggja eins ná-
kvæmlega og unnt er ferðir allra
grunaðra og allra sem til greina
koma og kortleggja þá sólarhringa
sem þessir atburðir eiga sér stað.
Við vinnum eftir öllum þeim stað-
reyndum sem við getum safnað
saman,“ sagði Arnar.
Ljóst þykir að maðurinn tengist
einhverjum hér á landi en að svo
stöddu er enginn sakborningur
eða með réttarstöðu grunaðs
manns í málinu samkvæmt lög-
reglunni og engin húsleit hefur
farið fram vegna þess. Hins vegar
þykir ljóst að fleiri en einn komu
að þeim verknaði sem framinn
hefur verið. Hörður Jóhannesson,
yfirlögregluþjónn í Reykjavík,
sagði að við rannsóknina hefði lík-
ið meðal annars verið borið saman
við týnda Íslendinga og það hafi
tekið ákveðinn tíma.
„Það var ekki farið strax af
stað með það að dreifa myndum af
manninum af tillitssemi við að-
standendur. Það þykir hins vegar
tímabært núna að mati þeirra sem
rannsaka málið,“ sagði Hörður.
Við réttarkrufningu á Litháanum
kom í ljós að maðurinn var ekki
með minna en 400 grömm af hvítu
efni, meðal annars amfetamíni,
innvortis, í 50 til 60 sérútbúnum
plasthylkjum, en líklegt þykir að
líffæri mannsins hafi gefið sig
vegna leka efnanna úr umbúðun-
um. Hörður sagði þetta trúlega
mesta magn af fíkniefnum sem
fundist hefði innvortist í einum
manni hérlendis.
Um fjörutíu lögreglumenn hafa
komið að rannsókn málsins og búið
er að yfirheyra á annað hundrað
manns víða um land. Margir hafa
gefið sig fram við lögreglu til að
veita upplýsingar um málið, þar á
meðal margir Litháar. Fram kom á
blaðamannafundinum að rannsókn
á grárri jeppabifreið hefði ekki leitt
neitt sérstakt í ljós. Engin tengsl
hefðu verið staðfest milli hins látna
eða nokkurs annars og þess vegna
hefði rannsóknin ekki gengið hrað-
ar en raun ber vitni.
Gagnrýnt hefur verið að ekki
skyldu fyrr en nú hafa verið veittar
greinargóðar upplýsingar um lík-
fundinn. Sýslumaðurinn á Eskifirði
sagði að vegna þess hversu fáliðað
embættið væri hefði meðal annars
ekki verið mannskapur til að svara í
símann. Fram kom að rannsókn
málsins gengi nú eðlilega fyrir sig í
góðri samvinnu lögregluembætt-
anna á Eskifirði, í Reykjavík, á
Seyðisfirði, Höfn og Akureyri.
bryndis@frettabladid.is
hrs@frettabladid.is
Áfengislöggjöfin gagnrýnd á Alþingi:
Ekki fallin úr gildi segir ráðherra
ALÞINGI Mörður Árnason, þing-
maður Samfylkingarinnar, vakti
athygli á því á Alþingi í gær að
áfengisauglýsingum hefði fjölgað
mjög í íslensku samfélagi að und-
anförnu. Þetta væru meðal annars
duldar auglýsingar í formi um-
fjöllunar sem greitt væri fyrir í
blöðum og öðrum fjölmiðlum.
Máli sínu til stuðnins sýndi þing-
maðurinn úrklippur og auglýsing-
ar úr tímariti og dagblaði.
„Bjórauglýsingar hafa verið
áberandi undir yfirskyni þess að
verið sé að selja léttbjór, en eng-
um dettur í hug að þessar auglýs-
ingar snúist um eitthvað annað en
áfengan bjór, þótt orðunum léttöl
eða pilsner sé skotið inn,“ sagði
Mörður.
Hann spurði dómsmálaráð-
herra hvort hann teldi að sú grein
áfengislaganna sem bannar aug-
lýsingar á áfengi og áfengisteg-
undum væri með einhverjum
hætti fallin úr gildi.
„Nei, þessi grein laganna er
ekki fallin úr gildi,“ sagði Björn
Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Hann benti á dóm Hæstaréttar frá
1999 þar sem því var slegið föstu
að lagagreinin væri í fullu gildi,
en í dóminum sagði að rökin fyrir
greininni ættu sér efnislega stoð í
stjórnarskránni og Mannréttinda-
sáttmála Evrópu. ■
FJANDVINIR HEILSAST
Arun Kumar Singh, embættismaður hjá
indverska utanríkisráðuneytinu, heilsar
pakistönskum starfsbróður sínum Riaz
Khokar í Islamabad.
Kjarnorkuveldin Indland
og Pakistan:
Samkomu-
lag um frið-
aráætlun
ISLAMABAD Kjarnorkuveldin Ind-
land og Pakistan hafa komist að
samkomulagi um eins konar „veg-
vísi til friðar“. „Báðir aðilar hafa
gert sér grein fyrir því að stríð
kemur ekki til greina“ sagði Riaz
Khokhar, talsmaður pakistanska
utanríkisráðuneytisins, að loknum
þriggja daga samningaviðræðum
í Islamabad.
Pervez Musharraf, forseti
Pakistan, segir að embættismenn
frá utanríkisráðuneytum land-
anna tveggja muni ræðast við í
maí eða júní en utanríkisráðherr-
arnir í júlí eða ágúst. Deilan um
Kasmír verður í brennidepli á
þessum fundum en einnig verður
farið yfir önnur mikilvæg ágrein-
ingsmál og rætt um samstarf ríkj-
anna.
Fréttaskýrendur segja að þó að
Indverjar og Pakistanar hafi nú
sýnt raunverulegan vilja til að
leysa ágreiningsmál sín verði
þess langt að bíða að endanlegt
samkomulag náist. ■
Alvarlegt umferðarslys í
Húnavatnssýslu í gær:
Þrennt
slasaðist
BÍLSLYS Þrennt slasaðist í hörðum
árekstri skammt frá Blönduósi í
gærkvöldi. Slysið varð skömmu
fyrir klukkan sjö í gærkvöld.
Jepplingur ók undir kyrrstæðan
og ljóslausan malarflutningabíl
sem lagt hafði verið í vegar-
kanti. Karl og kona á fimm-
tugsaldri og barn konunnar, sem
voru í jepplingnum, voru öll flutt
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
til Reykjavíkur. Konan er alvar-
lega slösuð og var hún án með-
vitundar. Aðstæður á slysstað
voru mjög erfiðar að sögn
lögreglu á Blönduósi, þoka og svo
til ekkert skyggni og tafði það
fyrir flugi þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. ■
Atlatnsolía:
Fær lóð í Reykjavík
MÖRÐUR ÁRNASON
Þingmaður Samfylkingarinnar vakti athygli
á því á Alþingi að áfengisauglýsingum, að-
allega duldum auglýsingum, hefði fjölgað
mjög í íslensku samfélagi að undanförnu.
Franskur maður:
Stútfullur af
klinki
BOSTON, AP Frönskum læknum var
brugðið þegar þeir uppgötvuðu
ástæðuna fyrir magakvölum sjúk-
lings. Læknarnir fundu um 350
smápeninga auk nála og skartgripa
í maga mannsins. Málmhlutirnir
vógu samtals rúm fimm kíló og
hafði maðurinn borðað þá á um ára-
tug áður en hann var fluttur á
sjúkrahús í janúar 2002. Þar var
hann skorinn upp en lést nokkrum
dögum síðar. Maðurinn átti við
geðræn vandamál að stríða og vissu
ættingjar hans að hann borðaði
þessa muni. Tilraunir þeirra til að
koma í veg fyrir átið reyndust
árangurslausar. ■
NEYTENDAMÁL Skipulags- og bygg-
inganefnd Reykjavíkurborgar
samþykkti á fundi sínum í gær-
morgun að úthluta Atlantsolíu lóð
við Bústaðaveg 151 til þriggja ára.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for-
maður nefndarinnar, segist vera
ánægð með að búið sé að finna lóð
fyrir Atlantsolíu og vonar að með
því takist að auka samkeppni á
bensínmarkaðinum.
Mikill áhugi mun hafa verið á
lóðinni hjá öðrum olíufélögum en
framtíðarskipulag borgarinnar
gerir ráð fyrir að þar rísi umferð-
armannvirki. Af þeim sökum er
lóðinni úthlutað tímabundið til
þriggja ára.
Hugi Hreiðarsson, markaðs-
stjóri Atlantsolíu, segir að málið
fari nú í sitt hefðbundna ferli og
það taki um hundrað daga. „Þetta
er mikilvægur áfangasigur og
senn hillir undir að Reykvíkingar
fái að njóta samkeppni í bensín-
verslun. Við erum að vonum
ánægð með niðurstöðu skipulags-
yfirvalda og með þessari lóð get-
um við enn frekar keppt við stóru
olíufélögin,“ segir Hugi. ■
LÓÐ ATLANTSOLÍU
Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að Atlantsolía fái
úthlutað lóð við Bústaðaveg 151 til þriggja ára.
BLAÐAMANNAFUNDUR
Arnar Jensson hjá Ríkislögreglustjóra, Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, og Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík svör-
uðu spurningum á blaðamannafundi sem boðað var til vegna líkfundarins í Neskaupstað í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra í gær. Þar
kom fram að fingrafarasamanburður í útlöndum leiddi í ljós að maðurinn væri á sakaskrá í Vilníus og í Wiesbaden.
INGER L. JÓNSDÓTTIR
Sýslumaðurinn á Eskifirði nýtur meðal
annars aðstoðar Ríkislögreglustjóra og lög-
reglunnar í Reykjavík við rannsókn líkfund-
arins. Inger sagði að vegna þess hversu fá-
liðað embættið væri eystra hefði í fyrstu
verið erfitt að svara í símann og veita upp-
lýsingar um málið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R