Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 24
Miðbær Reykjavíkur tók aðhnigna mun seinna en miðbæir stærstu borga í nágrannalöndunum. Þar hefur hins vegar mátt merkja góða viðreisn miðbæja á undanförn- um árum. Það er í raun sama til hvaða borga við lítum; alls staðar sjáum við framkvæmdir og nýbygg- ingar í miðbæjunum; samgöngur eru bættar, neðanjarðarlestakerfum komið fyrir eða þau stóraukin, stór- hýsi rísa, eldri iðnaðarhúsum breytt í listamiðstöðvar eða verslanir, eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði nálægt miðbæjunum stóreykst. Eftir flótta fólks út í úthverfin og niðurníðslu miðbæjanna hefur þróuninni verið snúið við. Fólk hefur lært af biturri reynslu að miðbæjarlífið er mestu verðmæti borgarlífsins – án miðbæj- anna eru borgirnar í raun fádæma óspennandi. Uppbygging miðbæjar Reykja- víkur hætti um miðja síðustu öld. Öll stærstu og glæsilegustu hús mið- bæjarins eru frá fyrri hluta síðustu aldar. Eftir seinna stríð töpuðu Ís- lendingar stórhug sínum. Í stað draumsins um að reisa hér glæsilega borg með fjölskrúðugu mannlífi tók sig upp gamall kotungsháttur. Ekk- ert mátti lengur verða stórt eða glæsilegt. En þrátt fyrir minni stór- hug var miðbærinn enn kjarni Reykjavíkur – og seinna höfuðborg- arsvæðisins alls. Íbúðahverfum í kringum miðbæinn hnignaði hins vegar; bárujárnið ryðgaði og skelja- sandurinn sprakk. Laugavegurinn hélt velli sem helsta verslunarsvæði landsins – en missti þann sess þegar Kringlan opnaði, féll í annað sætið þegar Smáralind kom og hefur lík- lega í dag misst Skeifuna/Fen- in/Mörkina fram úr sér – og hugsan- lega aðra verslunarkjarna einnig. Þrátt fyrir hnignun miðbæjarins hafa íbúðahverfin í námunda við hann endurnýjast fyrir atorku ein- staklinga. Á undraskömmum tíma hafa götur á borð við Njálsgötu og Grettisgötu breyst úr hálfgerðum slömmum í hinar fallegustu íbúða- götur. Sú atorka og fjármunir sem einstaklingar hafa lagt til uppbygg- ingar Þingholtanna, Vesturbæjarins og Miðbæjarins myndu án efa duga til að reisa nokkrar tónlistarhallir – eða hvaðeina sem hefur verið hald- reipi borgaryfirvalda í framtíðar- uppbyggingu miðbæjarins. Munur- inn á einstaklingunum og borginni er sá að einstaklingarnir hófu verkið en borgin hefur meira velt því fyrir sér. Hjá einstaklingunum leiddi eitt af öðru en borgin er sífellt að leita að hinni einu góðu hugmynd – og finnur hana því aldrei. Í þeim borgum sem eru nú að endurreisa miðbæi sína hafa borgar- yfirvöld tekið virkan þátt í uppbygg- ingunni – ekki með því að vita allt og gera allt – heldur með því að laga skipulag að þörfum atvinnulífs og íbúanna og ýta með öðrum hætti undir líflegt samfélag. Að öðrum kosti er hætt við að í miðbænum verði ekkert annað en opinberar stofnanir og barir. ■ Það hefur verið mikil umræðaað undanförnu í fjölmiðlum um æskudýrkunarsamfélagið og allt sem því fylgir. Ástæðan er að sjálfsögðu lýtalækningapró- gramm Stöðvar 2. En sú ástæða er nú aðeins toppurinn á ísjakanum, því það er stöðugt verið að senda okkur skilaboð um að við séum á einhvern hátt ómöguleg eins og við erum. Hinir ungu, fallegu og ríku eru fyrirmyndin sem við eig- um að stefna eftir. Allt annað er lítils virði. Öll okkar reynsla, til- finningar, hugsanir, allt það frá- bæra sem við höfum fram að færa, sama hversu gömul eða ung við erum, feit eða grönn, stór eða smá. Ekkert skiptir máli nema aldur og útlit og peningaeign. Og samfélagið verður í kjölfarið stöðugt ópersónulegra. Það er eins og við séum bara einhver kennitala, númer í hinum íslenska genabanka. Oft vill það gleymast að við erum hvert og eitt svo miklu meira en það sem talan, númerið og útlitið gefur til kynna. Lífið er ferðalag Ég hef stundum sagt að við séum á vissan hátt eins og ferða- taska á leið frá einum áfangastað yfir á þann næsta í lífinu. Þá má um leið segja að lífið sé eins og ferða- lagið sem taskan er á. Þar með er líkingin milli okkar og ferðatösku orðin nokkuð góð. Ekki frekar en ferðataska á ferð vitum við hvert ferðinni er heitið. En á leiðinni á milli áfangastaða í lífinu safnast meir og meir í ferðatöskuna því eigandinn er sífellt að safna í sarp- inn, kaupa eitthvað nýtt eða stinga einhverju niður sem hann eignast á ferðalaginu. Og ferðataskan verður að sjálfsögðu velkt og snjáð með tímanum en geymir þess dýrmæt- ari minningar. Þið vitið sjálf hvern- ig það er þegar maður er á ferða- lagi, maður kaupir eitt og annað og allt fer í töskuna. Sumt tökum við fljótt upp aftur og notum jafnvel á ferðalaginu, sumt lendir í geymslu þegar við komum heim og gleymist þar í mörg ár. Við berum með okk- ur, eins og taskan, í gegnum lífið, allt það jákvæða og neikvæða sem fyrir okkur hefur komið, allar góðu stundirnar og hinar slæmu líka, allt það sem við skreytum okkur með og einnig það sem við þurfum að fela að því er okkur finnst. Og við eigum okkur öll bæði góðar og slæmar minningar. Sumt tekst okk- ur vel með og annað miður eins og gengur. Hörmung er að sjá mig En af einhverjum ástæðum er stöðugt verið að minna okkur á slæmu hlutina en lítið er fjallað um hina jákvæðu. Kannist þið ekki öll við það þegar við vöknum á morgnana, lítum í spegil og hugs- um með okkur „hörmung er að sjá mig í dag“. „Mikið er ég að fitna, ég sem er alltaf í megrun. Það gengur bara ekki neitt, ég get ekki látið sjá mig!“. Svo höldum við út í daginn, þegar við erum búin að brjóta okkur sjálf vel og rækilega niður. Og þegar við erum búin að tala neikvætt um okkur sjálf í nægilega mörg ár, þá endar það með því að við förum að trúa því sem við segjum um okkur sjálf. Tala nú ekki um þegar allir aðrir eru jafn neikvæðir. Því við erum ekki sérlega dugleg að hrósa hvert öðru Íslendingar! Eða hvað finnst þér? Við erum hvert og eitt dýr- mæt En það er til annars konar tal og annars konar áherslur. Það er til dæmis hægt að segja við sjálf- an sig: „Heyrðu, ég er nú bara með fullt af góðum hlutum í tösk- unni minni“, svo við höldum okk- ur við líkinguna af lífinu sem tösku. „Það er bara heilmikið sem ég get tekið upp og sýnt öðrum.“ „Ég er búinn að gera fullt af góð- um hlutum um ævina sem skipta máli,“ eða við getum líka sagt „já, ég lít nú bara ekki svo illa út í dag“. Alveg eins og við getum tal- að okkur niður í kjallara, þá get- um við gefið okkur sjálfum klapp á öxlina og gert lífið þar með miklu betra fyrir okkur sjálf og umhverfið. Því við erum hvert og eitt dýrmæt, einstök og höfum svo óskaplega mikið að gefa. Við erum frábær Nú haldið þið kannski að ég sé að segja að við eigum að blekkja okkur sjálf til að halda að við séum betri en við erum í raun og veru. Ef þú hugsar þannig ert þú einn af þeim sem eru fullir af neikvæðni í eigin garð. Þú ættir í þessu tilfelli frekar að stinga neikvæðninni undir stólinn, horfa í spegilinn á veggnum heima hjá þér og segja við spegilmyndina: „Þú ert frá- bær“. Það skiptir nefnilega svo miklu máli hvað það er sem við veljum að hugsa um okkur sjálf. Við erum ekki bara kennitölur, neytendur, kjósendur eða gena- safn í íslenska genabankanum. Eins og ég sagði hérna áðan erum við full bæði af jákvæðum og nei- kvæðum upplifunum, full af reynslu og höfum öll miklu að miðla. En við getum sjálf valið hvort við viljum leggja áherslu á það neikvæða eða það jákvæða. Ef við ákveðum að draga svarta rúllugardínu fyrir tilveruna verður sálin alltaf í myrkri, jafn- vel þó að sólin skíni úti. Þá er sama hversu mikið við látum strekkja og fitusjúga húðina. Engin strekking vinnur á slíku. Og af því að við erum neikvæð út í okkur sjálf verðum við full af neikvæðni út í alla aðra. Hvernig væri nú að rífa rúllugardínu neikvæðninnar frá sálartetrinu og leyfa sólinni að skína bæði á okkur sjálf, fjöl- skyldu okkar og vini? Hættum að hlaupa á eftir hinum ungu, frægu og ríku. Því við erum frábær. Og hana nú! ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hnignun miðbæjarins. 24 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Atvinnumál og stjórnmál hafaverið samofin á Íslandi alla tíð, langt umfram alþjóðlega viður- kennda hollustuhætti. Bankar landsins hafa gegnt lykilhlutverki í þessum þjóðlega vefnaði. Byrjum á Tryggva Gunnarssyni, en hann var bankastjóri Landsbanka Íslands 1893-1909 og einna mestur áhrifa- maður Íslands um sína daga og lét margt gott af sér leiða. Hann átti það til að koma á kjörstað og sitja þar yfir reikningum Landsbank- ans, á meðan menn kusu til Alþing- is í heyranda hljóði; honum var vik- ið úr bankastjórastarfinu með miklum látum 1909. Tryggvi var bandamaður Magnúsar Stephensen landshöfðingja, og þeir fóru fyrir bændum og embættismönnum: þetta var afturhaldsliðið, sem Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar kallaði svo. Björn var samherji Valtýs Guðmundssonar. Það var m.a. fyrir óánægju með stjórn Tryggva á Landsbankanum, að mönnum þótti mörgum nauðsyn- legt að stofna nýjan banka eftir aldamótin 1900. Um þetta snerist deilan um bankamálið á fyrstu árum heimastjórnarinnar. Valtýing- ar vildu laða hingað heim erlendan banka til að veita nýju fram- kvæmdafé inn yfir landið, en heimastjórnarmenn hikuðu, þar eð þeim var mjög í mun, að útlending- ar fengju ekki ítök í íslenzku at- vinnulífi. Eftir nokkurt þref var Ís- landsbanki settur á fót. En bankinn varð innan skamms að skiptimynt í valdabraski stjórnmálamannanna. Þegar Hannes Hafstein hvarf úr ráðherraembætti árið 1909, gerðist hann umsvifalaust bankastjóri Ís- landsbanka. Þar með var línan lögð, og alla öldina sem leið var bönkun- um stýrt af stjórnmálaflokkunum með illum afleiðingum. Eftir einka- væðingu ríkisviðskiptabankanna beggja eiga stjórnarflokkarnir tveir enn sem fyrr fulltrúa í báðum bankaráðum. Um þetta má hafa al- þekkta ítalska reglu: Breytum öllu, svo að ekkert breytist. Þingmenn allra flokka sam- einast Einangrun Íslands frá fjármála- mörkuðum heimsins nær alla síð- ustu öld gerði það m.a. að verkum, að ríkisbankarekstur stjórnmála- flokkanna jafngilti í raun og veru leyfi til að prenta peninga. Spari- fjáreigendur áttu ekki í önnur hús að venda með laust fé. Stjórnmála- menn sátu í bankaráðum og skipuðu ýmist hverjir aðra eða sauðtrygga samherja sína í bankastjórastöður, svo að ekkert færi úrskeiðis. Þetta var reglan, með fáum undantekn- ingum. Bankarnir rýrðu sparifé þjóðarinnar og veittu niðurgreiddu lánsfé í ýmsar áttir. Þeir moruðu í fyrirhyggjuleysi, sukki og spillingu: þetta vissu allir, en enginn sagði neitt, a.m.k. ekki svo að það heyrðist greinilega út fyrir virkisveggina. Mikið fé fór í súginn. Allir báru ábyrgð á þessu ástandi, svo að eng- inn bar ábyrgð. Skaðinn var víðtæk- ur. Bankarnir tóku ekki út þann þroska, sem þeir hefðu þurft á að halda til að koma landinu að fullu gagni. Það hefur t.d. tíðkazt fram á þennan dag, að bankar meti um- sækjendur um lán eftir veðhæfi eigna þeirra frekar en eftir vand- legu arðsemismati á þeim fram- kvæmdum, sem lánsfénu er ætlað að standa straum af. Þetta vinnulag hefur dregið úr gæðum fjárfesting- ar landsmanna langt aftur í tímann og ýtt með því móti undir miklar lántökur í útlöndum. Ástandið í bankamálum byrjaði ekki að breytast verulega til batnað- ar fyrr en eftir 1980. Þar munaði mjög um tilkomu Fjárfestingar- félagsins og Kaupþings. Þessi félög voru stofnuð og starfrækt í óþökk ríkisvaldsins, enda var þeim ætlað að fullnægja þörfum, sem bankarn- ir höfðu ekki sinnt. Þessi nýju félög buðu sparifjáreigendum raunveru- lega ávöxtun sparifjár í stað þrá- felldrar rýrnunar, og þau veittu lánsfé til ýmissa vel rekinna fyrir- tækja, sem áttu ekki aðgang að rík- isbönkunum. Þarna varð á skömm- um tíma til verðmæt sérþekking á fjármálum og fyrirtækjarekstri, þekking, sem ríkisbankarnir höfðu ekki hirt um að byggja upp. Lands- lag bankamálanna hlaut því að breytast: vextir voru gefnir frjálsir 1986, og verðtrygging fylgdi í kjöl- farið. Sparisjóðirnir, sem höfðu ver- ið sér á parti í bankakerfinu og get- ið sér gott orð, gengu til samstarfs við Kaupþing og síðan einnig Bún- aðarbankinn, og þarna var lagður grunnurinn að því samstarfi, sem þingmenn allra flokka – allir nema dr. Pétur Blöndal og þrír hjásetu- menn – hafa nú stöðvað í ofboði með sérstakri bráðalöggjöf. Nær aldar- langur ferill stjórnmálaflokkanna í bankamálum lofar ekki góðu um þann ásetning, sem að baki býr. Þjóðargjöfin Svo eindrægur samhugur á Al- þingi vekur ekki heldur traust eftir það, sem á undan er gengið. Eru menn kannski búnir að gleyma því, þegar einhuga þingheimur færði sauðkindinni einn milljarð króna að gjöf á 1100 ára afmæli Íslands- byggðar 1974? ■ Hafa mest- an áhuga á peningum Hjörtur Hjartarson skrifar: Sú fullyrðing að peningar ráðimestu virðist hafa brennt sig inn í hugarheim margra og mætti vel heita einkunnarorð síðari ára. Forréttindi alþingismanna til eft- irlauna hafa þannig verið réttlætt með því að þau tryggðu að hæft fólk fengist til starfa á Alþingi. Þetta er stórkostlegur misskiln- ingur. Við þurfum ekki fólk á Al- þingi sem hefur fyrst og fremst áhuga á forréttindum og hlunnind- um. Slíkt fólk á þar ekki heima. Á Alþingi þarf fólk sem þekkir kjör umbjóðenda sinna og þær siðferð- islegu skyldur sem fylgja þessu trúnaðarstarfi, fólk sem er tilbúið að deila almennum réttindum með umbjóðendum sínum, fólk sem sýnir hugrekki, fólk með einlægan áhuga á samfélaginu. Bjarni Bene- diktsson, Hermann Jónasson, Ein- ar Olgeirsson, Auður Auðuns; list- inn yfir hæfileikamenn sem setið hafa á Alþingi er miklu lengri. Ekkert þeirra hefði tekið þar sæti ef hlunnindin sem starfinu fylgdu hefðu verið þeim efst í huga, hvað þá forréttindi. Nelson Mandela vann þrælk- unarvinnu í 27 ár og hírðist í þröngum fangaklefa við skelfi- legar aðstæður. Á hverjum degi bauðst honum að ganga út í „frelsið“ léti hann aðeins af sannfæringu sinni og gæfi hug- sjón sína upp á bátinn. Vaclav Havel stóðu til boða forréttindi fremur en nær lífstíðarlöng fá- tækt og öryggisleysi. Hann valdi að vinna samfélagi sínu gagn. Það fólk sem heldur kaus forrétt- indin var vissulega margt hvert hæfileikaríkt, en samt liðleskjur, lakasta fólkið. Það er eitt að sómasamlega sé búið að kjörnum fulltrúum, ann- að að þeir búi við forréttindi. Forréttindi kjörinna fulltrúa eru ósómi og aðför að lýðræðinu. ■ Umræðan SÉRA ÞÓRHALL- UR HEIMISSON ■ skrifar um æsku- dýrkun. ■ Bréf til blaðsins ■ Af Netinu Þú ert frábær! Þjóðin fer á taugum Þjóðin hefur verið í léttu hyst- eríukasti að undanförnu. Það var kominn tími til. Með jöfnu millibili missir þjóðin stjórn á sér og fer á taugum. Menn æsa hvern annan upp uns myndast fjöldamóðursýki. Þá líður öllum nógu illa til að líða vel. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Íslendingar haga sér svona. Ég þekki enga aðra þjóð sem fær raðmóðursýkisköst nema Íslendinga. Ég hef komist að því að Íslendingar eru óvenju kvíðnir, hræddir, kúgaðir, blank- ir, óhamingjusamir og vansælir í lúxus sínum og skuldum. INGÓLFUR MARGEIRSSON Á KREML.IS ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um banka- mál í sögulegu ljósi. Um daginnog veginn Bankar og stjórnmál Einstaklingar endurreisa miðbæi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.