Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 18
18 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa FLÓÐ Í BRASILÍU Það er ekki hlaupið að því að komast á milli staða í Maraba í Brasilíu. Flætt hefur yfir bakka fljótsins Tocantins og hefur vatnsborðið á svæðinu ekki verið hærra síðustu tuttugu árin. Fjölmörg heimili eru nú meira og minna undir vatni og hefur það leitt til þess að ekki færri en 5.000 manns eru heimilislausir. Jórdani í gæsluvarðhaldi: Óvíst um fjölda hjónabandanna LÖGREGLUMÁL „Við getum ekki sagt til um hversu mörg slík hjónabönd megi rekja til þessa manns. Hann er í gæsluvarð- haldi og verið er að yfirheyra hann,“ segir Ingimundur Einars- son, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, en Jórdani var úr- skurðaður í gæsluvarðhald síð- asta föstudag vegna gruns um að hann hafi stuðlað að svokölluð- um gervihjónaböndum. Ingimundur segir að hann viti ekki dæmi þess að hægt sé að ógilda hjónaböndin að lögum því þau séu jafngild og hver önnur. Hann segir gervihjónabönd ekki vera réttnefni þar sem tvær manneskjur hafi gengið í hjú- skap. „Við erum að reyna að færa sönnur á að til hjúskaparins sé stofnað í þeim tilgangi að önn- ur manneskjan fái annað hvort atvinnuleyfi eða dvalarleyfi og síðar búseturleyfi.“ Ingimundur segir fólk ýmist giftast af ást eða öðrum ástæðum. Áður fyrr hafi giftingar vegna sparimerkja ver- ið nokkuð þekktar. „Við höfum ekki tilfinningu fyrir því hvort hjónabönd til að fá atvinnu- eða dvalarleyfi séu að færast í aukana því við höfum aðeins þetta eina tilvik. Hins vegar er af og frá að þetta sé far- aldur.“ ■ Eskja á Eskifirði: Afskráð úr Kaup- höllinni VIÐSKIPTI Haukur Björnsson tók í gær við starfi framkvæmdastjóra Eskju af Elfari Aðalsteinssyni, sem verður starfandi stjórnarfor- maður. Á hluthafafundi Eskju í gær var stjórnarmönnum fækkað úr fimm í þrjá og var félagið jafn- framt afskráð úr Kauphöll Ís- lands. Hólmi ehf. eignaðist eftir yfir- tökutilboð 92% af heildarhlutafé félagsins og uppfyllti því ekki lengur skilyrði til skráningar í Kauphöllinni. ■ INGIMUNDUR EINARSSON Ingimundur segir reynt sé að færa sönnur á að til hjónabandanna sé stofnað til að önnur manneskjan fái atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. DÆMDUR BISKUP Thomas O’Brian mætir í réttarsalinn ásamt verjanda sínum Tom Henze. Biskup dæmdur: Stakk af frá slysstað ARIZONA, AP Fyrrum biskup róm- versk-kaþólsku kirkjunnar í Phoenix í Arizona, sem ók á gang- andi vegfaranda með þeim afleið- ingum að hann lést, hefur verið fundinn sekur um að hafa stungið af frá slysstað. Thomas O’Brian gaf þá skýringu að hann hefði haldið að hann hefði ekið á hund eða grjót. O’Brian er fyrsti kaþólski bisk- upinn í Bandaríkjunum sem hlýt- ur dóm en hann á yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. O’Brian sagði af sér sem biskup í Phoenix þegar hann var ákærður en hann hafði gegnt embættinu í 21 ár. Hann hafði einnig verið sak- aður um að hylma yfir kynferðis- afbrot presta safnaðarins. ■ ÚTLENDINGASTOFNUN „Við erum ekki að vísa þeim úr landi í þeim skiln- ingi heldur erum við að vinna sam- kvæmt Dyflinnarsáttmálanum, sem segir til um hvar menn eiga að fá meðferð,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, en tveir ungir menn frá Sri Lanka sem komu hingað til lands og sóttu um hæli í haust verða sendir til Þýska- lands á næstu dögum. Georg segir Ísland vera aðila að Dyflinnarsáttmálanum ásamt hin- um Schengen-ríkjunum og með því sé meiningin að tryggja öllum sem sækja um hæli í einhverju aðildar- ríkjanna örugga meðferð innan svæðisins. Hann segir að þegar slík mál komi inn á borð hjá Útlendinga- stofnun sé fyrsta verk að senda fyr- irspurnir til allra aðildarríkja sam- komulagsins og athuga hvort ein- hver kannist við fólkið. Þjóðverjar könnuðust við mennina og höfðu gefið út vegabréfsáritanir til þeirra, en einnig höfðu þeir ferðast í gegn- um Frakkland. Við komuna til landsins framvís- uðu mennirnir vegabréfum þar sem þeir eru sagðir 26 ára gamlir. Sjálf- ir sögðust þeir sextán og sautján ára og sögðu vegabréfin vera föl- suð. Eftir rannsóknir sérfræðinga bendir allt til að vegabréfin séu ófölsuð og að þeir séu réttir hand- hafar þeirra. Einnig var gerð á þeim læknisrannsókn sem gaf til kynna að þeir væru eldri en átján ára. „Þeir hafa aðeins fengið frum- meðferð hér á landi en Þjóðverjar, sem gáfu út vegabréfsáritun til þeirra, eiga gögn um þá og hafa betri þekkingu til að taka mál þess- ara manna til meðferðar. Við telj- um því að þeirra málum sé vel borgið í höndum Þjóðverja og þeir munu ekki fá lakari meðferð í Þýskalandi en þeir fengju hér. Hvort þeir verða sendir aftur til síns heima vitum við ekki en þeir verða ekki frekar sendir af Þjóð- verjum en okkar því við vinnum eftir sömu reglum.“ Georg segir mennina hafa kært til dómsmálaráðuneytisins þann úrskurð Útlendingastofnunar að þeir verði sendir til Þýskalands. Þá hafa þeir einnig kært þá ákvörðun að synja þeim um frestun á fram- kvæmdinni á meðan kærumálið stendur yfir. Dómsmálaráðuneytið þarf því að bregðast skjótt við hafi það eitthvað út á úrskurðinn að setja. hrs@frettabladid.is ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að fjalla um opinberan stuðn- ing við skipulag og uppbyggingu á aðstöðu til fjarnáms utan höfuð- borgarsvæðisins. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu um sí- menntunarmiðstöðvar á Alþingi í gær. Starfshópurinn mun leggja mat á það hverju opinber stuðn- ingur hefur skilað og hvernig skynsamlegast sé að haga honum í framtíðinni auk þess að fjalla um hlutverk og fjárhags- og starfs- grundvöll símenntunarmiðstöðva. Níu símenntunarmiðstöðvar eru starfrækar í öllum lands- hlutum, en þær eru sjálfseignar- stofnanir og hafa notið fjárfram- laga á fjárlögum sem nema níu milljónum króna í ár. Hlutverk þeirra er að efla símenntun með því að miðla háskólanámi og auka samstarf atvinnulífs og skóla. Anna Kristín Gunnarsdóttir, Samfylkingunni, var málshefj- andi og sagði hún símenntunar- miðstöðvarnar mikilvægar fyrir landsbyggðina þar sem fólki væri gert kleift að mennta sig í sam- ræmi við breyttan vinnumarkað. „Síaukin umsvif miðstöðvanna knýja á um að þeim verði fundinn formlegur staður í menntakerf- inu. Það verður að tryggja þeim stöðu til að sinna af krafti sínu ómetanlega hlutverki í viðhaldi og enduruppbyggingu landsbyggðar- innar,“ sagði Anna Kristín. ■ ALDREI HÆRRI GAGNVART DOLL- ARA Evran mældist í gær verð- mætari gagnvart dollara en hún hefur nokkurn tíma gert áður. Hún fór yfir 1,29 dollara í gær- morgun en hafði áður hæst mælst rétt undir því marki fyrir rúmum mánuði síðan. SKAÐAST EKKI Austurrískur pilt- ur sem drukknaði nærri því þeg- ar hann var á kafi í ísköldu vatni í 20 mínútur jafnar sig að öllum líkindum og verður ekki fyrir heilaskaða, að sögn lækna hans. Læknarnir segja kuldann hafa bjargað lífi piltsins og komið í veg fyrir heilaskaða. NÝIR FRAMKVÆMDASTJÓRAR Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt að framkvæmdastjórar frá nýjum aðildarríkjum taki til starfa 1. maí. Fyrsta hálfa árið fást þeir ekki við eigin mála- flokka heldur fylgjast þeir með störfum annarra framkvæmda- stjóra sem fara með ákveðna málaflokka. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að fjalla um það hvernig skynsamlegast sé að haga opinberum stuðningi á aðstöðu til fjarnáms utan höfuðborgarsvæðisins. Rætt um símenntunarmiðstöðvar á Alþingi: Skipulag og framtíðar- hlutverk verði skoðuð GEORG LÁRUSSON FORSTJÓRI ÚTLENDINGASTOFNUNAR Georg segir fyrsta verk Útlendingastofnunar þegar fólk leitar hælis hér á landi að senda fyrirspurn um fólkið til annarra aðildarríkja Dyflinnarsáttmálans. Strákarnir frá Sri Lanka sendir til baka Tveir ungir menn frá Sri Lanka sem leituðu hælis hér á landi verða sendir til Þýskalands á næstu dögum. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að unnið sé eftir Dyflinnar- sáttmálanum, sem segir til um hvar þeir eiga að fá meðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.