Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 38
Nú, þegar ein og hálf vika er íafhendingu Óskarsverðlaun- anna er úrvalið orðið einstaklega gott í bíó og erfitt að gera upp hug sinn þegar kemur að því að velja sér mynd til þess að eyða kvöldinu með. Á morgun bætist svo ein önnur stórmyndin í hóp- inn því þá verður kvikmyndin Cold Mountain frumsýnd. Hún skartar landsliði Hollywood-leik- ara í öllum helstu rullum og var hvergi sparað við gerð myndar- innar. Sagan er byggð á frægri bók Charles Frazier og er ástarsaga hermannsins W.P Inman (Jude Law) og sveitablómarósarinnar Ada Monroe (Nicole Kidman). Hermaðurinn særist í banda- rísku borgarastyrjöldinni og strýkur úr hernum. Hann óttast um öryggi elskunnar sinnar og leggur í langan leiðangur heim. Allt er í hers höndum í Suður- ríkjunum og ferðalagið því langt frá því að vera dans á rósum. Á leiðinni þarf hermaðurinn að glíma við þræla og hausaveiðara, hermenn, nornir, óvænta vini auk þess sem hann er hundeltur af hættulegum óvinum. Lífið hjá henni Ödu er heldur ekkert sérstaklega auðvelt. Hún berst fyrir því að vernda búgarð föður síns frá árásum. Henni berst óvænt hjálp þegar flakkar- inn Ruby (Renée Zellweger) rat- ar inn í líf hennar. Elskendurnir fá styrk af von- inni um endurfundi sína og neita að gefa ástina upp á bátinn. Myndin hlaut sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna og hefur þegar rakað inn verðlaunum, þá sérstaklega Renée sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún hlýtur að teljast líkleg til þess að fá Óskarsverðlaunin því hún er þegar komin með stytturnar frá Bafta og Golden Globe fyrir hlut- verkið. Myndinni er leikstýrt af Bret- anum Anthony Minghella sem er þekktur fyrir að gera dramatísk- ar stórmyndir á borð við The Talented Mr Ripley og The Eng- lish Patient. Það er því kannski ekkert undarlegt að leikarar standi í biðröðum til þess að kom- ast í hlutverkaprufur hjá honum. Með önnur hlutverk í myndinni fara Phillip Seymour Hoffman, Natalie Portman, Donald Suther- land og Jack White úr rokksveit- inni The White Stripes en hann á einnig lag í myndinni. ■ 34 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Hiphopdúettinn Outkast undir-búa nú tökur á sinni fyrstu bíómynd. Hún kemur til með að heita Speakerboxx og er unnin upp úr síðustu plötu þeirra félaga Speakerboxxx/The Love Below. Þeir Big Boi og André 3000 verða auðvitað í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar Bryan Barber segist ætla að hefja vinnslu myndarinnar í maí og lýs- ir myndinni sem blöndu af The Color purple og Amelié. „Myndin gerist á fjórða ára- tugi síðustu aldar og er söngleik- ur,“ sagði Barber í viðtali við Rolling Stone. „Slatti af tónlist- inni hafði áhrif á atriðin og slatti af atriðum hafði áhrif á tónlistina.“ Þeir Big Boi og André eru enn að semja tónlist fyrir myndina og verður næsta Outkast breið- skífa kvikmyndatónlistin úr myndinni. Á þeirri plötu verða einhver lög sem eru á meistara- stykkinu Speakerboxxx/The Love Below. „Þetta er fönk tónlist,“ segir Big Boi. „Eins lengi og það er fönk í þessu og galdurinn er til staðar ætlum við að halda áfram að mala.“ Leikstjórinn Barber er sá hinn sami og gerði myndböndin við slagarana Hey Ya! og Way You Move. Næsta smáskífa verður Roses og er Barber búinn að skjóta myndbandið við það lag. ■ Fréttiraf fólki ■ Tónlist ■ Kvikmyndir OUTKAST Þeir André 3000 og Big Boi ætla sér greinilega stóra hluti í lífinu. Peter Parker: Spider-Man wasn’t try- ing to attack the city, he was trying to save it. That’s slander. J. Jonah Jameson: It is not. I resent that. Slander is spoken. In print, it’s libel. - Ritstjóri Daily Bugle J. Jonah Jameson ver ritstjórnar- stefnu sína sem snýst oft um það að birta sannleikann eins og hann einn sér hann. SPIDER-MAN Bíófrasinn Cuban Salsa er æði Lea og Edward koma aftur og verða með námskeið 23.-26. febrúar Innritun daglega kl. 16-22 í síma 551 3129 Takmarkaður fjöldi „Super“ dans og kennarar Brautiholti 4 Sími 551-3129 47. starfsár Unaðsstund með konunni www.undur.is MÁLVERK? Mel Gibson á erfitt með aðtaka þeirri gagnrýni sem nýjasta mynd hans The Passion of Christ hefur fengið. Hann seg- ir að vissir hópar reyni hvað þeir geti til þess að stimpla hann sem trúarofsóknarmann. Mynd hans fjallar um síðustu 12 klukku- stundirnar í lífi Jesú Krist og hefur verið harðlega gagnrýnd af hópi gyðinga sem telur Gibson vera að halda því fram að það hafi verið gyðingar sem hafi valdið dauða frelsarans. Söngkonan Gwen Stefani úr NoDoubt var ráðin á dögunum til þess að leika í nýjustu mynd Martin Scor- sese. Sú heitir The Aviator og skartar Leon- ardo DiCaprio í aðalhlutverk- inu. Hlutverk Gwen er þó ekki stórt en hún segist hafa mikinn áhuga á því að leika í fleiri kvik- myndum. No Doubt er nú í árs pásu til þess að Gwen geti startað frama sínum í Hollywood. House of Sand and Fog „Leikarar eru hver öðrum betri og ber sér- staklega að nefna írönsku leikkonuna Shohreh Aghdashloo sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt og er vel að því komin. Myndin er ekki hentug þung- lyndum eða þeim sem stóla á farsæla enda. Hins vegar ættu áhugasamir um dramatískar og grípandi kvikmyndir hiklaust að skella sér. Góða skemmtun?“ KD Gothika „Peningur og bestu fagmenn í bransanum geta ekki bætt upp fyrir gallað handrit. Það eru gloppur og gryfjur í söguþræðinum sem ná að eyðileggja upplifunina. Þegar nær dregur endanum missir myndin algjör- lega flugið sem er synd því að flugtakið var vel heppnað og þjónustan um borð mjög fagmannleg.“ KD Lost In Translation Virkilega hugljúf og manneskjuleg kvik- mynd. Hún hefur dáleiðandi áhrif, þökk sé að hluta til frábærri tónlist, og nær að hrífa áhorfandann með sér í óvenjulegt og mjög svo skemmtilegt ferðalag. Drífið ykkur í bíó! KD Monster Hér er á ferðinni óslípaður demantur. Lítil mynd með risastórt og miskunnarlaust hjarta... Einföld og beinskeytt leikstjórn Patti Jenkins skilar eftirminnilegri mynd þar sem Charlize Theron fer með leiksig- ur. Óskarinn er hennar. KD Something’s Gotta Give „Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hversu fyndin myndin var. Hafði séð sýnishornið og óttaðist að búið væri að spila út öllum bröndurunum þar, en svo er ekki. Fínasta skemmtun.“ BÖS Big Fish Glæsilegt ævintýri. Hún fær þig til að hlæja, gráta og hrífast með. Hreinn unað- ur frá upphafi til enda. Fimm stjörnur! BÖS 21 Grams Þessi mynd er stórkostleg þó hún sé ljót og hjálpar okkur að skilja mannlega hegðun. Það er nefnilega auðvelt að skilja allar ákvarðanir persónanna, þó þær séu oftast sjúkar og rangar. BÖS The Haunted Mansion Sem fjölskyldumynd er þetta ágætis skemmtun og mun betra en þetta Dis- neydrasl sem þjóðinni er boðið upp á á hverjum föstudegi. Það er bara sorglegt að sjá hvað hefur orðið af Eddie Murphy og hvernig hann hefur þróast sem grín- leikari. SS The Last Samurai Frábær hrísgrjónavestri sem svíkur ekki enda gerist myndin í Japan í gamla daga þegar orð eins og heiður og hugrekki skip- tu einhverju máli. ÞÞ Kaldaljós Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál, sem skilar sér í fallegri, fagmannlegri, látlausri, sorg- legri en fantavel leikinni eðalmynd. ÞÞ Return of the King Frábær mynd. Hún gefur þeim fyrri ekkert eftir og gengur þvert á móti lengra í mikil- fengleikanum og gulltryggir um leið að þessi þríleikur Peters Jackson er einstakt verk í kvikmyndasögunni, algerlega án hlið- stæðu. ÞÞ Finding Nemo Stærsti kosturinn við myndirnar frá Pixar er vitaskuld að þær skemmta jafnt börn- um og fullorðnum þannig að það ætti enginn að vera svikin af þessum sund- spretti um heimshöfin. ÞÞ Love Actually Frábær skemmtun og þörf áminning um að það er fyrst og fremst ástin og ná- ungakærleikurinn sem eru haldreipi okk- ar í sturluðum heimi hryðjuverka og stríðsátaka. ÞÞ DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM ALONG CAME POLLY Internet Movie Database 5.7 /10 Rottentomatoes.com 26% = Rotin Entertainment Weekly B- Los Angeles Times 2 stjörnur (af 5) COLD MOUNTAIN Internet Movie Database 7.4 /10 Rottentomatoes.com 73% = Fersk Entertainment Weekly B- Los Angeles Times 3 1/2 stjörnur (af 5) GOOD BOY! Internet Movie Database 4.2 /10 Rottentomatoes.com 49% = Rotin Entertainment Weekly B Frumsýndarum helgina Outkast gerir bíómynd SMS um myndirnar í bíó HOUSE OF SAND AND FOG Ben Kingsley og leikkonan Shohreh Aghdashloo eru bæði tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. COLD MOUNTAIN Leikkonan Renée Zellweger þykir skara fram úr í Cold Mountain, hún og Jude Law eru tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Hin langa leið heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.