Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 14
14 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR BUSH Abbie Moss kærir sig kollótta um stöðu föður síns, Nathans Moss, yfirmanns í bandaríska hernum. Þeirri stuttu leiddist greinilega biðin eftir Bush Bandaríkjafor- seta, sem heimsótti sveitir hersins og þjóðvarðliðsins í Fort Polk, og stytti sér stundir við að klípa föður sinn í nefið. Frumvarp um málefni aldraðra: Bætir lífskjör eldri borgara ALÞINGI Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um málefni aldraðra sem er liður í samkomulagi sem ríkis- stjórnin og Landssamband eldri borgara gerðu árið 2002 og fól í sér margþættar aðgerðir til að bæta að- stæður og lífskjör eldri borgara. Þáttur í því samkomulagi var að breyta hlutverki Framkvæmdasjóðs aldraðra á þann veg að hann bæri ábyrgð á því að greiða öldrunar- stofnunum húsnæðisframlag, eða leiguígildi sem standa undir kostnaði við viðhald og fjárfestingu á nýjum hjúkrunarrýmum. „Markmiðið er einnig að auka frumkvæði heilbrigðisyfirvalda vegna ákvarðana um uppbyggingu nýrra þjónusturýma. Þetta er brýnt mál og ég vona að það fái vandaða og hraða meðferð á þinginu,“ sagði Jón. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, sagði það jákvætt að með þessu væri verið að stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustunnar, en hafði fyrirvara á öðrum þáttum frumvarpsins. „Ég hef verulegar efasemdir um heimildir til leigugreiðslna og það hvernig skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga verður háttað í þeim efnum. Ég hefði talið skynsamlegast að stíga skrefið til fulls og færa alla öldrunarþjónustuna annað hvort til ríkis eða sveitarfélags,“ sagði Mar- grét. ■ Lögregla hefur forðast fjölmiðlasíðustu daga varðandi rannsókn á líkfundinum í Neskaupstað. Það var um miðja síðustu viku að Þor- geir Jónsson, kafari í Neskaupstað, fann líkið, nánast fyrir tilviljun. Hann var að kanna skemmdir á netabryggjunni þegar hann synti fram á lík sem var pakkað inn í plast og íþyngt með bobbingum og keðjum. Í fyrstu var fátt vitað, ekki hvert banamein þess látna var, ekki hver hann var, ekki var vitað hversu lengi hann hafði verið í sjó og í raun það eitt að líkið var illa á sig komið. Óttuðust kaldrifjað morð Fréttir frá lögreglu voru frá upphafi fáar og rýrar. Fjölmiðlar kepptust við að afla frétta eftir öðr- um leiðum, enda var mikil eftir- spurn eftir fréttum af atburðum. Fréttablaðið talaði við marga og meðal þess sem blaðið fékk að vita var að lögregla taldi, eftir að hafa skoðað líkið og áður en það var krufið, að framið hefði verið kald- rifjað morð. Þeir sem höfðu séð lík- ið voru vissir um það. Stungusár og aðrir áverkar bentu eindregið til að maðurinn hefði verið myrtur á hrottalegan hátt. Opinberlega var ekkert rætt um hver grunur lögreglu var. Áfram héldu fjölmiðlar að reyna að afla upplýsinga og tókst með ágætum, þó svo að myndin ætti eftir að skýr- ast og breytast. Fréttir birtust af gangi rannsóknarinnar, þar á meðal að lögreglan vildi athuga með tiltek- inn bíl, gráan Lancer. Eftir nokkra daga kom fram að lýsingin á bílnum var röng og eigandi bílsins gat ekki tengst málinu á nokkurn hátt. Breytingar eftir krufningu Eftir að líkið var flutt til Reykja- víkur og það krufið tók málið nýja stefnu. Áfram var leynd yfir gangi rannsóknarinnar og bráðabirgða- niðurstöðum úr krufningunni var haldið leyndum. Fréttablaðið hélt áfram að afla frétta og fékk traust- ar heimildir fyrir því að áverkarnir á líkinu hafi ekki verið banameinið. Allt benti til að maðurinn hafi látist vegna þess að hann hafði innbyrt að minnsta kosti 400 grömm af am- fetamíni sem hann hafði gleypt í 50–60 skömmtum. Heimildum ber ekki saman um hvort einhver um- búðanna hafi gefið sig eiturefnið þannig komist í blóð mannsins og dregið hann til bana eða hvort þetta mikla magn hafi orðið meltingar- færum mannsins ofviða. Þeir sem bera ábyrgð á rann- sókninni hafa ekki fengist til að tjá sig um þetta frekar en flest annað. Leitað manna eða ekki Fjölmiðlum tókst að afla frétta um að lögregla vildi ná tali af fjór- um mönnum, tveimur Íslendingum og tveimur Litháum. Enn og aftur gáfu stjórnendur ekkert frá sér sem skipti máli um gang rannsóknarinn- ar. Heimildir fjölmiðla voru ekki samhljóma. Allt frá því að mennirn- ir væru eftirlýstir og til þess að lög- regla vildi aðeins eiga orð við þá. Meira kapp setti lögregla ekki í mál- ið en svo, að þegar mennirnir, sem höfðu fylgst með fréttum fjölmiðla, sáu að þeir voru þeir sem átt var við og gáfu sig fram vissi hluti lögregl- unnar takmarkað um málið og var þeim vísað milli embætta. Einu fréttirnar sem stjórnendur rann- sóknarinnar sendu frá sér var að ekki hafi verið gefin út handtöku- skipun á mennina og að þeim hafi verið sleppt að lokinni skýrslugjöf. Þó vantar enn fjórða manninn, aðeins þrír þeirra hafa gefið sig fram, Íslendingarnir og annar Lit- háinn. Fjórði maðurinn er ófundinn og þó fjölmiðlar hafi fengið ábend- ingar um að hann sé sá látni hefur lögregla ekkert sagt um það frekar en flest annað. Fréttir að utan Fjölmiðlar fengu loks fréttir af rannsókninni, ekki frá Aust- fjörðum, heldur frá Litháen. Þarlend lögregla tengist málinu vegna gruns um að fjórði mað- urinn sé sá látni, að hinn látni kunni að vera Lithái. Lögreglu- menn fóru að heimili manns í Vilníus, sýndu honum mynd af hinum látna og tjáðu honum að sonur hans væri dáinn. Hann mun ekki hafa kannast við hinn látna. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn í Vilníus var faðir Litháans sem hafði ásamt tveimur Íslendingum gefið sig fram hér á landi vegna málsins. Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður þremenninganna, gagnrýndi rannsókn málsins í Fréttablaðinu í gær. „Það er skrýtið hvernig hald- ið er utan um rannsókn málsins og ljóst að einhver misskilning- ur er hér á ferðinni,“ segir Guð- mundur. Hann segir að fréttir um að annar Íslendinganna tengdist málinu hafi orðið til þess að sá maður gaf sig sjálf- viljugur fram, hann hafi hins vegar ekki verið eftirlýstur, handtekinn eða grunaður um verknaðinn. Í kjölfarið hafi hinn Íslendingurinn og Litháinn flækst inn í málið og gefið sig fram við lögreglu með sama hætti, en allir hafi þeir fengið að fara heim til sín að lokinni skýrslutöku. Símum ekki svarað Norskir blaðamenn komu til Ís- lands vegna málsins þar sem í upp- hafi voru taldir möguleikar á að norskir sjómenn tengdust málinu. Þeir sögðust aldrei hafa kynnst ámóta vinnubrögðum og hjá lög- reglunni hér á landi. Sama hvað reynt var til að ná sambandi við lögreglu, allt reyndist árangurs- laust. Símum ekki svarað og dregið fyrir glugga á lögreglustöðinni. Nú er búið að rannsaka bíla- leigubíl sem hugsanlega tengist málinu, ekki er vitað hvenær frek- ari niðurstöður krufningar liggja fyrir. Eins og fram kemur framar í blaðinu sá sýslumaðurinn á Eskifirði, Inger L. Jónsdóttir, ástæðu í gær til að boða blaðamenn á sinn fund, réttri viku eftir að líkið fannst í höfninni. Tilgangur fund- arins var að upplýsa fjölmiðla og þar með almenning um gang rann- sóknarinnar og afhenda teikningar af hinum látna sem unnar voru eftir ljósmyndum sem teknar voru af líkinu. Fátt nýtt kom fram á fund- inum annað en að hinn látni var 27 ára Lithái. ■ Kúariða: Fundu nýtt afbrigði WASHINGTON, AP Ítalskir vísindamenn sem hafa rannsakað kúariðutilfelli hafa fundið nýtt afbrigði kúariðu sem er mun líkara Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum, sjúkdómsins sem berst í menn, en því afbrigði kúariðu sem venjulega verður vart í kúm. Vísindamennirnir hafa rannsakað átta kýr með kúariðu og komust að því að tvær þeirra eru með afbrigði sem svipar meira til riðu í mönnum. Heilaskemmdir í kúnum eru svipað- ar heilaskemmdum í fólki sem hefur smitast af Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómnum. Ekki er talið að nýja af- brigðið auki þá hættu sem steðjar að fólki. ■ HJÓNAVÍGSLA Feður hins þriggja ára gamla Declan Fitz- gerald-Yu gengu í hjónaband í ráðhúsinu í San Francisco. Samkynhneigðir í San Francisco: Hátt í 3000 hjónavígslur SAN FRANCISCO, AP Hátt í 3000 sam- kynhneigð pör hafa gengið í hjónaband í San Francisco á síð- ustu sex dögum. Á hverjum degi hafa hundruð manna látið sig hafa það að standa klukkutímum sam- an í röð fyrir utan ráðhúsið til að missa ekki af tækifærinu til að fá löggilt hjúskaparvottorð í hend- urnar. Lög í Kaliforníu banna gifting- ar samkynhneigðra en borgastjór- inn Garvin Newsom ákvað að hunsa bannið þar sem um væri að ræða óréttmæta mismunun. Sam- tök sem fordæma samkynhneigð hafa leitað til dómstóla til að reyna að fá úrskurði borgarstjór- ans hnekkt og því er óvíst hvort framhald verður á giftingunum. ■ Erlent vinnuafl við Kárahnjúka: Stjórnvöld verji rétt Íslendinga IÐNRÉTTINDI Stjórn Félags járniðnað- armanna gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að láta ítalska fyrir- tækið Impregilo, undirverktaka þess og erlendar starfsmannaleigur komast upp með að ráða eða leigja til starfa við Kárahnjúkavirkjun er- lent vinnuafl sem ekki hefur tilskil- in fagréttindi eða atvinnuleyfi sam- kvæmt lögum. Nú eru 555 erlendir starfsmenn við Kárahnjúka. Margir hverjir hafa ekki tilskilin réttindi, á sama tíma og fjöldi Íslendinga er atvinnu- laus. Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld standi vörð um rétt Íslendinga til atvinnu við Kára- hnjúka og að lögum um iðnréttindi og atvinnuleyfi sé framfylgt án undanbragða eins og boðað er á Al- þingi að gert verði varðandi skatt- greiðslur Impregilo. ■ MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Þingmaður Samfylkingarinnar fagnaði því að með nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um málefni aldraðra væri verið að stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustunnar. LÖGREGLA Á NETABRYGGJUNNI Í NESKAUPSTAÐ Lögregla hefur kosið að vinna verk sín í leyni. Óvenju mikill leyndardómur hefur hvílt yfir gangi rannsóknarinnar. Baksviðs SIGURJÓN M. EGILSSON ■ rifjar upp gang rannsóknarinnar vegna líkfundarins í Neskaupstað. Leyndardómur lögreglunnar Mikil leynd hvílir yfir lögreglurannsókninni vegna líkfundarins í Neskaupstað. Símum hefur ekki verið svarað og dregið fyrir glugga á lögreglustöðinni. Fréttir af rannsókninni eru engar og af og til eru sendar fáorðar og innihaldsrýrar tilkynningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.