Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 25
25FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004
Í Fréttablaðinu og Morgunblað-inu 11. febrúar sl. birtist opið
bréf átakshóps Höfuðborgarsam-
takanna og Samtaka um betri
byggð til Þórólfs Árnasonar, borg-
arstjóra í Reykjavík. Þar er fimm
spurningum, sumum margþætt-
um, beint til borgarstjóra. Í Frétta-
blaðinu 17. febrúar birtist grein
eftir hann undir fyrirsögninni
„Opið svar borgarstjóra til Höfuð-
borgarsamtakanna“.
Í greininni tekur borgarstjóri
til umfjöllunar einn af þremur
þáttum fyrstu spurningar átaks-
hópsins, þann þátt sem lýtur að
nefndarstörfum og innra samráði
borgarkerfisins og samskiptum
þess við Vegagerð ríkisins. Af orð-
um borgarstjórans má ráða að
sennilega kosti þessi þáttur ekki
neitt, allt sé unnið í föstum vinnu-
tíma ráðinna og kjörinna þjóna
reykvískra kjósenda. Hann lætur
hins vegar hjá líða að svara hinum
tveim þáttum fyrstu spurningar,
þ.e. um hönnunarkostnað Hring-
brautar og um kosnað við gerð út-
boðsgagna vegna yfirvofandi
framkvæmda. Þessir tveir verk-
þættir eru þó að öllum líkindum
unnir á verkfræðistofum úti í bæ.
Hann lætur einnig hjá líða að
svara hinum fjórum spurningum
átakshópsins. Í áðurnefndu opnu
bréfi hópsins frá 11. febrúar er
þess óskað:
- að þú gerir Reykvíkingum
strax ítarlega grein fyrir nefndar-
störfum, samráðsfundum, hönnun-
arkostnaði, kostnaði við gerð út-
boðsgagna og öðru því sem á und-
an er gengið á vegum nefnda og
ráða Reykjavíkurborgar varðandi
fyrirhugaða byggingu hinnar nýju
Hringbrautar,
- að þú gerir nákvæma grein
fyrir verkaskiptingu og skiptingu
ábyrgðar og kostnaðar milli Vega-
gerðar ríkisins og Reykjavíkur-
borgar,
- að þú leggir fram mat Reykja-
víkurborgar á verðmæti þess
lands, sem fer forgörðum vegna
hávaðamengunar af völdum hinn-
ar fyrirhuguðu brautar,
- að þú gerir Reykvíkingum ít-
arlega grein fyrir því hvernig nú-
verandi ráðamenn í borginni sjá
fyrir sér þróun núverandi mið-
borgarsvæðis, þróun byggðar í
Vatnsmýri, uppbyggingu Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss, þróun Há-
skóla Íslands, uppbyggingu vís-
indagarða og samspil og samþætt-
ingu allra þessara mikilvægu þátta
þegar komin er sex akreina stofn-
braut yfir þvert svæðið,
- að þú gerir Reykvíkingum nú
grein fyrir því hvað líður undir-
búningi borgaryfirvalda á heildar-
skipulagi Vatnsmýrar og aðliggj-
andi svæða.
Átakshópur Höfuðborgarsam-
takanna ítrekar áskoranir sínar á
borgaryfirvöld að þau fresti fram-
kvæmdinni um sinn svo kjósend-
um í Reykjavík gefist kostur á að
kynnast öllum hliðum málsins og
forsendum og verklagi kjörinna og
ráðinna fulltrúa sinna. Átakshóp-
urinn ítrekar jafnframt þá full-
vissu sína að það verði seint of
seint að fresta þessari fram-
kvæmd.
Hópurinn krefst þess að ráða-
menn hætti að láta þögnina tala í
þessu máli. Þeim er hér með boðið
til þátttöku í opnum borgarafundi
um færslu Hringbrautar, sem
verður haldinn í Tjarnarsal ráð-
húss Reykjavíkur sunnudaginn 29.
febrúar nk. ■
Tannrétt-
ingarkostn-
aður
Halla Magnúsdóttir skrifar:
Hannes Sigurgeirsson skrifaðibréf til blaðsins fyrir
nokkrum dögum varðandi óheyri-
legan tannréttingarkostnað hjá
syni hans sem fæddist með of lít-
inn efri góm. Mig langaði til að
halda skrifunum áfram og koma
með fleiri sjónarmið. Það eru
margir foreldrar í þessum sömu
sporum og Hannes, eins og t.d.
foreldrar barna fæddra með
skarð í vör og/eða góm.
Breið bros
Breið bros er félag foreldra
barna fæddra með skarð í vör
og/eða góm. Félagið hefur alveg
frá stofnun 1995 beitt sér fyrir
því að fá fulla endurgreiðslu
tannréttinga til handa börnum
með skarð í vör og/eða góm en
lítið sem ekkert hefur áunnist í
þeim málum, því miður. Ég held
að allir geti verið sammála um að
það sé ótækt að foreldrar borgi
hluta tannréttingarkostnaðar
barna með fæðingargalla. Heild-
arupphæð tannréttinga með
tannplöntum hjá erfiðustu tilvik-
um barna með skarð í vör getur
alveg verið um 1-1,3 milljónir
króna, sem reyndar dreifist á 10
ára tímabil. Það er svolítið mis-
jafnt hversu mikið er endur-
greitt af hverjum reikningi fyrir
sig en 40-50 prósent lætur nærri.
Tryggingastofnun ríkisins segist
ekki geta boðið fulla endur-
greiðslu því þá hækki tannrétt-
ingalæknarnir reikningana upp
úr öllu valdi.
Hið frábæra íslenska
heilbrigðiskerfi
Gjaldskráin sem Trygginga-
stofnun ríkisins fer síðan eftir
við endurgreiðsluna er nokk-
urra ára gömul og ekki uppfærð
á verðlagi dagsins í dag. Endur-
greiðsluhlutfallið var áður 75
prósent en var hækkað í 90
prósent fyrir rúmu ári. Þetta
átti að friða allt og alla og sér-
staklega samvisku Trygginga-
stofnunar ríkisins. Þegar svo
Tryggingastofnun ríkisins er að
nota þessa gömlu gjaldskrá
verður endurgreiðsluhlutfallið
aldrei meira en þessi 40-50
prósent. Þannig eru foreldrar
eins og milli steins og sleggju í
þessu máli enda hafa ekki verið
í gildi samningar, hvorki tann-
réttingalækna né tannlækna, við
Tryggingastofnun ríkisins í
fleiri ár. Allir lofa öllu fögru en
ekkert gerist. Hver er vondi
karlinn? Íslendingar eru ásamt
Tyrkjum eina Evrópuþjóðin sem
ekki endurgreiðir til fulls tann-
réttingar barna með skarð í vör
og/eða góm. Þetta er hið frá-
bæra íslenska heilbrigðiskerfi á
21. öldinni. Kerfi sem lætur for-
eldra barna með fæðingargalla
greiða hluta kostnaðar við lífs-
nauðsynlegar tannréttingar
barna sinna úr eigin vasa. ■
■ Bréf til blaðsins
Umræðan
ÁTAKSHÓPUR HÖFUÐBORGAR-
SAMTAKANNA OG SAMTAKA UM
BETRI BYGGÐ
■ gerir athugasemdir vegna skrifa borgar-
stjóra
Athugasemdir við orð borgarstjóra