Fréttablaðið - 19.02.2004, Side 10

Fréttablaðið - 19.02.2004, Side 10
BANDARÍKIN, AP Í upphafi árs var Howard Dean þekktur sem sá frambjóðandi í forkosningum demókrata sem naut mest fylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Hann var nýbúinn að setja met fyrir að afla mesta fjár til kosn- ingabaráttu sem nokkur demó- krati í sögunni hefur safnað. Í gær hætti hann kosningabaráttu eftir dapran árangur í fyrstu sautján forkosningunum og því ljóst að draumur hans um að verða forseti er endanlega úr sögunni. Dean tilkynnti í fyrstu að hann myndi ekki heyja kosningabar- áttu áfram en í gærkvöld dró hann framboð sitt til baka. Frétta- skýrendur segja ástæðurnar tvær, annars vegar slakt gengi í forkosningunum og hins vegar að fénu sem hann safnaði hafi öllu verið eytt. John Kerry hélt áfram sigur- göngu sinni í forkosningunum í Wisconsin í fyrrinótt en sigur hans var mun naumari en hann hefur átt að venjast að undan- förnu. Hann fékk tæp 40% at- kvæða en John Edwards rúm 34%. Howard Dean varð að sætta sig við átján prósent. Fréttaskýrendur segja úrslitin í fyrrinótt í það minnsta tefja að Kerry verði viðurkenndur sem forsetaefni demókrata. Þau kunna jafnvel að þýða að nú komi upp slagur tveggja manna, Edwards og Kerrys, um útnefninguna. Með góðri frammistöðu í Wisconsin þykir Edwards hafa aukið möguleika sína í þeim for- kosningum sem eftir eru. Það má ekki gleyma því að þó Kerry hafi tryggt sér rúmlega þrefalt fleiri kjörmenn á flokksþingi demókra- ta en Edwards á enn eftir að kjósa í 33 ríkjum sem ráða yfir rúmlega 3000 kjörmönnum. 2.161 kjör- mann þarf til að ná kjöri. Fylgi Edwards var mun nær fylgi Kerrys en gert hafði verið ráð fyrir. Að auki varð honum að ósk sinni um að Dean drægi sig í hlé. Nú vonast Edwards til að láta til sín taka í komandi forkosning- um. Kosið verður í þremur ríkjum eftir viku og tíu 2. mars. Þar kunna úrslitin að ráðast. Kerry stendur eftir sem áður best af öllum frambjóðendum. Hann hefur tryggt sér fleiri kjör- menn en allir aðrir frambjóðend- ur til samans. ■ 10 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR HEILAGUR MAÐUR REYKIR Hindúar frá Nepal og Indlandi komu saman til hátíðarhalda í tilefni nætur Shiva, guðs eyðileggingar, sem haldin er hátíðleg ár hvert þegar skyggir á tunglið. Tilefnið er brúðkaup Shiva. Raforka hækkar: Borgarráð ekki sátt RAFORKUMÁL Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur, segist styðjast við forsend- ur iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu að raforkuverð á höf- uðborgarsvæðinu hækki um fimmtung við gildistöku nýrra laga um raforkuverð. Hann telur að hugsanlega séu þær forsendur jafnvel of lágar og hækkunin verði meiri. Borgarráð hefur samþykkt ályktun þar sem varað er við til- lögum sem leiði til hærra raforku- verðs á höfuðborgarsvæðinu. „Borgarráð hvetur stjórnvöld til að halda í lágmarki félagslegum niðurgreiðslum inn í flutnings- kerfi raforku. Borgarráð telur að jöfnun lífskjara í landinu eigi að koma í gegnum almenna skatt- kerfið en ekki að dyljast í raforku- verðinu,“ segir í ályktun borgar- ráðs. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé í senn óréttlátt og óskyn- samlegt að búa þannig um hnúta að raforkuverð á landsbyggð- inni sé niðurgreitt með því að hækka verðið annars staðar á landinu. ■ Eftir standa tveir Howard Dean dró sig í hlé úr baráttu demókrata um að kljást við George W. Bush Bandaríkja- forseta. John Edwards þykir hafa styrkt stöðu sína með góðum árangri í Wisconsin og stendur slagurinn nú milli hans og Johns Kerry. Breskt iðnfyrirtæki: Afl eykur hlut sinn VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Afl hefur eignast yfir fimm prósenta hlut í iðnfyrirtækinu Low and Bonar í Bretlandi. Eignarhlutur Afls í Low and Bonar nemur sam- tals um 580 milljónum króna að markaðsvirði. Óinnleystur hagnaður af við- skiptum með Low and Bonar nem- ur um 160 milljónum króna fyrir skatt. Low and Bonar birti ársupp- gjör sitt í morgun sem sýndi góð- an viðsnúning í rekstri félagsins. Hagnaður Low and Bonar fyrir óreglulega liði jókst um 37 prósent milli ára. ■ VINNUVÉLADEILD Ráðherra bannaði dreifingu margmiðlunardisks með kynlífsfræðslu: Risu gegn banni ráðherra KAUPMANNAHÖFN, AP Danskir nem- endur létu það ekki yfir sig ganga þegar heilbrigðisráðherrann ákvað að láta stöðva dreifingu margmiðlunardisks með kynlífs- fræðslu. Ráðherranum þótti óvið- eigandi að dreifa diski til nem- enda þar sem meðal annars væri fjallað um kynlíf fleiri en tveggja einstaklinga og mök manna við dýr. Fimmtán og sextán ára nemar sem voru orðnir leiðir á gömlu og lélegu kynlífsfræðsluefni sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, náðu sér í nokkurt magn af fræðsludisknum og dreifðu hon- um í Kaupmannahöfn. Á honum er fræðsla um flest það sem tengist kynlífi. „Árum saman hefur kynlífs- fræðsla verið léleg og gamaldags. Þegar við fáum loksins eitthvað sem nær til okkar á okkar eigin máli ætla stjórnvöld að stöðva það,“ sagði hinn sextán ára Jonathan Simmel sem dreifði disknum meðal áhugasamra. Ein þeirra sem fengu diskinn með þessum hætti er hin fimmtán ára Kathrine Lund-Kirkeby. „Allir unglingar eru áhugasamir,“ sagði hún. „Það er betra að fá svona upplýsingar en að fara á Netið og fá upplýsingar sem við vitum ekki hversu áreiðanlegar eru.“ ■ Mannfjöldi um áramót: Fleiri en 290 þúsund MANNFJÖLDI Íslendingar voru um síðustu áramót 290.570, sam- kvæmt þjóðskrá Hagstofu Ís- lands. Ári áður voru landsmenn 288.471 og er fjölgunin milli ára því 0,7 prósent. Þetta er svipuð fólksfjölgun og ári fyrr en tals- vert minni fjölgun en næstu ár þar á undan. Á höfuðborgarsvæðinu hefur dregið nokkuð úr fólksfjölgun hin síðari ár; íbúum þar fjölgaði nú um 1,1 prósent. Á landsbyggð- inni var fólksfjölgun aftur á móti meiri en verið hefur undanfarið eða 0,2 prósent. ■ FUNDINN Mohammed Zimam Abdul Razaq var 45. maðurinn af 55, sem auglýst var eftir með spilastokkum, sem náðist. Eftirlýstir: Listi í stað spilastokka BAGDAD, AP Bandaríski herinn í Bagdad hefur birt lista yfir 32 grunaða forsprakka hryðjuverka- og andspyrnuhópa í Írak sem þeir vilja hafa hendur í hári á. Fé er lagt til höfuð þeirra, mest tæpar 68 milljónir króna fyrir upplýs- ingar sem leiða til handtöku Mo- hammed Yunis al-Ahmad, fyrrum svæðisstjóra Baathflokksins. Listinn er birtur þegar Banda- ríkjamenn hafa náð eða fellt 45 af 55 stjórnendum Íraks í valdatíð Saddams Hussein sem þeir lýstu eftir, meðal annars með því að birta myndir af þeim í spilastokk- um. ■ KALDASTRÍÐSNJÓSNARI HAND- TEKINN Sænskur maður af ung- verskum uppruna hefur verið handtekinn í Þýskalandi, grunað- ur um tengsl við njósnahring sem seldi gögn frá Atlantshafsbanda- laginu og Bandaríkjaher til ung- versku leyniþjónustunnar á dög- um kalda stríðsins. Reynist mað- urinn sekur liggur eins árs fang- elsi við brotum hans. ■ Evrópa MIKILL ÁHUGI Á NÝJA EFNINU Fjöldi unglinga kynnti sér efni margmiðl- unardisksins umdeilda þegar honum var dreift af nemum í Kaupmannahöfn. GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Forstjóri Orkuveitunnar telur að raforku- verð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka um fimmtung vegna nýrra laga. BÚINN AÐ PAKKA SAMAN Howard Dean var óþekktur í fyrstu og sigurstranglegastur um tíma en er nú búinn að vera. 2.162 kjörmanna markið 608 201 190 106 John F. Kerry Howard Dean John Edwards Aðrir SLAGURINN UM ÚTNEFNINGUNA Til að hreppa útnefningu sem forsetaefni demókrata þarf frambjóðandi að tryggja sér 2.161 kjörmann. JOHN EDWARDS Öldungadeildarþingmaðurinn frá Norður-Karólínu styrkti stöðu sína í fyrrinótt og vonast til að njóta góðs af því að baráttan stendur nú milli hans og Johns Kerry.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.