Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 8
8 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Páll um Pál „Páll er meira að segja svo heillum horfinn að hann getur ekki einu sinni sagt satt um starf sitt. Hann kallar sig blaða- mann en er það ekki.“ Páll Magnússon, framkvæmdastjóri dagskrársviðs Íslenska útvarpsfélagsins, í Morgunblaðinu 18. febrúar um nafna sinn, Pál Vilhjálmsson, deildarstjóra upplýs- ingasviðs Rannsóknamiðstöðvar Íslands. Fyrirsætur hlunnfarnar „Það eru engin sæti laus til Baltimore þessa daga og hvorki Jennifer né Focus Talent hafa greitt eða bókað sæti.“ Hafdís Lára Bombardier, tilvonandi fyrirsæta, í DV 18. febrúar. Hún er úr hópi ungra stúlkna sem reiddi af hendi nokkrar milljónir króna fyrir fögur fyrirheit um fyrirsætustörf. Hógvær krafa „Ég hef aldrei beðið um annað en að fá húsið endurbyggt og ætla hvorki að græða né tapa á því.“ Bergur Karlsson, atvinnurekandi í Bolungarvík, í Fréttablaðinu 18. febrúar. Atvinnuhúsnæði hans brann en tryggingafélagið neitar að greiða þá upphæð sem tryggt var fyrir. Orðrétt Hafnarbætur á Bíldudal: Betri höfn fyrir kalkþörunga SVEITARSTJÓRNIR Það er mikils virði að fá þessa framkvæmd inn á áætlun,“ segir Brynjólfur Gísla- son, bæjarstjóri í Vesturbyggð, um þá ákvörðun samgönguráð- herra að leggja fé í hafnarfram- kvæmdir í Bíldudal. Nýi hafnar- hlutinn er nauðsynlegur vegna fyrirhugaðrar kalkþörungaverk- smiðju sem rísa mun á staðnum. Að sögn Brynjólfs er um að ræða 17 þúsund fermetra landsvæði. Byggður verður grjótgarður og rekið niður 80 metra langt stálþil. Brynjólfur segir að alls sé áætl- að að framkvæmdirnar kosti um 219 milljónir króna. Þar af sé hlut- ur sveitarfélagsins 100 milljónir. „Við erum að vinna að fjár- mögnun á okkar hluta á fram- kvæmdinni. Það mun skýrast á næstu vikum,“ segir Brynjólfur. Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum Bílddælinga eftir svartnætti á seinasta ári þegar tvö stærstu atvinnufyrirtækin á staðnum lögðu niður atvinnu og frestað hafði verið framkvæmd- um við kalkþörungaverksmiðju um óákveðinn tíma. Nú er ákveðið að verksmiðjan rísi og fyrirtæki í bolfiskvinnslu er tekið til starfa. ■ Öryggismúr Ísraels mannréttindabrot Alþjóða Rauði krossinn hvetur Ísraela til að hverfa frá áformum sínum um að reisa öryggismúr á Vesturbakkanum. Samtökin segja að múrinn brjóti í bága við alþjóðleg lög um mannréttindi þar sem hann hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa hernumdu svæða Palestínu. MANNRÉTTINDI Alþjóða Rauði krossinn segir að öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum brjóti í bága við alþjóðleg lög um mann- réttindi. Samtökin hafa þungar áhyggjur af áhrifum múrsins á Palestínumenn og hvetja ísraelsk stjórnvöld yfirvöld til að hverfa frá áformum sínum. Mjög óvenju- legt er að Alþjóða Rauða krossinn blandi sér í stefnumál einstakra ríkja með þessum hætti. „Á þeim svæðum þar sem múr- inn liggur frá grænu línunni yfir á herteknu svæðin kemur hann í veg fyrir að þúsundir Palestínumanna hafi aðgang að grunnþjónustu, svo sem vatni, heilsugæslu og menntun, sem og að tekjum af landbúnaði og annarri atvinnu. Palestínumenn sem eru búsettir milli grænu lín- unnar og múrsins eru í raun að- skildir frá því samfélagi sem þeir tilheyra,“ segir í yfirlýsingu frá Al- þjóða Rauða krossinum. Ísraelsk stjórnvöld halda því fram að hinn 750 kílómetra langi múr sé nauðsynlegur til að koma í veg fyrir sjálfsmorðsárásir Palest- ínumanna á yfirráðasvæði Ísraela. Alþjóða Rauði krossinn segist við- urkenna rétt ísraelskra stjórnvalda til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi eigin þjóðar en ítrekar að þessar aðgerðir verði að vera innan marka alþjóðlegra laga um mannréttindi. „Þeir erfiðleikar sem Palestínumenn verða fyrir í daglegu lífi gefa greinilega til kynna að múrinn samræmist ekki þeim skyldum yfirvalda í Ísrael að tryggja mannúðlega meðferð og velferð óbreyttra borgara á her- teknu svæðunum,“ segja samtökin. Niðurstöðu sína byggja þau á ára- löngu eftirliti með lífskjörum Palestínumanna. Rauði kross Íslands tekur und- ir með Alþjóða Rauða krossinum. Félagið hefur um langt skeið tekið þátt í hjálparstarfi á herteknu svæðunum og nú eru tveir sendi- fulltrúar við störf í Ramallah á Vesturbakkanum. Yfirvöld í Ísrael hafa harmað ákvörðun Alþjóða Rauða krossins um að lýsa opinberlega skoðun sinni á múrnum. Þau segja að þetta mál geti grafið undan samstarfi samtak- anna við Ísrael. ■ SNJÓFLÓÐAHÚS Olgeir Hávarðarson mótmælti á snjóflóða- svæði og var handtekinn. Snjóflóðarannsókn í Bolungarvík: Dúklagning tefur málið SNJÓFLÓÐ Yfirheyrslur hafa enn ekki farið fram yfir Olgeir Há- varðarsyni heimilisföður sem neitaði að yfirgefa hús sitt við Dís- arland þegar snjóflóðahætta vofði yfir í Bolungarvík. Olgeir var handtekinn af lögreglu fyrir að neita að rýma hús sitt þegar hann var að mótmæla vegna deilu sem hann á í við bæjaryfirvöld vegna uppkaupa á húsi hans. Svæðis- útvarp Vestfjarða sagði frá því að ástæða þess að Olgeir hefur ekki verið yfirheyrður sé sú að verið sé að dúkleggja sýslumannsskrif- stofurnar. Haft er eftir Jónasi Guðmundssyni sýslumanni að málarar séu væntanlegir og hann vonist til þess að hægt verði að fara í málið eftir helgi og fá úr því skorið hvort handtakan stenst gagnvart lögum. ■ www.undur.is MÁLVERK? BETRI TÍÐ Bílddælingar sjá fram á aukna atvinnu og hagsæld. Móðir handtekin: Rændi barni fyrir 14 árum LOS ANGELES, AP Bandaríska lögregl- an hefur handtekið móður sautján ára pilts sem sá mynd af sjálfum sér á heimasíðu fyrir týnd börn og uppgötvaði að honum hafði verið rænt frá foreldrum sínum í Kanada fyrir fjórtán árum. Giselle-Marie Goudreault var handtekin á heimili sínu í Los Ang- eles. Gert er ráð fyrir því að hún verði ákærð fyrir mannrán og framseld til Kanada. Piltinum hef- ur verið komið fyrir á fósturheim- ili en óvíst er hvort hann verður sendur aftur til Kanada. Það var kennari drengsins sem hafði samband við lögreglu. ■ Giftingar samkynhneigðra: Bush áhyggjufullur WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun borgarstjóra San Francisco um að heimila giftingar samkynhneigðra hafi valdið sér áhyggjum. Forsetinn vill þó ekki tjá sig um það hvort hann ætli að staðfesta stjórnarskrárbreytingu sem banni slíkar hjónavígslur. Bush hefur margoft lýst því yfir að hann telji að hjónaband eigi að vera eining karlmanns og konu. Tveir dómarar hafa neitað að binda endi á giftingar homma og lesbía í San Francisco og hefur borgarstjórinn Gavin Newsom heitið því að halda áfram að gefa saman fólk af sama kyni. ■ NÝGIFTAR Hátt í 3000 samkynhneigð pör hafa verið gefin saman í San Francisco á undanförn- um sjö dögum. ÖRYGGISMÚR ÍSRAELA Palestínsk börn að leik við öryggismúr Ísraela í útjaðri Jerúsalem. ■ Norðurlönd STAFKIRKJURNAR ENDURBYGGÐ- AR Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja sem svarar ein- um milljarði íslenskra króna til að bjarga stafkirkjum landsins. 28 stafkirkjur eru í Noregi og er þær mikilvægur hluti af menn- ingararfleið landsins. Flestar kirkjurnar voru reistar á 13. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.