Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 49
45FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004
Martin Schwalb:
Tekur ekki
við Barcelona
HANDBOLTI Forráðamenn spæns-
ka handknattleiksliðsins
Barcelona hafa tilkynnt að Þjóð-
verjinn Martin Schwalb, sem
hefur stýrt Wallau/Massenheim
undanfarin fjórtán ár, muni ekki
þjálfa liðið á næsta tímabili en
Schwalb var talinn manna lík-
legastur til að taka við af Valero
Rivera sem ætlar að hætta í vor.
Þeir sögðu að Schwalb pass-
aði ekki sem þjálfari liðsins þar
sem hann talaði ekki spænsku.
Alfreð Gíslason, þjálfari Mag-
deburgar, sem hefur verið orð-
aður við starfið, talar spænsku
reiprennandi frá tíma sínum
sem leikmaður hjá Bidasoa en
hefur þvertekið fyrir það að
hafa áhuga á starfi þjálfara
Barcelona. ■
EINAR LOGI MARKALAUS
Stórskyttan Einar Logi Friðjónsson hjá KA reynir hér að komast framhjá Páli Þórólfssyni og Þorleifi Björnssyni í leiknum í gærkvöld. Einar
Logi náði ekki að skora mark úr sjö skotum sínum í leiknum.
Ótrúlegur
viðsnúningur
Grótta/KR sneri töpuðum leik gegn KA í unninn með frábærum
síðari hálfleik. Haukar gjörsigruðu Stjörnuna á Ásvöllum.
HANDBOLTI Leikmenn Gróttu/KR
sýndu á sér tvær gjörólíkar hliðar
í gærkvöld þegar þeir lögðu KA-
menn að velli, 30-28, í RE/MAX-
úrvalsdeild karla í handknattleik
á Seltjarnarnesi í gærkvöld. KA-
menn voru mun sterkari í fyrri
hálfleik og leiddu með fimm mörk-
um, 18-13, þegar flautað var til
hálfleiks. Þá var varnarleikur
Gróttu/KR afleitur en þeir girtu
sig hressilega í brók í síðari hálf-
leik, drifnir áfram af sterkum
varnarleik, góðri markvörslu
Hlyns Morthens og stórleik Kon-
ráðs Olavssonar og Páls Þórólfs-
sonar í sókninni.
Þeir tóku öll völd á vellinum og
voru komnir yfir, 22-21, þegar
rúmar níu mínútur voru liðnar af
síðari hálfleik. KA-menn liðu fyrir
það í síðari hálfleik að þeir fengu
fjölmargar brottvísanir, heima-
menn gengu á lagið og sigldu í
höfn með óvæntan en nokkuð ör-
uggan sigur, 30-28.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, var sáttur í leikslok.
„Ég var ánægður með sóknarleik-
inn allan tímann en varnarleikur-
inn var skelfilegur í fyrri hálfleik.
Við náðum að þétta okkur í síðari
hálfleik og ég er gríðarlega sáttur
við að hafa náð að vinna þennan
leik. Strákarnir sýndu mikinn
karakter enda margir búnir að af-
skrifa þá. Við ætlum okkur að
halda áfram og komast í úrslita-
keppnina – það er alveg ljóst,“
sagði Ágúst.
Jóhannes Bjarnason, þjálfari
KA-manna, var ekki alveg jafn
sáttur og Ágúst í leikslok og kvart-
aði undan dómgæslunni. „Ég hef
bara ekki séð annað eins í vetur.
Það var ekkert samræmi í dómun-
um hjá þeim og þegar mönnum er
hent út af fyrir litlar sem engar
sakir er erfitt að ná takti í leikinn.
Við getum hins vegar ekki kennt
neinum um nema sjálfum okkur
því að við spiluðum eins og aum-
ingjar í síðari hálfleik,“ sagði Jó-
hannes.
Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfs-
son 13/6, Konráð Olavsson 7, Daði
Hafþórsson 5, Magnús Agnar
Magnússon 2, Kristinn Björgúlfs-
son 2 og Sverrir Pálmason 1. Varin
skot: Hlynur Morthens 17.
Mörk KA: Andreus Stelmokas
10, Arnór Atlason 9/5, Jónatan
Magnússon 5, Bjartur Máni Sig-
urðsson 2, Árni Björn Þórarinsson
1. Varin skot: Hafþór Einarsson
10, Hans Hreinsson 6/1 og Stefán
Guðnason 2.
Lauflétt hjá Haukum
Haukur unnu ótrúlega auð-
veldan sigur á Stjörnunni, 36–24, á
Ásvöllum í gærkvöld. Haukar
leiddu allan leikinn og höfðu sex
marka forystu í hálfleik, 17–11.
Mörk Hauka: Ásgeir Örn
Hallgrímsson 10, Vignir Svavars-
son 5, Jón Karl Björnsson 5/3,
Þórir Ólafsson 4, Gísli Jón
Þórisson 3/2, Alieksandrs Sham-
kuts 3, Þorkell Magnússon 2, Andri
Stefan 2, Matthías Ingimarsson 1
og Halldór Ingólfsson 1/1. Varin
skot: Birkir Ívar Guðmundsson
13/1 og Þórður Þórðarson 5.
Mörk Stjörnunnar: Sigtryggur
Kolbeinsson 6, David Kekelia 4,
Arnar Jón Agnarsson 4, Gunnar
Ingi Jóhannsson 3, Jóhannes
Jóhannesson 2, Björn Friðriksson
2/1 og Freyr Guðmundsson 1.
Varin skot: Jacek Kowal 13 og
Guðmundur Karl Geirsson 3. ■
KESHA TARDY
Skoraði 23 stig fyrir Grindavík.
1. deild kvenna:
Grindavík
vann
KÖRFUBOLTI Grindavík vann
Njarðvík 59-48 á útivelli í 1.
deild kvenna í körfubolta í gær.
Með sigrinum náðu Grindvík-
ingar frumkvæðinu í baráttunni
um fjórða sæti deildarinnar en
félögin eiga álíka erfiða leiki
eftir.
Það leit lengi vel ekki út fyrir
sigur Grindvíkinga því Njarð-
víkingar áttu frumkvæðið nær
allan leikinn og komust meðal
annars í 14–3 og 30–19. Gestirnir
tóku hins vegar öll völd í sinar
hendur á lokakaflanum og skor-
uðu síðust tólf stig leiksins.
Kesha Tardy skoraði 23 stig
fyrir Grindavík og tók sextán
fráköst. Sólveig Gunnlaugsdótt-
ir skoraði fimmtán stig og Petr-
únella Skúladóttir þrettán og
gaf fjórar stoðsendingar.
Andrea Gaines skoraði sext-
án stig fyrir Njarðvík, náði tólf
fráköstum og gaf sex stoð-
sendingar. Auður Jónsdóttir
skoraði þrettán stig og Ingi-
björg Elfa Vilbergsdóttir tólf. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
RE/MAX-ÚRVALSDEILD KARLA
Valur 4 2 1 1 107:101 13
Haukar 4 3 1 0 126:100 12
ÍR 4 2 0 2 113:111 12
KA 4 2 0 2 122:114 11
Stjarnan 4 2 0 2 110:122 10
Fram 4 1 0 3 112:115 8
Grótta/KR 4 2 0 2 105:116 7
HK 4 1 0 3 102:118 7
Misjafnt gengi mótherja Íslendinga í undankeppni HM í vináttulandsleikjum í gærkvöldi:
Óvæntur sigur Albana á Svíum
FÓTBOLTI Mótherjum Íslendinga
í 8. riðli undankeppni Heims-
meistarakeppninnar 2006 gekk
misjafnlega í vináttuleikjum
gærdagsins. Ungverjar unnu en
Búlgarir, Svíar og Króatar töp-
uðu.
Albanir unnu Svía 2-1 í
Tírana. Stefan Selakovic, leik-
maður SC Heerenveen í
Hollandi, færði Svíum foryst-
una snemma í seinni hálfleik en
Ervin Skela og Adrian Aliaj
færðu Albönum sigur. Báðir
leika með félögum í Þýskalandi
en aðeins þrír af tuttugu manna
hópi Albana leikur með félagið í
heimalandinu. Íslendingar
mæta Albönum í Tírana í lok
mars.
Ungverjar unnu Armena 2-0
í Búdapest með mörkum Imre
Szabics og Krisztian Lisztes í
seinni hálfleik en Búlgarir töp-
uðu 0-2 fyrir Grikkjum á úti-
velli.
Króatar töpuðu 2-1 fyrir
Þjóðverjum í Split. Miroslav
Klose skoraði fyrsta mark
leiksins í fyrri hálfleik en Mato
Neretljak jafnaði fyrir
heimaliðið fjórum mínútum
fyrir leikslok. Carsten
Ramelow færði Þjóðverjum
sigurinn með marki mínútu fyr-
ir leikslok.
Evrópumeistarar Frakka
unnu Belga 2-0 í Brussel í 70.
landsleik þjóðanna en Belgar
og Frakkar háðu fyrst landsleik
fyrir 100 árum. Sydney Govou,
leikmaður Olympique Lyonna-
is, skoraði fyrra mark Frakka
með síðustu spyrnu fyrri hálf-
leiks en nýliðinn Louis Saha
gulltryggði sigur þeirra átta
mínútum fyrir leikslok.
Danir unnu Tyrki 1-0 í Adana
og fylgdu eftir góðum útisigri á
Englendingum í nóvember.
Martin Jørgensen, leikmaður
Udinese, skoraði eina mark
leiksins með hörkuskoti eftir
sendingu frá Thomas Helveg.
Írar gerðu jafntefli við
heimsmeistara Brasilíumanna í
Dublin og Walesmenn burstuðu
Skota 4-0 í Cardiff. Shlomi
Arbeitman, 18 ára nýliði, skor-
aði þrennu þegar Ísraelar
burstuðu Azera 6-0 á heima-
velli. ■
VINÁTTULANDSLEIKIR Í
GÆRKVÖLDI
Albanía - Svíþjóð 2-1
0-1 Stefan Selakovic (50.), 1-1 Ervin
Skela (67.), 2-1 Adrian Aliaj (75.)
Belgía - Frakkland 0-2
0-1 Sydney Govou (45.), 0-2 Louis Saha
(82.)
Eistland - Moldavía 1-0
1-0 Joel Lindpere (58.)
Írland - Brasilía 0-0
Ísrael - Aserbaídjan 6-0
1-0 Shlomi Arbeitman (9.), 2-0 Idan Tal,
vsp (24.), 3-0 Yaniv Katan (45.), 4-0
Yaniv Katan (60.), 5-0 Shlomi Arbeitman
(65.), 6-0 Shlomi Arbeitman (69.)
Króatía - Þýskaland 1-2
0-1 Miroslav Klose (34.), 1-1 Mato Neret-
ljak (86.), 1-2 Carsten Ramelow (89.)
Kýpur - Hvíta Rússland 0-2
0-1 Maksim Romashanko (56.), 0-2
Maksim Romashanko (70.)
Grikkland - Búlgaría 2-0
1-0 Angelos Charisteas (24.), 2-0 Zisis Vr-
yzas (61.)
Holland - Bandaríkin 1-0
1-0 Arjen Robben (57.)
Ítalía - Tékkland 2-2
1-0 Christian Vieri (13.), 1-1 Jirí Stajner
(42.), 2-1 Antonio Di Natale (85.), 2-2
Tomas Rosicky (88.)
Lettland - Kazakstan 3-1
0-1 Youri Aksenov (21.), 1-1 Marian Pa-
hars (40.), 2-1 Jurijs Laizans (45.), 3-1
Jurijs Laizans (66.)
Makedónía - Bosnía-Herzegóvína 1-0
1-0 Goran Pandev (25.)
Morokkó - Sviss 2-1
1-0 Ajdou (79.), 2-0 Benorias (82.), 2-1
Frei (90.)
Norður Írland - Noregur 1-4
0-1 Morten Gamst Pedersen (17.), 0-2
Morten Gamst Pedersen (35.), 0-3
Steffen Iversen (44.), 1-3 David Healey
(56.), 1-4 Keith Gillespie (57.)
Rúmenía - Georgía 3-0
1-0 Adrian Mutu (21.), 2-0 Adrian Mutu
(29.), 3-0 Florin Cernat (86.)
Pólland - Slóvenía 2-0
1-0 S. Mila (24.), 2-0 A. Niedzielan (65.),
Tyrkland - Danmörk 0-1
0-1 Martin Jørgensen (32.)
Ungverjaland - Armenía 2-0
1-0 Imre Szabics (63.), 2-0 Krisztian
Lisztes (75.)
Wales - Skotland 4-0
1-0 Robert Enshaw (1.), 2-0 Robert Ens-
haw (35.), 3-0 Robert Enshaw (58.), 4-0
Gareth Taylor (78.)
Leik Andorramanna og Færeyinga var
frestað en leikjum Spánverja og Per-
úmanna og Portúgala og Englendinga var
ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prent-
un.
ROBERT EARNSHAW
Walesmaðurinn Robert Earnshaw fagnar
einu þriggja marka sinna gegn Skotum í
gær.
MAÐUR ÁN ANDLITS
Það er fátt sem gefur til kynna að þetta sé
Króatinn Dario Srna með boltann fyrir and-
litinu í leik gegn Þjóðverjum í Split í gær-
kvöld.