Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 49
45FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 Martin Schwalb: Tekur ekki við Barcelona HANDBOLTI Forráðamenn spæns- ka handknattleiksliðsins Barcelona hafa tilkynnt að Þjóð- verjinn Martin Schwalb, sem hefur stýrt Wallau/Massenheim undanfarin fjórtán ár, muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili en Schwalb var talinn manna lík- legastur til að taka við af Valero Rivera sem ætlar að hætta í vor. Þeir sögðu að Schwalb pass- aði ekki sem þjálfari liðsins þar sem hann talaði ekki spænsku. Alfreð Gíslason, þjálfari Mag- deburgar, sem hefur verið orð- aður við starfið, talar spænsku reiprennandi frá tíma sínum sem leikmaður hjá Bidasoa en hefur þvertekið fyrir það að hafa áhuga á starfi þjálfara Barcelona. ■ EINAR LOGI MARKALAUS Stórskyttan Einar Logi Friðjónsson hjá KA reynir hér að komast framhjá Páli Þórólfssyni og Þorleifi Björnssyni í leiknum í gærkvöld. Einar Logi náði ekki að skora mark úr sjö skotum sínum í leiknum. Ótrúlegur viðsnúningur Grótta/KR sneri töpuðum leik gegn KA í unninn með frábærum síðari hálfleik. Haukar gjörsigruðu Stjörnuna á Ásvöllum. HANDBOLTI Leikmenn Gróttu/KR sýndu á sér tvær gjörólíkar hliðar í gærkvöld þegar þeir lögðu KA- menn að velli, 30-28, í RE/MAX- úrvalsdeild karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gærkvöld. KA- menn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörk- um, 18-13, þegar flautað var til hálfleiks. Þá var varnarleikur Gróttu/KR afleitur en þeir girtu sig hressilega í brók í síðari hálf- leik, drifnir áfram af sterkum varnarleik, góðri markvörslu Hlyns Morthens og stórleik Kon- ráðs Olavssonar og Páls Þórólfs- sonar í sókninni. Þeir tóku öll völd á vellinum og voru komnir yfir, 22-21, þegar rúmar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. KA-menn liðu fyrir það í síðari hálfleik að þeir fengu fjölmargar brottvísanir, heima- menn gengu á lagið og sigldu í höfn með óvæntan en nokkuð ör- uggan sigur, 30-28. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, var sáttur í leikslok. „Ég var ánægður með sóknarleik- inn allan tímann en varnarleikur- inn var skelfilegur í fyrri hálfleik. Við náðum að þétta okkur í síðari hálfleik og ég er gríðarlega sáttur við að hafa náð að vinna þennan leik. Strákarnir sýndu mikinn karakter enda margir búnir að af- skrifa þá. Við ætlum okkur að halda áfram og komast í úrslita- keppnina – það er alveg ljóst,“ sagði Ágúst. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA-manna, var ekki alveg jafn sáttur og Ágúst í leikslok og kvart- aði undan dómgæslunni. „Ég hef bara ekki séð annað eins í vetur. Það var ekkert samræmi í dómun- um hjá þeim og þegar mönnum er hent út af fyrir litlar sem engar sakir er erfitt að ná takti í leikinn. Við getum hins vegar ekki kennt neinum um nema sjálfum okkur því að við spiluðum eins og aum- ingjar í síðari hálfleik,“ sagði Jó- hannes. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfs- son 13/6, Konráð Olavsson 7, Daði Hafþórsson 5, Magnús Agnar Magnússon 2, Kristinn Björgúlfs- son 2 og Sverrir Pálmason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 17. Mörk KA: Andreus Stelmokas 10, Arnór Atlason 9/5, Jónatan Magnússon 5, Bjartur Máni Sig- urðsson 2, Árni Björn Þórarinsson 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 10, Hans Hreinsson 6/1 og Stefán Guðnason 2. Lauflétt hjá Haukum Haukur unnu ótrúlega auð- veldan sigur á Stjörnunni, 36–24, á Ásvöllum í gærkvöld. Haukar leiddu allan leikinn og höfðu sex marka forystu í hálfleik, 17–11. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 10, Vignir Svavars- son 5, Jón Karl Björnsson 5/3, Þórir Ólafsson 4, Gísli Jón Þórisson 3/2, Alieksandrs Sham- kuts 3, Þorkell Magnússon 2, Andri Stefan 2, Matthías Ingimarsson 1 og Halldór Ingólfsson 1/1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 13/1 og Þórður Þórðarson 5. Mörk Stjörnunnar: Sigtryggur Kolbeinsson 6, David Kekelia 4, Arnar Jón Agnarsson 4, Gunnar Ingi Jóhannsson 3, Jóhannes Jóhannesson 2, Björn Friðriksson 2/1 og Freyr Guðmundsson 1. Varin skot: Jacek Kowal 13 og Guðmundur Karl Geirsson 3. ■ KESHA TARDY Skoraði 23 stig fyrir Grindavík. 1. deild kvenna: Grindavík vann KÖRFUBOLTI Grindavík vann Njarðvík 59-48 á útivelli í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Með sigrinum náðu Grindvík- ingar frumkvæðinu í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en félögin eiga álíka erfiða leiki eftir. Það leit lengi vel ekki út fyrir sigur Grindvíkinga því Njarð- víkingar áttu frumkvæðið nær allan leikinn og komust meðal annars í 14–3 og 30–19. Gestirnir tóku hins vegar öll völd í sinar hendur á lokakaflanum og skor- uðu síðust tólf stig leiksins. Kesha Tardy skoraði 23 stig fyrir Grindavík og tók sextán fráköst. Sólveig Gunnlaugsdótt- ir skoraði fimmtán stig og Petr- únella Skúladóttir þrettán og gaf fjórar stoðsendingar. Andrea Gaines skoraði sext- án stig fyrir Njarðvík, náði tólf fráköstum og gaf sex stoð- sendingar. Auður Jónsdóttir skoraði þrettán stig og Ingi- björg Elfa Vilbergsdóttir tólf. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R RE/MAX-ÚRVALSDEILD KARLA Valur 4 2 1 1 107:101 13 Haukar 4 3 1 0 126:100 12 ÍR 4 2 0 2 113:111 12 KA 4 2 0 2 122:114 11 Stjarnan 4 2 0 2 110:122 10 Fram 4 1 0 3 112:115 8 Grótta/KR 4 2 0 2 105:116 7 HK 4 1 0 3 102:118 7 Misjafnt gengi mótherja Íslendinga í undankeppni HM í vináttulandsleikjum í gærkvöldi: Óvæntur sigur Albana á Svíum FÓTBOLTI Mótherjum Íslendinga í 8. riðli undankeppni Heims- meistarakeppninnar 2006 gekk misjafnlega í vináttuleikjum gærdagsins. Ungverjar unnu en Búlgarir, Svíar og Króatar töp- uðu. Albanir unnu Svía 2-1 í Tírana. Stefan Selakovic, leik- maður SC Heerenveen í Hollandi, færði Svíum foryst- una snemma í seinni hálfleik en Ervin Skela og Adrian Aliaj færðu Albönum sigur. Báðir leika með félögum í Þýskalandi en aðeins þrír af tuttugu manna hópi Albana leikur með félagið í heimalandinu. Íslendingar mæta Albönum í Tírana í lok mars. Ungverjar unnu Armena 2-0 í Búdapest með mörkum Imre Szabics og Krisztian Lisztes í seinni hálfleik en Búlgarir töp- uðu 0-2 fyrir Grikkjum á úti- velli. Króatar töpuðu 2-1 fyrir Þjóðverjum í Split. Miroslav Klose skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en Mato Neretljak jafnaði fyrir heimaliðið fjórum mínútum fyrir leikslok. Carsten Ramelow færði Þjóðverjum sigurinn með marki mínútu fyr- ir leikslok. Evrópumeistarar Frakka unnu Belga 2-0 í Brussel í 70. landsleik þjóðanna en Belgar og Frakkar háðu fyrst landsleik fyrir 100 árum. Sydney Govou, leikmaður Olympique Lyonna- is, skoraði fyrra mark Frakka með síðustu spyrnu fyrri hálf- leiks en nýliðinn Louis Saha gulltryggði sigur þeirra átta mínútum fyrir leikslok. Danir unnu Tyrki 1-0 í Adana og fylgdu eftir góðum útisigri á Englendingum í nóvember. Martin Jørgensen, leikmaður Udinese, skoraði eina mark leiksins með hörkuskoti eftir sendingu frá Thomas Helveg. Írar gerðu jafntefli við heimsmeistara Brasilíumanna í Dublin og Walesmenn burstuðu Skota 4-0 í Cardiff. Shlomi Arbeitman, 18 ára nýliði, skor- aði þrennu þegar Ísraelar burstuðu Azera 6-0 á heima- velli. ■ VINÁTTULANDSLEIKIR Í GÆRKVÖLDI Albanía - Svíþjóð 2-1 0-1 Stefan Selakovic (50.), 1-1 Ervin Skela (67.), 2-1 Adrian Aliaj (75.) Belgía - Frakkland 0-2 0-1 Sydney Govou (45.), 0-2 Louis Saha (82.) Eistland - Moldavía 1-0 1-0 Joel Lindpere (58.) Írland - Brasilía 0-0 Ísrael - Aserbaídjan 6-0 1-0 Shlomi Arbeitman (9.), 2-0 Idan Tal, vsp (24.), 3-0 Yaniv Katan (45.), 4-0 Yaniv Katan (60.), 5-0 Shlomi Arbeitman (65.), 6-0 Shlomi Arbeitman (69.) Króatía - Þýskaland 1-2 0-1 Miroslav Klose (34.), 1-1 Mato Neret- ljak (86.), 1-2 Carsten Ramelow (89.) Kýpur - Hvíta Rússland 0-2 0-1 Maksim Romashanko (56.), 0-2 Maksim Romashanko (70.) Grikkland - Búlgaría 2-0 1-0 Angelos Charisteas (24.), 2-0 Zisis Vr- yzas (61.) Holland - Bandaríkin 1-0 1-0 Arjen Robben (57.) Ítalía - Tékkland 2-2 1-0 Christian Vieri (13.), 1-1 Jirí Stajner (42.), 2-1 Antonio Di Natale (85.), 2-2 Tomas Rosicky (88.) Lettland - Kazakstan 3-1 0-1 Youri Aksenov (21.), 1-1 Marian Pa- hars (40.), 2-1 Jurijs Laizans (45.), 3-1 Jurijs Laizans (66.) Makedónía - Bosnía-Herzegóvína 1-0 1-0 Goran Pandev (25.) Morokkó - Sviss 2-1 1-0 Ajdou (79.), 2-0 Benorias (82.), 2-1 Frei (90.) Norður Írland - Noregur 1-4 0-1 Morten Gamst Pedersen (17.), 0-2 Morten Gamst Pedersen (35.), 0-3 Steffen Iversen (44.), 1-3 David Healey (56.), 1-4 Keith Gillespie (57.) Rúmenía - Georgía 3-0 1-0 Adrian Mutu (21.), 2-0 Adrian Mutu (29.), 3-0 Florin Cernat (86.) Pólland - Slóvenía 2-0 1-0 S. Mila (24.), 2-0 A. Niedzielan (65.), Tyrkland - Danmörk 0-1 0-1 Martin Jørgensen (32.) Ungverjaland - Armenía 2-0 1-0 Imre Szabics (63.), 2-0 Krisztian Lisztes (75.) Wales - Skotland 4-0 1-0 Robert Enshaw (1.), 2-0 Robert Ens- haw (35.), 3-0 Robert Enshaw (58.), 4-0 Gareth Taylor (78.) Leik Andorramanna og Færeyinga var frestað en leikjum Spánverja og Per- úmanna og Portúgala og Englendinga var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prent- un. ROBERT EARNSHAW Walesmaðurinn Robert Earnshaw fagnar einu þriggja marka sinna gegn Skotum í gær. MAÐUR ÁN ANDLITS Það er fátt sem gefur til kynna að þetta sé Króatinn Dario Srna með boltann fyrir and- litinu í leik gegn Þjóðverjum í Split í gær- kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.