Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 33
27FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 Heilunarnámskeið og hugleiðslu- og draumanámskeið Grunnnámskeið í heilun og þjálfun í næmi og skynjun. Námskeið í hugleiðslu og tengingu við æðri vitund og hjálparverur okkar fyrir handan og ráðningu drauma sem eru andleg leiðsögn. Upplýsingar og skráning hjá Sigrúnu í síma 555 1727 og á e-mail sigrung@mi.is Næsta námskeið verður helgina 28. og 29. febrúar. BYRJENDANÁMSKEIÐ hefst 26. feb. 6 vikur þriðjudaga kl. 21.15-21.45 VERÐ 12.900 YOGA bæklingur innifalinn Nýtt námsefni: Geimálfur fræðir um rafmagn og öryggi Slysavarnafélagið Landsbjörghefur gefið út lífsleikninámsefni um slys og slysavarnir fyrir miðstig grunnskólans. Markmið námsefnis- ins er meðal annars að draga úr tíðni slysa og dauðaslysa á börnum og unglingum og gera nemendur meðvitaðri um umhverfi sitt og þær hættur sem þar leynast. Í heftinu er fylgst með geimálfi frá plánetunni Varslys og þeim hættum sem hann mætir þegar hann kemur í ólíkan menningar- heim. Nemendur fylgjast með þrautagöngu hans og vinna mörg og ólík verkefni. Varslys er umhverfis- væn pláneta og læðast því góð um- hverfisvæn ráð með í námsefninu. Námsefnið verður gefið til allra grunnskóla landsins í febrúar og munu deildri og sveitir Landsbjarg- ar afhenda það. Það fellur vel að markmiðum aðalnámskrár grunn- skóla. Námsefnið inniheldur: ❂ Sex þemahefti til lestrar ❂ Kennarahandbók ❂ Kennsluleiðbeiningar ❂ Stök verkefnablöð ❂ Glærur ❂ Geisladisk með fylgigögnum ❂ DVD-disk með myndskeiðum ❂ Viðurkenningarskjöl ❂ Kannanir ❂ Bréf til forráðamanna Tónlistarmenntun á 21.öld-hvert stefnir: Tónlist forgangsmál Tónlistarmenntun á 21. öldinni eryfirskrift ráðstefnu sem haldin er á laugardag í Kennarahá- skólanum. „Við stöndum á ákveðn- um tímamótum núna, það er til dæmis verið að endurskoða lög um starfsemi tónlistarskóla og einnig stöndum við forráðamenn tónlistar- skóla í Reykjavík frammi fyrir því að nýir tónlistarskólar eru teknir inn á fjárlög borgarinnar á kostnað starfandi tónlistarskóla,“ segir Sig- ursveinn Kr. Magnússon, skóla- stjóri Tónskóla Sigursveins, sem er einn skipuleggjenda málþingsins sem hefst kl. 13.30. „Við leiðum á málþinginu saman fólk úr ýmsum áttum til að ræða ýmis mál sem tengjast tónlistarskól- um og vonumst til að með því að gera það náum við betur saman,“ segir Sigursveinn. Áhugi á tónlistar- námi er mikill nú sem fyrr að sögn Sigursveins sem segir það forgangs- mál fjölmargra foreldra að börnin þeirra hljóti tónlistarmenntun. ■ GEIMÁLFURINN Afhenti nemendum Salaskóla fyrstu eintök af námsefni um rafmagn og opinn eld. SIGURSVEINN KR. MAGNÚSSON Skólastjóri Tónskóla Sigursveins. MEÐAL UMFJÖLLUNAREFNIS Gildi tónlistarmenntunar á 21. öld. Tónlistarskóli / grunnskóli – samstarf, sameining? Vinnureglur um fjárveitingar Reykjavíkur-borgar til tónlistarskóla. Hvernig falla tónlistarskólar inn í skóla- kerfi 21. aldarinnar? Um gildi tónlistarnáms fyrir íslenska unglinga. Reykvísk tónlistarmenntun í alþjóðlegu samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.