Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 19.02.2004, Qupperneq 33
27FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 Heilunarnámskeið og hugleiðslu- og draumanámskeið Grunnnámskeið í heilun og þjálfun í næmi og skynjun. Námskeið í hugleiðslu og tengingu við æðri vitund og hjálparverur okkar fyrir handan og ráðningu drauma sem eru andleg leiðsögn. Upplýsingar og skráning hjá Sigrúnu í síma 555 1727 og á e-mail sigrung@mi.is Næsta námskeið verður helgina 28. og 29. febrúar. BYRJENDANÁMSKEIÐ hefst 26. feb. 6 vikur þriðjudaga kl. 21.15-21.45 VERÐ 12.900 YOGA bæklingur innifalinn Nýtt námsefni: Geimálfur fræðir um rafmagn og öryggi Slysavarnafélagið Landsbjörghefur gefið út lífsleikninámsefni um slys og slysavarnir fyrir miðstig grunnskólans. Markmið námsefnis- ins er meðal annars að draga úr tíðni slysa og dauðaslysa á börnum og unglingum og gera nemendur meðvitaðri um umhverfi sitt og þær hættur sem þar leynast. Í heftinu er fylgst með geimálfi frá plánetunni Varslys og þeim hættum sem hann mætir þegar hann kemur í ólíkan menningar- heim. Nemendur fylgjast með þrautagöngu hans og vinna mörg og ólík verkefni. Varslys er umhverfis- væn pláneta og læðast því góð um- hverfisvæn ráð með í námsefninu. Námsefnið verður gefið til allra grunnskóla landsins í febrúar og munu deildri og sveitir Landsbjarg- ar afhenda það. Það fellur vel að markmiðum aðalnámskrár grunn- skóla. Námsefnið inniheldur: ❂ Sex þemahefti til lestrar ❂ Kennarahandbók ❂ Kennsluleiðbeiningar ❂ Stök verkefnablöð ❂ Glærur ❂ Geisladisk með fylgigögnum ❂ DVD-disk með myndskeiðum ❂ Viðurkenningarskjöl ❂ Kannanir ❂ Bréf til forráðamanna Tónlistarmenntun á 21.öld-hvert stefnir: Tónlist forgangsmál Tónlistarmenntun á 21. öldinni eryfirskrift ráðstefnu sem haldin er á laugardag í Kennarahá- skólanum. „Við stöndum á ákveðn- um tímamótum núna, það er til dæmis verið að endurskoða lög um starfsemi tónlistarskóla og einnig stöndum við forráðamenn tónlistar- skóla í Reykjavík frammi fyrir því að nýir tónlistarskólar eru teknir inn á fjárlög borgarinnar á kostnað starfandi tónlistarskóla,“ segir Sig- ursveinn Kr. Magnússon, skóla- stjóri Tónskóla Sigursveins, sem er einn skipuleggjenda málþingsins sem hefst kl. 13.30. „Við leiðum á málþinginu saman fólk úr ýmsum áttum til að ræða ýmis mál sem tengjast tónlistarskól- um og vonumst til að með því að gera það náum við betur saman,“ segir Sigursveinn. Áhugi á tónlistar- námi er mikill nú sem fyrr að sögn Sigursveins sem segir það forgangs- mál fjölmargra foreldra að börnin þeirra hljóti tónlistarmenntun. ■ GEIMÁLFURINN Afhenti nemendum Salaskóla fyrstu eintök af námsefni um rafmagn og opinn eld. SIGURSVEINN KR. MAGNÚSSON Skólastjóri Tónskóla Sigursveins. MEÐAL UMFJÖLLUNAREFNIS Gildi tónlistarmenntunar á 21. öld. Tónlistarskóli / grunnskóli – samstarf, sameining? Vinnureglur um fjárveitingar Reykjavíkur-borgar til tónlistarskóla. Hvernig falla tónlistarskólar inn í skóla- kerfi 21. aldarinnar? Um gildi tónlistarnáms fyrir íslenska unglinga. Reykvísk tónlistarmenntun í alþjóðlegu samhengi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.