Fréttablaðið - 18.05.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 18.05.2004, Síða 4
4 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fórstu á leik í Landsbankadeild- inni í fótbolta um helgina? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við árangur Íslands í Eurovision? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 14% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Össur Skarphéðinsson: Litlar breytingar ALÞINGI „Þessar breytingar eru miklu minni en ég átti von á. Ég taldi að Framsóknarmenn myndu ná meiru fram heldur en því sem nú liggur fyrir. Það eru ennþá al- varleg álitamál uppi varðandi ákvæði stjórnarskrárinnar og það er alveg ljóst að frumvarpið stríð- ir enn gegn markmiðum sam- keppnislaga,“ sagði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, um þær breytingar sem stjórnarflokkarnir hafa náð sam- an um vegna fjölmiðlafrumvarps- ins. Össur telur að frumvarpið þrengi enn mjög að rekstrar- grundvelli fjölmiðla sem þegar starfi á markaðnum, og skerði framtíðarmöguleika í því sam- bandi. „Frumvarpið mun leiða til fá- breytni á markaðnum, en ekki fjölbreytni eins og forsætisráð- herra heldur fram. Auðvitað var það yfirvarp því það dylst engum að þetta frumvarp var fyrst og fremst lagt fram til að koma bönd- um á fjölmiðla Norðurljósa,“ sagði Össur. ■ Breytingarnar til bóta og mildandi Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komust í gær að samkomulagi um breytingar á fjölmiðla- frumvarpinu. Framsóknarflokkurinn var áhugasamur um breytingarnar segir Davíð. Það hefur reynt á samstarfið segir Halldór. Frumvarpið fer í þriðju umræðu á Alþingi í dag eða á morgun. ALÞINGI Stjórnarflokkarnir hafa komist að samkomulagi um breytingar á fjölmiðlafrumvarp- inu og voru þær kynntar á þing- flokksfundum Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar í gær. Alls- herjarnefnd vinnur nú við breyt- ingartillögurnar, en þær snerta tvo þætti. Í fyrsta lagi að óheim- ilt verði að veita fyrirtæki út- varpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því og í öðru lagi að núverandi útvarps- leyfum verði leyft að renna út, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir 1. júní 2006. Davíð segir að alltaf hafi verið sátt um málið á milli flokkanna, ætlunin hafi verið að pústa á milli annarrar og þriðju umræðu og taka púlsinn. Með breytingunum sé verið að milda frumvarpið. „Það er enginn vafi á því að meginbreytingin í tengslum við útvarpsleyfin er auðvitað mild- andi aðgerð. Þetta var niðurstað- an og ég neita því ekki að Fram- sóknarflokkurinn var áhugasam- ur um breyting- arnar,“ segir Davíð og bætir við: „Ég get ekki séð hvern- ig Steingrímur J. Sigfússon, sem er hvorki gunga né drusla, getur annað en stutt frumvarpið. Nú reynir á hvað það er sem stjórnar stjórnarand- stöðunni, hún sjálf eða eitthvað annað.“ Aðspurður um hvort forsetinn viti um breytingarnar segir for- sætisráðherra: „Nei, forsetinn veit ekki af þeim. Það er ekki til siðs að blanda honum í mál á þessu stigi,“ sagði Davíð. Hann sagði málið ekki hafa skaðað stjórnarsamstarfið. „Stjórnarsamstarfið er afskap- lega gott og hefur aldrei verið sterkara en núna,“ sagði Davíð. Halldór Ásgrímsson taldi breytingarnar til mikilla bóta, en aðspurður um hvort hann hefði viljað sjá hærri hlutdeild en 5% fyrir markaðsráðandi fyrirtæki í óskyldum rekstri sagði hann: „Ég hefði alveg getað sætt mig við frekari breytingu á því, en ég tel þetta fullnægjandi. Það er erfitt að segja til um hver hlutföllin eigi að vera,“ sagði Halldór. Hann sagði málið hafa reynt á stjórnarflokkanna, en niðurstaða hafi náðst. „Það hefur reynt á samstarfið, en við Davíð erum vanir að tala saman um hlutina og leysa málin. Ég er öruggari en áður um það að frumvarpið standist stjórnarskrána og það er alveg ljóst að ég vil ekki taka mikla áhættu í því sambandi,“ sagði Halldór. bryndis@frettabladid.is Forsætisnefnd: Ekki rætt um símtal ALÞINGI Á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær vakti Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, máls á fréttum um að forsætisráð- herra hefði átt óviðeigandi samtal við umboðsmann Alþingis í kjöl- far álitsgerðar hans um embættis- færslu dómsmálaráðherra við skipan dómara í Hæstarétt. Emb- ætti umboðsmanns heyrir undir Alþingi. Fram kom á fundi forsætis- nefndar að engar upplýsingar eða kvartanir hefðu borist frá emb- ætti umboðsmanns um meint sím- tal og var málið því ekki rætt frekar á þessum fundi. ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Þingflokksformaður Frjálslynda flokksins segir fjölmiðlafrumvarpið arfavont þrátt fyrir breytingar. „Það á að taka það og henda því,“ segir hann. Magnús Þór Hafsteinsson: Arfavont frumvarp ALÞINGI „Mér líst illa á þessar breytingar. Þetta er arfavont frumvarp og hefur verið frá upp- hafi og það á að taka það og henda því. Fulltrúar allra flokka og hagsmunaaðilar eiga að setjast niður og fara yfir málin í samein- ingu,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, um breyt- ingarnar á frumvarpi um eignar- hald á fjölmiðlum. Hann telur að nota eigi sumar- ið til að fara yfir frumvarpið og leggja það síðan fram næsta haust og vinna við það vandlega og yfir- vegað. Mikilvægt sé að sátt náist um málið. „Við höfum aldrei verið á móti því að skoða þessi mál og setja heildstæða löggjöf, en það liggur ekkert á að afgreiða málið,“ segir hann. ■ Tónleikar Metallica: Uppselt ÍSLANDSMET Allir miðar á tónleika hljómsveitarinnar Metallica seld- ust upp á tveimur tímum á laugar- dag. Aldrei áður hafa miðar á tón- leika erlendrar hljómsveitar selst svo hratt hérlendis. Liðsmenn hljómsveitarinnar kættust við tíð- indin og sögðust hlakka enn meira til tónleikanna en áður. ■ Steingrímur J. Sigfússon um breytt frumvarp: Liður í sálrænni meðferð ALÞINGI „Þetta eru óverulegar breytingar og greinilega liður í sál- rænni meðferð, frekar en að menn hafi farið í vandaða skoðun á því að þessu þurfi að breyta efnislega. Ákvæðið um 35% breytir mjög litlu, enda var það ekkert sérstak- lega umdeilt ákvæði í frumvarpinu og bar lítið á góma. Það hefur líka sáralítil áhrif borið saman við hin- ar takmarkanirnar á eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækis og al- gerum aðskilnaði milli ljósvaka- miðla og dagblaða,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um þær breyting- ar sem hafa verið gerðar á fjöl- miðlafrumvarpinu. Hann segir það lagatæknilega til bóta að útvarpsleyfi verði leyft að renna út, enda hafi ákvæðið verið fráleitt í byrjun. Breyting- arnar dugi þó ekki til að gera vinnubrögðin viðunandi. „Mér finnst þetta vera enn frek- ari rök fyrir því að þessu máli í heild sinni eigi að fresta og skoða í víðu samhengi,“ segir Steingrímur. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Það eru ennþá alvarleg álitamál uppi varðandi ákvæði stjórnarskrárinnar og það er alveg ljóst að frumvarpið stríðir enn gegn markmiðum samkeppnislaga,“ segir Össur um breytt fjölmiðlafrumvarp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Mér finnst þetta vera enn frekari rök fyrir því að þessu máli í heild sinni eigi að fresta og skoða í víðu samhengi,“ segir formaður Vinstri grænna um breytt fjölmiðlafrumvarp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra segist ekki sjá hvernig Steingrímur J. Sigfússon, sem hvorki sé gunga né drusla, geti annað en stutt frumvarpið. Nú reyni á hvað það sé sem stjórni stjórnarand- stöðunni, hún sjálf eða eitthvað annað. SAMKOMULAGIÐ KYNNT Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, kynnir þingkonum flokksins sam- komulagið sem formenn stjórnarflokkanna náðu um fjölmiðlafrumvarpið í gær. „Stjórnar- samstarfið er afskaplega gott og hefur aldrei verið sterkara en núna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 86%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.