Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 8
8 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR FLJÚGANDI FURÐUHLUTIR Nú hefur komið skýring á hvaðan þessi undarlegu ljós hafa komið sem mexíkóski flugherinn náði myndum af fyrir stuttu en vísindamenn segja að þau geti komið til af gasuppgufun í himinhvolfinu. Sögum mæðgnanna bar ekki saman: Sýknaður af kynferðisbroti gegn móður kærustunnar DÓMUR Maður var sýknaður í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær af kyn- ferðisbroti og líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist að móður kærustu sinnar, káfað á henni og sogið brjóst hennar svo að mar myndaðist. Dóttir konunnar bjó í kjallara á heimili foreldra sinna og hafði hún kynnst manninum á einkamál.is. Þau hittust um tvisvar í viku. Oftast borðuðu þau saman og stunduðu síð- an kynlíf. Segir dóttirin að með tím- anum hafi SMS-skilaboð frá mann- inum orðið grófari og lýst kynferð- islegum áhuga á móður hennar. Hann hafi sagst vilja sjá brjóstin á móður hennar og hann myndi gefa henni koníak fyrir. Næst hittust þau heima hjá dótturinni og kom hann með koníakspela með sér. Þá um kvöldið fór dóttirin upp til móður sinnar, sem kom niður og sýndi á sér brjóstin fyrir pelann. Þótti dómnum sögum mæðgn- anna ekki bera saman í veigamikl- um atriðum. Þá segir maðurinn að hann hafi aðeins strokið yfir brjóst móðurinnar og kysst annað brjóstið laust. Þótti það ekki vera brot á blygðunarsemi. ■ VIÐSKIPTI Baugur og Fengur, eignar- hald seldu í gær samtals 26 pró- senta hlut í Flugleiðum á genginu níu. Kaupandi er félag í eigu Sax- hóls, félags í eigu Nóatúnsfjölskyld- unnar, og Byggs sem er í eigu Gunn- ars og Gylfa sem hafa verið at- kvæðamiklir í verktakastarfsemi. Fyrir er stærsti eigandinn í Flug- leiðum Oddaflug, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Bykó og Hannesar Smárasonar, aðstoðarfor- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Við fengum gott boð í bréfin og ákváðum að nýta tækifærið og selja,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi. Baugur hefur lýst því yfir að félagið hyggist draga úr starfsemi sinni hér innanlands samfara vax- andi fjárfestingum í Bretlandi „Það eru fleiri hlutir til skoðunar í því efni, en engar ákvarðanir verið teknar.“ Meðalkaup Baugs í Flug- leiðum voru á genginu 5,3 og sölu- hagnaður því um 1,7 milljarðar króna fyrir um 21 prósents hlut, án þes að tekið sé tillit til fjármagns- kostnaðar, en eignarhluturinn var í framvirkum samningi. Fengur, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristinssonar, átti rúm fimm prósent. Var stærstur hluti þess keyptur á genginu 1,7 og er söluhagnaður Fengs tæpur milljarð- ur króna. Pálmi segist ánægður með söluna. „Við erum ánægðir með verðið og kaupendurna,“ segir Pálmi. Einar Örn Jónsson, einn eigenda Saxhóls, segir þessi kaup hugsuð til langs tíma. „Við höfum mikla trú á fyrirtækinu, en gerum okkur grein fyrir því að þetta er sveiflukenndur rekstur.“ Ekki er við því búist að samstarf verði með Jóni Helga og Hannesi Smárasyni til lengdar í Oddaflugi. Talið er að Hannes hafi með við- skiptum dagsins styrkt stöðu sína. Verðið í viðskiptunum þykir hátt og telur greiningardeild Landsbankans að það gefi til kynna að breytinga sé að vænta í rekstri félagsins, jafnvel með sölu eigna. haflidi@frettabladid.is Sprengja úr síðari heimsstyrjöldinn: Fannst óvænt í Litháen LITHÁEN, AP Hundruð íbúa Kaunas í Litháen voru flutt á brott frá heimilum sínum eftir að sprengja úr síðari heims- styrjöldinni fannst óvænt í mið- borginni í gærmorgun. Sprengjan, sem er þýsk að uppruna, vóg 500 kíló og fannst eftir að einn íbúa hverfisins sá hluta hennar standa út úr jarð- veginum. Hægt var að aftengja sprengj- una með því að bora í hana gat og brenna sprengiefnið innanfrá. Engum varð meint af. ■ GEORGE W. BUSH Samkvæmt heimildum Times eru áætlanir á borðinu um að hraða sem kostur er brottflutningi herja Bandaríkjanna og Bret- lands frá Írak. Bush og Blair: Frá Írak hið fyrsta ÍRAK Tony Blair og George Bush hafa komið sér saman um áætlun til að flýta eins og mögulegt er brottför herja ríkjanna tveggja frá Írak. Áætlunin hefur ekki verið birt en breska dagblaðið Times tel- ur sig hafa heimildir fyrir því að samkomulag sé langt komið enda hafa báðir aðilar fengið háðulega útreið síðustu mánuði vegna til- efnislítillar innrásarinnar í landið. Enn sér ekki fyrir endann á vanda- málunum þar og hefur stríðið þeg- ar kostað báðar þjóðir mun meira en nokkurn grunaði. ■ Ræstitækni rænt frá Flugfélagi Íslands – hefur þú séð DV í dag? BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 kr. Nýr hádegismatseðill alla þriðjudaga Matseðlar og verð á www.holt.is • • • • • • BJÖRN BJARNASON Reykjavíkurlistinn kveðst ekkert skulda Birni Bjarnasyni. R-listinn: Tilhæfulaus- ar aðdróttanir BORGARMÁL Í umræðum á Alþingi síðastliðinn laugardag notaði Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra og borgarfulltrúi, ræðustól Alþingis til að fara með tilhæfu- lausar aðdróttanir um Reykjavík- urlistann og fjármál hans, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá borgarfulltrúum Reykjavíkurlist- ans. „Löngu er búið að svara því sem þar kemur fram og varðar Reykjavíkurlistann og einstak- linga á honum,“ segir enn fremur. „Reykjavíkurlistinn hefur engu við það að bæta og skuldar Birni Bjarnasyni ekkert í þessu efni.“ ■ GAZA, AP Ísraelskir skriðdrekar hafa flutt sig inn á suðurhluta Gaza-svæðisins nærri Rafah- flóttamannabúðunum. Að sögn ísraelska hersins er ætlunin að einangra þorpið. Fjöldi Palestínumanna hefur flúið heimili sín í flóttamanna- búðunum síðan á sunnudag en mikil átök hafa staðið yfir síðan í síðustu viku. Þá hóf Ísraelsher umdeilda hernaðaraðgerð við að jafna við jörðu hús sem talið er að skæruliðar noti. Búist er við að síðustu daga hafi um 80 heim- ili verið lögð í rúst. Hæstiréttur Ísraels úrskurð- aði á sunnudag að herinn mætti halda áfram að jafna við jörðu heimili Palestínumanna til þess að vernda líf hermanna. Eyði- legging hundraða heimila er í undirbúningi, að sögn yfir- manns bandaríska hersins. Síð- an átök Ísraela og Palestínu- manna hófust árið 2000 hefur ísraelski herinn jafnað við jörðu nærri 2.000 hús í Rafah og gert meira en 11.000 Palestínumenn heimilislausa. ■ RÚSTIR HEIMILIS Palestínsk stúlka í rústum heimilis síns í útjaðri Rafah- flóttamannabúðanna. Hæstiréttur Ísraels leyfir eyðingu híbýla Palestínumanna: Eyðing hundraða heimila undirbúin STÆRSTU EIGENDUR FLUGLEIÐA Eignarhaldsfélagið Oddaflug 32,22% Saxhóll og Bygg 26,94% Skildingur, félag stjórnenda Flugleiða 10,00% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 9,92% Flugleiðir hf. 8,59% BREYTINGAR HJÁ FLUGLEIÐUM Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson sitja í stjórn Flugleiða. Þeir hafa nú selt hlut sinn í félaginu. Kaupendur eru óstofnað eign- arhaldsfélag í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og verktakanna Gunnars og Gylfa. Stokkað upp meðal stærstu í Flugleiðum Baugur og Fengur seldu hluti sína í Flugleiðum með góðum gengishagnaði. Salan í takt við yfirlýsingar Baugs um að draga úr innlendri starfsemi. Hannes Smárason talinn hafa sterkari stöðu eftir viðskipti dagsins. Fyrstur til að skila inn undirskriftalistum: Baldur klár í forsetaslaginn FORSETAKOSNINGAR Stuðningsmenn Baldurs Ágústssonar forsetafram- bjóðanda söfnuðu nær 3.000 undir- skriftum á aðeins fimm dögum eins og segir í tilkynningu. Safna þarf á bilinu 1.500 til 3.000 undirskriftum víðsvegar um landið til að teljast fullgildur frambjóðandi til embætt- is forseta Íslands. Listunum hefur verið skilað inn til dómsmálaráðuneytis og fara kosningarnar fram laugardaginn 26. júní. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.