Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 11

Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 11
11ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 Krókháls Lyngháls H ál sa b ra ut Bæjarháls Dragháls Fossháls H ál sa br au t Norðurljós ÁTVR Vífilfell Enginn hraðakstur liðinn í kringum Dalvík: 205 teknir fyrir hraðakstur LÖGREGLUMÁL 205 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akst- ur í samvinnu lögreglu á Ólafs- firði og Dalvík frá 1. mars. Sá sem hraðast ók var á 160 kílómetra hraða. Sýslumaður svipti hann ökuréttindum. Lög- reglan hefur fylgst vel með Ólafs- fjarðarvegi frá því að snjó leysti. Auk hraðamælinga hefur hún haft afskipti af 28 bílbeltislausum öku- mönnum og tekið fimm fyrir far- símanotkun undir stýri. ■ BERLÍN, AP Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkj- anna, hvatti í gær Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, til þess að byggja upp varnarlið sem gæti staðið gegn árásum á Ísraelsmenn. Rice hitti Qureia að máli í Berlín í gær og átti fundurinn að undirstrika vilja bandarískra stjórnvalda til þess að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Palestínumenn hafa lýst því yfir að Bandaríkjamenn geri það sem í þeirra valdi standi til að stöðva eyðileggingu heimila Palestínumanna í Rafah-flótta- mannabúðunum. Rice sagði Bandaríkjamenn ít- rekað hafa lýst yfir áhyggjum sín- um af eyðileggingu palestínskra heimila, sem beri ekki vott um friðarvilja Ísraelsmanna. „Við skiljum þörf Ísraelsmanna til þess að verja sig,“ segir Rice. „En við viðurkennum einnig að Ísra- elsmenn verða að lifa í nágrenni við Palestínumenn.” ■ Condoleezza Rice hittir Ahmed Qureia: Palestínumenn komi upp varnarliði LEONEL FERNANDEZ Vann sigur á sitjandi forseta Dóminíska lýðveldisins í forsetakosningum á sunnu- dag. Dóminíska lýðveldið: Fernandez kjörinn aftur DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ, AP Fyrrum forseti Dóminíska lýðveldisins, Leonel Fernandez, vann sigur á forsetanum Hipolito Meija í for- setakosningunum á sunnudag. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut Fernandez um 51% atkvæða. Talið er líklegt að lægð í efna- hagslífinu hafi hjálpað Fernandez að komast til valda á ný, en hann sagði af sér árið 2000 eftir að hafa orðið uppvís að spillingu. Efna- hagslífið var þó í blóma meðan á valdatíð hans stóð og hagvöxtur um 8 prósent á ári. ■ Dæmdur í fangelsi: Rændi einum ríkasta manni Bandaríkjanna CONNECTICUT, AP Maður var dæmd- ur í 15 ára fangelsi í gær fyrir að skipuleggja ránið á Edward Lampert, einum ríkasta manni Bandaríkjanna. Játning liggur fyrir frá Ren- aldo Rose, sem segist hafa rænt Lampert í félagi við þrjá aðra. Þeir sögðu Lampert að þeir hefðu verið ráðnir til þess að drepa hann fyrir eina milljón dollara, um 73 milljónir íslenskra króna, en gæfu honum tækifæri til þess að kaupa líf sitt. Lampert var látinn laus gegn því að hann greiddi hluta 40.000 dollara, um 10 milljónir íslenskra króna, til mannræningjanna. Féð var aldrei greitt en FBI tók þess í stað málið að sér. ■ SJÚKRAHÚSI LOKAÐ VEGNA HÓTANA Eina frjálsa sjúkrahús- inu í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, hefur verið lokað. Starfsmenn sjúkrahússins fóru í verkfall þar sem þeim var hótað af byssumönnum. Byssumenn- irnir voru sendir á sjúkrahúsið fyrir þremur vikum af fjöl- skyldu konu einnar, en leg kon- unnar hafði verið fjarlægt til að bjarga lífi hennar. RICE TIL FUNDAR VIÐ QUREIA Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjamanna mætir til fundar við forsætisráðherra Palestínu. ■ AFRÍKA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.