Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 31
23ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004
■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3
110 Reykjavík
Sími: 591 9000
www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Súpersól til Sal
27. maí
Frá kr. 29.995.-
Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spá
um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fó
aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, g
ingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gu
Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brot
svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggj
Verð frá kr. 29,995.-á mann.
m/v 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð.
Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000.- á mann.
Verð frá kr. 39,990.-á mann.
M/v 2 fullorðna í vikuferð.
Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000.- á mann.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir ermeðal þeirra dansara sem
frumsýna í kvöld fjögur verk í
Borgarleikhúsinu á vegum Dans-
leikhússins. „Dansleikhúsið byrj-
aði sem þróunarverkefni í Jazz-
ballettskóla Báru en er nú komið
undir hatt sjálfstæðu leikhúsanna
og því orðið nýr vettvangur fyrir
atvinnudansara og höfunda,“ seg-
ir Lovísa Ósk. „Það var auglýst
eftir frumsömdum verkum og þau
fjögur sem urðu fyrir valinu til
sýningar í ár eru mjög fjölbreytt
með tilheyrandi húmor og drama-
tík.“
Lovísa Ósk útskrifaðist úr
sænsku Ballettakademíunni í
Stokkhólmi árið 2002 og hefur
dansað í tveimur verkum með
Íslenska dansflokknum. „Eftir
námið var ég í starfsþjálfun
bæði í Barcelona og í Cardiff í
Wales en mér finnst athyglisvert
hvað það er mikið að glæðast í
dansinum hér heima. Áður en ég
fór út í nám fannst mér lítið um
að vera annað en Íslenski dans-
flokkurinn en núna fá fleiri og
fleiri danshöfundar tækifæri til
að sýna verk sín. Til dæmis er
haldin Dansleikhúskeppni á veg-
um Leikfélags Reykjavíkur og
Íslenska dansflokksins í júní og
Reykjavík dansfestival er orðin
árviss viðburður.“
Lovísa hefur haft nóg að gera
síðan hún kom heim og vinnur nú að
eigin dansverkum með sellóleikar-
anum Sigurði Halldórssyni, kennir í
Jazzballettskóla Báru og æfir í
söngleiknum Hárinu. „Lára Stefáns-
dóttir sér um dansana þar og mér
líst rosalega vel á hópinn. Það er
alltaf gaman að fá tækifæri til að
gera eitthvað nýtt eins og til dæmis
í þessu tilfelli að fá að syngja.“
En Lovísa verður í Borgarleik-
húsinu í kvöld klukkan 20 ásamt
fimm öðrum ungum atvinnu-
dönsurum sem sýna dansleikhús-
verk eftir höfundana Jóhann Frey
Björgvinsson, Peter Anderson,
Maríu Gísladóttir og Irmu Gunn-
arsdóttur. ■
LOVÍSA ÓSK GUNNARSDÓTTIR
Útskrifaðist úr Ballettakademíunni í Svíþjóð árið 2002 og æfir nú meðal annars fyrir Hárið í Austurbæ.
DANS
LOVÍSA ÓSK GUNNARSDÓTTIR
■ Verður á sviði Borgarleikhússins í
kvöld þegar Dansleikhúsið frumsýnir
fjögur verk eftir unga danshöfunda.
Tilheyrandi húmor og dramatík
KÁTI KOKKURINN
Siggi Hall sá til þess að Stefán Jón Hafstein og aðrir sem voru viðstaddir setningu Lista-
hátíðar á föstudaginn hefðu guðaveigar í glösum sínum.
17.00 Acte, leiklestur á frönskum og
belgískum leikritum í Borgarleik-
húsinu. Fyrri hluti.
20.00 Guðný. Tónleikar í tilefni 30 ára
starfsafmælis Guðnýjar Guð-
mundsdóttur konsertmeistara í
Íslensku óperunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M