Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 32
24 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ ROCKY
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Martin Kellerman
Eftir Frode Överli
Þegar Halldór Laxness lýsti morg-
unkomunni í íslenskri sveit í einum
eftirminnilegasta kafla Sjálfstæðs
fólks byrjaði hann á orðunum „hæg-
an hægan“ en í kjölfarið tók við lýs-
ing sem gerði morguninn í augum
lítils drengs að öllum heimsins
morgnum og Sjálfstætt fólk að
verki sem höfðar til allra, alltaf.
Svona eiga morgnar líka að vera.
Byrja hægt þannig að hverjum og
einum gefist ráðrúm til að búa sig
andlega undir geðveiki hversdags-
ins sem bíður handan við fyrsta
kaffibollann.
Morgnarnir mínir byrja allir á
Ægisíðunni klukkan rétt rúmlega
átta og þeir eru alltaf fallegir,
hvernig sem viðrar á himinhvolfinu
eða í huga mér. Sjórinn er á sínum
stað, sami maðurinn með sama
hundinn gengur eftir sama göngu-
stígnum. Sömu bílarnir með sama
fólkinu innanborðs keyra fram hjá í
sömu áttir. Morgun eftir morgun.
Sömu börnin koma hlaupandi út úr
sömu húsunum, með glampann í
augunum. Á þessu augnabliki er allt
eins og það á að vera. Síðan kemur
strætó og allt breytist og ekkert
verður eins.
Þessir morgnar mínir minna mig
alltaf, á hverjum morgni, á bíó-
myndina Groundhog Day þar sem
Bill Murray var fastur í sama deg-
inum þar til hann lærði að elska,
kasta hrokanum og lifa í sátt við
sjálfan sig og umhverfi sitt. Og þeg-
ar maður er byrjaður að leiða hug-
ann að því einfalda í lífinu og þeim
lærdómi sem má draga af því nota-
lega við eilífa endurtekningu hins
sama getur maður ekki stillt sig um
að láta sig dreyma um að æðstu
valdhafar á Íslandi og í Bandaríkj-
unum gæfu sér tíma til að bíða eftir
leið 6 með manni eina morgunstund
þar sem það eru fyrst og fremst
þeir sem ráða því hvaða hörmungar
bíða manns þegar maður stígur út
úr vagninum. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON BÍÐUR EFTIR STRÆTÓ Á SAMA STAÐ OG HUGSAR SÖMU HUGSANIRNAR.
■ Biðin eftir leið 6
Hmmm...
Spurðu hann hvort það sé
hægt að opna glugga
hérna.
Atvinnumaður! Við getum
spurt hann um allt sem
okkur langar að vita!
Þetta
er
stór
bangsi!
Í
flottan
helli!
Meiriháttar!
Er það ekki svolítið nörda-
legt að vera alltaf í þessum
leik?
Gæti þetta verið
lífsförunauturinn? Er
þessi langa og erfiða
leit á enda?
Ég rakaði þig
undir hönd-
unum á meðan
þú svafst!
Rosalega
slétt, eins
og hnífs-
blað!
Leitin heldur
áfram!
Þetta er miklu meira en
leikur, þetta er
lífsviðhorf!
Og hvaða viðhorf er það?
Kýla risapöndu og verða
göfug manneskja?
Þú fattar ekkert! Þetta
snýst um að ná árangri,
borða rétt, æfa og gera
sitt besta!
Þú ert klikk!
Mér er sama hvað þú
segir, ég ætla að verða
Evrópumeistari!
Nörda?
Sigurvegarinn fær hálfa
milljón og ferð til Vegas!
En hálfa milljón og
nýjan persónuleika?
Ótrúlegt! Ég vakna
við hliðina á gull-
fallegri dömu...
Foreldrar!
Eruð þið orðin þreytt á
að vera misskilin?
Barnalán kynnir
Foreldratal sem
annað tungumál
Örugg samskipti milli
foreldra og barna!
2. lexía
Ef skilaboðin eru:
„Gerðu mig að
fífli fyrir fram-
an alla í búðinni,“
Segið þá:
Ég útskýri
seinna.
HVAÐER-EDDA?
Gyllinæ
ðar-
smyrsl