Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 © D IS N EY Taktu galdr apróf .... á h eimasíð unni www .klubb ar.is og fin ndu út hvort þú er t norn e ða dís eða h vaða stjör nu þú tilheyr ir. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hringdu strax í síma 522 2020 eða skráðu þig á www.klubbar.is. Óvæntur fylgihlutur fylgir með hverri mánaðarsendingu Galdraskraut að gjöf með annarri sendingu ef þú svarar innan 10 daga Fyrstu tvö blöðin á verði eins 690 kr. fyrir tvö blöð Göldrótt áskriftartilboð að myndasögublaði sem slegið hefur í gegn um allan heim: J ayde Hanson, heimsfrægurhnífakastari, hefur beðið rúss- neska aðstoðarstúlku sína um að giftast sér einu ári eftir að breska þjóðin horfði á hann gera mistök í beinni útsendingu og kasta hníf í höfuð hennar. Tilvonandi brúður hans, Yana Rodionova, aðstoði hann í tilraun hans við að slá sitt eigið heimsmet í fyrra. Þá ætlaði hann að kasta 124 hnífum í kringum kærustuna sína á innan við einni mínútu og 41 sekúndu. Þetta ætlaði hann að framkvæma í morgunþættinum This Morning, sem milljónir manna fylgjast með á hverjum morgni. Ekki fór betur en svo að einn hnífanna lenti í höfði hennar. Umsjónamenn þáttarins hlupu í áttina til stúlkunnar, þar sem blæddi úr höfði hennar. Hún var send beina leið á spítalann og þar kom í ljós að meiðsli hennar voru minniháttar. Hún var mjög skelk- uð en hefur greinilega fyrirgefið kærasta sínum. Búist er við því að 200 manns úr öllum stærstu fjölleikahúsum heims mæti í veisluna. Hanson lærði að kasta hnífum þegar hann var 11 ára gamall. Hann setti heimsmet sitt þann 8. apríl í fyrra, og þá var verðandi eiginkona hans á stokknum. Tveimur dögum síðar átti slysið sér stað. Hanson hefur kennt miklu stressi í sjónvarpssal um hvernig fór, því varla hefði hann annars farið að klikka. ■ Trip-hop og tilraunakennd el-ektrónísk tónlist hefur lengi átt greiðan aðgang að eyrum mín- um. Ég hef reynt að fylgja mönn- um eins og Clifford Gilberto, Amon Tobin og Squarepusher við hvert fótmál. Það er með ólíkind- um hvað þessi tónlist hefur þróast hratt og út í margar stefn- ur. Wax Poetic er sveit frá New York með Ilhan Ershahin í broddi fylkingar. Platan Nublu Sessions dregur nafnið sitt frá klúbbi í eigu hans í New York þar sem fjölmargir plötusnúðar hafa leik- ið listir sínar. Hljómsveitin fær risaprik í kladdann fyrir að hefja söngferil Noruh Jones á loft en hún lét fyrst sjá sig með Wax Poetic. Hún syngur í tveimur lögum. Einnig leynast á plötunni fleiri meistar- ar. N’Dea Davenport, fyrrum söngkona Brand New Heavies, syngur í einu lagi og gamli reggíkappinn U-Roy keyrir upp dub-stemninguna í Flight In Dub. Tónlistin er mjög þægileg áheyrnar og er platan mjög fjöl- breytt. Á henni má finna róleg og ljúf lög (Tell Me), fönkí lög (Dreamin, Time) dansvæn (Sea Grass) og tilraunakennd (Ori- ental Wind). Hafði ég sérstak- lega gaman af Sea Grass, sem Davenport syngur. Við fyrstu hlustun virkar það eins og hvert annað danslag en þegar grannt er skoðað má heyra þrælöflugar pælingar á bak við. Lagið er til dæmis í þremur fjórðu-takti sem heyrist ekki oft í danslögum. Girl er líka vert athygli, þar sem Ilhan Ershahin finnur tyrknesk- um uppruna sínum farveg. Arab- ísku áhrifin allsráðandi og það gefur laginu mikinn karakter að söngkonan Nil Karaibrahimgil syngur á tyrknesku. Dauðan punkt er vart finnandi og ljóst að Wax Poetic bætist í hóp þeirra sem ég mun fylgja eft- ir eins og skugginn. Hún er, í einu orði sagt, frábær. Smári Jósepsson [ MYNDBÖND ] VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 - VINSÆLUSTU LEIGU- MYNDBÖNDIN - VIKA 20 Last Samurai DRAMA Love Actually GAMAN Kill Bill Vol. 1 SPENNA Duplex GAMAN Texas Chainsaw Massacre HRYLLINGUR Fighting Temptations GAMAN Once Upon a Time in Mexico SPENNA In the Cut SPENNA Finding Nemo ÆVINTÝRI Bringing Down the House GAMAN Calendar Girls GAMAN The Medallion ÆVINTÝRI Friends 10, þættir 9-1 GAMAN Starship Troopers 2 ÆVINTÝRI Intolerable Cruelty GAMAN Emperor’s Club DRAMA S.W.A.T. SPENNA Master and Commander DRAMA House of Sand and Fog DRAMA Good Boy! GAMAN THE LAST SAMURAI Tom Cruise snýst gegn sínum eigin her í myndinni The Last Samurai. Köttur úti í mýri [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN WAX POETIC: NUBLU SESSIONS Bandaríska CBS-sjónvarpsstöð-in hefur samið við framleið- endur Everybody Loves Raymond um að taka upp níundu og síðustu þáttaröðina. Aðeins verða framleiddir 16 þættir í stað 22 eins og verið hef- ur. Óvíst var hvort þættirnir um Raymond myndu halda áfram þar sem aðalleikari þeirra, Ray Romano, hafði lýst því yfir að hann vildi hætta með þættina á toppnum. Talið er að Romano sé launahæsti sjónvarpsþáttaleikari Bandaríkjanna. Fyrir síðustu þáttaröð fékk hann í sinn hlut allt að 140 milljónum króna fyrir hvern þátt. „Ákvörðunin um að halda áfram snerist alltaf um að halda þættinum góðum og að hafa það ekki á tilfinningunni að við værum ekki velkomin lengur,“ sagði Romano. „Ég hlakka til að leika þennan sérstaka eiginmann í níunda sinn.“ Everybody Loves Raymond var valinn besti gamanþátturinn á síðustu Emmy-verðlaunahátíð. Um 17,4 milljónir Bandaríkja- manna fylgjast með þættinum í hverri viku. ■ HNÍFAKAST Yana sést hér nokkrum sekúndum áður en hnífurinn endaði í andliti hennar. Hún hefur greinilega stórt hjarta því nú ætlar hún að giftast hnífakastaranum sem særði hana. Heimsfrægur hnífakastari giftist aðstoðar- stúlku sem hann kastaði hníf í hausinn á. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Hnífakastari giftist fórnarlambi sínu EVERYBODY LOVES RAYMOND Aðalleikarar þáttarins með Emmy- verðlaunin á síðasta ári. Upptökur á níundu og síðustu þáttaröðinni hefjast brátt. ■ SJÓNVARP Raymond á skjáinn í níunda sinn Macaulay Culkin, sem er bestþekktur fyrir leik sinn í Home Alone-myndunum, er þessa dagana að skrifa sjálfsævisögu sína. Bókin á að fjalla um pressuna sem fylgir því að vera barnastjarna og um erf- iðleika innan fjölskyldu hans. Culkin segist ætla að fara djúpt í fjölskyldulíf sitt og ætlar hann til dæmis að skrifa um málaferlin gegn föður sínum sem á að hafa stolið frá honum pening. Culkin er 23 ára og varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt í Home Alone þegar hann var aðeins níu ára. Hann hefur ekki afrekað mikið í leiklistinni eftir það. ■ ■ KVIKMYNDIR Macaulay Culkin skrifar bók

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.