Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 36
28 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI Enska knattspyrnulandsliðið: EM-hópur Erikssons tilbúinn FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, valdi í gær 23 manna leikmannahóp fyrir Evr- ópumótið í Portúgal sem fer fram í næsta mánuði. Hann valdi einnig sex leikmenn til þess að vera í biðstöðu ef ein- hver skyldi detta úr hópnum vegna meiðsla. Eins og gengur og gerist voru ekki allir á eitt sáttir við val Sví- ans og meðal umdeildra ákvarð- ana var að hann skyldi taka Darius Vassell í hópinn en ekki hinn sjóðheita Jermain Defoe. Ledley King og Jamie Carragh- er voru valdir í stað Wes Brown og Gareth Southgate og svo var Joe Cole valinn í stað félaga síns Scott Parker. Eriksson getur gert breytingar á hópnum til 2. júní. „Ég spáði mikið í því að velja fimmta framherjann en Kieron Dyer og Joe Cole geta báðir leik- ið framarlega þannig að mér fannst nóg að velja fjóra,“ sagði Eriksson á blaðamannafundi í gær þar sem hann þurfti að út- skýra val sitt í langan tíma enda landsliðsval hitamál á Englandi rétt eins og á Íslandi. „Vonandi verða allir heilir. Ef þessi hópur helst heill þá verðum við mjög sterkir í sumar.“ ■ Grasrótin grunnurinn að áframhaldandi vexti 60 sparkvellir á vegum KSÍ munu rísa víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélögin. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís- lands tilkynnti í gær hvert 60 sparkvöllum verður úthlutað til sveitarfélaga víðs vegar um land- ið. Alls bárust umsóknir um 105 velli frá 59 sveitarfélögum þannig að ekki fengu allir í þetta sinn en það er von KSÍ að hægt verði að út- hluta fleiri völlum, sem mun velta á samningi við framleiðanda og auknu fjármagni til átaksins. Átta sparkvellir verða í Reykja- vík, þrír í Hafnarfirði og Kópa- vogi, tveir á Akureyri og á þrjátíu og tveimur stöðum verður einn völlur. Eftir þessa úthlutun er ljóst að KSÍ hefur tekist að ná til nær allra stærri þéttbýliskjarna á land- inu. Stefnt er að því að vellirnir verði staðsettir við skóla þannig að sem best nýting á þeim náist en stærð þeirra verður 30x33. Tilbúnir um mitt sumar Vonast er til að helmingur vall- anna verði tekinn í notkun um mitt sumar en hinn helmingurinn næsta sumar. Bæjarfélögin munu sjá um viðhald vallanna enda þiggja þau þá að gjöf frá KSÍ og vonast er til að lýsing muni vera sem best á þeim og hiti þar sem kostur er á. En hver er grunnhugmyndin að þessari úthlutun sparkvalla og hvaðan er hún komin? Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSÍ: „Þetta kemur þannig til að UEFA á fimmtíu ára afmæli í ár og ákvað að styrkja hvert aðildarsamband um eina milljón svissneskra franka, eða tæplega sextíu milljón- ir króna, eingöngu til þess að byggja sparkvelli.“ Geir segir þetta vera hugsað sem grasrótar- knattspyrnustarf sem eigi að ná til gjörvallrar Evrópu: „Eins og önnur knattspyrnusambönd í álfunni gripum við boltann heils hugar á lofti,“ segir Geir og bætir við: „Sú kvöð var á gjöfinni að við skyldum nýta fjármunina til þess að margfalda þá til að við gætum byggt sem flesta velli. Við tókum því þá ákvörðun í kjölfarið að fá sveitarfélögin í samstarf við okkur með það að leiðarljósi að við mynd- um einungis standa straum af kostnaði við sjálft gervigrasið og lagningu þess. Með þessu góða samstarfi við sveitarfélögin hefur okkur tekist að margfalda þennan fjölda sparkvalla en þeir hefðu annars orðið mun færri. Við feng- um einnig styrki til þessa verkefn- is og erum með góða samstarfsað- ila og svo stuðning frá fjárlaga- nefnd Alþingis. Þetta telur allt og við settum okkur markmið að ná að byggja fjörutíu sparkvelli en náðum núna að úthluta sextíu völl- um og það er alltaf ánægjulegt að fara fram úr upphaflegum mark- miðum. Eins og ég nefndi eru sam- starfsaðilarnir sterkir en síðan voru tilboðin sem gerð voru í byggingu vallanna mjög hagstæð. Við vonumst auðvitað eftir að ná sem mestu út úr því sem við höfum úr að spila og mér sýnist það hafa gengið ansi vel.“ Aðspurður segir Geir að þetta átak hafi fengið mjög góð viðbrögð en í raun hafi þau komið nokkuð á óvart: „Við vissum vel að þetta verkefni myndi mælast vel fyrir en áttum satt best að segja ekki von á svona miklum viðbrögðum og svona mörgum umsóknum. Í kjölfarið er því komin nokkuð mik- il pressa og ábyrgð á okkur að ná að klára þessa sextíu velli innan settra tímamarka og við þurfum að bretta upp ermarnar enda er mikið verk fram undan.“ Flókin og tímafrek Svona verkefni eru flókin og tímafrek og Geir segir þetta vera búið að vera langt ferli: „Það er margt í þessu,“ segir hann og held- ur áfram: „Allt frá því hvernig vellirnir eigi að líta út og öll um- gjörðin í kringum þá, til samninga við sveitarfélög og stuðningsaðila og svo úthlutunin á sjálfum völlun- um. Það hefur því verið í mjög mörg horn að líta, en eins og ég segi er mikið eftir. Grunnhugsunin í þessu verkefni er að setja á fót aðstöðu fyrir börn á lokuðu svæði þar sem boltinn er alltaf í leik og ekki þurfi reglulega að sækja hann út í gjótu; að þetta verði öruggur og skemmtilegur vettvangur fyrir knattspyrnuiðkun. Þetta verður án efa gríðarleg lyftistöng fyrir knattspyrnuna hér á landi en það er alveg ótrúlegt að sjá þegar mað- ur ferðast um landið að alls staðar sér maður knattspyrnuvelli og all- ir að spila knattspyrnu við ýmiss konar skilyrði. Með þessu átaki er auðvitað verið að bæta þessi skil- yrði barna, sérstaklega, til þess að spila knattpyrnu. Það eru auknar kröfur á öllum sviðum í þjóðfélag- inu í dag og þetta er að stórum hluta byggðarsjónarmið, hluti af því að gera bæ enn byggilegri; að skapa börnum betri vettvang til að stunda vinsælustu íþróttagrein í heimi.“ Geir er ekki í nokkrum vafa um að bæjarfélögin sem taka þátt í þessu muni ekki sjá eftir því: „Þau munu græða stórkostlega á þessu og þá sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Þetta er frumkvöðla- starf sem við erum að vinna núna sem mun vonandi vekja menn enn frekar til umhugsunar varðandi grasrótarstarfið.“ Óhætt er að segja að starf KSÍ sé mjög víðtækt og á breiðum grunni. Undir það tekur Geir: „Starfið sem unnið er innan veggja KSÍ er í raun nokkuð sér- stakt miðað við mörg önnur knatt- spynusambönd í Evrópu því við erum að skipuleggja leiki fyrir yngstu flokkana og svo upp í A- landsleiki í alþjóðakeppnum gegn stærstu liðum heims; þessa mínút- una er það England - Ísland, hina mínútuna er það sjötti flokkur og það gerir þetta bara enn skemmti- legra enda verður grasrótarstarfið alltaf að vera afar virkt þar sem það er grunnurinn að öllu starfi innan hreyfingarinnar,“ sagði Geir að lokum. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Þriðjudagur MAÍ MIKE BIBBY Leikmaður Sacramento Kings skorar hér í sjötta leiknum gegn Minnesota. NBA-deildin í körfu: Oddaleikir fram undan KÖRFUBOLTI Detroit Pistons tryggði sér oddaleik með sigri á New Jersey, 75-81, í undanúrslitum Austurdeildar NBA-körfuboltans. Allt annað er því uppi á teningn- um en í fyrra en þá sigraði New Jersey 4-0 í einvígi liðanna. Rich- ard Hamilton fór fyrir Detroit og skoraði 24 stig en Rasheed Wallace kom næstur með 14. Hjá New Jersey var Richard Jeffer- son atkvæðamestur með 23 stig og tók 7 fráköst, Kenyon Martin var með 19 stig og tók einnig 7 fráköst. Í undanúrslitum Vesturdeildar- innar er sama staða því Sacra- mento Kings tryggði sér oddaleik gegn Minnesota Timberwolves með góðum sigri, 104-87, á heima- velli. Peja Stojakovic skoraði mest fyrir Sacramento, 22 stig og tók 8 fráköst. Doug Christie var með 16 sem og Mike Bibby sem einnig gaf 10 stoðsendingar. Hjá Minnesota var Latrell Sprewell atkvæðamestur með 27 stig, Kevin Garnett setti niður 19 og Sam Cassell 16. ■ LEIKIR  20.00 ÍBV og Breiðablik leika á Hásteinsvelli í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. SJÓNVARP  17.10 Olíssport á Sýn.  18.30 Saga EM í fótbolta (6:16) á RÚV. Upphitunarþættir fyrir EM í fótbolta sem hefst í Portúgal 12. júní. Í þættinum er rakin saga Evr- ópumóta landsliða frá 1960 og fjallað um bestu leikina og leik- mennina og fallegustu mörkin.  18.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.00 Trans World Sport á SÝN.  20.00 UEFA Champions Leagueá Sýn  20.30 Fákar á Sýn. Þáttur um hestamennsku.  21.00 History of Football á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. ENSKI LANDSLIÐSHÓPURINN: Markverðir David James Man. City Paul Robinson Leeds Ian Walker Leicester Varnarmenn Gary Neville Man. Utd Phil Neville Man. Utd Ashley Cole Arsenal Wayne Bridge Chelsea Sol Campbell Arsenal John Terry Chelsea Ledley King Tottenham Jamie Carragher Liverpool Miðjumenn David Beckham Real Madrid Paul Scholes Man. Utd Nicky Butt Man. Utd Steven Gerrard Liverpool Frank Lampard Chelsea Owen Hargreaves Bayern München Kieron Dyer Newcastle Joe Cole Chelsea Sóknarmenn Michael Owen Liverpool Emile Heskey Liverpool Darius Vassell Aston Villa Wayne Rooney Everton Í biðstöðu Jermain Defoe Tottenham Richard Wright Everton Matthew Upson Birmingham Gareth Southgate Middlesbrough Scott Parker Chelsea Alan Smith Leeds FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L GEIR ÞORSTEINSSON Sést hér ásamt þeim Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og Eyjólfi Sverris- syni, þjálfara U-21 árs landsliðsins. Mikið verk fram undan og í mörg horn að líta hjá KSÍ. 60 sparkvellir munu rísa. Hugsað sem grasrótarstarf. FORINGINN KÁTUR Silvio Berlusconi, forseti og eigandi AC Milan, var í banastuði þar sem hann fagn- aði sigri síns liðs í ítölsku deildinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.