Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 1
● báru sigurorð af marseille Valncia Evrópumeistar félagsliða: ▲ SÍÐA 29 Miguel Mista maður kvöldsins ● frumkvöðuls minnst með sýningu Ásmundur Sveinsson: ▲ SÍÐA 22 Listin á að vera hluti af daglegu lífi ● treður upp á broadway á laugardagskvöld Lumidee: ▲ SÍÐA 30 Er bæði rappari og söngvari MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR ÍA MÆTIR GRINDAVÍK Þrír leikir verða í Landsbankadeild karla. Klukkan tvö tekur ÍA á móti Grindavík og ÍBV mætir Fram. Klukkan 19.15 tekur Keflavík á móti KR. Í Landsbankadeild kvenna mætir KR liði Fjölnis og Stjarnan tekur á móti Þór/KA/KS. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FER AÐ RIGNA Í BORGINNI OG á vesturhelmingi landins eftir hádegi. Bjart meö köflum suðaustan til. Hlýnandi veður. Sjá síðu 6. 20. maí 2004 – 137. tölublað – 4. árgangur RÁÐIST Á FLÓTTAMANNABÚÐIR Tíu börn og unglingar hið minnsta létust þegar ísraelskir skriðdrekar skutu á þús- undir mótmælenda í flóttamannabúðunum í Rafah. Bandaríkjaforseti neitaði að for- dæma árásina Sjá síðu 4 DÆMT Í SKELJUNGSRÁNINU Rúm- lega fertugur maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir Skeljungsránið í Lækjargötu í febrúar árið 1995. Sjá síðu 2 MISÞYRMINGUM Í ÍRAK MÓT- MÆLT Hart var tekist á um stuðning stjórn- valda við Íraksstríðið í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Formaður VG vill að ráðherra biðji þjóðina afsökunar. Sjá síðu 6 KVEIKTU Í ÍBÚÐARHÚSI Aðalmeð- ferð í máli yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal fór fram í gær. Húsráðendur voru inni í húsinu þegar bruninn varð. Sjá síðu 10 59%74% Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Gunnlaugur Briem: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Tallinn full af listaverkum ● ferðir ● tilboð o.fl. FJÖLMIÐLAFRUMVARP Búist er við því að frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum verði samþykkt sem lög frá Alþingi í lok vikunnar. Þriðja um- ræða um málið hófst á Alþingi í gær og stóð fram á kvöld en þingfundir hafa verið boðaðir á föstudag og laugardag. Deildu stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hart um efnisatriði frumvarpsins og með- ferð þess í þinginu. Einn stjórnarþingmaður hefur lýst því yfir að hann muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu og óvíst er um afstöðu annars. Krist- inn H. Gunnarsson, Framsóknar- flokki, efast um að þingmenn flokksins styddu frumvarpið ef þeir létu samvisku sína ráða. Sam- staða sjálfstæðismanna í málinu virðist órofin og stjórnarandstað- an stendur sameinuð gegn frum- varpinu. Meirihluti allsherjarnefndar lagði fram breytingartillögur við frumvarpið sem eru samhljóða þeim sem formenn stjórnarflokk- anna höfðu áður kynnt. Stjórnar- andstaðan segir þingmeirihlutann skorta vilja til að skoða málið til hlítar. Sjá nánar síðu 12–13 Fjölmiðlafrumvarp í þriðju umræðu: Líklega lögfest í vikulok Margra ára martröð lokið Hæstiréttur sýknaði Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson í stóra málverkafölsunar- málinu. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Dómurinn þykir áfellisdómur yfir rannsókn málsins, sem tók sjö ár og kostaði um 50 milljónir. Ég get loks byrjað að tjasla lífinu aftur saman, segir Pétur Þór. HÆSTIRÉTTUR „Þetta er mikill léttir og nú fæ ég loks staðfestingu á sakleysi mínu sem ég hef alla tíð haldið fram. Margra ára martröð er loks lokið,“ sagði Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Gallerí Borgar, eftir að Hæstirétt- ur sýknaði hann og Jónas Freydal Þorsteinsson í stóra málverka- fölsunarmálinu í gær. Þeir voru sakaðir um skjalafals og fjársvik með því að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa málverk sem þeir hefðu tekið þátt í að falsa. Hæstiréttur taldi meðal annars að þar sem Listasafn Ís- lands væri einn kærenda í málinu hefðu þær sérfræðilegu álitsgerð- ir sem lögregla hafði aflað hjá starfsmönnum safnsins fyrir út- gáfu ákæru ekki talist tækar fyrir dómi til sönnunar í málinu. Tveir dómarar skiluðu sér- atkvæði. Þeir töldu Pétur Þór og Jónas Freydal seka og vildu þyngja dóm Héraðsdóms Reykja- víkur, sem hafði áður dæmt þá í skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Ingi Jónsson forvörður, einn kærenda, segir dóminn mikil von- brigði. „Ég efast um að málinu sé lok- ið af minni hálfu. Rannsakendur sýndu að verkin væru öll fölsuð og allar aðrar niðurstöður eru an- kannalegar,“ segir Ólafur Ingi. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði dóminn einnig vonbrigði. „Við sættum okkur að sjálfsögðu við niðurstöðuna,“ sagði hann. Ragnar Aðalsteinsson og Sig- ríður Rut Júlíusdóttir, verjendur Péturs Þórs, voru hæstánægð með niðurstöðuna og sögðu hana í sam- ræmi við málflutning sinn. „Þetta er eðlilegur dómur mið- að við það hvernig að málinu og rannsókn þess var staðið af hálfu lögreglunnar. Þau vitni sem voru notuð voru of tengd málsaðilum og kærendum og þar af leiðandi var erfitt að byggja sekt á slíkum álitum,“ sagði Ragnar í Hæsta- rétti í gær. bryndis@frettabladid.is Sjá nánar á bls 2. BANASLYS SUNNAN VIÐ KÚAGERÐI Vegfarendur sem komu að slysinu á Reykjanesbraut í gær stöðvuðu og hjálpuðu til þar til lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Á meðal þeirra sem hjálpuðu til voru nokkrar flugfreyjur. Myndin er tekin með GSM-síma nokkrum mínútum eftir að slysið varð. UMRÆÐAN HALDI ÁFRAM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, tók til máls um fjölmiðlafrum- varpið við 3. umræðu í gær og sagði mikil- vægt að umræða um málið héldi áfram. Reykjanesbraut: Banaslys við Kúagerði BANASLYS Banaslys varð á Reykja- nesbraut, sunnan við Kúagerði rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Ö k u m a ð u r jeppabifreiðar sem ekið var austur áleiðis frá Keflavík til R e y k j a v í k u r missti stjórn á bifreiðinni til móts við mislæg gatnamót sem unnið er að vegna t v ö f ö l d u n a r Reykjanesbraut- arinnar. Bifreiðin mun hafa lent utan í vegriði brúarinnar og síðan á ljósastaur austan hennar. Bifreiðin valt og hafnaði á öðrum ljósastaur austan fráreinar við gatnamótin þar sem hún stöðvaðist á hjólunum. Tveir voru í bílnum og lést ökumað- ur bifreiðarinnar, karlmaður á sex- tugsaldri, samstundis. Kona um fertugt sem var farþegi í bílnum var flutt á slysadeild. Hún er ekki alvarlega slösuð. Maðurinn sem lést hét Þórir Jónsson. Hann var fæddur árið 1952 og bjó í Hafnarfirði. Þórir var forystumaður í knattspyrnudeild FH og hefur leikjum karla- og kvennaliðs félagsins, sem áttu að fara fram í kvöld, verið frestað til 9. júní vegna fráfalls hans. ■ ÞÓRIR JÓNSSON Lést í bílslysi á Reykjanesbraut. M YN D /A G N AR J Ó H AN N ES SO N Tugir Íraka: Féllu í árás herþyrlu ÍRAK, AP Tugir Íraka féllu þegar bandarísk herþyrla skaut á þá. Heimamenn segja að þyrlan hafi skotið á gesti í brúðkaupsveislu en talsmaður Bandaríkjahers vísar því á bug. Hann segir að andspyrnu- menn hafi skotið á hermenn sem voru sendir að húsi þar sem talið var að vígamenn hefðust við og þá verið kallað á þyrluna. Læknir í Ramadi sagði að 45 hefðu látist. Hann sagði veislugesti hafa skotið í loftið og þyrla síðar skotið á fólkið. Mörg fórnar- lambanna hefðu verið börn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.