Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 8
KÓPAVOGUR Fjöldi íbúða í Lunda- hverfi fer ekki yfir 384. Tillaga skipulagsnefndar frá 4. maí var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Gunnar I. Birgisson lagði fram tillögu um sex íbúða fjölgun á fimmtudag síðastliðinn en dró hana til baka á fundinum. Hann lagði fram nýja breytingar- tillögu um stöllun húsa neðst í dalnum sem bæjarfulltrúar Kópa- vogs tóku tillit til. Gunnar gagnrýndi harðlega samkomulag sem hann sagði for- mann skipulagsnefndar og sam- flokksmann sinn hafa gert við Samtökin um betri Lund án aðildar eiganda svæðisins. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar, mótmælti því á fundinum að hann væri aðili að einhverju samkomulagi. Í viðtali sagðist Gunnsteinn hafa stýrt samráðs- ferli. „Mér var það mikið kapps- mál að það gengi eftir.“ Hannes Þorsteinsson, talsmað- ur samtakanna um betri Lund, seg- ir samtökin sátt við lokaniðurstöðu bæjarstjórnarinnar og finnst sjón- armiðum sínum hafa verið mætt. Skipulagið fer nú til auglýsing- ar í sex vikur þar sem íbúum Kópavogs gefst kostur á að koma með athugasemdir. ■ 8 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR HVAR ER FRELSIÐ? Saddam Saleh, fyrrum fangi Bandaríkja- hers í Írak, vildi fá að vera viðstaddur rétt- arhöldin yfir fyrsta bandaríska hermannin- um til að vera dreginn fyrir rétt fyrir að misþyrma föngum. Því var hafnað. Náttúruspjöll við Þingvallavatn: Hafnarstjóri býr til höfn FRAMKVÆMDIR Hafnarstjóra Reykja- nesbæjar var gert að stöðva fram- kvæmdir við bátalægi við sumar- hús sitt við Þingvallavatn á mánu- dag. Aðgerðirnar fólust í því að teknir voru steinar úr klettabelti við vatnið og tveir litlir hafnar- garðar útbúnir, að sögn Arinbjarn- ar Vilhjálmssonar, skipulagsfull- trúa uppsveita Árnessýslu. „Þingvallavatn er á náttúru- minjaskrá og því algjörlega bann- að að raska fjörunni og brjóta nið- ur berg,“ segir Sigurður K. Odds- son, þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um. Að sögn Arinbjarnar voru framkvæmdirnar stöðvaðar á mánudaginn. Daginn eftir hafi hins vegar komið í ljós að fram- kvæmdum hafi verið haldið áfram og hann því ákveðið að fá lögreglu sér til fulltingis við að stöðva aðgerðirnar. „Mér finnst langsennilegast að honum verði gert að fjarlægja og lagfæra þarna eins og hægt er,“ segir Arinbjörn. „Þetta eru spjöll í viðkvæmu landslagi sem erfitt verður að bæta að fullu.“ „Ég taldi ekki að þetta væru það stórtækar framkvæmdir að ég þyrfti að fá leyfi,“ segir Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykja- nesbæjar. Hann segir skilaboð til verktaka ekki hafa komist til skila og því hafi verið haldið áfram með framkvæmdir þrátt fyrir að þær hafi átt að stöðvast. Vonast hann til þess að geta haldið áfram með framkvæmdirnar að athugun lokinni. ■ Aðför að sjávarbyggðum Smábátasjómenn fagna flestir breytingarfrumvarpi sjávarútvegsráðherra um sóknardagakerfið en margir aðrir telja að gangi það í gegn sé verið að svipta enn fleiri íbúa sjávarbyggða við Íslandsstrendur lifibrauðinu. SJÁVARÚTVEGUR „Þetta gefur okkur færi á að færa okkur yfir í kvóta- kerfið, sem þýðir að við getum kannski fengið betra verð fyrir afurðirnar sem við komum með að landi,“ segir Vigfús Vigfússon, smábátasjómaður frá Hornafirði, en hann gerir út bát sinn á sumrin frá Vestfjörðum. „Sóknardaga- kerfið var neikvætt á alla lund og við gátum okkur hvergi hreyft en nú gefst það tækifæri og það heyrist mér að flestir sem ég er í sambandi við muni flytja sig hið fyrsta yfir í kvótakerfi.“ Vigfús tekur undir orð fjöl- margra að með frumvarpi sjávar- útvegsráðherra sé í raun verið að leggja núverandi sóknardagakerfi af, enda sjái hann ekki að aðrir smábátasjómenn hafi hug að halda áfram veiðum undir því kerfi. Frumvarpið var til umræðu hjá sjávarútvegsnefnd Alþingis í fyrradag en ágreiningur er í nefndinni um ýmis atriði. Verður málið skoðað frekar næstu daga. Samkvæmt frumvarpinu gefst aðilum möguleiki á að velja milli sóknardagakerfis í sömu mynd og verið hefur en þó með ákveðnum botni sem miðast við að dagar verði aldrei færri en 18 á ári hverju. Hinn möguleikinn er að flytjast yfir í kvótakerfið og yrði þá skipt á milli þeirra báta úr potti sem yrði meðaltalsveiði síð- ustu þriggja ára þannig að hver um sig getur valið betra árið af síðustu tveimur. Þannig fengjust 80 prósent af því sem þeir veiddu upp að 50 tonnum og 60 prósent af því sem veitt var fram yfir en enginn fengi þó minna en 15 tonn. Jón Kristjánsson, fiskifræð- ingur og sérfræðingur í sóknar- dagakerfi Færeyinga, sem þykir það vel heppnað að bæði Danir og Bretar hafa skoðað það af athygli, segir að eina ástæða þess að smá- bátasjómenn vilji skipta yfir í kvótakerfið sé að þá gefist mögu- leiki til að selja kvótann jafnóð- um. „Þarna er um gulrót að ræða fyrir trillukarla sem hafa horft upp á fjölda veiðidaga gufa upp síðustu árin og eru orðnir lang- þreyttir. Um leið og þeir fara yfir í kvótakerfi þurfa þeir aðeins að bíða þess að eitthvert stórfyrir- tækjanna kaupi kvótann og þá er hægt að slaka áhyggjulaust af á Kanaríeyjum. Á meðan hverfa trillurnar ein af annarri frá sjáv- arbyggðum sem þegar eiga í mik- illi kreppu og í raun er um aðför að þeim að ræða.“ albert@frettabladid.is HAFNARGERÐ VIÐ ÞINGVALLAVATN Hafnarstjóra Reykjanesbæjar var gert að stöðva framkvæmdir við bátalægi við Þingvalla- vatn, en vatnið er á náttúruminjaskrá. Fasteignagjöld: Kröfu synjað FÉLAGSMÁL Félagsmálaráðuneytið hefur synjað kröfu aldraðs manns sem kærði sveitarfélag sitt fyrir að hætta að veita öldruðum afslátt af fasteigna- gjöldum eins og tíðkast hefur undanfarin 20 ár. Hækkuðu fast- eignagjöld mannsins til muna á árinu vegna breytinga hjá sveit- arfélaginu en afslátturinn varð tekjutengdur frá árinu 2004. Þar sem viðkomandi sinnir enn fullri vinnu skerðist afsláttur hans sem nemur þeirri hækkun sem varð á fasteignagjöldum og því var kæru hans til félags- málaráðuneytisins vegna máls- ins synjað. ■ Fjölbreytileiki í lánum: Óverðtryggð til langs tíma LÁNAMARKAÐUR Vöruframboð á lána- markaði heldur áfram að aukast og fleiri nýjungar líta dagsins ljós. Íslandsbanki býður nú tvenns kon- ar ný lán til fasteignakaupa. Ann- ars vegar er um að ræða óverð- tryggð lán til 40 ára og eru lægstu vextir þeirra 6,6 prósent. Jón Þór- isson, aðstoðarforstjóri Íslands- banka, segir að óverðtryggðar krónur séu tiltölulega ódýrar á markaðnum og aðgengilegar. „Við viljum leyfa viðskiptavinum okkar að njóta þess.“ Íslandsbanki býður einnig lán til fimm ára þar sem lántakandi greiðir aðeins vexti á tímabilinu og lánið allt á gjalddaga. Þau lán henti einkum ungu fólki, sem oft sé með mikla greiðslubyrði eftir stofnun heimilis. ■ Gunnar I. Birgisson dró breytingartillögu um sex íbúða fjölgun til baka: Íbúðum breytt en ekki fjölgað GUNNSTEINN SIGURÐSSON Formaður skipulagsnefndar fékk tillögu nefndarinnar frá 4. maí samþykkta. Gunnar I. gagnrýndi samflokksmann sinn á bæjarstjórnarfundi. GUNNAR I. BIRGISSON Tillaga Gunnars um fjölgun íbúða í Lundar- hverfi hafði valdið óróa meðal bæjarstjórn- ar og íbúa Kópavogs. Hann dró tillöguna til baka. KB BANKI Bankinn hefur lækkað vexti. Vaxtabreytingar banka: KB banki lækkar VEXTIR KB banki hefur ákveðið að lækka fasta vexti verðtryggðra fasteignalána um 0,30 prósentu- stig. Grunnvextir þessara lána verða 5,65 prósent miðað við veð- setningu innan við 30 prósenta af markaðsvirði. Fasteignalán á föstum vöxtum eru til allt að 30 ára og fara endanleg vaxtakjör eftir veðsetningu. Vaxtaálag á grunnvexti er á bilinu núll til 2,45 prósent. Frá því í nóvember 2001 hefur bankinn lækkað breytilega verð- tryggða útlánsvexti um 2,30 pró- sentustig. Á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa 25 ára húsbréfa lækkað um 1,58 prósentustig. ■ M YN D /A RN IN B JÖ RN V IL H JÁ LM SS O N SMÁBÁTAFLOTINN Sumir sjá fram á að byggðir lands- ins veikist enn fremur en orðið er ef trillukarlar sjá sér hag í því að selja þann kvóta sem þeim gefst nú aðgangur að. Lánshæfiseinkunn ríkisins: Stöðug og góð LÁNSHÆFI Alþjóðlega matsfyrir- tækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbind- ingar í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í ís- lenskum krónum og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í er- lendri mynt. Horfur um breyt- ingar á matinu eru stöðugar . Í frétt sinni segir Fitch það renna stoðum undir matið og stöðugar horfur að vel hefur gengið að takast á við ágjafir, að stofnanir eru faglega vel búnar, að stefnan í ríkisfjár- málum hefur verið gætin og mjög góðar horfur eru á góðum hagvexti og vexti útflutnings í kjölfar mikillar fjárfestingar í álbræðslu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.